blaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 1
gw í hjólastól
■ Tryggvi Ólafsson list-
■ málari lenti í alvarlegu
■ slysi í Danmörku og
■ fer um í hjólastól. Hann
f hyggst flytja heim til fs-
lands aftur og ná heilsunni
á nýjan leik.
Krókódíll bannaður
Af litlum neista
Ragnar Ómarsson, mat-
reiðslumeistari á Domo, vildi
bjóða gestum upp á krókódíl
en fékk ekki leyfi til að f lytja
inn slíkt dýr. í staðinn býður
hann upp á kengúru og
strút.
Auðunn Sólberg Valsson
heldur úti heimasíðunni Af
litlum neista. Þar skiptast
L menn á hlutum, allt frá
bréfaklemmum til Bítla
P„ platna, til styrktar
CP-samtökunum.
ÓLK»38
MATUR»26
KOLLA20
162. tölublað 3. árgangur
Fimmtudagur
30. ágúst 2007
FRJALST, OHAÐ & OKEYPIS!
1000 útköll vegna
erja í samböndum
■ Barsmíðar á konum í nær 200 tilvikum ■ Erfiðara að fá menn til að hætta andlegu ofbeldi
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer í um 1000
útköll á ári vegna ágreinings í samböndum og
vegna fyrrverandi sambanda. í 200 tilvikum af
þessum 1000 útköllum er um ofbeldi að ræða,
langoftast gegn konunni, að sögn Rannveigar Þór-
isdóttur, félagsfræðings hjá lögregluembættinu.
Rannveig segir fjölda útkallanna hafa verið svip-
aðan frá árinu 2000. „Miðað við íbúafjölda getur
verið um fækkun að ræða,“ segir hún og bendir
á að samfélagsaðstæður kvenna hafi breyst. „Því
hefur verið haldið fram að þær hafi meiri mögu-
leika á að leita sér hjálpar en áður.“
MEÐFERÐARÚRRÆÐI
► Karlar til ábyrgðar er eina sérhæfða
meðferðarúrræðið fyrir karla sem beita
ofbeldi í samböndum. Körlum er kennd
reiðistjórnun og aðrar aðferðir til að tak-
ast á við ágreining án ofbeldis.
Könnun sem gerð var meðal sænskra lögreglu-
manna leiddi í ljós að meirihluti þeirra telur sig
hafa of litla þekkingu á kynferðisbrotum og of-
beldi gegn konum. Rannveig minnist þess ekki
að slík könnun hafi verið gerð meðal lögreglu-
manna hér á landi. „En ríkislögreglustjóri gerði
átak hér í hittifyrra til að kynna þessi mál meðal
lögreglumanna," greinir hún frá.
Samkvæmt nýrri sænskri könnun verða konur
fyrir alvarlegra ofbeldi en karlar og afleiðing-
arnar verða langvinnari. Ingólfur V. Gíslason,
sviðsstjóri hjá Jafnréttisstofu, segir erfiðara að fá
menn til að hætta andlegu ofbeldi en líkamlegu.
„Úttekt sem gerð var í Bretlandi fyrir nokkrum
árum leiddi í ljós að líkamlegt ofbeldi karla
gegn konum minnkaði þegar þeir voru sektaðir,
dæmdir í fangelsi eða dæmdir í meðferð.
AÐEINS EITT SÉRHÆFT MEÐFERÐARÚRRÆÐI »4
Sektir vofa yfir
15 fyrirtækjum
Vinnumálastofnun hefur sent 15
fyrirtækjum lokaviðvörun vegna
brota á skráningu erlendra starfs-
manna. Stofnunin hefur sent um
þúsund viðvörunarbréf en ^
aldrei gripið til sekta. 9rnm
Vildu rukka fyrir
losunarheimildir
Samfylkingin, sem nú fer með
stóriðjumál í ríkisstjórn, og
VG mótmæltu í vor gjöfum á
losunarheimildum vegna gróður-
húsalofttegunda og vildu að hver
heimild yrði seld fyririo% \\yi
markaðsverðs.
Kærastaleit í rigningunni
„Björguðum ánamaðkinum Elísabetu"
Börnin á barnaheimilinu Ósum í Reykjavík létu rigninguna í gær ekki stoppa sig heldur tóku fram pollagallana og
stígvélin. Það er hægt að finna sér margt til dundurs í rigningunni og notuðu mörg barnanna leiktímann úti til að
hoppa í pollum og drullumalla. Vinkonurnar á myndinni brugðu sér hins vegar í hlutverk björgunarmanna. „Við
björguðum ánamaðkinum Elísabetu," sagði ein stelpnanna. Voru þær önnum kafnar við að finna kærasta handa
Elísabetu þegar myndin var tekin.
'
Grillaður
kjúklingur
franskar og
2 I Coca Cola
kr 899 pk
Opið alla daga frá kl. 10.-20.
S? ,.R
Bæjarlind 1 - Sími 544 4510
Gætu klifið
lóðrétta veggi
Ný rannsókn bendir til þess
að búningur, sem gerir þeim
sem klæðist honum kleift að
klifra upp lóðrétta veggi líkt
og Kóngulóarmaðurinn, geti á
næstu árum orðið að veruleika.
í grein sem birtist í vísinda-
tímaritinu Journal of Physics
segir að hár, sambærileg þeim
sem kóngulær og gekkó-eðlur
nota til að festast við ýmiss
konar yfirborð, geti gagnast
mannfólki sem vill klifra upp
veggi bygginga eða hanga á
hvolfi í loftinu. Vísindamenn
í Torino á Ítalíu skoða nú
hvernig nota megi slík hár til
að hanna búninginn. aí
NEYTENDAVAKTIN
1 Kjarna jarðarberjagrautur
Verslun krónur
Bónus 159
Hagkaup 286
Samkaup-Úrval 281
Melabúðin 249
10-11 356
Nettó 162
Verð á Kjarna jarðarberjagraut 1 lítri
Upplýsingar frá Neytendasamtökunum
GENGI GJALDMIÐLA
SALA %
mm usd 63,93 -1,35 ▼
^ P GBP 129,00 -0,86 ▼
5S dkk 11,74 -1,09 ▼
• JPY 0,55 -2,08 ▼
H EUR 87,45 -1,03 ▼
GENGISVÍSITALA 118,39 -1,13 ▼
ÚRVALSVÍSITALA 8.173 0,02 A
Barnahúsgögn sem stækka
Sérverslun með barnahúsgögn og fylgihluti
Fossaieynir 6 - 112 Reykjavík - Sími: 586 1000 - www.husgogn.is