Orðlaus - 01.12.2004, Qupperneq 48
Ég held að konur geri of lítið úr snípnum sínum.
Snípurinn er besta vinkona okkar (þó hún
sé karlkynsorð). Karlmenn eru það heppnir
að „snípurinn" þeirra er stærri og meiri að
flatarmáli og er það svæði sem verður fyrir
stanslausri örvun á meðan samförum stendur.
Sem gerir það kannski að verkum að karlmenn
hugsa of mikið um það líkamlega, kannski
af því að kynferðisleg örvun er auðveldari
fyrir þá líkamlega séð en okkur konur. Ég veit
ekki um margar konur sem fá fullnægingu ef
að hugurinn er ekki örvaður samhliða hinu
líkamlega. Ef að framandi pía, ást eða erótík
er eitthvað sem vekur upp huglægan losta hjá
karlmönnum þá vil ég halda að það sé meira
rjóminn ofan á súkkulaðið. Fyrir okkur konur er
ekkert súkkulaði án rjóma.
V
Stelpur, við erum KONUR! Við eigum heiminn. Við
verðum að fanga kvenleikann okkar og rækta hann.
Ég er ekki að hvetja ykkur til að sýna hold eða troða
ykkur í steríótýpu föt sem passa engum sem ekki
er fótósjoppaður. Kvenleikinn liggur ekki í útlitinu.
Kynþokkinn liggur ekki í brjóstastærð. Kynþokkafulli
kvenleikinn okkar er tilfinning sem ekki sést heldur
er hún skynjuð, bæði af okkur sjálfum og öðrum. Ég
er að hvetja ykkur til að frelsast. Það er alveg sama
hvernig við lítum út eða kroppurinn er lagaður. Við
erum konur! Allar konur geta fengið karlmenn til
num -
sinn, þekkja snípinn - okkar bestu vinkonu og leyfa
tilfinningum henni tengdri að hafa yfirhöndina yfir
neikvæðum hugsunum.
Við verðum að gera okkur grein fyrir tilfinningalega
gildinu sem við tengjum við kynlíf, við snípinn
okkar, sjálfsöryggið, kvenleikann og kynþokkann.
Kona sem ekki er sátt við sjálfa sig eða sátt við
örlög fortíðar sinnar getur ekki fullkomlega frelsað
sjálfa sig frá neikvæðum hugsunum í sinn garð og
fundið sitt eigið sjálf, kynþokkann eða kvenlega
að segja nammi nammi namm. Allar konur eru rjómi
ofan á súkkulaði. Við þurfum bara að finna það sem
býr í okkur öllum. Kvenleikann.
Engin kona er eins. Við erum alls konar í laginu
og með alls konar karaktera og höfum allar ólíkar
hugmyndir um hvað kvenleiki er.
En hvert er hitt sanna kvenlega eðli? Og hvar finnum
við það? Mér finnst að það megi líta á snípinn sem
hinn kvenlega play-takka. Því hvenær er það sem við
erum algjörlega óháðar líkama okkar og hugsunum?
Hvenær erum við algjörlega frjálsar? Það er þegar
við fáum fullnægingu.
Hvar sem hún byrjar, í höfðinu eða maganum, þegar
fullnægingin heltekur þig ertu algjörlega frjáls og
ert ekkert nema KONA. Þú ert ekki lengur feit eða
ijót eða loðin eða heimsk eða neitt af því sem þú ert
svo ranglega búin að sannfæra þig um að þú sért, þú
ert ekkert nema KONA, og þér líður vel.
Þetta er það sem við þurfum að grípa og halda um,
þessa óháðu frelsistilfinningu, kvenleikann okkar
og kynþokkann. Ég er ekki að segja að við eigum
að halda uppi einni samfelldri raðfullnægingu alla
daga (við kæmum nú ekki miklu i verk ef við gætum
það, híhíhí) heldur er ég að tala um að þekkja líkama
BEYONCE KNOWLES OG NEFIÐ
Fyrr í haust skellti undirrituð sér til Köben til að vera
viðstödd blaðamannafund þar sem kynntur var nýi
ilmurinnfrá Tommy Hilfiger. Mér fannstfrekar fyndið
að komast að því að útkoma ilmvatns væri tilefni til
alþjóðlegs blaðamannafundar en komst fljótt að
því að ilmvatnsbransinn er mun umfangsmeiri en ég
hafði gert mér í hugarlund.
Þetta nýja ilmvatn kallast True Star, a private
performance og var unnið í nánu samstarfi við
ofurstjörnuna Beyonce Knowles. í okkartæknivædda
heimi hélt ég að ilmvötn væru algjörlega tölvuvædd
framleiðsla og að löngu væri búið að taka hinn
mannlega þátt út, ég var því frekar hissa þegar
ég komst að því að á bak við þennan ilm stóð eitt
frægasta „nef" í heimi! „Nefið" heitir Raymond
Matts, bandarískur karlmaður á fertugsaldri og á að
baki langan feril í ilmvatnsgerð. Hann gerði meðal
annars Clinique Happy, T for men og DKNY Simply.
Ray er menntaður i hagfræðitengdri skipulagðri
glæpastarfsemi og hugði ekki á landvinninga í
ilmvatnsbransanum á sínum yngri árum. Hending
réði því að hann fór í markaðsnám á ilmvörum og
þaðan leiddist hann svo út í gerð á ilmvötnum.
Hann var 3 ár að vinna að True Star þar til fékkst
útkoma sem hann, Tommy Hilfiger og Beyonce
Knowlesvoruöllánægðmeð. Ilmvatniðsamanstendur
af þremur tónum; sætum keim sem minnir á hafra,
blómailmi og síðan mjög ferskum ávaxtailmi. Ray
velur tóna sem hann finnur í umhverfinu og tengir
einhverju sem hann hefur upplifað. Ilmvatnið er því
mjög lifandi og er maður lengi að átta sig á því og
finnst eins og það breytist þegar það fær að anda.
Flaska ilmvatns sagði Ray líka að skipti gífurlegu
máli í sölu þess og var mikill tími lagður í hönnun
glassins. Glasið er vatnsblátt á lit og minnir að mörgu
leit á verðlaunagrip og er það vísan í undirtitilinn,
a private performance, þar sem átt er við að allar
konur eigi sínar stundir þar sem þær eru stjörnur.
huqavert um ilmvötn
I lokin notaði ég tækifærið og spurði hann hvort ekki
væru einhver leyniráð þegar kæmi að ilmvötnum.
Hann sagði mér að flest af því sem sagt sé um
ilmvötn sé algjör vitleysa. Eins og t.d. það sem við
höfum allar heyrt að ef maður finni lyktina af sér þá
eigi hún ekki við mann. Hann sagði að það færi bara
eftir því hvaða tónar væru notaðir, sumum vendist
nefið strax en sum ilmvötn ná að halda athygli
manns mun lengur. Þegar við prófum ilmvötn á
maður heldur aldrei að þefa af flöskunni eða spreyja
á únliðinn, best er að spreyja á ermina á sér og bíða
síðan þar til lyktin berst til manns. Ástæða þessa er
að gott ilmvatn þarf að anda og er því sjaldnast gott
ef þefað er af flöskunni. Hann sagði mér einnig að
maður ætti að vara sig ef lyktin er góð af ilmvatninu
í fullum styrk þar sem sumir ilmvatnsframleiðendur
væru farnir að framleiða ilmvötn með það í huga
að þau séu góð þegar maður þefi af þeim i fullum
styrk en slík ilmvötn missa fljótt lyktina þegar þau
komast í snertingu við andrúmsloftið og hreinlega
gufa upp. í lokin bað ég hann um að setja á mig smá
True Star og hann spreyjaði í hárið á mér og sagði
mér að það væri besti „berinn" fyrir ilmvötn þar sem
fitan í hárinu varðveitti það og auk þess léki þannig
loft um ilmvatnið og lyktin dreifðist betur.
eðlið, síður þá fullnæginguna. Og það er enginn
annar sem getur fundið það fyrir þig heldur. Minni
ykkur á það, mínar kæru konur, að við erum færar
um að fá fullnægingu án þess að vera snertar. Ef
við náum tökum á því getum við fengið það hvenær
sem er, hvar sem er, án nokkurrar snertingar. Það
eina sem við þurfum er okkar eigin huglæga örvun,
tilfinningar, meðvitund og ímyndunarafl. Það er
okkar kvenleiki og okkar kynþokki sem gerir okkur
kleift að gera þetta. Þetta geta konur. (Ég meina
það, við virkilega getum það!)
Mérfinnst, að alveg eins og og kóngur á karlmönnum
er kallaður kóngur, ætti snípurinn okkar að vera
kallaður drottningin.
Nú líður að jólum og ég ætla að gefa ykkur,
stelpurnar mínar, sem ég hef skrifað fyrir svo lengi
þessar hugrenningar i jólagjöf, með von um að ykkar
kvenlega eðli brjótist fram og við förum inn í nýtt
ár í þokkafullri sveiflu, fullar sjálfstrausts vitandi
það... að það eru karlmenn sem eru rjóminn ofan á
súkkulaðikroppana okkar.
Óska ykkur fullnægðar og gleði á komandi ári.
Mínar bestu kveðjur,
Rjómahanna.