Orðlaus - 01.03.2004, Side 20
mm 'T” ■ B w B 2Í **** w 1—1 . 1'%.’%^ 1
www.skidavikan.is/aldreisudurl
Viðtal við Mugison og PapaMug!
Aldrei fór ég suður - hulunni svipt af Rokkhátíð Alþýðunnar!
Ekki verður þverfótað í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana fyrir mistrúlegum sögusögnum um einhverskonar geigvænlega risarokkhátíð um páskana.
Tnsafirði. af óllum sfoðumt Ymis nofn eru jatnan ner n a Tí^^íumvWumræSíáa'f\aí\^',~a[íf\ra1&\ork u Íj úðmú nasdottun'sóngkonu, tiröSfaTfemían'nsr
Með aðstoð miðstýrðs rokk-gagnasöfnunarkerfis
Orðlauss og nokkurra góðra rokk-kunningja tókst
rokkrýni að verða sér út um svar við öllum þessum
spurningum (og fleiri!) auk simanúmera helstu
hvatamanna hátíðarinnar, feðganna Arnar Elíasar
Guðmundssonar (betur þekktur í vissum kreðsum sem
tónlistarmaðurinn Mugison) og hafnarstjórans
Guðmundar M. Kristjánssonar (sem er kallaður Muggi).
Þeir feðgar samþykktu að eiga óformlegt stefnumót
við lesendur Orðlauss á kaffihúsinu Prikinu einn gráan
föstudag, hér eftir fylgir lausleg endursögn af
samræðum okkar viö þá:
Bestu hugmyndirnar kvikna yfir bjórglösum
„Sko, ( fyrrasumar vorum við á útimarkaði í London,
sem heitir Spitz, og Rúna kærastan mín var svo lengi
að versla að við pabbi ákváðum að finna okkur pöbb
til að setjast inn á og fá okkur nokkra bjóra," segir
Mugison og þeir feðgar halda áfram. „Eftir að
umræðuefni þrautfórum við að velta fyrir okkur hvort
það væri ekki fyndið að halda svona rokkhátíð á ísafirði,
þar sem að heimamenn sæju um stuðið ( bland við allt
helsta meik-gengi landsins. Sáum fyrir okkur plaggat
þar sem stæði stórum stöfum „Dóri Hermanns syngur
Shakin' the Blues Away", en í smáa letrinu væru öll
„frægu" böndin. Eftir því sem bjórunum fjölgaði leist
okkur betur og betur á hugmyndina og útslagið gerði
svo að hún var enn til staðar þegar við vöknuðum
daginn eftir.
Pegar heim var komið héldum við áfram að spá í þessu.
Það var svo þegar vinur okkar Ragnar Kjartansson,
Rassi, blandaðist í málið að hjólin fóru að snúast, hann
talaði við fólk sem talaði við fólk... og nú er þetta
orðið að veruleika. Tónleikarnir verða laugardaginn
fyrir páska, þann 10. apríl, og standa frá kl. 16 um
daginn og fram yfir miðnætti. Staðsetningin er
skemmtileg, við verðum niður á höfn í yfirgefinni
fiskvinnslu - það ætti að gefa stemmningu. Alls koma
fram á þriðja tug listamanna og plötusnúða yfir daginn.
Hægt verður að kaupa bjór þarna á kostnaðarverði og
sushi með, en aðgangur á sjálfa tónleikana er ókeypis.
Þetta er beisiklí hugsað sem gott partý og við vonum
að sem flestir geti komið og skemmt sér með okkur
og hljómsveitunum."
Óþarfi að detta í einhvern nasisma
Þetta er nú ekki lítið fyrirtæki, að halda svona
risarokktónleika. Og það ókeypis risarokktónleika.
Hvernig er þetta hægt, með leyfi? Og af hverju?
„Hugmyndin var að bjóða nokkrum vinum úr
bransanum vestur og í leiðinni sýna þeim af hverju við
feðgar búum á mörkum hins byggilega heims. Ástæðan
er nátturulega augljós: fólkið. Án þess að detta í
einhvern nasisma, þá finnst okkur samt fólkið þar með
eindæmum skemmtilegt og opið, hér eru allir
sérvitringar og hafa skoðanir á öllu. Okkur fannst
hreinlega kominn t(mi til að minna fólkið sjálft á þessa
staðreynd og um leið sýna vinum og kunningjum hversu
skemmtilegt getur verið fyrir vestan. Allir sem við
töluðum viö tóku mjög vel ( þetta, allir tónlistarmenn
koma fram frítt, gefa vinnu sína og Isafjarðarbær gerði
leið okkar greiðari á ýmsa vegu. Það hefur fjöldi fólks
lagt hönd á plóginn til að gera þetta að veruleika."
Partýpizza
Nú er slatti af ísfirsku listafólki þarna, ( bland við
alþjóðlegar stórstjörnur. Er tónlistarsena að tala um
fyrir vestan?
„Okkur sýnist vera nóg að gerast. Þarna eru kórar (
hverju húsi og annað hvert barn er f tónlistarskóla. Svo
er fullt af hljómsveitum, allt frá rosalegum rokkurum
eins og BMX til hins indæla Unaðsdals, sem leikur
blúgrass-skotna sveitatónlist. Yngsta tónlistarfólkiö
sem leikur á hátíðinni er 15 ára, hljómsveitin Appollo
og aldursforsetinn er Kklega Villi Valli djassari. Viö
erum meö hátíöinni ekki að stilla neinum upp með
eða gegn einhverjum, ísfirskar hljómsveitir gegn
reykvískum eða landsbyggðartýpum móttrefilklæddum
miðborgarbúum. Þetta er bara, eins og áður sagði,
gott partý. Pizza. Svona tónlistarpízza.
Svo er nú annars nóg um að vera þarna á páskunum
- engum ætti aö leiðast. Um að gera að grafa bara
kúlið og hringja í frænkuna af ættarmóti slðasta árs
og betla gistingu. Grípa svefnpoka og góða skapiö
(pakka má vonda skapinu niður og senda til Akureyrar).
Koma (partý." Með þessum orðum kveðja Mugi-feögar
og halda á vit sinna ævintýra, sá eldri er á leið í frí til
Bahama-eyja en yngri mugimaðurinn er að ganga frá
tónlist við ónefnda íslenska kvikmynd (alveg bannað
að segja hvað hún heitirl). Hvað var annars númerið
hjá Rönnu frænku...?
TEXTI: hauxotron@hotmail.com
Mugison
Stimplaði sig endanlega inn í íslenskt tónlistarllf með
goðsagnakenndri framkomu sinni á síðustu Airwaves
hátfð, þar sem hann lék af miklum ofsa og dáleiddi
pakkfullan Pravda með sér í syngjandi sveiflu. Platan
Lonely Mountain hefur selst í bdförmum og fengið
lostafullar umsagnir í helstu tónlistartlmaritum heims,
I kjölfarið hefur hann spilað lögin sln vlðsvegar um
heiminn við mikla hrifningu. Um þessar mundir er hann
læstur inni I Súðavíkurkirkju, þar sem hann semur
tónlist fyrir væntanlega íslenska kvikmynd.
Funerals
Skipa m.a. liösmenn hljómsveitanna Trabant og
Singapore Sling. Þeir sungu sig í hjörtu einmana
húsmæðra um land allt með rokk-ópusnum Pathetic
Me, sem tekinn var upp eina viskílegna
sumarbústaðarhelgi, og hafa síðan þá spilað sín sorglegu
lög við ýmis tækifæri. I haust gáfu þeir út aðra sorglega
plötu sem gefur frumburðinum fátt eftir.
Appollo
Eru nokkrir hressir tíundubekkingar frá fsafirði. Þeir
hafa getið sér gott orð fyrir spilamennsku I
félagsmiðstöðinni á Isafirði og æstu múginn er þeir
hituðu upp fyrir hetjurnar sveittu í Mínus sl. febrúar.
Strákarnir eru duglegir að æfa sig og lofa kröftugri,
en melódískri, framkomu á tónleikunum. Þess má geta
að umboðsmaður hljómsveitarinnar, Gunnar Atli
Gunnarsson, vakti mikla hrifningu landsmanna er hann
kom fram í kastljósþætti á dögunum.
Singapore Sling
Nefndir eftir hanastélsdrykk og hafa verið ansi áberandi
í hinni annars litilvægu reykvísku rokksenu undanfarin
ár, enda eru þeir býsna kúl gaurar með sólgleraugu.
J&MC-skotið keyrslurokk þeirra á sér marga
áhangendur, innanlands sem utan, og margir spá þv(
að þeir verði næsta framlag fslendinga á spjöld
rokksögunnar. Þeir sitja nú sveittir við upptökur á nýrri
hljómplötu, en breiðskifan The Curse of Singapore
Sling seldist ágætlega og var gefin út f BNA sl. sumar
við nokkrar undirtektir.
The Lonesome Traveller
Lítið er vitað um þetta einkennilega nefnda band. Þó
hefur heyrst að þeir leiki kántrýskotnar ábreiður af
Sigurrósarlögum, í mikilli óþökk þeirrar annars blíðu
sveitar. Er jafnvel talað um að hipparnir í Sigur Rós
hati LT af áður óþekktum ofsa. Þessu er þó öllu slengt
fram með fyrirvara.
Dóri Hermanns
Þessi káti fyrrum skipstjóri frá Ögurvík við ísafjaröardjúp
varð sjötugur á árinu og hefur aldrei verið hressari. Sé
ætlunin aö skekja blúsinn burt (eöa sheikinöeblúsawei,
eins og hann kallar það) er fáum mönnum betur
treystandi til verksins. Ekki missa af framkomu hans á
hátíðinni, sem mun að Ifkindum verða goðsagnakennd
innan fárra ára.
Hljómsveitir og listafólk:
Athugiö aö listi þessi er birtur meö fullum fyrirvara um
breytingar. Aldrei er aö vita nema einhver nöfn eigi
eftir aö bætast viö, já eöa detta út. Áhugasamir eru
hvattir til aö fylgjast meö á heimasíöu hátíöarinnar,
sem er aö finna á www.skidavikan.is/aldreisudur
7oi
Appollo
BMX
Borko
Dóri Hermanns
Dr. Gunni
Funerals
Gjörningaklúbburinn
Gus Gus
Hudson Wayne
Jóhann Jóhannsson
Kippi Kanínus
Mugison
PapaMug
Siggi Björns Big Band
Singapore Sling
Skúli Þórðarson
Steindór Andersen
The 9/1 l's
The Lonesome Traveller
Tristian
Trabant
Villi Valli
Plötuþeytar og þessháttar:
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri fsafjarðarbæjar
Óli Palli
Þórhallur á Þingeyri