Orðlaus


Orðlaus - 01.03.2004, Síða 50

Orðlaus - 01.03.2004, Síða 50
Hvernig á ég að segja við strák að hann sé ekki nógu góður í rúminu? Ég held að engum strák langi til þess að heyra að hann sé ekki góður í bólinu. Ef þér er ekki sama um náungann er betri hugmynd að segja honum frekar hvað það er sem þú vilt og hvað það er sem kemur þér til. Ef hann tekur sönsum skiptir það hann greinilega máli að þú fáir jafn mikið úr þessu og hann, ef ekki gæti honum líklega ekki verið meira sama um þig. Hvernig myndir þú vilja heyra það? "Heyrðu Frosti, mér þykir miklu betra þegar þú notar KY í staðinn fyrir að renna bara beint f mig. Værir þú til í að prófa það?" Eða á ég frekar að dömpa þér en að segja þér það? Það er náttúrulega deginum Ijósara að mér er ekki i dömpað... Hvað er svona merkilegt við tvær stelpur að kela? Það er það sama með það og með bakdyrnar. Okkur þykir einfaldlega allt sem er forboðið vera spennandi. Trekantur með tveimur stelpum er eitthvað sem alla stráka dreymir um og flestir sætta sig bara við drauminn. Það að sjá tvær stelpur að kela kemur einfaldlega af stað pælingum sem flestir enda með hugsuninni: "Ohhh, hvað ég væri til í að ríða þeim..." Veistu hver eru fyrstu merki þess að strákur hafi haldið framhjá. Hvenær er líklegast að það gerist? Er líklegt að það yrði þá vinkona mín sem hann myndi enda með? Ef við erum hættir að hafa jafn mikinn áhuga á að sofa hjá og áður, eru allar llkur á að við höfum keypt okkur slatta af klámi eða séum að láta sinna okkur annars staðar. Framhjáhald á sér ekki stað nema vegna þess að það er ekki nægur áhugi til staðar. Ef vinkona þín hefur verið að sýna mér áhuga og ég hef ekki nægan áhuga á þér, eru frekar miklar líkur á að ég ríði henni - rétt eins og það eru frekar miklar líkur á að ég ríði næstu stelpu sem gefur færi á sér. Við erum að sofa saman, hittumst um helgar og smá meira samband en ekkert of alvarlegt og ég sendi þér rós á Valentínusardaginn. Hvernig bregstu við? Hvað fer i gegnum hausinn á þér? Ef ég er hrifínn af þér þá er það kannski ókey, en þumalputtareglan ætti að vera að stelpur eiga að bíða með að sýna áhuga þar til þær eru komnar með hring á puttann. Hvar finnst þér mörkin vera milli þess að stelpa sé ákveðin eða dónaleg? Það er eitt símtal sem skilur á milli. Hvaða símtal það er nákvæmlega er ómögulegt að segja til um. j Hvað finnst þér um að stelpa bjóði þér út? Það er ágætt. Sérstaklega ef ég er blankur. Samt sem áður er það þannig að minnsti vottur á áhuga bendir til þess að þið viljið ríða, að mati flestra stráka. Fékkstu það? Eða varstu bara að plata? * Ef við ætluðum okkur að skilgreina hvað kynlíf er þá myndi einfaldasta skýringin vera "athöfn mannkyns til að fjölga sér". En ieikurinn er ekki svo einfaldur... í flestum tilfellum erum við að sækjast eftir einhverju allt öðru en því að fjölga okkur, hættum meira segja við ef það eru likur á því að sú verði raunin. Jæja, en hvað er þá kynlíf. Við ættum nú flest að gera okkur grein fyrir hvað kynlífsathöfnin felur i sér, en hver er tilgangurinn á bakvið hana ef það er ekki til að fjölga hinu annars prýðisgóða mannkyni? Það er að sjálfsögðu eitt svar sem blasir við einsog standpína í sundi... fullnægingin. Fyrir karimönnum er fuilnægingin í flestum tilfellum markmiðið með öllu kynlífinu, þeir verða varir við einhverskonar kitlandi þörf sem eykst með hverju brjóstinu sem þeir sjá og fullnægingin er endapunkturinn á þvi að svala þessari þörf. Og það er næstum undantekningalaust að fullnægingin hjá þeim kemur og bindur enda á athöfnina. En, einsog margar konur vita, er þessu oft á tiðum öðruvísi farið með okkur. Við vitum aldrei hvort eða hvenær við megum eiga von á því að fullnægingin komi og erum oft í gríðar spennandi kapphlaupi við það að verða á undan svo við sitjum ekki uppi spreng örvaðar en fullnægingalausar. En ef konur skilgreina kyniíf ekki eftir fullnægingunni, hverju erum við þá að leitast eftir? Fyrir konum getur kynlíf verið svo margt. Það getur verið líkamleg svölun, andleg svölun, tjáning ástar, tjáning á reiði, undirgefni, ímynduð skylda, til gamans gert eða blanda af þessu öllu, og því er það ekki alltaf sem konur gangast undir reið með það að markmiði að fá fullnægingu. En samt eru margar konur sem stunda þann leik að gera sér upp fullnægingar. Við feikum. Og þá er spurningin, af hverju erum við að feika þegar við getum fengið það sanna? Við getum byrjað að leita ástæðna í því sem ég kýs að kalla Leikræn tjáning. Til að kynlíf sé gott þarf stundum aðeins að krydda það með leikrænum tilburðum. Það er lítið gaman að liggja einsog skata undir sæng með Ijósin slökkt og ekkert heyrist nema brakið í rúminu. Maður gefur frá sér ýmis hljóð til að sýna velþóknun, eða bara að maður sé ennþá vakandi. Stunurnar koma ekki alltaf bara af því þetta er svo ógeðslega gott, stundum er maður bara að gefa þessu smá sona auka fíling. Svo reynir maður að sjálfsögðu að gera leikinn Svo er því miður til önnur ástæða sem ég vona að sé ekki algeng. En það er að konur feika einfaldlega af því að þær feika. Þær byrjuðu einn daginn á þvl og hafa svo ekkert hætt því. Margar konur hafa aldrei fengið fullnægingu og það er nefnilega þannig, að þú veist ekki hversu langt þú ert frá því að njóta þess sem kynlífið getur gefið þér fyrr en þú hefur fengið fullnægingu. Um leið og hún er komin, sérðu betur, hvað er að gera sig í rúminu og hvað ekki. Konur þurfa að þekkja sjálfar sig mun betur en karlmenn þurfa, fullnægingin okkar er ekki eins sjálfsögð. Þar að auki, ef þú feikar, þá heldur bólfélaginn að allt sé I himnalagi og er ekkert að leggja neitt aukalega á sig til að reyna að geðjast þér, og væntanlega sér hann engan tilgang í að spyrja þig hvað hann geti gert til að fullnægja þér ef þú feikar þig fullnægða. Ef þú veist ekki hvað þú átt að segja honum að gera til að fullnægja þér... þá skalt þú sjálf koma þér að verki og finna út úr því. Og ef þú hefur aldrei fengið fullnægingu segi ég ekki Ef þú veist ekki hvað þú átt að segja honum að gera tii að fuilnægja þér... þá skalt þú sjálf koma þér að verki og finna út úr því. doldið sexí, konur hafa til dæmis enga sérstaka þörf fyrir að sveifla hálsi og róta í hárinu á sér í kynlífi, ekki er snípurinn I hársverðinum, en þetta gæti örvað bólfélagann sjónrænt. Og það að feika fullnægingu er smá hluti af þessari leikrænu tjáningu. Við getum alveg feikað það... og fengið svo þe ríl þlng á eftir. Það poppar bara upp fjörið og hvetur báða aðila til að gera enn betur. En svo eru til aðrar aðstæður þar sem það er algjörlega ömurlegt og ætti að vera bannað með lögum að feika fullnægingu. Allar konur kannast við þessa koma svo týpu. Það eru þessir gæjar sem hamast einsog djöfullinn sjálfur í heitasta helvíti við að fá það sem allra fyrst, alltaf sama trúboðastellingin, alltaf sami leiðinda takturinn, hann nennir ekki einu sinni að lyfta upp hausnum sem hann treður í hálsinn á þér og andar svo í takt við hreyfingarnar þannig þú ert orðin sveitt af andi á hálsinum og maður býst varla við öðru en að Dúddinn fari að hvetja sjálfan sig áfram og hrópa - KOMA SVO... KOMA SVO! -. Og sanniði til, þetta eru einmitt týpurnar sem spyrja eftir á - fékkstu það - I. 0 mæ god, þetta er svo glatað að ég kann ekki að lýsa því. Og mér er fyrirmunað að skilja konur sem þora ekki annað en að játa því að þær hafa fengið fullnægingu við þessar smánarlegu aðstæður sem enginn kona fær það í. Ef þú færð spurninguna - fékkstu það? - nýttu þá tækifærið... segðu nei! Hrópaðu hátt og snjallt NEI! Skipaðu honum svo að kyssa á þér ökklann og biðjast fyrirgefningar og koma sér að verki og klára það sem hann byrjaði á. Látum ekki bjóða okkur svona djöfulsins vitleysu. annað við þig en - Vinkona! Keyptu þér egg og vænan skammt af Duracell and dónt stopp till it flííls læk heaven. Svo er stundum málið ekki flóknara en það að við feikum til að fá frið. Ef bólfélaginn þinn er almennilegur og eðlilegur bólfélagi þá er hann að sjálfsögðu ekkert að hætta fyrr en þú ert búin að fá það líka. En konur eru nú einu sinni konur, og stundum erum við þannig stemmdar, andlega eða líkamlega, að við vitum að við eigum ekkert eftir að fá það. Og við viljum helst forðast það að segja góðum bólfélaga frá því að þetta sé bara ekki að gera sig, því furðulegt nokk, karlmenn taka það pínu inn á sig. Það tekur minni tíma að feika en að taka Nei, þetta er ekki þér að kenna jarí jarí ræðuna. Persónulega finnst mér ekki vera á það bætandi fyrir vesalings karlþjóðina sem þarf að vera í vafa um hvort rassinn sé í raun stinnur eða sjokköpp, hvort brjóstin séu ekta eða sílí, hvort hárið sé gervi eða ekta og þar fram eftir líkamanum, að konur séu líka farnar að feika fullnægingar og unað í sjálfu bólinu. En þið karlmenn verðið nú Ifka að haga ykkar málum á þann veg að við sjáum okkur ekki ástæðu til að þurfa að feika. I guðanna bænum lærið að halda f ykkur, for kræing át lád. Takið typpið ykkar taki og kreistið hann til hlýðni! Og við ykkur konur segi ég... hættið að feika, látið þá vinna fyrir þessu. Góöar stunur Jóhanna

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.