blaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 blaöió blaði Útgáfufélag: Árvakur hf. Ritstjóri: Ólafur Þ. Stephensen Fréttastjórar: Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Ritstjórnarfulltrúi: Elín Albertsdóttir Nýi gjafakvótinn Heimildir til útblásturs gróðurhúsalofttegunda verða ekki boðnar upp hér á landi, heldur úthlutað án endurgjalds til stóriðjufyrirtaekja. Þetta er í samræmi við lög, sem fóru í gegnum Alþingi á lokaspretti þinghaldsins síð- astliðið vor og voru aðallega rædd seint á kvöldin og á nóttunni. Þar fóru þó fram talsverðar umræður um innihald þessara laga. I áliti minnihluta umhverfisnefndar, sem innihélt m.a. annan núverandi stjórn- arflokka, Samfylkinguna, kom fram að minnihlutinn teldi fullkomlega óeðlilegt að úthluta heimildunum án endurgjalds. Þær væru takmörkuð verðmæti í þjóðareigu sem ætti að afhenda til tímabundinnar nýtingar gegn gjaldi. Mörður Árnason, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar og ffam- sögumaður álits minnihluta umhverfisnefndar, sagði í umræðunum um þetta mál: „Sjálfsagt er að skapa hagræna hvata sem víðast til að draga úr notkun losunarheimildanna. Hætt er við að með úthlutun gjaldfrjálsra los- unarheimilda sé ýtt undir hefðarhald á þessum heimildum, að fyrirtækin sem úthlutað verður ókeypis kvóta telji sig eiga hann með nokkrum hætti og geri á þeim grunni kröfur í framhaldinu, eftir árslok 2012. Saga fiskveiði- stjórnar á Islandi undanfarna áratugi sýnir vel hætturnar sem í þessu felast.“ Þingmaðurinn benti líka réttilega á að það gengi þvert á stefnumótun auðlindanefndar forsætisráðherra að úthluta útblástursheimildum án end- urgjalds. Þáverandi stjórnarandstaða lagði til að 100 króna gjald yrði lagt á hverja heimild, sem hefði þýtt að fyrir heimildirnar, sem úthlutað verður endurgjaldslaust í næsta mánuði á grundvelli „fýrstur kemur, fyrstur fær“- reglunnar, hefðu verið greiddar um 100 miUjónir króna, þótt raunverulegt markaðsverðmæti þeirra gæti raunar verið tíu sinnum meira. 1 Blaðinu í gær kemur fram að ráðherrar Samfylkingarinnar, sem málið er skylt, þau Þórunn Sveinbjarnardóttir og Össur Skarphéðinsson, telja ennþá æskilegt að „í framtíðinni“ verði greitt fyrir losunarheimildir. Össur segir hins vegar nú að Evróputilskipun - sem hefur þó ekki lagagildi hér á landi - bindi hendur stjórnvalda. Það taldi Samfýlkingin ekki hindrun fýrir kosningar og raunar er sú tilskipun ekki tilgreind sem ástæða fýrir því að ekki eigi að fara útboðsleið í frumvarpinu sem síðan varð að núgildandi lög- um. . Flest af því, sem Samfýlkingin hafði um petta mál að segja fýrir kosn- ingar, er rétt. Auðvitað á að úthluta takmörkuðum gæðum eins og útblást- ursheimildum með uppboði, í stað þess að beita matskenndum aðferðum á borð við þá að ákveða hvaða stóriðjufýrirtæki sé lengst komið í undirbún- ingi að því að reisa verksmiðju. Hvernig ætli ráðherrum Samfýlkingarinnar líði með að standa að því að í næsta mánuði verði stóriðjufýrirtækjum úthlutað nýjum gjafakvóta? Þau telja sig kannski ekki geta breytt því úr þessu en þau hljóta að beita sér fýrir því að þannig verði fyrirkomulagið ekki til frambúðar. Ólafur Þ. Stephensen SÆKTU LEIÐARANN A WWW.MBL.IS/PODCAST Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjóm & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins SMÁAUGLÝSINGAR blaðiðH SMAAUQLYSINQAR@BUDJD.NET Tll hvers að vera í pólitík? „Hvernig nennirðu eiginlega að standa í þessu?" „Er þetta ekki ein- tómt rifrildi og baktjaldamakk?“ Þetta eru meðal þeirra spurninga sem við fáum reglulega, þau okkar sem hafa ákveðið að leggja fýrir sig stjórnmálastörf og eru kjörnir fulltrúar. Svo virðist sem þessi mik- ilvægu störf í umboði almennings hafi ekki á sér sérlega jákvæða ímynd; átök, stóryrði og inni- stæðulaus loforð séu lögmál leiks- ins en ekki einlægur vilji til þess að vinna landi sínu og umhverfi gagn og láta gott af sér leiða. Hér skal ekki gert lítið úr því, að væntanlega er framganga stjórn- málamanna sjálfra stór ástæða fýrir þessari neikvæðu ímynd. Rétt eins og sagt er að rónarnir komi óorði á brennivínið, er auðvitað ljóst að margt af því ómálefnalegasta sem gerist á vettvangi stjórnmálanna er komið frá stjórnmálamönnunum sjálfum. 1 hráskinnaleik stjórnmál- anna virðist sem sumir haldi að allt sé leyfilegt. Persónulegar árásir, dylgjur og meiðyrði séu bara allt í lagi og „hluti af pólitíkinni“ og pólitískur pópúlismi sömuleiðis. Sem betur fer eru þeir þó enn margir stjórnmálamennirnir sem vilja hafa hlutina öðruvísi og leggja meiri áherslu á árangur og upp- byggilegt aðhald, firemur en per- sónulegt skítkast. Að sama skapi leyfir maður sér að halda því fram, að spurn eftir slíkri pólitík sé einn- ig að aukast meðal almennings og þeirra sem fylgjast grannt með þjóðmálaumræðunni. En því þessi inngangur nú? - Jú, vegna þess að í þessari umræðu allri gleymist að mínu mati allt of oft, að pólitíkin er líka vettvangur heilbrigðra skoðanaskipta, vett- vangur nýrra hugmynda sem geta síðar orðið að veruleika og jafnvel valdið straumhvörfum í einu sam- félagi til lengri framtíðar. Ég vil leyfa mér að halda því fram, að á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur hafi verið unnið að einmitt þessum þáttum stjórnmál- anna síðustu misserin. Árangurinn er að koma í ljós með markvissum aðgerðum þessa dagana, en ég er þess þó fullviss að áhrifin muni ekki síður setja mark sitt á samfélag okkar til lengri framtíðar. Björn Ingi Hrafnsson Meðal þeirra verkefna sem hér um ræðir er frístundakortið sem tekur gildi fýrir öll börn í borginni, 6-18 ára, nú um mánaðamótin. Græn skref í umhverfismálum sem fela m.a. í sér tilraun með ókeypis strætó fýrir framhalds- og háskóla- nema, bláar endurvinnslutunnur fyrir pappír, gjaldfrjáls stæði fyrir visthæfar bifreiðar falla einnig í þann flokk, ásamt fjölmörgum öðrum málum. Unnið er að nýrri sýn í skipulagsmálum, m.a. með metnaðarfullum áformum um uppbyggingu í miðborginni og á áhrifasvæði hennar í Örfirisey og Vatnsmýrinni. Með endurskoðun aðalskipulags og nýrri hugsun í borgarskipulagi og úthlutun íbúða- og athafnalóða verður áreiðanlega grundvallarbreyting á borgarmyndinni til allrar ffamtíðar með aukinni áherslu á lífsgæði, frí- tímann og umhverfið. Þetta eru verkefni sem byggjast á ffamtíðarsýn og markvissri stefnu- mótun. Þau byggjast á metnaðar- fullri sýn á það umhverfi sem við búum í og samfélagið sem við vilj- um að þróist hér til framtíðar. Samfélag þar sem vel er búið að fjölskyldunni og börnunum okkar; áhersla er aukin á forvarnir og heil- brigt líferni. Bætt er aðgengi að grænum svæðum og útivist, íbúða- hverfi hönnuð með tilliti til þess og umhverfið og góð umgengni sett í enn ffekari forgang en áður. I dægurþrasinu fer ekki alltaf mest fýrir þessum brýnu framfara- málum. Það heyrist ekki alltaf hæst í þeim sem vinna skipulega að framförum eða eru ánægðir með lífið og tilveruna. Það er auðvitað eðlilegt og ekki skal lítið gert úr þeirri staðreynd að bæta þarf úr á mörgum sviðum. En það er samt notalegt til þess að vita, að brýn uppbyggingarverkefhi standi yfir og unnið sé eftir metnaðarfullri ffamtíðarsýn í íslenskum stjórn- málum og í nærumhverfi okkar. Þá finnst manni það þess virði að standa í argaþrasinu blessuðu. Höfundur er formaður borgarráðs KLIPPT OG SKORIÐ Sigurjón Þórðar- son fýrrum þingmaður frjáls- lyndra gagnrýnir á bloggi sínu ráða- leysi Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráðherra í réttindamálum erlendra verka- manna þrátt fyrir harða gagnrýni í stjórnarandstöðu. „Nú þegar Samfýlkingin er komin í mjúk sæti virðist ekkert vera að gerast, það þarf að kanna, skoða, leita leiða og bíða eftir nefnd sem mun athuga hvort mögulegt sé að gera eitthvað." Síminn á heimili I.úðvíks Giz- urarsonar lögmanns hefur ekki þagnað í dag frá því Lúðvík fékk það staðfest eftir DNA-rannsókn að 99,9% líkur séu á að hann sé sonur Her- manns Jónassonar, fýrrverandi forsætisráðherra,“ var ritað á vef Mannlífs í fyrradag og fullyrt að Lúðvík hygðist engu svara um málið að svo stöddu en senda frá sér fréttatilkynningu. Tilkynn- ingin barst fjölmiðlum og veitti Lúðvík svo Fréttablaðinu viðtalið sem Mannlífsmenn vildu svo gjarnan fá. „Að svo stöddu“ var því að því er virðist bókstaflegt svar til Mannlífsmanna, en ekki endanlegt. Fangaklefi er síðasta úr- ræði fýrir börn sem eru sér og öðrum hættuleg, nú þegar neyð- arvistunar Stuðla nýtur ekki við. RÚV greindi frá. Klippari veltir fyrir sér hvort Mannrétt- indaskrifstofa íslands geti þá bætt við málum í bréfið til eft- irlitsnefndar Sameinuðu þjóð- anna, en hún hefur tekið sam- an fjögur mál þar sem hún telur meðferð yfirvalda hafa brotið gegn rétti borgara, að sögn Guðrúnar Guðmunds- dóttur framkvæmdastjóra. gag@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.