Orðlaus - 01.12.2004, Blaðsíða 51

Orðlaus - 01.12.2004, Blaðsíða 51
Meiri, meiri peningaaaa ... Á árinu tóku bankarnir þá ákvörðun að vilja lána okkur meira. Tölvukaupalán, yfirdráttarheimildir og bílalán voru ekki lengur nóg fyrir landann. Núna skyldum við fá 100% íbúðarlán og þar með fengu bankarnir það sem þeir vildu, fullt vald yfir þegnum sínum. það tónleikarnir, góða veðrið, slúðrið og allt kynlífið sem situr eftir h]á þér? Hvað um það ... þetta er eitthvað af því sem gerðist á árinu! Kynlifssjúkir íslendingar Við fengum það staðfest að íslendingar byrja að stunda kynlíf yngstir allra þjóða þegar árlega Durex könnunin kom út. Meðalaldurinn var 17,7 ára en íslendingar byrja að stunda kynlíf rétt rúmlega 15 ára gamlir. Samkvaemt könnuninni erum við líka ein af þeim þjóðum sem finnst skemmtilegt að nota hjálpartæki til að krydda upp á kynlífið og eigum marga rekkjunauta. Þetta kynlífsmet ýtir að sjálfsögðu undir þjóðarstoltið og fer á blað með öðrum afrekum okkar. Tölvuböstið Margir byrjuðu að svitna í septembermánuði þegar lögreglan lagði hald á tölvur nokkurra manna sem höfðu verið iðnir við að hlaða inn tónlist og kvikmyndum af netinu og dreifa því til annarra. Slíkar aðgerðir eru ólöglegar en afar einfaldar í framkvæmd og þvi má áætla að þúsundir annarra íslendinga séu sekir um lögbrot af þessu tagi. Afar ólíklegt er að það náist að stöðva þessa þróun og því verða niðurhalararnir bara að lifa með þetta á samvisku sinni. Oópsalar og handrukkarar Á árinu tók Björn Sigurðsson sig til og birti nöfn nokkurra meintra dópsala á heimasíðunni dopsalar.tk sem var stofnuð sérstaklega fyrir þetta framtak. Skoðanir manna á uppátækinu voru mjög mismunandi. Sumir sögðu tími til kominn á meðan aðrirtöldu þetta vera harkalegt mannorðsmorð þar sem engar sannanir lægju á bak við listann. Auk þess væru þar nöfn fyrrverandi fíkla og saklausra einstaklingasemættuekkertheima meðhættulegum glæpamönnum. Að kröfu Persónuverndar varð Björn að loka síðunni tímabundið. Björn var ekki einn um að treysta ekki dómskerfinu því blaðamenn DV voru einnig orðnir þreyttir á aðgerðarleysi yfirvalda í ofbeldismálum. Blaðið tók málin í sínar eigin hendur og höfðaði stríð gegn handrukkurum sem brugðust við eins og þeir gera best og réðust á blaðamann. Ritstjórn DV lét það atvik þó ekki hræða sig og hélt stríðinu áfram. Sama hvað mönnum þykir um þessi uppátæki hefur þetta allt saman verið mjög vandræðalegt fyrir lögregluna og dómsyfirvöld. •miausnn Eru Sameinuðu þjóðimar úreltar? Fjölmiðlavaldið Fjölmiðlar spiluðu stóran hlut á síðasta ári og sýndu og sönnuðu hversu valdamiklir þeir eru. Með því að fylla blöðin, fréttatíma og umræðutíma á rökum með og á móti fjölmiðlalögunum náðu fjölmiðlarnir að draga alla þjóðina inn í umræðuna. Allir virtust hafa skoðun á málinu, þrátt fyrir að vita varla hvaða lög var verið að ræða um. Á árinu ákváðu símafyrirtækin líka að kaupa stærstu miðlana. Síminn keypti Skjá 1 og Ogvodafone nældi sér í Norðurljósarisann. Kúrekastigvél og loðkragar Tiskan árið 2004 einkenndist af second hand stíl frá toppi til táar. Einnig var mikið um alls kyns fylgihluti; nælur, slæður, belti, hálsmen og flottartöskur. Stígvél tröllriðu öllu og þá sérstaklega kúrekastígvélin sem voru mjög áberandi. Tískan fram á haust einkenndist þó af tilbreytingarleysi og var einstaklega einsleit. Gallabuxur, stígvél, gallapils og meiri gallabuxur. Hausttískan breytti miklu og var þar að finna mun kvenlegri línur en hafa sést í búðunum í langan tíma og allt fylltist af ullarefnum, silki og loði sem var bæði notað sem lausir kragar og í pelsa. Loðbútsin ógurlegu komu í búðirnar en við vonum að þau fylgi okkur ekki fram á næsta ár. Diesel hélt síðan áfram að halda ungu kynslóðinni í gíslingu. w tk Stjörnuskandall Siðferðismörk íslendinga teygðust á árinu. Staðið var fyrir góðgerðartónleikum til styrktar krabbameinssjúkum börnum á dögunum. Ekki vantaði áheyrendur og safnaðist dágóð summa fyrir börnin, eða hvað? Nei, einungis brotabrot af þeim milljónum sem komu i kassann fóru til þeirra veiku barna sem þurftu á peningunum að halda. Stórstjörnurnar þurftu að fá eitthvað fyrir sinn snúð og þá duga auðvitað engir þúsundkallar og heilmikill kostnaður fór í græjur og annað dót. Já, það er erfitt að vera stjarna ... Ekki i okkar nafni Þjóðarhreyfingin trúir á íslendinga! Já, stórum hópi manna var gjörsamlega misboðið þegar tveir ráðherrar ákváðu að styðja innrás Bandaríkjamanna í írak í íslands nafni. Nú slá nokkrir menn hnefanum í borðið og Þjóðarhreyfingin hyggst birta auglýsingu í New York Times til þess að biðja írösku þjóðina afsökunar. Til þess þurfa þeir þó að safna dágóðri summu því eins og allir vita eru auglýsingar ekki ókeypis. Þeir sem vilja sýna stuðning geta hringt í síma 902-0000 og gefið þúsundkall. Tæknivætt ísland Island hélt áfram að umbylta tækninni sinni á árinu. Fyrstu skrefin að digital íslandi voru tekin í nóvember og auðvitað vildu allir vera með. Fólk slóst um örbylgjuloftnetin en þeir sem voru of seinir urðu bara að bíta í það súra epli og punga út meiri pening. Þráðlaust net var önnur bóla sem sprakk á árinu og svokallaðir heitir reitir spruttu út um allt. Nú geta allir setið tímunum saman á kaffihúsi (eða í bílnum fyrir utan eitthvert kaffihúsið) eða bara legið uppi í rúmi og vafrað á netinu eins lengi og þeim lystir og horft á yfir 40 stöðvar í sjónvarpinu á meðan. Síðan ákvað netfyrirtækið Hive að bjóða ókeypis niðurhal. Getum við beðið um meiri lúxus? Fegursta framhaldsskólamærin Ef menn héldu að nóg væri komið af fegurðarsamkeppnum á islandi þá voru menn eitthvað að misskilja. Að minnsta kosti tókst Ásdísi Rán að efna til enn annarrar keppninnar á árinu sem var fegurðarsamkeppni framhaldsskólanna. Keppnin fékk nafnið isdrottningin og kepptu stelpurnar um titlana ísdrottningin 2004, Kjörís-stúlkan og Gosh andlitið. Fyrsta peepshow búllan opnaði í Reykjavík á árinu. Það var hann Geiri é Maxims sem ákvað að hressa upp á miðborgarlífið með því að bjóða gestum og gangandi upp á erótíska sjálfssalastemmningu. Gæti verið fín auglýsing fyrir ferðamannaiðnaðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.