Orðlaus


Orðlaus - 01.12.2004, Síða 12

Orðlaus - 01.12.2004, Síða 12
Þaö er hægara sagt en gert að fanga þann sem þig langar í. Það er þó til ráð við öllu í nútíma samfélaginu og með eftirfarandi gullnu reglum geturðu aukið kynþokkann, komist að því á fyrstu mínútunum hvort hann eða hún hafi áhuga eða ekki og síðast en ekki sist tékkað á bólfimi hans áður en haldið er upp í rúm. Hvað er hægt að biðja um meira? Hvernig veistu hvort hún hafi áhuga eða ekki? Stelpur jafnt sem strákar senda frá sér ótal skilaboð þegar þau hafa áhuga, þó mismunandi eftir kynjum en það er þitt að taka eftir því og leika með. Þess vegna er jafn mikilvægt að þú sért með það á hreinu hvaða merki þú átt að taka eftir og hver þú gefur frá þér til að leika leikinn. Stelpa að sýna áhuga Hún horfir mikið á munninn á þér. Hún strýkur laust yfir lærið. Hún skoðar rassinn á þér. Hún lætur hlýra renna út af öxlinni. Hún nuddar á sér hálsinn. Hún sýnir úlnliðina. Hún sleikir á sér varirnar, lyftir hárinu og snurfusar sig á ýmsan hátt meðan hún horfir á þig. Hendur hennar taka að strjúka yfir handleggi hennar og háls. Hún hvíslar og hallar sér nær. Hún hallar höfðinu nær þér. Hún situr þannig að innanlærið sést. Hún brosir breytt. Hún fitlar við fötin sín. „Hún lítur hvað eftir annað snöggt á þig. Þetta merkir: „Af öllu sem ég gæti verið að skoða, finnst mér þú áhugaverðastur"." Strákur að sýna áhuga Varirnar opnast. Nasavængir hans þenjast og andlitssvipurinn verður allur „opnari". Hann reynir að ná athygli þinni. Hann strýkur yfir bindið og sléttir kragann. Hann sléttir eða ýfir á sér hárið. Hann fitlar við sokkana sína og hysjar þá upp. Hann lætur þig sjá að hann er að skoða á þér líkamann. Hann stendur með hendur á mjöðmum. Hann fitlar við hnappana á jakkanum sínum, hneppir að sér eða frá. Hann snertir andlitið á sér oft meðan hann horfir á þig. Hann stýrir þér með því að taka um olnbogann á þér eða leggja höndina á mjóhrygginn á þér. Hann lánar þér yfirhöfn eða peysu. „Hann lyftir ögn brúnum meðan þið spjallið saman. Eilítill spurnarsvipur þýðir að honum finnst þú heillandi. Eðasnarklikkuð.Sattaðsegjaerhvorttveggjaákjósanlegra en karlmaður sem horfir á þig með sléttar og kyrrar brúnir og augu. Þeim gæja finnst þú bara leiðinleg. " Ráð til að auka kynþokkann Lærðu að laða fram þinn eigin kynþokka. Það sem einum finnst kynþokkafullt finnst öðrum kannski hörmung. Við höfum öll eitthvað og þú verður að komast að því h vað það er í þínu fari sem fólk laðast að. Tileinkaðu þér ákveðna tækni og einblíndu á þínar bestu hliðar þegar kemur að samskiptum við hitt kynið, hvað það er við þig sem gerir þig sérstaka/nn. Líttu út eins og kynfærið á þér! Kannski ekki bókstaflega en allt sem minnir okkur á kynlíf kveikir yfirleitt í okkur. Sköpin okkar verða „þrýstin", rök og dökk á lit við kynferðisörvun þannig að það er ástæða fyrir því að strákar falla fyrir þrýstnum, gljáandi, rauðum vörum... Gerðu varirnar á þér eins stórar og mögulegt er Stórar varir og stór augu eru samkvæmt könnun talin mjög aðlaðandi í fari kvenna. Æfðu fallegt göngulag Losaðu þig við stífnina og leyfðu mýktinni að taka yfirhöndina. Reyndu að eignast peninga - fyrir karlmenn Eins sorglegt og það er þá laðast konur að peningum og fallegu útliti. Það sem er þó enn sorglegra er að ef þær þyrftu að velja á milli þessara tveggja þá yrðu peningar fyrir valinu! (samkvæmt könnun sem var framkvæmd fyrir Súperflört) Forðastu oflof Það er gott að hrósa en ef þú gerir of mikið af því verðurðu óþolandi. Láttu vita að þú heillist af manneskjunni Við kunnum vel við fólk sem kann vel við okkur, láttu aðdáun þína í Ijós. Þú kannt að nota einn súper-sexí svip „Besti svipurinn sem ég hef nokkurn tímann séð var á strák sem sat andspænis mér á veitingahúsi. Hann leit uppeftir mér, náði við mig augnsambandi, hélt því föstu, hallaði sér aftur á bak, lagði frá sér hníf og gaffal og starði bara á mig. Varirnar kipruðust í daufu brosi sem kom mér til að líta niður á munn hans og þá beit hann í neðri vörina, sleppti takinu hægt og svo, þegar augu mín leituðu aftur upp aö hans, brosti hann. Það var ekki mig-langar-að- kynnast-þér-bros. Það var ekki einu sinni ég-sá-þig-vera- að-fylgjast-með-mér-bros. Þetta var rándýrs-bros: Við- vitum-bæði-að-ég-gæti-gert-þig-örvita-af-nautn-bros. Mig grunar að það hafi verið rétt hjá honum af því að það lá við að ég missti ráð og rænu þar og þá, án þess að hann kæmi einu sinni við mig." 5 atriði sem koma upp um hann í rúminu áður en þú sefur hjá honum! Hvernig matast hann? Gefur hann sér tíma til að njóta hvers munnbita eða skóflar hann í sig matnum? Gæjar sem klára sig af í rúminu i hvelli og kveðja svo, klára líka BigMac á tíu sekúndum sléttum. Ef hann er ekkert fyrir tilbreytingu og tilraunir í mataræðinu er hann \ varla liklegur til að fara í —gegnum - Kama Sutra með þér þegar I svefnherbergíð kemur. Sem sagt: einhæfar og íhaldssamar matarvenjur = einhæft og íhaldssamt kynlíf. Hvernig hreyfir hann sig? Leitaðu að gæja sem dansar af innlifun’en virðist kæra sig kollóttan um hvað öðrum finnst. Einhverjum sem greinilega skynjar taktinn í tónlistinni. Ef hánn getur tapað sér í henní er ekki ólíklegt að hann verði jafn ófeiminn í svefnherberginu og til í að sökkva sér í sælu augnabliksins -og þig. Hlustaðu á hann tala Náunginn sem fórnar höndum til áherslu og slær jafnvel þjóninn óvart í leiðinni er fullur lífsgleði og ástríðu. Ef ástríðurnargrípahannsvona utan veggjasvefnherbergisins hvernig verður hann þá þegar þangað er komið? Hvernig snertir hann þig? Klappar hann vinum sínum á bakið og tekur þétt í hönd þeirra? Eða stirðnar hann upp þegar aðrir voga sér of nálægt honum? Þvi auðveldar sem hann á með að tjá væntumþykju þeim mun umhyggjusamari og innilegri er hann í kynlífinu. Hvernig kyssir hann? Prófsteininn! Ef kossinn er frábær verður kynlífið það líka. Fyrstu verðlaun í keppninni um „Efnilegasta elskhugann á grundvelli kossa einna saman" fær þó gæinn sem notar blandaða tækni - nartar, nagar, bitur og sleikir - og lætur engan kima munns þíns ókannaðan. Þetta allt og miklu miklu meira er að finna i bókunum Súperflört og Súpersex eftir hina reynsluríku Tracey Cox. Bækurnar eru frábær lesning fyrir einhleypa sem og pör til að krydda upp á ástarlifið. Þar er að finna ótrúlegustu staðreyndir um samskipti kynjanna og brögð fyrir þig til að geisla af kynþokka. EMT til að geta náð öllu af?" Og til hvers að taka ALLT af? Flestar þeirra sem hafa farið í gegnum þetta, segja sér líða mun „hreinni" og „ferskari" og að þetta auki sjálfsálitið hjá þeim um að minnsta kosti nokkur stig. Þetta fær mann kannski til að staldra örlítið við og hugsa. Er kynlífsvæðingin orðin svo mikil og pervertísk hér á landi að kvenmenn, sem komnar eru af kynþroskaaldrinum verði að líta út fyrir að vera á honum ennþá til að þeim finnist þær aðlaðandi? Að sjálfsögðuertími Rauðsokkanna löngu liðinn og talið er sjálfsagt að kvenfólk raki eða vaxi á sér lappirnar. Og að sjálfsögðu þykir það ekki mjög aðlaðandi ef þykkur brúskur gægist undan handarkrikanum, en er ekki til einhver millivegur á milli þess að líta út eins og meðal mammúti eða 9 ára barn að neðan? íslendingar eru mjög nýjungagjarnir eins og flestir vita. Samkvæmt DV, sem greinarhöfundur blaðaði í gegnum fyrir skömmu, erum við með kynóðustu þjóðum í heimi. Og eins og það sé ekki nóg, virðumst við vera í efsta sæti yfir þá sem nýta sér aðstoð „hjálpartækja" í rúminu. Ofantaldar staðreyndir hefði maður talið nóg til að blygða siðgæðiskennd meðalhóru út í heimi, en þá kom upp í huga minn nýjasta æðið sem gripið hefur ungmeyjarlandsins. Þaðerhinsvokallaða „brasilíska" vax-meðferð. Æf leiri stúlkur um eða yfirtvítugu skella sér í eina slíka um það bil mánaðarlega. Til eru dæmi þess að heilu saumaklúbbarnir séu haldnir í kringum þetta, eða svokölluð „píkupartý" (er hér kannski komin nýjasta fantasían hjá karlmönnum?) Heilu hóparnir af stelpum í g-streng eða berar að neðan, 1-2 stykki snyrtifræðingar eða snyrtifræðinemar sem þekkja til einhverra/r úr hópnum og PÚFF! Forboðni þríhyrningurinn horfinn! Þær sem ekki hafa prófað slíka vaxmeðferð furða sig kannski á tilganginum, eða hreinlega hvernig farið er að því að útfæra svona „aðgerð". „Verður manneskjan ekki að hagræða einhverju þarna niðri Hrafnhildur Hrafnsdóttir

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.