Orðlaus - 01.12.2004, Page 29

Orðlaus - 01.12.2004, Page 29
Tiny: Nei, það á þetta einhver annar núna, ég var að lesa það. Sveppi: Ogvodafone var náttúrulega að kaupa Norðurljós en svo þegar öllu er á botninn hvolft þá eiga þeir þetta örugglega. Tiny: Já gamli forstjóri Ogvodafone, hann Óskar Magnússon, hann er gamall félagi fósturpabba míns og fínn kall, hef ekkert á móti honum. En hann var að vinna í Hagkaup þegar feðgarnir kaupa það og Óskar er með einhvern ágreining út í Jón Ásgeir og hann bara „Fokk off þú ert rekinn!" Ok, þá fer hann að vinna einhvers staðar annars staðar og er bara að vinna þar þangað til Jón Ásgeir kemur og segir „Sorry en þú ert rekinn!" Síðan verður hann forstjóri Ogvodafone og hann kaupir það lika og aftur „Sorry þú ert rekinn!" Sveppi: Hehehe, búinn að reka hann þrisvar. Tiny: Já, þetta er bara svo mikil yfirlýsing. Þú fokkar ekkert í þessum gaurum því þá... Sveppi: Færðu bara aldrei aftur vinnu í þessum bæ. Tiny: Já nákvæmlega, það fokkar enginn í þeim. Hann ræður. OFURHUGI Tiny: Látið þið hann Huga gera allt það versta í þættinum? Sveppi: Já, sko þegar hann kom til starfa þurftum við einhvern dagskrárlið fyrir hann. Þá hljómaði Ofurhugi náttúrulega mjög vel, þar sem hann væri að reyna ofurhugadót. UM TENGDÓ Sveppi: Þú átt kærustu? Tiny: Já. Sveppi: Ertu búinn að hitta foreldrana, ræða málin og allt svoleiðis? Tiny: Já já já. Sveppi: Hvernig eru tengdaforeldrarnir? Tiny: Þeir eru fínir. Sveppi: Taka því vel að þú sért í rappinu? Tiny: Já, þau eru voða inn. Pabbi hennar er held ég 52 ára og hann litar hárið og er svaka töffari. Ég held meira að segja að hann hafi keypt sér leðurjakka um daginn. Sveppi: Já, það er cool. Tiny: Mamma hennar er líka tappi. Sveppi: Er hún skvísa, hvað er hún gömul? Tiny: Hún er líka í kringum fimmtugt en lítur alls ekki út fyrir að vera það. Lítur út fyrir að vera svona 35 ára. Sveppi: Þú ert að skora fullt af stigum hjá henni ef þetta verður birt.________________________________ UM NYLON-FLOKKINN Tiny: Heyrðu, ég verð að spyrja þig. Hvaða Nylon- stelpa finnst þér sætust? Sveppi: Ég veit það ekki, ég á rosa erfitt með að gera upp á milli af því ég hef ekki hugsað um það Tiny: Já, mér hefur verið líkt við hann. En stundum ákveðum við concept og síðan gerum við líka oft það sem við köllum „jocking the dick"" þar sem ég kem með eitthvað eins og bara... „ ég kem og.... ég sting gaddavír upp í rassgatið á þér" eða þú veist bara eitthvað. Síðan vinnum við út frá því... en það er eitthvað allt annað en t.d. Straight Execution, maður er miklu lengur að semja hann og mikið um viðlíkingar og svona flóknara lag. Sveppi: Er best að semja reiður? Tiny: Já, það er lang þægilegast. Sveppi: Eins og með okkur þá er til dæmis mjög gott að fara fúll í falda myndavél. Þá er okkur einhvern veginn miklu meira sama. Þá ruglar maður bara í fólkinu og er alveg skítsama þótt að þetta fólk verði brjálað út í mann. Ég ætla að fara og hrista aðeins upp í því. UM FÓLK SEM GERIR ALLT FYRIR PENINGA Tiny: Mér finnst alveg brilliant hvað þið gerið við fólkið í stjórnun. Sveppi: Já, það er fallegur dagskrárliður. Tiny: Mér finnst að það ætti að vera skylda hjá hverjum einasta landsmanni að horfa á þetta. Vegna þess að ef þú lentir í þessu sjálfur þá verðurðu að láta fólkið vita að þetta var ekki svona. Sveppi: Það er nefnilega fullt af fólki eins og t.d. Gísli Marteinn. Hann var alveg á nálum af því hann varð að segja öllum sem hann talaði við að þetta væri grín. Það er svo óþægilegt að fara heim og það Tiny: Já já. Sveppi: Þetta er svipað og ég var að gera þegar ég var að byrja, í Sveppahornunum. Hugi er líka svo grillaður, hann gerir allan fjandann. Það eina sem við eigum eftir að ná í gegn er að fá hann til að stökkva ofan af Gullinbrúnni. Tiny: Er hann ekkert að meika það eða? Sveppi: Hann er búinn að segja já en við erum alltaf að bíða eftir því að það verði flóð. Tiny: Þið verðið nú að henda björgunarvesti í hann. Sveppi: Já, við verðum til staðar með einhverja spotta og eitthvað dót. Tlny: Mér finnst að það ætti að vera skylda hjá hverjum einasta landsmanni að horfa á þetta. Vegna þess að ef þú lentir í þessu sjálfur þá verðurðu að láta fólkið vita að þetta var ekki svona. þannig. Tiny: Jú jú, þegar ég talaði við þig um daginn. Ég veit ekki hvort þú varst búinn að fá þér nokkra bjóra eða... Sveppi: Jú, ég meina, þetta eru sætar stelpur, enda myndi Einar Bárða aldrei velja Ijótar stelpur í þetta. Tiny: Já maður verður samt hálf móðgaður því að 20-30 prósent af markaðssetningunni gengur út á það að þær séu sætar. Sveppi: Þú fílar Nylon. Tiny: Ha! Já, ég er svona nettur Nylonpervert. Sveppi: Hlustarðu þær? Tiny: Nei, bara það sem ég hef heyrt. En mér finnst þetta bara... ég meina, þetta eru sætar stelpur. Sveppi: Já, þær eru ágætar. Tiny: Svona beisik! Sveppi: Hehehe. Tiny: Hehehe. Sveppi: En þetta er samt svona, það er rosalega mikið gert út á fegurð. Tiny: Já, það er ekki eins og þú sért í sjónvarpinu bara af þvi þú ert fyndinn. Sveppi: Nei, það er af því að ég er gullfallegur. Hehehe... REIÐI EYKUR SKÖPUNAR- GLEÐI & LÆTUR MANN VERA SAMA! Tiny: Þegar maður er reiður og byrjar að skrifa þá koma textarnir bara á fimm mínútum. Sveppi: Þá breytistu í Eminem. Tiny: Ha, jaaaa... Sveppi: Hehe, þér hefur nú verið líkt við hann. er fullt af fólki sem heldur að þú sért bara eitthvað klikkaður. Tiny: Já nákvæmlega. Sveppi: Það er mjög fyndið og við ætlum að halda þessu áfram þegar við komum upp á Stöð 2. Þá ætlum við að halda áfram að vera með stjórnun en gera það aðeins betur. Eins og að hafa kannski myndavélar á fólki þannig að við sjáum viðbrögðin þeirra. Tiny: Já, af hverju farið þið ekki og fokkið einhverjum pólitíkus upp með því að láta t.d. Leoncie, hún skemmtir fyrir 25.000 kall og strippar fyrir meira. Sveppi: Nei! Sveppi: En það er nefnilega dagskrárliður sem við erum með sem heitir geggjuð græðgi. Þar sem við ætlum að fara út í bæ með 50.000 kr. í beinhörðum peningum og spyrja fólk: „Ertu tilbúinn til að pissa í buxurnar fyrir 50.000 kr? Eða eitthvað. Tiny:Já. Sveppi: Það gæti orðið svolítið skemmtilegt að sjá hvað íslendingar eru tilbúnir til að ganga langt fyrir peninga. Tiny: Ég held að þetta eigi eftir að virka vel. Því eins og Bingó-þátturinn þar sem fólk er að láta tattoo á sig. Ég var að reyna að koma vini mínum að og talaði við Villa. Hann sagði bara: „Það eru milljón manns á biðlista og það er ekki nema hann vilji gera eitthvað rosalegt, eins og að tattooa á sér punginn. UM GAMLÁRSKVÖLD Sveppi: Hvað á að gera á gamlárskvöld? Tiny: Það er bara partý, partý. En þú, bara rólegur? Sveppi: Já gamlárskvöld er alveg hundleiðinlegt kvöld. Tiny: Ég man eftir því þegar ég var tekinn af löggunni kvöldið áður. Þá vorum við búnir að kaupa alveg fullt af froskum (grænir kínverjar sem springa). Þá var einhver gaur sofandi í kjallaraherbergi í blokk þar sem við geymdum þetta og það kviknaði í öllu hjá honum. Sveppi: Já... fórstu í fangelsi? Tiny: Nei, ég var allt of ungur, ég var svona 12 ára en ég fékk ekki að fara út á gamlárskvöld. Sveppi: Það er líka allt í lagi því gamlárs er bara tvöfalt dýrari leigubílar. Tvöfalt erfiðara að fá þá og kostar alltaf rúmlega 2.000 kr. inn á staði, þá tímir maður ekki að fara út af staðnum og siðan er allt vín líka dýrara. Texti: Hrefna Björk. Myndir: Gúmbi.

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.