blaðið - 30.08.2007, Page 16

blaðið - 30.08.2007, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 30. AGUST 2007 blaöiö Stuðningur til kaupa .Samkvæmt stjórnarsáttmál- er það þvert á móti markmiö ríkisstjórnarinnar að nemendur í framhalds- skólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum." Einar og lygin Einar Sveinbjörnsson bendir rétti- lega á í Blaðinu í gær að stefnumál Samfylkingarinnar um ókeypis námsbækur fyrir framhaldsskóla- nema er ekki orðið að veruleika nú í upphafi skólaárs, nokkrum mán- uðum eftir kosningar. Einar kýs að nefna mig sérstaklega sem tals- mann ókeypis námsbóka. Mér þykir vitaskuld vænt um það, því stefnu- málið er mjög gott og ég aðhyllist það af einlægni. Mér sýnist Einar álíta, að í ljósi þess að þetta stefnu- mál hafi ekki orðið að veruleika strax núna, megi þar með væna mig um óprúttnar lygar að ungum kjósendum. Hér ætlar auðvitað Einar mér sem varaþingmanni fullmikla pól- itíska lykilstöðu, sem ég út af fyrir sig fagna, en mér sárnar lygaranafn- bótin, ekki síst þegar hún kemur frá manni sem ég hef alltaf borið þónokkra virðingu fyrir. Hvað þetta varðar, ef ég skil Einar rétt, á ég að vera öðruvísi en foreldrar mínir, sem Einari er mikið í mun í greininni - og er kannski í og með tilgangur hennar - að lýsa yfir að hann þekkir. Óþolinmæði Einari hefur greinilega hlaupið kapp í kinn við skriftir sínar. Aðal- atriðið er þetta: í greininni er því Einari hefur greinilega .. hlaupið kapp í k W kinn við skriftir sínar. Guðmundur Steingrímsson haldið fram að Samfylkingin hafi engan áhuga á þessu máli vegna þess að um það sé ekkert fjallað í stjórnarsáttmála. Mér þykir leið- inlegt að segja það, en þar lýgur Einar. Samkvæmt stjórnarsáttmál- anum er það þvert á móti markmið ríkisstjórnarinnar að nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum. Auk þess er skýrt kveðið á um þetta markmið í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um bættan hag barna og ungmenna. Samfylkingin stendur heilshugar að þessu umbótamáli. Ég verð að játa að mér finnst óþolinmæði hvað varðar ókeypis námsbækur ekki fara Einari neitt sérstaklega vel. Hans eigin flokkur var ekki á nokkurn hátt málsvari þessarar hugmyndar í langri stjórn- artíð sinni. Höfundur er varaþingmaður Grænt frímerki á válista Það vill einhver byggja á græna úti- vistarsvæðinu í hverfinu mínu! Þetta er sneið af þeim 15 prósentum svæðis- ins sem eftir eru utan girðinga, hafa ekki verið lögð undir malbikuð bíla- stæði eða múruð undir steinsteypu. Þetta er sneið af því litla rými sem er eftir sem ég þarf ekki borga mig inn á eða ganga í klúbb til að mega vera þar. Af hverju má ekkert vera í friði? Hví verður að leggja allt undir sigmeð arðsemisframkvæmdumþró- unarhyggju nútíma steinaldarhugs- unar? Ég kalla það steinaldarhugsun að geta ekki séð auðan blett án þess að byrja strax í huganum að hræra steypu og reisa grjótveggi. Kröftug andmæli Það hefur ekki verið haft hátt um væntanleg byggingaráform í aust- urhluta Laugardals. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi fyrir svæði IV sem nú liggur fyrir hjá skipulags- og byggingarsviði Reykja- víkurborgar til að ráðstafa grænu útivistarsvæði undir fjölbýlishús. Ibúasamtök Laugardals hafa and- mælt þessum áformum kröftuglega frá fyrsta degi eftir viðurkenndum leiðum stjórnsýslunnar. Tillagan sem nú liggur fyrir er sú síðari af tveimur. Hinni fyrri hafnaði skipu- lagsráð í kjölfar fjölda mótmæla íbúa og stofnana í grenndinni. Á sama fundi var lögð fram önnur til- laga þar sem byggingamagnið var minnkað um helming og staðsetn- ingu hliðrað um nokkra tugi metra. Hátt á annað hundrað andmæli bár- ust gegn síðari tillögunni og fékkst at- hugasemdafresti hennar seinkað til 30. ágúst. Það er því engin ástæða til að ætla að seinni tillagan sé íbúum við Laugardal frekar að skapi. Ekkert samráð Borgarfulltrúi nokkur fullyrti á Andrými 1 borgarumhverfi „Manneskjur þurfa andrými I borg- arumhverfi, græna náttúru til að efla heilbrigði og vellíðan." UMRÆÐAN Byggjum í grennd við græn svæði en ekki á þeim. Ólöf I. Davíðsdóttir bloggi sínu að seinni tillagan væri dæmi um virkt samráð borgaryfir- valda og borgarbúa og óskaði íbúa- samtökunum til hamingju. Það er þó engu að fagna því samráð var ekkert. Seinni tillagan var lögð fram á sama fundi skipulagsráðs og þeirri fyrri var hafnað. Hún var því til frá upphafi, tilbúin til matreiðslu og borin fram á opinberum vettvangi með samráðs- sósu yfirklórs. Hún var aldrei kynnt né rædd við Ibúasamtökin. Embætt- ismenn borgarinnar sögðu ekki frá því að hún væri þegar til á kynningar- fundi um fyrri tillöguna sem borgar- yfirvöld efndu til í sumarbyrjun. Um- sækjendur umræddra framkvæmda létu heldur ekki uppi um áform sín. Græn náttúra Á þeim fundi kom skýrt fram sú einarða afstaða íbúa við Laugardal að þeir vilja ekki meiri mannvirkja- gerð í Laugardal. Það gildir einu hver notkunin á að vera. Stærð og umfang gildir einu. íbúar vilja ekki meira. Þeir vilja útivistarsvæði þar sem manneskjur geta leikið sér með flugdreka, æft golfsveiflu og flugukast eða bara sest í grasið og verið til. Manneskjur þurfa and- rými í borgarumhverfi, græna nátt- úru til að efla heilbrigði og vellíðan. Ef byggt er á grænum svæðum þá einfaldlega hverfa þau og hinn raunverulegi ábati grænna skrefa Reykjavíkurborgar er fyrir bí. Það er eftirtektarvert að í skipulagi nýrra hverfa sem nú eru í bígerð er ekki frátekið rými fyrir borgar- garða til almennrar útivistar. Þess vegna verða svona lítil græn frí- merki sem eftir standa enn mikil- vægari og dýrmætari. Áskorunin er þessi: Byggjum í grennd við græn svæði en ekki á þeim. Höfundur er íbúi við Laugardal í Reykjavik www.volkswagen.is Nýr Golf GT Sport . THE írMfeJtr 8 88 TIR Fí A íHNt ULIIIvlP Ómótstædilegur, þú fellur fyrir honum eins og skot! 170 hestafla TSI-vélin kemur bílnum í 100 km hraða á aðeins 7,9 sekúndum og eyðir aðeins 7,3 lítrum í blönduðum akstri. Sportfjöðrunin tryggir hámarksupplifun af akstrinum. Meðal annars búnaðar er: Sportinnrétting, GT-grill, sóllúga, álfelgur og fjölrofastýri. Bíllinn er samlitur með skyggðum rúðum. Verð fró 3.090.000 kr. Volkswagen Golf GT Sport er grænn bíll HEKLA greiftir fyrir kolefnisjöfnun allra nýrra Volkswagen-bíla í eitt ár. Kolefnisjöfnun felst í því aö binda samsvarandi magn gróöurhúsalofttegunda og bfllinn gefiir frá sér. Þetta gerum viÖ með skógrækt og landgræöslu. Golf GT Sport The Bourne Ultima u HEKLA Laugavegi 172-174 - sfmi 590 5000 ■ www.hekla.is ■ hekla@hekla.is Umboösmenn HEKLU um land allt: Akureyri • Akranesi • Isafirði • Reyöarfirði • Reykjanesbæ • Selfossi HEKLA

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.