Orðlaus - 01.12.2004, Side 25

Orðlaus - 01.12.2004, Side 25
Gera: Fyrir utan það augljósa (Splatter og klám) þá eru nokkrar frábærar myndir sem ættu að passa í videótæki hvaða rokkara sem er: Evil Dead serían, Blues Brothers, allt með uppvakningum, The Last Waltz, Stop Making Sense, This is Spinal Tap, Blade Runner, Cruisin', Robocop og Cocksucker Blues. Ekki Gera: Ekki fá spólu að láni hjá vinum þínum. Horfið á bíómyndir saman. Þú gleymir að skila þeim og hún týnist á endanum. Og í hvert sinn sem vinur þinn vill sjá myndina og grípur í tómt hulstur þá hugsar hann illa til þín. Gera: Sem þumalputtaregla, gildir "því síðara, því betra". Ef það fer að detta úr, endilega haltu því síðu í hliðunum. Að raka af sér hárið um leið og það fer að þynnast er ekkert annað en önnur tegund af comb-over. Ekki Gera: Ef þú ert rauðhærð/ur, ekki vera í afneitun eins og asni. Það er ógeðslegt að sjá rauðhært fólk með aflitað eða svart hár. Sjáðu Brian Jones, Axl Rose eða Josh Homme. Að finnast rauða hárið sitt Ijótt er fyrir smábörn. Gera: Rokk snýst ekki um að berja fólk. Þú mátt bara ráðast á einhvern ef hann ræðst á þig eða þína nánustu að fyrra bragði. Ef þú getur ekki friðað viðkomandi eða einfaldlega gert grín að honum þá skortir þig grundvallar samskiptahæfileika og ert þar af leiðandi félagslega þroskaheftur. Ekki Gera: Ef að valda öðru fólki sársauka er ástríða þin, hundskastu þá í ofbeldisbransann og láttu DV ofsækja þig. Rokk snýst um bróðerni, ekki að vera ofbeldisfullur api sem engum líkar við. Að æla í leigubílinn Kokkteilar Strípur Allar hljómsveitir með bæði gítarleikara og plötusnúð innanborðs ■ Bítlarnir ■ Eftirsjá ■ Barir sem fótboltaleikmenn sækja • Kínversk tákn • Nærbuxna strengir upp úr buxunum • Hakkísakk • Kvenfyrirlitning • Svitabönd • Þessar loðnu bomsur • Friends • Að fara í Ijós Eru svitabönd, litað hár og Scooter eitthvað sem heillar þig? Er draumur þinn að komast á forsíðu Séð & Heyrt eða vinna á FM 95,7? Hér á eftir eru nokkur ráð til að vera aðalpopparinn en við skulum ekki gleyma reglu númer eitt, til að vera megapoppari þarftu að henda þínum smekk og kaupa allt sem þér er selt. Kíktu á MTV og PoppTíví og veldu þér idol, eða farðu í idol, vertu „sell out" og sem mest „commercial". Gera: Strípur og aftur strípur en þær virðast ekki ætla að detta úr tísku. Einnig er eiginlega alveg möst að vera með styttur eða einhverja línu í hárinu. Síðan nóg af vaxi, spreyi eða geli. Ekki Gera: ALLS ekki safna hári og vera alskeggjaður. Stelpur, alls ekki vera með stutt hár. BÍÓMYNDIR DJAMMID Gera: Blossi er málið ... setning eins og „Við þurfum að finna einhverja plánetu og halda partýinu gangandi" er eins og töluð út úr munni hnakka og þvi skyldueign. Einnig allar amerísku skólamyndirnar, American Pie 1, 2, og 3, allt með Adam Sandler, Fast and the Furious 1 og 2 og auðvitað Powersýningar í bíó. Ekki Gera: Ekki leigja heimildarmyndir, evrópskar myndir eða myndir sem enda ekki vel. Þú ert bara ekki týpan fyrir þær enda hefur þú engan áhuga á því sem ekki er í lagi. Haltu þig bara við Hollywood. GR/l JIJU Gera: Sveitaböll, Eldhúspartý og böll. Að fara á djammið er eitt af þeim skiptum þar sem hnakkinn lætur Ijós sitt skína. Þar nota strákarnir pikköpp línur óspart en stelpurnar fara í míní pils og flegna boli. Það er líka mjög vinsælt að vera með kassagítarpartý og syngja lög eins og stál og hnífur, djamma með Nýdönsk og fleiri íslenskir hittarar, hitta alltaf beint í mark. Ekki Gera: Ekki vera í eftirpartýi fram á nótt. Reyndu frekar að næla þér í einhvern/einhverja til að taka með þér heim. • Friends • Brúnkuklefar • Kokteilar • Strípur og aflitað hár • Kínversk tákn, Tribal tattoo • G-Strengir Gera: Bíll er algjört möst og þá helst ■ einhver lítill eins og Polo Mp3, Peugot I 206 eða Yaris með mega græjum í þannig að þú getir blastað þær þegar | þú keyrir niður Laugaveginn eða bara út í sjoppu. Einnig er möst að vera með ■ flottan síma og þá helst setja hann I utanum hálsinn. Ekki Gera: Ekki aka um á druslu, | það væri félagslegt sjálfsmorð ef það myndi sjást til þín. Það er líka bannað ■ að vera með eldri en eins árs, þeir sem I eru popp eru (eða vilja) alltaf vera með allt það nýjasta. Sólarlandaferðir Idol Pikköpplínur Beisik Heitt og sætt með Kalla Lú Heiðar Austmann Líkamsrækt Vínylplötur Bjór Hárlubbi Dillon ’ Alskegg Leðurbuxur Bíldruslur Lopapeysur Dry áfengi Kúrekastígvél Hefur þig langað að upplifa lokaatriðið I 8mile og heyra ókunnungt fólk öskra nafnið þitt með hendur uppí lofti eins og það væri I Sómalíu að berjast fyrir brauðhleif? Ertu orðin/n þreytt/ur á þröngu Diesel gallabuxunum og farin/n að kitla soldið í að klæðast baggies ? Ef svo er, þá mæli ég með að þú farir eftir eftirfarandi ráðgjöf , T"l\ i’ )h( BÍÓMYNDIR Gera: Ef þú átt ekki Scarface þá máttu mín vegna skokka á vegg! Númer 1,2 og 3 að eiga hana. Svo eru myndir eins og Menace 2 Society, Boyz N Tha Hood, Training Day, Friday, Goodfellas, og La Haine sem eru fokkin klassík! Ný heimildarmynd um Jay-Z er á leiðinni „Fade 2 Black", trailerinn er frekar næs! Og siðast en ekki síst að fylgjast með The Sopranos á RÚV. Ef ekki eiga seríurnar á DVD, hver vill ekki vera eins og Tony? HA! Ekki Gera: Buffy The Vampire Slayer, The Core (nema þú viljir míga í þig úr hlátri) og sama með Driven (váá!). Reyndu að halda þér frá öllum þessum táningamyndum nema það búi smá R. Kelly peepee týpa í þér og þú sért fyrir gelgjuna. Fokkaðu þér þá! DJAMMIÐ Gera: Byrja á því að vera heima hjá þér með mega hittara í blasti í stereo græjunum og fá þér nokkur glös þar, hringja I eitthvað lið (eins margar stelpur og hægt er) og bjóða því til þín með þeim skilyrðum að taka eins mikið áfengi með sér og hægt er. Glúgg ... glúgg ... glúgg. Röltu svo með liðinu niður í bæ með Heine í einni og penna í hinni til að bleka strætóskýlin, nema þú búir upp í sveit (Grafarvogi og þar) taktu þá bara Taxa. Byrjar á að fara á staði eins og Kaffibarinn og reyna að ná borði, sturta aðeins i þig þar og beilaðu á liðinu til þess að fara að hitta kærustuna á Prikinu. Jiggaðu aðeins þar og bjóddu henni og vinkonum hennar svo í hanastél niðrá BarBianco og fáðu þér einn Campari, ladies love it! svo bara bada búmm bada bing!! Ekki Gera: Strákar: Fara á sopa fyllerí og enda dauður heima hjá gellunni sem þér fannst vera svo sexí en var svo alveg hrikalega nastí morguninn eftir og hún lætur þig ekki í friði næstu mánuðina. Stelpur: Ekki grúbbíast of mikið, alveg óþolandi að hafa ykkur nagandi eins og hrægamma stundum. SLANGUR • iPod I • Strætó * • Antlew Maximum „ • Koníak I • Enska • Sopranos • Gullkeðjur • Hettupeysa • Peningar • Körfubolti • Afró hár • Phillies Gera: „Holla", „Back in '83", „Dunnie" ^ og öll sænsk slang! Ekki Gera: „Meik 'ett ekki marr", I „Bíddu.. ætlar'kki að djamma eðaa!", allt sem tengist því að breyta ensku I slangi yfir i íslensku til dæmis beatbox * = kjaft taktur og eitthvað þannig! of _ ullarpeysulegt eitthvað! • Trukkaderhúfa • Kókaín • Debetkort • Ibiza • Fótbolti •Bónus Suðurríkjafáninn Motta Kúrekahattur Pee Wee Herman Salem Lögreglan

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.