blaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 4
Allra síðustu sætin! J öfnunarstyrkur tíl náms - Umsóknarfrestur er til 15. október 2007 - Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LIN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem verða að stunda nám íjarri heimili sínu. • Dvalarstyrkur (fyrir þá sem verða að dvelja fjarri lögheimili og íjölskyldu sinni vegna náms). • Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og íjölskyldu íjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn / ávefLIN (www.lin.is). Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2007-2008 er til 15. október nk. Sækja má um styrkinn á heimasíðu LÍN. Móttaka umsókna hefst í september nk. Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd Súpersól til Salou 8 9 frá eptember Terra Nova býður ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Salou og Pineda i september. Salou og Pineda eru tallegir bæir á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða og litríkt næturlíf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú glstir. tHL mvÚ --~u v. ^^2« Kr. 29.995 Netverð á mann, m.v. 2 fulloröna og 2 börn í viku. Súpersól tilboð 7., 14. og 21. september. Kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í viku. Súpersól tilboð 7., 14. og 21. september. TerraNova PRIMERA GR0UP Skógarhlíð 18-105 Reykjavík Sími: 591 9000 • www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 Brýtur gegn ríkjandi hefð í umhverfisrétti ■ Samfylking og VG mótmæltu gjöfum á losunarheimildum ■ Stjórnvöld sögð brjóta gegn jafnræðisreglunni Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net „Samkvæmt alþjóðlegum umhverf- isrétti og þeim umhverfisrétti sem hefur verið að ryðja sér rúms, á sá sem mengar að borga fyrir það. Mér finnst mjög hart að fyrirtæki hér á landi verði ekki látin bera ábyrgð, t.d. með því að borga fyrir meng- unarkvóta, á þeirri mengun sem þau valda umhverfi sínu á næstu fimm árin,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka fslands. í vor var samþykkt frumvarp til laga um losun gróðurhúsaloftteg- unda, sem kveður á um að losun- arheimildir skuli afhenda endur- gjaldslaust en óframseljanlega þeim stóriðjufyrirtækjum sem lengst eru komin í uppsetningu verksmiðja hér á landi. Þáverandi minnihluti umhverfisnefndar Alþingis, Sam- fylking og vinstri grænir, mótmælti frumvarpinu og lagði til að hver heimild yrði seld fyrir ío prósent markaðsverðs; þannig stæðu fyrir- tæki á f slandi ekki höílum fæti gagn- vart fyrirtækjum á ESB svæðinu, þar sem ríkisstjórnir eru skikkaðar til að afhenda fyrirtækjum frá og með á næsta ári 90 prósent heim- ilda sinna gjaldfrjálst. Tillaga sú var felld í atkvæðagreiðslu. Stærsti vörumarkaður í heimi „Því er spáð að markaður með los- unarheimildir verði stærsti einstaki LÖG UM LOSUN ► Samkvæmt lögum um losun gróðurhúsalofttegunda skal afhenda þeim fyrirtækjum fyrst heimildir sem hafa haf- ið starfsemi fyrir 1. janúar 2008. ► Eftir það gildir sú regla að þau fyrirtæki sem komin eru lengst á veg með upp- byggingu verksmiðja ganga fyrir. ► Sótt hefur verið um heim- ildir fyrir 34 prósent meiri losun en ísland hefur til úthlutunar. vörumarkaður í heiminum innan fárra ára,“ segir hagfræðingurinn Berþóra Arnarsdóttir. Hjá nýsköp- unar- og frumkvöðlasetrinu Innovit hafaþau Bergþóra og Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Raunvís- indadeild Háskóla Islands, unnið að verkefni sem fjallar um möguleika þess að stofna íslenska viðskipta- stofu með kolefniskvóta. „Framboð á losunarheimildum gróðurhúsalofttegunda verður tölu- vert minna en eftirspurn, og því verða þær mjög verðmætar. Það er ekki spurning að samkvæmt jafn- ræðisreglunni ætti að ganga jafnt yfir alla við úthlutun heimildanna, og langeðlilegast að þær séu boðnar upp. Við erum á leið með að gera sömu mistök og gerð voru við upp- haf núverandi fiskveiðistjórnunar- kerfis,“ segir Bergþóra. Andri Heiðar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Innovit, tekur í sama streng. „Þetta er sameiginleg auð- lind sem allir ættu að hafa jöfn tæki- færi til að komast í. Því finnst mér langeðlilegast að markaðurinn fái að ráða dreifingu gæðanna, og þetta sé selt á opnum markaði. Þannig fær seljandinn, þ.e. ríkið, líka mest fyrir sinn snúð.“ Hvetja fyrirtæki til að áframselja Eins og fram kom í Blaðinu í gær er tilskipun frá ESB, um að frá ár- inu 2008 skuli ríki úthluta a.m.k. 90 prósentum af losunarheimildum sínum endurgjaldslaust, eitt af því sem stendur í vegi fyrir því að ís- lensk stjórnvöld taki gjald fyrir los- unarheimildirnar. Tilskipun þessi fellur að vísu ekki undir samning- inn um Evrópska efnahagssvæðið, en í samtali við Blaðið lýsti Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, því yfir að íslendingar myndu fylgja ESB-ríkjunum í þessum efnum. Magnús Jóhannesson, ráðuneyt- isstjóri umhverfisráðuneytisins, segist telja rök ESB fyrir því að vilja afhenda meirihluta heimilda endur- gjaldslaust, vera þau að þannig sé hvati fyrir fyrirtækin sem fá heim- ildir til að menga minna og áfram- selja þær heimildir sem þau nota ekki. Eins og segir hér að ofan leyfa a.m.k. íslensk lög hins vegar ekki að heimildirnar séu áframseldar. Konur verða fyrir alvarlegra ofbeldi en karlar og afleiðingar eru meiri 100 karlar í ofbeldismeðferð Samkvæmt nýrri sænskri könnun er ofbeldi gegn körlum algengara en ofbeldi gegn konum. Konur verða hins vegar fyrir alvarlegra ofbeldi en karlar og afleiðingarnar verða langvinnari. Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri hjá Jafnréttisstofu, segir að hér á landi verði miklu fleiri karlar fyrir ofbeldi en konur en þegar um heim- ilisofbeldi sé að ræða séu það fleiri konur sem verða fyrir ofbeldi og auk þess alvarlegra ofbeldi en karlar. Verkefnið Karlar til ábyrgðar er eina sérhæfða meðferðarúrræðið fyrir karla sem beita ofbeldi á heim- ilum. Um var að ræða tilraunaverk- efni sem sett var á laggirnar 1998 og komið af stað aftur í fyrra eftir fimm ára hlé og er það nú á fjár- lögum. Alls hafa nær 100 karlar tengst úrræðinu á einn eða annan hátt, að sögn Ingólfs. Hann segir erfiðara hafa reynst að fá menn til að hætta andlegu of- beldi en líkamlegu. „Úttekt sem gerð var í Bretlandi fyrir nokkrum árum leiddi í ljós að líkamlegt ofbeldi karla gegn konum minnkaði þegar þeir voru sektaðir, dæmdir í fangelsi eða dæmdir í meðferð. Það var hins vegar bara meðferðarúrræðið sem dró einnig úr stjórnunaráráttunni.“ lngibjorg@bladid.net Alvarlegra ofbeldi Konur verða sjaldnar fyrir ofbeldi en karlar, en þá alvarlegra. Myndin er sviðsett. Bláðiö/ÞÖK

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.