Orðlaus


Orðlaus - 01.03.2004, Síða 14

Orðlaus - 01.03.2004, Síða 14
4 t BARSOGUR Umsjón: Hildur Sif Óli Hjörtur barþjónn síðan 1997 Á hvaða stöðum hefur þú verið að vinna? Kaffibarnum, Prikinu, Kaffibrennslunni, Kaupfélaginu, Hverfisbarnum, Spotlight, 22 og Thomsen. Hvað stendur upp úr? Fyrir svona um það bil ári síöan var ég að vinna á efri hæðinni á Prikinu. Af einhverjum ástæðum var ég beðinn um að fara niður á barinn til að leysa af. Ég er að ná í bjór í kælinn og heyri allt í einu í stelpunni sem er að vinna með mér vera að öskra úr sér lungun. Þá lít ég við og sé að það er hávaxinn maður með sítt Ijóst hár sem stendur við barinn og það er kviknað í hárinu á honum og hann er ekkert að taka eftir því. Við öskrum á hann að það sé kviknað í hárinu á honum og hann virðist ekkert vera að taka eftir því. Svo allt í eínu fattar hann það og þá tökum við vatnskönnu og hellum yfir hann allan. Þá varð hann rosalega rólegur og þakkaði fyrir sig. Arnar, Thorvaldsen bar. Barþjónn í 4 ár. Á hvaða stöðum hefur þú unnið á? Var að vinna á Kaffi Viktor, fór beint þaðan á Thorvaldsen, fór síðan og breytti Sportkaffi í Felix og svo aftur á Thorvaldsen. Hefur þú lent í einhverju í vinnunni sem þú hefur þurft að kjafta þig úr? Allt fólkið á Thorvaldsen er mjög kurteist og þægilegt en ég reyndar lenti einu sinni í vandræðum með plötusnúðinn. Klukkan var hálf þrjú á laugardagskvöldi og það var alveg brjálað að gera, löng röð fyrir utan. Ég er eitthvað að labba um staðinn og þá sé ég að plötusnúðrinn hleypur út um bakdyrnar og það er enginn annar plötusnúður í húsinu. Ég hleyp á eftir honum, fer heim til hans og hann er ekki þar. Svo reyni ég að ná í annan plötusnúð en það gengur heldur ekki og það voru bara 5 mlnútur eftir af laginu. Og ég sem kann varla á videótæki þurfti að fara að þeyta einhverjar skífur. Það var hálftími eftir og flest allir farnir af dansgólfinu, þannig að ég lét einhvern playlista i gang og lét hann rúlla og þurfti að vera að þykjast spila, semsagt hljóp á barinn og svo d.j græjurnar og þóttist vera að spila. Lét bara alltaf einhvern slagara á I hvert skipti, gat ekki tekið við óskalögum. Þetta gekk samt þar sem lítið var eftir af kvöldinu. Þórarinn, barþjónn í 7 ár. Á hvaða stöðum hefur þú verið að vinna á? Rex, Prikinu, Thomsen, Hverfisbarnum, Sportkaffi, Felix, fór út og vann í eitt ár á Portúgal og Spáni og gamla Tunglinu. Er eitthvað minnisstætt? Já ég var að vinna á Rex og þá kom einhver maður inn sem var veitingahúsaeigandi. Hann kom að barnum og keypti dýrustu koníaksflöskuna í húsinu sem kostaði 200.000 krónur. Hann sturtaði smá slurk úr flöskunni oní vaskinn og fyllti siðan afganginn upp með kóki. Svo labbaði hann súpandi um með 200.000 króna flöskuna sína. Þetta er flaska með handmálaðri mynd á, sumir virðast eiga endalaust af peningum! Sara Lind, barþjónn í 6 ár Á hvaða stöðum hefur þú verið að vinna? Sólon, áður en það var Sólon, Húsi Málarans, á Seyðisfirði, Egilstöðum og á Valaskjálfa. Eitthvað fyndið eða sérstakt sem hefur gerst? Já, ég var að vinna hérna á Sólon og það var föstudagskvöld. Það var stelpa hérna inni sem var búin að vera meö leiðindi fyrr um kvöldið, var að reyna að fá fría drykki og hélt að hún væri með einhverja spes prísa og þannig. Við héldum síðan bara að hún væri farin, en allt I einu förum við að finna brunalykt og brunakerfið fer af stað. Það fattar enginn hvaðan þetta kemur en ég fór niður til að ná í eitthvaö og kem þá að henni alveg blindfullri að steikja sér samloku með skinku og osti. Hún kveikti á öllu niðri og brauðið hjá henni var brunnið. Svo var hún alveg brjáluð þegar við hentum henni út og skildi ekkert í þvi. Jói B. Guilfoss, plötusnúður síðan 6. nóvember árið 2000 Hvaða stöðum ertu að spila mest á? Leikhúskjallaranum, Vegamótum, stundum á Kaffibarnum og í alltof mikið af einkapartýum. Er eitthvað sem þú manst vel eftir á þessum dj ferli þínum? Já, við notum fartölvu þegar við erum að spila og núna annan janúar þegar viö vorum að spila á Vegamótum þá allt í einu steindrapst tölvan og hún inniheldur fleiri þúsund lög. Við vorum meö geislaspilara sem við tókum með en bara einn geisladisk, við vorum það vel undirbúnir. Svo sem betur fer fundum viö annan geislaspilara og geisladiskamöppu. Við spiluöum slðan allt kvöldið mix disk eftir aðra plötusnúða og allir skemmtu sér konunglega og enginn tók eftir neinu. Þannig að þetta reddaðist allt og Ifka með lögin sem voru inn á tölvunni, þar sem þaö er til backup af öllu saman. Hver hefur ekki lent í því að gera einhverja hrikalega skandala á djamminu og vona að enginn taki eftir því? Hefur þú þó spáð í því að barþjónarnir sem standa á bakvið barinn og dyraverðirnir sem hleypa þér inn eða kasta þér út fylgjast með allri þinni vitleysu frá upphafi kvöldsins og að þeir gleyma því seint? Daði plötusnúður frá 1993 Hvar ertu helst að spila núna? Á Vegamótum, Prikinu og tek kvöld og kvöld á Kaffibarnum og Pravda. Er eitthvað við plötusnúðastarfið sem stendur upp úr hjá þér? Ég á auðvitað til fullt af sögum, en sú sem mér dettur fyrst í hug núna er utan af landi. Að fara út á land er alveg sérstakt. Þar er samfélagið þannig að allt sem er nýtt er svo spennandi og alltof merkilegt. Ég fór einu sinni til (safjarðar til að spila á balli með Brim og ég og Kiddi (sem átti Hljómalind) ákváðum að skella okkur í sund. Það var enginn I sundi en svo fór allt að fyllast af stelpum, þær voru á bilinu 20- 30 og þær vildu allar vera i heita pottinum með okkur, þetta var mjög sérstakt. Það var síðan alltaf keppni um hver fékk að halda eftirpartý á hverju kvöldi. Þetta voru stelpur sem voru ungar og alveg upp I þrltugt. Fólk I Reykjavik er samt oft ekkert skárra, það gerast alveg ótrúlegustu hlutir þegar maður stendur á bak við græjurnar. Ég hef stundum leikið mér að því að spyrja hvað ég fæ í staðinn ef ég er beðinn um að spila óskalag og það er mjög mismunandi. Einu sinni fékk ég flasseringu sem var alveg æðislegt, en samt er ég ennþá að spá I hvað pían var að hugsa. Það er síðan alltaf gaman að hitta manneskjuna helgina eftir því þær verða hálf skömmustulegar. Það er lika mismunandi hvað stelpur gera fyrir óskalagið og stundum held ég að þær séu bara á einhverju flippi. En þetta er alltaf gaman. Ingi dyravörður í 6 ár. Á hvað stöðum hefur þú unnið? Nelly's , Prikinu, Glaumbar, Gauknum, 22, N1 f Keflavík og Stapanum í Keflavík. Af öllum þessum stöðum þá hlýtur þú að hafa lent í einhverri sérstakri reynslu. Já reyndar mörgum, en ég man eftir einni sem gerðist á Nelly's. Við vorum nýmættir á vaktina og stóðum niðri þegar það fer allt I einu að rigna vatni niður á barinn á neðri hæðinni. Við röltum upp og þá heyrðist allt I einu í stelpu öskra inni á karlaklósetti. Við opnum hurðina og þar inni voru tveir einstaklingar, stelpa og strákur. Strákurinn var örugglega svona 170 kíló og stelpan svona 100 kfló og þau voru að rfða ofan á klósettinu og eru búin að brjóta vatnskassann og undirlagið á klósettinu. Drengurinn truflast og vill klára á meðan stelpan er svo full að hún veit varla hvað hún heitir. Hún sat ofan á honum og snéri aö okkur og maður var afhuga kynlffi f nokkra mánuði eftir að hafa séö þetta. Svo lendir maður alltaf f hinu týpíska sem er að fólk rífur kjaft til að komast inn. Reyndar eru það stelpurnar sem reyna alltaf mest, strákarnir eru ekki alveg að þora þvf. Það er alveg ótrúlegt hvað sumar stelpur geta öskrað og rifiö kjaft til að komast inn á skemmtistaöi. Svo er alltaf gaman að rekast á þær seinna þegar þær eru edrú. Gunni á Vegamótum, barþjónn í 4 ár Á hvaða stöðum hefur þú verið? Astró, Klúbbnum (gamall staður) og svo hérna á Vegamótum. Er eitthvað sem þú manst eftir? Reyndar eitt sem ég man eftir núna er strákur sem var með kærustunni sinni hérna inni og þau fóru saman inn á klósettið. Þar sem við þurfum að passa okkur svo rosalega vel eftir alla þessa Mínus umfjöllun fórum við að banka upp á hjá þeim að segja þeim að drífa sig út af klósettinu. Þau opna og hún er hálf farin úr að ofan og dyraverðirnir biðja hana að klæða sig í og fara. Eftir 5 mínútur labba þau tvö inn á hitt klósettiö og halda áfram að ríða. Ég var ekkert að botna f þeim, en svo hætta þau og fatta að þetta var ekki alveg að ganga. Þau koma af hinu klósettinu og hvað svo, þau smella sér út í hornið uppi og halda áfram. Ég var alls ekki að trúa þvf að þetta væri að gerast, ég hélt að þetta væri grfn. Anna Rakel, barþjónn í kringum 2-3 ár. Hvar ertu búin að vera að vinna? Ég var á Glaumbar f 8 mánuði, Nasa, Rex, Thomsen og núna á Prikinu Hvernig er að vera barþjónn, er mikill munur á þessum stöðum? Já reyndar er mikill munur en ég held að mér líði best á Prikinu af öllum þessum stöðum. Svo lendir maður Ifka í öðruvfsi hlutum. Til dæmis fyrir stuttu síðan lenti ég f einu af þvf ógeðslegasta sem ég hef séð á allri ævi minni. Það er gaur sem kemur reglulega hingað og kom hérna sem sagt pissfullur. Hann fékk sér skot á barnum og sneri sér við á hliðina og þetta var svo óraunverulegt að ég var varla að trúa þessu öllu. Ég stend við dyrnar inni í eldhúsi og það kemur bara svona buna út úr honum, alveg bein eins og brunaslanga. Mér var svo mál að æla, ég trúði þessu varla, en ég gat ekki hætt að horfa á hann vera að æla þessari skrýtnu og beinu ælu. Síðan gátum viö ekki þrifiö þetta strax og fólk var að stíga í þetta, algjör viðbjóður. Eitt enn sem ég man eftir gerðist á einum af þessum stöðum sem ég var að vinna á fyrir svona einu til tveimur árum sfðan. Þaö kemur maöur inn á staðinn og var rosalega virðulegur og flottur meö silfurgrátt skegg, svona Sean Connery týpa. Þegar það er búið aö loka staðnum stendur hann við barinn og það kemur stelpa og hallar sér upp við barinn, snöktandi og er eitthvað aö væla „fáviti, hann er svo ömurlegur!!!". Eina sem ég er að hugsa er hvað hún sé steikt þar sem hún þekkti gaurinn ekki neitt. Hann var voða góður, spyr hvort það sé ekki allt í lagi og hvort hann geti hjálpaö henni. Hún er eitthvað vælandi og horfir á kælana og maðurinn spyr hana hvort hann geti keypt eitthvað handa henni að drekka. Hún er eitthvað að þykjast vera vælandi en verður allt f einu voða eðlileg og segist vilja Breezer Pinapple. Hún tekur slöan drykkinn og labbar f burtu og hann var ekki einu sinni búinn að rétta mér kortið. Hún var svo andstyggileg og hann var bara að reyna aö vera næs. Alveg ótrúlegt hvaö sumar gellur gera fyrir drykk! 1

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.