blaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 blaðiö LÍFSSTÍLLM ATU R matur@bladid.net Það er hægt að sitja við barinn og borða þannig að við kokkarnir sjáumst alveg og fólk getur fylgst með okkur ef það hefur áhuga á því. Lamb á disk Sláturtíð fer í hönd og því án efa margir með hugann við lamba- kjöt um þessar mundir. Þó að fólk hneigist gjarnan til íhaldssemi þegar matreiðsla á lambakjöti er annars vegar býður það upp á marga möguleika og því ekki úr vegi að reyna eitthvað nýtt og . framandi. Á vefsíðunni lamb- akjot.is er að finna stórt safn lambakjötsuppskrifta af ýmsu tagi. Þá er enn fremur á síðunni leitarvél sem gerir notendum auðveldara að finna uppskrift við hæfi. Þannig er til dæmis hægt að leita eftir tegund máltíðar (forréttir, aðalréttir o.s.frv.), upp- - runa uppskrifta eftir löndum og heimsálfum, erfiðleikastigi mat- reiðslunnar, eldunaraðferð og hluta lambsins (til dæmis bógur, innmatur, hryggur og læri). Kaffikynning á Ljósanótt Mikið verður um að vera í höfuðstöðvum Kaffitárs að Stapabraut í Reykjanesbæ um helgina í tengslum við Ljósanótt. Kaffibrennslan verður opin milli kl. n og 17 á laugardag og meðal annars boðið upp á leiðsögn um um hana kl. 11 og kaffismökkun kl. 14. Þá heldur Ricardo Rosales, kaffibóndi á Jesus Maria-búgarð- inum í Níkaragva, erindi um kaffiræktun og vinnslu kl. 15. Kaffibrennslan verður einnig opin almenningi á sunnudag frá kl. 13 til 16. Ragnheiður brennslu- meistari brennir Níkaragva Cortes-kaffi kl. 14 og geta gestir pakkað ilmandi baunum beint úr ofninum og haft með sér heim. Þá verður einnig boðið upp á kaff- ismökkun og ýmislegt fleira. Grænmeti í nestið Upphaf skóla og uppskerutíð helst í hendur hér á landi sem víðar. Því er margt vitlausara en að nota tækifærið og senda börnin í skóla með nýtt og brak- andi ferskt grænmeti í nestisbox- inu. Grænmetið nýtur sín vel eitt og sér eða sem álegg á brauð eða flatkökur. Tómatar eru alltaf vin- sælir og það sama má segja um gulrætur og agúrkur. Síðast en ekki síst er nýtt grænmeti hollt og gott fyrir unga krakka í örum * vexti. Landsliðskokkur opnar nýjan veitingastað Eldar fyrir opnum tjöldum Landsliðskokkurinn Hrefna Sætran hefur að undanförnu staðið í ströngu við að undirbúa opnun nýs veitingastaðar, Fiskmarkaðarins, í Að- alstræti. í vikunni var efnt til prufukvöldverðar og nú um helgina verður staðurinn opnaður fyrir gesti. „Við erum með íslenskt þema og stílum svo- lítið inn á íslenskt hráefni svo sem fisk og lamba- kjöt sem við síðan útfærum á asískan hátt,“ segir Hrefna. Meðal annars býr Fiskmarkaðurinn yfir forláta japönsku robata-kolagrilli sem Hrefna segir að hafi ekki verið notað hér á landi áður. „Það eru sérstök kol í grillinu sem verða mjög heit og tvær stangir sem liggja nánast alveg við kolin. Það kemur því smáreykbragð af matnum,“ segir Hrefna sem gerði sér ferð til útlanda ásamt félögum sínum til að læra að nota grillið. „Við fórum til London þar sem við unnum um tíma á veitingastaðnum Nobu. Síðan fór ég líka á veit- ingastað úti í New York sem heitir Megu og var aðeins að prófa þar en þeir eru með svona grill þannig að við erum búin að kynna okkur þetta vel,“ segir Hrefna. Bryddað er upp á fleiri nýjungum á Fiskmark- aðinum en japönsku kolagrilli því að þar verður svokallað opið eldhús. „Það er hægt að sitja við barinn og borða þannig að við kokkarnir sjáumst alveg og fólk getur fylgst með okkur ef það hefur áhuga á því,“ segir Hrefna sem hlakkar til að elda fyrir opnum tjöldum. „Þetta er alveg nýtt fyrir mér og ég held að það verði alveg rosalega gaman. Þetta býður líka upp á persónuleg tengsl við gestina. Maður er oftast bara að elda fyrir Jón og Gunnu sem maður sér ekki. Núna getur fólk líka spurt meira hvað við séum að gera og svo framvegis,“ segir Hrefna. Á eigin veitingastað Fiskmarkaðurinn, nýr veitingastaður Hrefnu Sætran, verður opnaður almenningi um helgina en þar elda kokkarnir fyrir opnum tjöldum. Það kennir ýmissa grasa á þemadögum Domo Vildu bjóöa upp á krókódíl RAGNAR ÓMAR5SON Ragnar Ómarsson og félagar á Domo brydda upp á þemadögum í vetur. Meðal annars verða Ástralskir dagar þar sem hægt verður að gæða sér á kengúru, strúti og baramúndí svo fátt eitt sé nefnt. Eftir Einar Örn Jónsson einar.jonsson@bladid.net Veitingastaðurinn Domo hyggst efna til sérstakra þemadaga öðru hverju í haust og vetur þar sem boðið verður upp á forvitnilegan og stundum nokkuð framandi mat. Samhliða þemadögunum verða kynningar á vínum sem henta mat- argerðinni. Sem dæmi um slíka þemadaga má nefna ostrudaga, villibráðardaga, humardaga og ástralska daga. Ragnar Ómarsson, yfirkokkur á Domo, segir að kokk- arnir hafi viljað brydda upp á ein- hverju nýju og skemmtilegu enda hugmyndaríkir drengir sem vinni í eldhúsinu. „Við erum búin að ná ótrúlegum vinsældum frá upphafi og viljum halda því áfram og sýna gestum okkar að við séum á tánum og alltaf með eitthvað nýtt í gangi,“ segir Ragnar og bendir á að sam- hliða nýjungunum verði boðið upp á sérréttamatseðil á þemadögum. Hann útskrifaðíst frá Hót- el- og veitingaskóla íslands árið 1994. Hann er yfirmatreiðslumað- ur á Domo en hefur áður meðal annars unnið á Salti, í Leikhúskjallaranum og á Hótel Holti. Hann hefur verið í íslenska landsliðinu í matreiðslu frá árinu 2000. í matreiðslu. Við ætlum kannski að vera með eitthvert þema í tengslum við hana, bjóða upp á matinn sem ég fer með í keppnina eða eitthvað slíkt,“ segir Ragnar og bendir jafn- framt á að valið á þemunum eftir áramót velti á því hvað birgjarnir geti boðið upp á. Krókódíll smakkast sem kjúklingur Slíkur matur er yfirleitt ekki á hvers manns borði og segir Ragnar að hann hafi fengið heildsölu til að útvega sér kjöt af þessum framandi tegundum. „Við vildum fá krókódíl en það er bannað samkvæmt lögum að flytja hann inn. Það hefði verið gaman að bjóða upp á hann,“ segir Ragnar sem hefur sjálfur bæði eldað og smakkað krókódílakjöt. „Þetta er svipað og kjúklingur með pínulitlu sjávarbragði ef ég ætti að orða það einhvern veginn. Þetta er sérstakt kjöt og gaman að hafa prófað það,“ segir hann. Búið er að setja saman dagskrá þemadaga fram að jólum og verður væntanlega bryddað upp á frekari nýjungum eftir áramót. „Ég er að fara að taka þátt í Bocuse d’or sem er heimsmeistarakeppni einstaklinga Ostrudagar 7.-8. september. f'V Villibráðardagar 19.-22. september, 26.-29. september og 3.-6. október. þHumardagar 12.-20. október og 24.-27. október. > Ástralskir dagar 7.-10. nóvember og 14.-17. nóvember. Frá ostrum til strúta Fyrstu þemadagarnir verða ostrudagar sem fram fara 7.-8. sept- ember þar sem Alfreð Ómar Al- freðsson, félagi Ragnars úr íslenska kokkalandsliðinu, kynnir nýjar og ferskar ostrur frá Irlandi fyrir gestum. „Hann ætlar að vera inni í sal í góðu stuði og poppa þetta upp. Hann verður bara á gólfinu og talar við gestina og gefur öllum að smakka sem vilja prófa. Svo getur fólk keypt sér meira ef það er hrifið af þessu,“ segir Ragnar og bendir á að ostrur geti farið misvel í fólk en flestir þekki þó sín takmörk. Óvenjulegasti maturinn verður án efa á borðum á áströlskum dögum sem fram fara 7.-10. nóv- ember og 14.-17. nóvember. Eins og nafnið bendir til verður uppistaðan í matseðlinum hráefni frá Ástralíu og munu matreiðslumenn Domo fara ótroðnar slóðir í matreiðslu og framsetningu. Meðal þess sem boðið verður upp á er kengúra, strútur, dúfur og baramúndí og úti- lokar Ragnar ekki að eitthvað fleira skemmtilegt kunni að bætast við. DAGSKRÁ ÞEMADAGA DOMO HAUST/VETUR 2007

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.