Orðlaus - 01.12.2004, Blaðsíða 54
M
Wj&M
GrJ
ip)
Það er bæði einfalt og ódýrt að skeila sér
til London því lcelandair fljúga þangað á
hverjum degi. Það tekur álíka langan tíma
að keyra til Akureyrar og að fljúga með
lcelandair til sameinaða konungsdæmisins.
Ferðin þarf ekki að vera dýr því í London
er hægt að gera mun meira en að hanga í
rándýrum verslunum.
Eitt af því sem gerir London að svo yndislegri borg er að það er næstum því hægt að skipta henni í nokkur lítil lönd og í hvert skipti sem þú
ferð yfir ein af mörgum ósýniiegum landamærum þá breytist umhverfið, fólkið og jafnvel tungumálið! Hinir fjölmörgu markaðir og garðar í
borginni litast af umhverfi sínu og segja jafnframt heilmikið um hverfið og fólkið sem þar býr, það er að segja ef túristar eins og ég eru ekki
taldir með!
Camden
Tveir stærstu markaðir borgarinnar eru markaðirnir
í Camden og svo markaðurinn á Portobello Road í
Notting Hill. Camden-markaðurinn er í rauninni
nokkrir litlir markaðir út frá Camden High Street
sem ásamtvvv fjöldanum öllum af litlum búðum
og veitingastöðum mynda mjög spes svæði sem er
gjörsamlega troðið um helgar! í Camden er best að
fara úr á Camden Town-lestarstöðinni og taka síðan
stefnuna beint upp götuna í áttina að Camden Lock-
markaðnum sem er auðkenndur af litlum hvítum
sölutjöldum sem hlykkjast um gömul vöruhús. Þar
eru bestu básarnir ef hægt er að segja slíkt og líka
skemmtilegasta umhverfið. Á hinum mörkuðunum í
Camden er svolítið mikið verið að selja sömu hlutina
og eftir 10. básinn ertu búinn að sjá allt sem í boði
er! Camden er best að skoða um helgar en sumir
básarnir eru opnir alla vikuna.
Markaðurinn á Portobello Road er stærri og
fjölbreyttari en sá í Camden og hægt að finna
eitthvað fyrir alla þar. Hvort sem þú ert á höttunum
eftir einhvers konar antík, tónlist, bókum, notuðum
fötum eða fötum eftir unga hönnuði þá finnurðu það
á Portobello í Notting Hill! Markaðurinn hlykkjast
eftir þessari löngu götu; efst eru antík salarnir,
svo koma grænmetissalarnir og á eftir þeim svona
týpískir enskir sölubásar sem selja ódýr úr, töskur,
föt og gatan endar svo í svona Kolaportsfíling þar
sem notuðu fötin og ungu hönnuðirnir eru. Þetta er
svolítið eins og maraþon því það gefast ansi margir
upp á leiðinni og það er því ekki nærri eins troðið
þarna eins og ofar. Ef fólk hefur lítinn tíma þá myndi
ég hreinlega mæla með að fólk færi beint i þennan
hluta og tæki lestina á Ladbroke Grove-stöðina í
staðinn fyrir Notting Hill Gate. Eins og með Camden
þá er þessi markaður langbestur á laugardögum og
það er ekki vitlaust að taka bara daginn snemma, þá
er færra fólk og hérna gildir reglan: fyrstur kemur,
fyrstur fær.
Alveg eins og myndin Notting Hill gerði samnefnt
hverfi frægt hefur myndin Bridget Jones dregið fólk
að Borough Market og umhverfi en þar býr Bridget
steinsnar frá og verslar í matinn. Það verður enginn
svikinn af þessum markaði sem sérhæfir sig í hinum
og þessum matvælum, hann er opinn alla vikuna og
er beint á móti London Bridge-lestarstöðinni. Ferskt
grænmeti beint frá bóndanum, ferskur fiskur og kjöt
ásamt kryddum og eiginlega bara öllu sem viðkemur
mat er á boðstólum og það eru fagmennirnir sjálfir
sem sjá um að selja. Að sjálfsögðu er ekki bara verið
að selja hráefnið heldur er líka hægt að kaupa sér
eitthvað til að seðja sárasta hungrið en það er ekki
frá því að maður verði svangur af því að labba þarna
um allan þennan mat! Þessi markaður er algjör
himnasending fyrir sælkera og nauðsynlegt stopp á
eftir matardeildinni í Harrods.
Síðan má finna fjölmarga aðra en minni markaði í
borginni eins og Brick Lane, Spitalfields og Petticoat
Lane en þeir eru allir opnir á sunnudögum. í Covent
Garden er líka smá markaðsstemming í gamla
markaðshúsinu og þar er opið alla vikuna. Fyrir þá
sem eru á leiðinni til London myndi ég mæla með
því að nota laugardag og sunnudag í að kíkja á
St. James Park
markaðina og forðast Oxford-stræti eins og heitan
eldinn.
Og svo þegar menn eru búnir að fá sig fullsadda af
mannfjöldanum og stressinu er hægt að ná andanum
aðeins í hinum fjölmörgu almenningsgörðum
borgarinnar. Þeir garðar sem auðveldast er að kíkja
á eru Hyde Park, Kensington Gardens, Regent's Park,
Green Park og svo St. James' Park.
Hyde Park
Hyde Park (ásamt Kensington Gardens) er stærstur
og í beinu framhaldi af Oxford-stræti en þó hinir
séu minni eru þeir alls ekki ómerkari. Kensington er
kannski frægastur fyrir tengslin við Díönu prinsessu
en hún dvaldi í Kensington-höll þegar hún var í
London og þangað flykktist fólk með blóm eftir
slysið í París 1997.
St. James' Park er í sérstöku uppáhaldi hjá mér
en þessi garður liggur eiginlega á milli Trafalgar-
torgs og Buckingham-hallar, í framhaldi af Green
Park. Eftir honum endilöngum hlykkjast lítið síki og
þar er heilmikið fuglalíf, allt frá krákum til svartra
svana. Hann er einn af konunglegu görðunum og
er því mjög vel viðhaldið. Þarna má alltaf finna nóg
af fólki á röltinu, hvort sem það er á morgnana
eða seinnipartinn og það verður enginn svikinn af
heimsókn þangað.
Svo má ekki gleyma öllum þeim litlu almennings-
görðum sem eru á víð og dreif um borgina, oft þarf
ekki meira til en að fara örlítið inn í hverfin til að
finna þessa garða. Þarna slappar fólkið í hverfinu
af á bekkjum sem eru oftast kostaðir af fólki til að
minnast náins ættingja eða vinar eða samtökum sem
vilja minna á einhvern atburð. í Tavistock Square
Garden má finna bekk til minningar fórnarlamba
Hiroshima og eins bekk um fallna hermenn úr seinna
stríði.
Næst þegar þið eigið leið um London þá er hægt að
hafa þetta bak við eyrað, kíkja í almenningsgarð til
að hlaða batteríin fyrir næstu búðarferð eða taka
laugardagsmorgun snemma og kíkja á mannlífið
fyrir utan miðbæinn.