Orðlaus - 01.12.2004, Qupperneq 24
ROKKSKÓLI ORÐLAUS
Gera: Nú til dags er leður og
gaddabelti álíka krassandi og ristað
brauð. Rokk hefur alltaf verið um að
vera á móti ríkjandi stefnu. Sid Vicious
og Kurt Cobain fóru aldrei eftir neinum
tískustraumum. Keith Richards er best
klæddi rokkari allra tíma og hann var
oftast í fötum af kærustunum sínum.
Ekki Gera: Motörheavd var ein
rosalegasta rokkhljómsveit allra tíma,
og að vera í bol merktum þeim gæti
virst góð hugmynd í fyrstu. En hafið
í huga að þannig boli er hægt að
kaupa í Topshop og þegar Britney
er í rokkarastuði þá skellir hún sér í
Motörhead bolinn sinn.
Gera: Það eru nokkrar hljómsveitir
sem eru alveg loftþéttar: Stones, Zep,
Misfits, Stooges, Canned Heat, Van
Halen, Guns 'n' Roses og Slayer. Með
þetta í plötukassanum ætti sjálfur
Johnny Mínus að vera stoltur af að
drepast í sófanum þínum.
Ekki Gera: Ekki vera þrjóskur múlasnj
og vera með járnklædda afneitun á
allri annari tónlist en því sem þú telur
vera rokk. Það er kallað að vera með
opinn huga, vitleysingurinn þinn. Ef þú
sérð ekki snilldina í „Ruby don't take
your love to town" með Kenny Rogers
þá áttu enga von. Þú getur bara haldið
áfram að hlusta á Korn þangað til þú
ert orðinn nógu gamall til að sjá eftir
því.
Gera: Ef þú ætlar að fá þér tattú, ekki
vera aumingi og fá þér eitthvað lítið
sem er auðvelt að fela. Farðu alla leið
og skelltu einu á hálsinn, á puttana
eða ef þú ert alvöru, beint á andlitið.
Hvers konar rokkari ertu ef þú lætur
ekki foreldra þína fá hjartaáfall?
Ekki Gera: Stelpur, þetta tribal-tattú
fyrir ofan rassinn á ykkur á eftir að
vera þarna til æviloka. Þegar þið eruð
orðnar áttræðar á þetta ógeð eftir
að gægjast uppúr fullorðinsbleyjunni
þegar það er verið að skipta á ykkur.
Gera: Þú vaknar og drekkur fyrsta
bjórinn af sextán í morgunsturtunni. Þú
skiptir yfir í viskí um kvöldið og heldur
þig við það þangað til þér sortnar
fyrir augum. Þetta ferli er endurtekið
þangað til þú klessir sportbílinn þinn
og drepst.
Ekki Gera: Víngos er fyrir aula. Og
ef þú ert að eyða 800 kalli á barnum
fyrir rommskvettu með sódavatni og
mintulaufi, þá getur þú bara gleymt
þessu.
ÁFENGI
HÚÐFLÚR
FATNAÐUR
PLÖTUSAFNIÐ
POPPSKÓLI ORÐLAUS
HS
' ■ ' • ■■ œs&1'
FATNAÐUR
Gera: Derhúfa er skyldueign fyrir
poppara í dag. Einnig er möst að eiga
eitt par af Puma skóm og íþróttapeysu
(Adidas, Puma eða Henson) auk snjáðra
gallabuxna. Fyrir stelpurnar eru loðnu
mokkasíurnar sem fást í 17 algjört
möst, flegnir bolir og mínípils. Með
þetta allt í fataskápnum væri Heiðar
Austman stoltur af þér.
Ekki Gera: Ekki fara í Buffalo skó,
þeir eru alveg búnir að vera. Ekki fá
þér leðurbuxur eða kúrekastigvél, þau
bara passa ekki við popp. Þú verslar
heldur ekki í Kolaportinu enda áttu
ekki flik undir 4.000 krónum. Ekki fara
í Ijós, notaðu brúnkuklefa, krem eða
klúta.
Gera: Fáðu þér vinnu í fatabúð, á bar
eða í líkamsræktarstöð. Þar getur þú
hlustað á popptónlist alla daga og
minglað við fullt af fólki. Það er líka
míkið slúðrað á svona stöðum sem er
einmitt kjörið fyrir popparana því þeir
vilja vera með puttana á því sem er að
gerast, hjá hverjum og afhverju. Einnig
koma bílaverkstæði vel til greina þar
sem bílar eru oft eitt af áhugamálum
poppara. Toppurinn er auðvitað að
vinna hjá FM eða Popp Tíví.
Ekki Gera: Skrifstofustörf ... þú færð
enga athygli auk þess sem þú getur
ekki hlustað á útvarpið í vinnunni.
PLOTUSAFNIÐ
Gera: Best of Skímó, Pottþétt 1-35
og Daysleeper eru allt skyldueignir í
geisladiskasafni popparans. Auk þess
má nefna Justified, In the Zone, Usher
og Scooter. „Scream for the man in the
lcecreem van" er setning sem kemur
þér alltaf í stuð.
Ekki Gera: Ekki vera væminn og hlusta
bara á ástarlög, popp er stanslaust stuð
og gleði. Alls ekki vera tilraunakenndur
í tónlist - hlustaðu á það sem er vinsælt
hverju sinni og eltu almúgann.
Gera: Víngos og kokteilar eru alveg
málið. Ávaxtabragðið undirstrikar
sykursæta útlitið og sterkir litir passa
vel við regnbogalitaðar skoðanir
þínar.
Ekki Gera: Ekki drekka óblandaða
drykki, þú vilt ekki að ógeðissvipurinn
á þér sjáist til Kína þegar þú færð þér
sopa.
HIP-HOP SKÓLI ORÐLAUS
Engill Egilsson.
•Gera: Nóg af hvítum xx-large
stuttermabolum, steinbláar einfaldar
gallabuxur, Timberland boots,
sérhannaðir Nike Air Force Ones og
eins ýktir og hægt er! Ef þú vilt fara
alla leið þá treðurðu gallabuxunum
ofaní uppháu hvítu sokkana þína og
lætur skóna vera sem mest áberandi,
sænskur Södermalm stíll. Hettupeysan
er eitthvað sem allir hip-hop hausar
verða að eiga. Stór og mikil úlpa, ekki
endilega bara fyrir veturinn. Yankees
derhúfa. Adidas galli eða Jordan galli.
Minkapels. Sunnudags klæðnaðurinn;
hvítur hlíðermabolur, apaskinns galli
og vintage Casall sólgleraugu. Merki:
Roca Wear, Marc Eckö, L-R-G, Zoo
York, Trible 5 Soul og Fifty 24SF.
Ekki Gera: Psycho cowboy gallabuxur,
nei takk! „Jesus Is My Homeboy"
stuttermabolur, nóbb! Fara rólega
í Polo bolina, þeir eru á brúnni að
fara að detta niður, sama með allt
bleikt. Rúgbý treyjur og föt með of
stórum lógóum á, ekki alveg að virka
að vera með til dæmis KING KONG
JOHNNY BLAZE framaná peysu!
Stelpur ... ekki klæða ykkur í baggie
buxur!! Stranglega bannað! Trucker
derhúfur, frekar þreytt trend ... Sorrý
Balli. Yfirgnæfður snjóbrettafatnaður,
never been a fan! Merki: Burberry,
Johnny Blaze, Phat Farm, J.Lo, Fubu og
LaCoste.
VINNA
Gera: Kentucky Fried Chicken, ekki
spurning! Innifalið að vinna á KFC;
gettó hárnet, baggie Dickies buxur og
nóg af „munchies".
Ekki Gera: Kassavinnu í súpermarkaði,
of vandræðalegt fyrir hip-hopara.
Gera: Fyrst og fremst verðurðu að eiga
allar N.W.A., Public Enemy, lce-T og
LL Cool J plöturnar, helst á vínyl. Svo
er algjör möstí að eiga nýju plötuna
frá Antlew Maximum-Time Money &
Patience, styðja íslenskt hip-hop! R.
Kelly & Jay-Z-Unfinished Business fyrir
stelpurnar og jiggy gauranna. Þrátt
fyrir að hip-hop sé kannski þitt lingo
ekki gleyma Guns N' Roses, Marvin
Gaye, Stevie Wonder, M.J. og Rick
James í safnið, treystu mér!
Ekki Gera: Klassísk tónlist, Vanilla lce,
MC Hammer og SCOOTER! shit!
ÁFENGI
Gera: Það fer eftir hversu langt
þú þorir, ég skal setja þetta upp á
einfaldan hátt;
- fyrir „underground" liðið: Heineken
kippa og Captain í kók.
- fyrir „ol skool" liðið: Fjörtíu únsa
bjórflaska og gin+djús.
- fyrir „mainstream" liðið: Kristal
kampavín og Armadale vodka.
- fyrir mig og mitt fólk: Campari með
klökum, Hennessy koníak og Turley
„holla" freyðivín.
Ekki Gera: Breezer, Tequila, Epla snaps
og Screwdriver, fáðu þér frekar vatn!