Orðlaus - 01.03.2004, Page 4

Orðlaus - 01.03.2004, Page 4
 Mér finnst Bush vera kjáni og mér finnst að kjánar eigi ekki að stjórna valdamesta ríki heimsins. Nú er kosningabaráttan í Bandaríkjunum komin á fleygiferð þar sem skítkast og persónuárásir hafa verið einkennandi. Mér finnst skítkast í kosningabaráttu alltaf frekar leiðinlegt, finnst mikilvægara að koma hreint og beint fram og þurfa ekki að grafa upp níð um andstæðinginn. Enn hefur Bush nokkurt forskot. Það tel ég vera sorglegar fréttir því menn sem styðja ójafnrétti opinberlega og eru íhaldssamir afturhaldsseggir eiga að mínu mati ekki að fá of mikil völd upp í hendurnar. Talandi um kosningar þá er Ólafur Ragnar Grímsson loksins búinn að tilkynna framboð sitt og mun hann því berjast hatrammlega við Ástþór Magnússon og hugsanlega fleiri í spennandi kappræðum. Island er ekki með valdamestu ríkjum heims og því er ólíklegt að framboð Ólafs verði rætt í fjölmiðlum um víða veröld en mér finnst forsetaembættið skipta máli þar sem þetta er eina embætti landins sem þjóðin velur í sjálf. Nú er Ólafur loksins búinn að kasta því fram að það sé misskilningur að forsetaembættið sé valdalaust og segist vilja fá meira að gera, fylgjast með þjóðlífinu og þagga niður í andstæðingum sínum sem sumir hverjir hafa hreinlega verið dónalegir í hans garð. Við Islendingar viljum vera best í öllu, og auðvitað þá vera með flottasta forsetann líka sem getur svarað fyrir sig og beitt sér í málum sem þjóðina varðar og almenningi finnst skipta máli. Eru Ólafur eða Ástþór þeir kandfdatar? Það er samt örugglega fínt að vera forseti í heimsveldi. Hann fær aö fara í öll fínustu partýin, spila stríðsleiki, leika sér með umhverfið, getur verið á móti hinu og þessu og fengið valdamiklar þjóðir í lið með sér. Á Islandi hefur forsetinn okkar ekki verið að beita sér mikið í alvarlegum málum, það er ekki síðustu átta árin, en völd Bandaríkjaforseta eru ótvírætt gífurlegt. Þess vegna fyllist ég hræðslu þegar ég hugsa til þess að hugsanlega geti George W. Bush fengið að sitja fjögur ár í viðbót í Hvíta húsinu. Þó að ég þekki ekki bandarísku frambjóðendurna persónulega tel ég að Kerry sé illskárri kostur þótt hann sé langt frá því að vera fullkominn. Á þessum tímapunkti er hann í raun eini mögulegi andstæðingur Bush. Ég mæli því með því að við sem teljum þetta skipta máli söfnumst saman á einhverjum góðviðrisdeginum og sýnum stuðning okkar í verki. Gætum meira að segja safnað í kosningasjóð (þar sem kosningasjóður andstæðingsins er töluvert feitari) og sent summuna með Fedex beint til USA. Á þessum skemmtifundi okkar gæti forseti vor og aðrir frambjóðendur sýnt að forsetaembættið á íslandi sé ekki dautt með því að koma með og sýna að Islendingurinn fylgist með og er ekki tilbúinn að kyngja hverju sem er. Þá gæti þetta orðið svo fínt að við kæmumst í allar helstu fréttirnar erlendis og ýttum þá ef til vill við þessum 50% Bandaríkjamanna sem eru of latir til að nenna að hugsa um mikilvægi þess að fara á kjörstað. Látum fsland skipta máli, Ólafur, og Ástþór veriði með!!! Steinunn Jakobsdóttir KAPITAl Nightmares on Wax, Gusgus djs, Psychobitch, Terrordisco, Gorilla djs, Warp, Breakbeat.is 4 ara, Party Zone, RyRalio djs, ' Lauris Lee & dj KaraMus, 7 ára *J!_1 " 303,Hugarástand, Electnc Massive, Cargo, New lcon, + stórviðburður sem verður tillrvnntur síðar. afmœ1iJ6ndirtóna’,

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.