Orðlaus - 01.12.2004, Qupperneq 23
Það er örugglega bara tímaspursmál hvenær
hún Ásdís Rán tekur sig til og kemur lceland's
nexttop model í loftið. Hún hefur verið í
bransanum í mörg ár og ásamt því að hafa
staðið fyrir keppninni ísdrottningunni á hún
model.is og hefur setið fyrir sjálf. Hún er því
kjörin í hlutverk Tyru Banks. Hún gæti síðan
fengið Svavar tískulöggu og Skjöld til að
dæma með sér. Þetta er þáttur sem Skjárl
ætti að setja á dagskrá .... Miðvikudagar eru
módelkvöld!
Rai
Birgitti
kærasti
Rai
, Yasmine Olsen,
mkdal, Addi í Skítamóral, Bensi
, Haukur Ingi kærasti
Þau eru öll vinir! Örugglega fallegasti og
hressasti vinahópurinn á íslandi og fullkomin
fyrirmynd að vinalegum þætti. Það væri hægt
að krydda upp á þáttinn með því að fá Hanna
sem gestaleikara, þessi brjálaða fyrrverandi
týpa. Síðan gætum við fylgst með Adda og
vini hans Einari Ágústi, „ætli að hann falli"
dudududu. Að lokum gæti þeirra „Central
perk" verið Pylsubar Bigga ... bara hugmynd!
Þau eru flott, rík og falleg. En það sem meira
er þá eiga þau næstum því allan fatamarkaðinn
á íslandi. Bolli er Ridge Forrester og Svava fær
að vera Brook Logan Forrester. Síðan er hann
Jón Ásgeir kjörinn sem Sally Spectra. Spennandi
sögur úr tískuheiminum beint upp úr íslenskum
samtíma. Nú þurfum við bara að etja þeim
saman og þá verður úr alvöru sápa ... pant
glápa!
Þáttursem gengur útá þaðað líttfrægtfólkeða
gamlar stjörnur eru settar saman út í óbyggðir
og því sjónvarpað allan sólahringinn. Síðan er
það undir áhorfendum komið hver fær að fjúka
hverju sinni. Þátturinn er þó eflaust frægastur
fyrir ofurparið Jordan og Peter Andre sem
byrjuðu saman í þættinum.
Rut Reginalds - Athyglissýki á hæsta stigi,
ætti því að vilja taka þátt.
Heiðar snyrtir - Gaman að sjá hann koma
aftur í sviðsljósið ... skemmtilegur karakter sem
allir elska.
Ema Gunnþórsdóttir - Hún ætti heldur
betur að geta hrist upp í hlutunum ef hún er
eitthvað lík mömmu sinni, það verður líka að
hafa bombu eins og Jordan.
Marín Manda - Hún reyndi við frægðina
á íslandi en gekk ekki, reyndi þá fyrir sér í
danska Idolinu en gekk ekki ...
Ósk Norðfjörð - Sagðist vera ólétt eftir Eið
Smára en var síðan ekki ólétt... Hver er hún?
Fjölnir Þorgeirs -Töffarinn í hópnum
sem bræðir hjörtu allra kvenna sem sitja
við sjónvarpsskjáinn ... hann er líka vanur
sveitasælunni.
Ástþór Magnússon - Að taka þátt í þessu
væri fín kynning fyrir næstu forsetakosningar,
þarna hefði hann tækifæri til að láta Ijós sitt
skína.
Beta Rokk - Varð fræg fyrir ekkert og kemst
þvi strax í þáttinn, hún á örugglega eftir að
vinna, hún er svo góð í þessu.
Ágúst Hilmisson
35 ára
Fyrir hvað stendur skammstöfunin GMT?
Ekki hugmynd.
Hver er borgarstjóri Reykjavíkur?
Það er hún Valdís. Hún Steinunn Valdís.
Hvað er okfruma?
Okfruma er annaðhvort er það sáðfruma eða
kynfruma.
Hver er höfuðborg Úkraínu?
Úkraínu? Ja, þú segir nokkuð! Ég man það bara ekki.
Jæja!
Hvað þýðir decode?
Það er bara að afrugla.
Fyrir hvað stendur skammstöfunin GMT?
Ég veit það ekki.
Hver er borgarstjóri Reykjavíkur?
Hvað heitir hún aftur, maður? Þórólfur. Nei, hann er
hættur! Hann er hættur? Ahhh!
Hvað er okfruma?
Þetta er rosalega erfitt. Okfruma? Ég veit það ekki.
Hver er höfuðborg Úkraínu?
Kiev.
Hvað þýðir decode?
Decode, er það ekki bara nafnið á fyrirtækinu?
Erfðarannsóknir! Það hlýtur bara að vera það.
Ari Guðmundsson
16 ára
Fyrir hvað stendur skammstöfunin GMT?
Give me time? Er það ekki þarna Greenwich Mean
Time?
Hver er borgarstjóri Reykjavíkur?
Ég veit ekki alveg hver er sú nýja en það var allaveganna
Þórólfur!
Hvað er okfruma?
Okfruma? Ég veit það ekki.
Hver er höfuðborg Úkraínu?
Ég veit það ekki.
Hvað þýðir decode?
Afkóðun.