Orðlaus - 01.12.2004, Qupperneq 39
Kenndar eru praktískar tegundir förðunar eins og
náttúruleg förðun, brúðarförðun, tískuförðun og
með mismunandi áferðum eins og mattri, blautri og
sanseraðri. Áhersla er lögð á að nemendur æfi sig
sem mest bæði í og utan skóla því að með æfingunni
kemur færnin. Nemendur eru einnig hvattir til að
skoða tískublöðin sem mest, fara á netsíður og skoða
hvernig fræga fólkið er farðað; til dæmis að skoða
vel alla tískuþætti og virkilega pæla í viðkomandi
förðun, hvaða litir eru í gangi, hvernig skyggingar og
hvernig áferð, fatnaður, hár, fylgihlutir, bakgrunnur,
pósa og hvernig viðkomandi módel tjáir sig. Einnig
hvaða tilfinning fylgir viðkomandi Ijósmynd. Þetta
er allt mjög mikilvægt þegar kemur að þvi að fara
að vinna í faginu.
Þegar námið er rúmlega hálfnað er farið útí
sköpunarvinnu eftir að nemendur fá að læra
förðun liðinna áratuga og bodypaint. Þá kemur
að nemandanum að hanna sjálfur ýmsar tegundir
förðunar ásamt allri umgjörðinni fyrir myndatökur.
Þetta er mjög krefjandi fyrir nemendur því á þessum
tímapunkti nær sköpunin hámarki. í lok annar
eru verkleg próf með myndatökum. Myndirnar fá
nemendur til eignar ásamt viðurkenningarskjali.
Leiðbeinendur skólans eru allir með mikla reynslu í
faginu sem og við kennslu sem tryggir nemendum
faglega kennslu.
Næsta önn hefst 31. janúar næstkomandi
og er skráning vel á veg komin. Skráning er
í skólanum og eru áhugasamir hvattir til að
kynna sér skólann með því að mæta á staðinn
eða hringja í síma 544 8030.
Þegar nemendur mæta í upphafi annar er
byrjað á að kenna undirstöðuatriðin eins og
undirbúning fyrir förðun, lögun augabrúna og vara,
skyggingar andlits og hvaða þýðingu það hefur að
móta andlitið. Einnig er mjög mikilvægtað nemendur
fái strax tilfinningu fyrir förðunarvörunum; þá
verður árangurinn bestur. í skólanum eru notaðar
heimsþekktar vörur frá MAKE UP FOR EVER en þær
eru einmitt hannaðar og framleiddar af fagfólki.
Þetta tryggir nemendum hámarksárangur í faginu.
Nemendur þjálfast í að skoða andlit og þá möguleika
sem þau hafa upp á að bjóða.
Förðunarskóli
MAKEUPFOREVER
er starfræktur
í Kópavoginum.
f skólanum er
kennd Ijósmynda-
og tískuförðun og
tekur námið alls
13 vikur. Kennt er 4
virka daga vikunnar
4 klukkustundir í senn
og er hægt að velja um
að vera á morgnana eða á
kvöldin. Þetta nám er góður
grunnur til áframhaldandi
náms hvert svo sem hugur
nemenda stefnir, en hægt er að
fara í framhaldsnám víða erlendis.
Lab Monkeys - Mynd:Tótifotó - Rider: Ingó Olsen