Orðlaus


Orðlaus - 01.12.2004, Síða 52

Orðlaus - 01.12.2004, Síða 52
Umræda um Freysa og útvarpsþáttinn hans á X-inu var mikil á dögunum vegna þess að fólki fannst hann vera of kjaftfor. Vissulega getur verið að mörgum finnist það en gleymir þá kannski að rýna í texta á lögum sem geta verið mjög grófir ... til dæmis segist Igor aldrei segja nei við grasi og Krummi i Mínus segist heita kókaín. Ef við lítum til baka er fyndið að sjá hvernig siðferði manna hefur breyst með árunum og skoða það sem var bannað þá hjá BBC. Á\ & ÍHáJ eee^ Eiríkur - Conversation & fm <&) <2l & Invite Block View Profilc Send File Save j To:Einkur <kolbrunarskald@hotmail.com> Lög sem hafa verið bönnuð ... Ricky Valance Tell Laura I Love Her (1960). Þetta einslagsundur er um mann sem deyr i kappakstri og var bannað á BBC vegna tilvísunar í dauðann. The Beatles A Day In The Life (1967). Útvarpsstöðin var ekki hrifin af textasmíðum þeirra um holur í Royal Albert Hall, þar sem þeir töldu það vera tilvísun í eiturlyf. The Beatles The Ballad Of John And Yoko (1969) Orð John Lennons „Christ, you know it ain't easy" fóru jafn mikið fyrir brjóstið á sumum eins og fyrri ummæli hans um Jesú „The Beatles are bigger than Jesus". Þrátt fyrir að BBC bannaði lagið náði það á topp vinsældalistans. The Beatles Come Together (1969) Lagið var bannað vegna reglu BBC við auglýsingum í lögum, en Coca Cola kemur fyrir í textanum. Jane Birkin & Serge Gainsbourg Je t'aime (1969) Þú þarft ekki að skilja frönsku til að heyra að hér eru samfarahljóð á ferð. Þegar lagið náði á toppinn var spiluð „instrumental"-útgáfa af laginu í Topp of the Pops. John Lennon & Plastic Ono Band Working Class Hero (1970) Tvö „fuck" tryggðu það að BBC gæti bannað lagið sem er af fyrstu sólóplötu Johns. Max Romeo Wet Dream (1969) BBC trúði ekki afsökun reggie- stjörnunnar Romeo um að lagið væri um loftið í svefnherberginu hans! The Kinks - Lola (1970) Líkt og í „Come together" með Bitlunum kom orðið Coca Cola fyrir í textanum hjá Kinks. Þeir breyttu því síðan seinna í Cherry Cola. Rolling Stones Star Star (1973) Loksins náði Stones að tryggja sér sæti á bannlista BBC með orðinu „Starfucker". Dead Kennedys To Drunk To Fuck (1980) Ameríska punkgoðið, Jello Biafra, varð seinna talsmaður málfrelsis og barðist gegn alls kyns ritskoðun. Lagið náði á topp 40 á breska vinsældalistanum með laginu sem var bannað .... getiði af hverju? Frankie Goes To Hollywood Relax (1983) „Suck to it" og „"When you wanna come"" voru setningar sem fóru fyrir brjóstið á dj-inum Mark Read. Hann lét því banna fyrsta lag leðurklæddu Liverpoolverjanna, „Frankie Goes to Hollywood". George Michael I Want Your Sex (1987) Hefði hann verið kominn út úr skápnum á þessum tíma hefði lagið án efa verið bannað um allan heim. Þrátt fyrir að þeir hefðu ekki haft hugmynd um kynhneigð hans fannst þeim lagið of gróft. Stranglers - Peaches (1977) Pönkararnir breyttu seinna texta lagsins þar sem hinu „móðgandi" orði „clitoris" var skipt út fyrir „bikini". Birtist í Mojo-special adition 2004. Never give out your password or credit card number in an instant message conversation. Bókmenntir eru ekki vinsælar - Eiríkur Örn Norðdahl og Hugsjónadruslan hans. Haukur [hauxotron@hotmail.com] says: Hæ Eiki. Ég var að spá að taka við þig viðtal hérna, af því að þú varst að gefa út þína fyrstu skáldsögu, Hugsjónadrusluna. Ert sívinsæll á öldum Ijósvakans. Túraðir landið með Ödda Mugison. Varst í Silfri Egils. Almennt fínn gaur. Vinsæll í partýum. Meistari sjokkljóðsins. Etc. Þú til í það? Eiríkur [kolbrunarskald@hotmail.com] says: Já já, hinkraðu samt augnablik, það eru einhverjir túristar hérna sem ég þarf að afgreiða. Eiríkur says: Ok, skjóttu. Haukur says: Hvað, þú ert alltaf að skrifa bækur og svona? Eiríkur says: Jú jú, sískrifandi. Haukur says: Telurðu þig vera rithöfund? Eða íhlaupamann? Eiríkur says: Ég tel mig bara vera Eirík, eiginlega skáld, höfundur, rithöfundur, ihlaupamaður, næturvörður, íhlaupamaður, brandarakarl, skemmtanast jóri, meistari hins islcnska viðtals, og svo framvegis. Ef þú skilur hvað ég meina. Haukur says: Um hvað er þessi bók þin eiginlega? Eiríkur says: Það er voðalega leiðinlegt að tala nm söguþráð, ég er búinn að þurfa að kynna mig til leiks við upplestra svona 5 þúsund sinnum á síðastliðnum tveimur vikum, og er satt að segja kominn með skítleið á því að ljúga því upp að ég geti sagt frá því um hvað bókin fjallar í nokkrum skorinorðum setningum. Ef það væri hægt, þá hefði ég ekki skrifað bókina, heldur nokkrar skorinorðar setningar. Haukursays: Ókei. En er þetta „þroskasaga ungs karlmanns" eins og Úifhildi Dagsdóttur er tíðrætt um? Þroskast söguhetjan Þrándur eitthvað? Að hve miklu leyti er persóna prótagónistans Þránds fulltrúi Eiriks Arnar Norðdahl og er sagan að einhverju leyti sannsöguleg? Eiríkur says: Upprunalega var á henni undirtitillinn ‘vanþroskasaga’. Það er að mörgu leyti pælingin á bak við hana. Þetta er tilraun í nánd, og hvað getnr komið fyrir fólk sem sækist raunverulega eftir nánd, frekar en bara að sætta sig við að „konur séu frá Mars og karlar frá Venus“ eða hvernig það var. Ég bjó Þránd til, hann er karakter sem er eitthvað skyldur mér, það eru í okkur sameiginlegir þræðir. Eitt af vandamálunum sem fylgir því hins vegar að hafa klárað svona bók, fyrstu persónu skáldsögu, er að ég, sem afskaplega áhrifagjarn einstaklingur, hef orðið fyrir miklum áhrifum af Þrándi, og hef eftir að bókinni lauk mætt krísum af viðlíka taugaveiklun og Þrándur. Það er svo annað mál að það eru atriði í bókinni sem hafa komið fyrir fólk, bæði mig og aðra, en það er ekkert öðruvísi en í öðrum bókum. Haukur says: Er Þrándur þá inni í þér? Og áttu kannski einhverja fleiri fulltrúa innan sögunnar? Eiríkur says: Hann var það aðallega síðasta sumar... Nú er ég undir áhrifnm frá öðrum - en þetta fólk er auðvitað meira og minna fulltrúar mínir, ég er nú einu sinni maðurinn sem skrifaði þau... Haukur says: En heyrðu já, er ekki nóg talað um þessa bók? Eða jú mig langar aðeins að vita eitt. Hvaða væntingar hefurðu til hennar nú þegar hún er komin í búðir? Áttu von á því að verða rithöfundur og fá borgað og vera elskaður? Gestur í Gísla Marteini? Eða virðingu frá jafningjum þínum? Eiríkur says: Ég veit ekki hvers ég á að vænta. Einhver benti mér á að Arnaldur hefði sjálfur ekki byrjað að selja bækur fyrr en á sinni fjórðu - þannig að ég geri síður ráð fyrir að hún seljist. Ég geri aðallega ráð fyrir að skrifa nýja bók. Og kannski fá smá svefn milli jóla og nýárs. Haukur says: Þú ert líka skáld - af hverju eru Ijóð svona vinsæl núna? Hvað gerðist? Ég fór á Grandrokk á Ijóðakvöld um daginn og það var bara miklu meira af liði en á tónleikum. Fólksfjölgunars prengingin? Eiríkur says: Sko...Já,cruljóðvinsæl?Æi...Égvildisamtaðþauværuskemmtilegri, öll skemmtilegri - ég elska nýhil og finnst nýhilkvöldin brilljant, en þau eru lika að verða endurtekningasöm - ég hef verið á þeim öllum næstum því, bæði hér heima og i Berlin, og ég er kannski bara kominn með leið á þvi að heyra sömn Ijóðin aftur og aftnr... Bæði úr eigin munni og annarra, mér leiðist þetta, ég vil að það fari að gerast eitthvað fleira en bara að fólk mæti á Ijóðakvöld og það séu læti. Það er kannski að verða til eitthvað venue - verða til fullt af bílsskúrsböndum, en það vantar rokkst jörnurnar. Og ég myndi nú heldur ekki segja að þó að 60 manns mæti á Grandrokk einu sinni i mánuði, þá þýði það að Ijóðið sé orðið vinsælt. Haukur says: Hvernig stóð annars á þessari mugímaníu? Að þú fórst á túrinn og hvað gerðist í honum? Eiríkur says: Já, ég fór bara af þvi við Öddi erum vinir, og okkur langaði að hanga saman, eiginlega, og vorum báðir með pródúkt til að kynna sem var að koma út á sama tíma, svo túrinn var ágætis afsökun til að detta i það út um allt land. Haukursays: Hann hefur fengið meginþorra athyglinnar? Eiríkur says: Ha ha... já, auðvitað, eins og ég segi, bókmenntir eru ekki vinsælar. Menntaskólakrakkar sögðu við mig án þess að blikna að þeim hefði þótt lesturinn frábær, og þetta væri ábyggilega skemmtileg bók, en þau læsu hana alveg garanterað ekki. Af því þau læsu bara almennt ekki. Á Egilsstöðum hópuðust svona 40 flissandi smástelpur í kringum Ödda - sem hafði nota bene ekkert við þær að gera enda hálfgiftur maður með barn á leiðinni - og hlógu að bröndurunum hans meðan hann áritaði diska. Til mín kom einn bólugrafinn strákur úr fyrsta bekk og spurði hvort þetta væri ekki erfitt, að vera svona óvinsæll. Haukur says: Var þetta þá ein vonbrigðaferð? Eiríkur says: Nei, ferðin var mögnuð. Öddi er magnaður ferðafélagi, og fullt af fólki var mjög ánægt með lcsturinn. En það er það sem ég segi: Það er þetta með samanburðinn, ef maður færi á túr með Tom Waits myndi maður ábyggilega skjóta sig í hausinn eftir fyrsta giggið - en já, þetta var bara frábært, frábærlega tekið á móti okkur alls staðar, gott að borða, gaman gaman, frábært, orð fá því ekki lýst. Haukur says: Engin ævintýri sem komast fyrir í einni málsgrein eða svo? Eiríkur says: Hmmm... nei varla, læsti mig einu sinni út af hótelherbergi... Lárus í 12 tónum daðraði stanslaust við mig (hann er eina grúppian mín)... Dýri á hótel Öldunni hellti okkur augafulla og var almennt bara ótrúlega magnaður. Haukur says: Hér koma nokkur random skot: Er merkilegt að vera frá ísafirði? Af hverju? Breytir það einhverju fyrir þig? Er ekkert skrýtið að þeir unglingsstrákar sem fá bókina þína í jólagjöf eigi eftir að rúnka sér við hana? Og hefur þú rúnkað þér við hana? Hvað finnst þér um klám á netinu? Ertu feministi? Eiríkur says: Já, það er merkilegt að vera frá ísafirði. Fyrst og siðast af því ísland er að verða meir og meir Rcykjavíkurmiðað samfélag, þar sem 101 hringsnýst í kringum rassgatið á sjálfu sér - í samfélagi hinna blindu er ncfnilega eineygði maðurinn svolítið spes. Haukur says: Hatarðu þá 101 fólkið eða ertu að gefa því merkilega innsýn I eigin tilvistarkreppu? Eiríkur says: Nei, ég hata engan - en 101 er að verða svolítið einsleitt krú, kannski var það það alltaf og ég bara tók ekki eftir því. „Og já, ég er femínisti, en ekki eins og þú heldur,“ segir Eirikur og dregur augað i pung til að leggja áherslu á mál sitt. Haukur says: Þetta er rugl - ég held það sé nóg komið. Sendi þér sennilega yfirlestur á morgun. Þú kúl með það? Eiríkur says: Já, fínt, fer líka að liða að skúringu hjá mér. Haukur says: Heyrðu, whatever. Ég ætla beila góða nótt Eiki! og gangi þér vel að skúra! Eiríkur says: Ókídókí. Blæbbs. hauxotron@hotmail.com 4 Font “ » Emoticons Sertd

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.