Orðlaus - 01.02.2005, Side 18

Orðlaus - 01.02.2005, Side 18
Sjálfsagasvelti. Áramótin eru liðin. Vel liðin af mörgum, iila liðin af öðrum. Flestir eiga þá reynslu sameiginlega að vera ásóttir af einhvers konar heitum á þessum tímamótum. Ég er engin undantekning. Þegar klukkan nálgast tólf á síðasta kvöldi ársins strengi ég mitt heit; sem er yfirleitt að strengja engin áramótaheit. Nokkrum mínútum síðar er ég óvart búin að lofa sjálfri mér einhverju. Og nokkrum dögum eftir það er orðið Ijóst að ég mun ekki standa við það. Ég hef tekið allan áramótaheita- pakkann; lofað sjálfri mér líkams- rækt, að fara betur með peningana sem villast ofan í veskið mitt, vera samviskusamari í skólanum, eyða meiri tíma með fjölskyldu... og alltaf skolast þessi blessuðu heit niður í vaskinn eigi síðar en 10. janúar. í ár lofaði ég mér meiri sjálfsaga, og það innihélt eiginlega öll hin heitin líka. Með meiri sjálfsaga gæti ég nefnilega komið öllu ofannefndu ( verk. 10. janúar var fyrsti skóladagurinn. Ég svaf yfir mig. ( báða tímana. Ég var að sjálfsögðu frekar pirruð yfir eigin aumingjaskap þegar ég loksins vaknaði og drattaðist fram úr. Klukkan var rétt að skríða í kortér yfir eitt, þegar seinni tíminn minn átti að hefjast. Ég hefði náð helmingnum ef ég hefði hent mér í föt og hlaupið út. En ég var í svo vondu skapi yfir að hafa brugðist sjálfri mér eina ferðina enn að ég fór í fýlu, skrópaði og fór og fékk mér kaffi. Þar sem ég sat svo yfir skrópkaffinu mínu og íhugaði ömurleika þess að vera strax búin að svíkja heitið, sem og þess að hafa hvorki tangur né tetur af sjálfsaga, flæktist ég inn á vefsíðu. Það var reyndar af ásettu ráði; eftir að hafa heyrt hinn víðfræga dómara Amy minnast á svipaðar síður varð ég að athuga málið. Síðunni sem ég vafraði inn á er haldið úti af stúlkum sem telja að anorexía sé Iffsstíll, ekki sjúkdómur. Þar gefur að líta myndir af grindhoruðum módelum (fótósjoppaðar fram og til baka til að láta beinin standa ennþá lengra út í loftið), ráðleggingar um „öruggar" matartegundir, Ijóð og ritgerðir ásamt trúarathöfn til að ákalla Anamadim - gyðju anorexíunnar. Þar var einnig að finna heila ritgerð um hugmyndafræðina á bak við það að vera „pro-ana". Það að vera „pro-ana" þýðir að maður líti á anorexíu sem Iffsstll, sem manneskjur velja sjálfar að aðhyllast eða ekki. Þetta er vel byggð ritgerð, með góðri röksemdafærslu og alltsaman. Fyrir utan hvað málstaðurinn er sorglega firrtur. Önu-áhangendur lofsama sjálfsaga. Náðu stjórn á sjálfri þér, og jafn frumstæðri hvöt og hungri, og þú getur stjórnað öllu. Yfirleitt er þetta tæki sem fólk notar einmitt til að geta haft stjórn á einhverju í þessari ringulreið sem lífið er. En Ana-síðan mín tók skrefið lengra. ( þeirra augum eru þær hafnar yfir meðalmanninn, dúddann sem hleypir fleiri en 400 kaloríum inn fyrir varir sínar á einum degi. Allt vegna þessa gífurlega sjálfsaga sem þær ráða yfir. Sigur vilja yfir líkama. Ég sem hélt í sakleysi mínu að anorexía væri af hinu illa. Viðbrögð mín voru þessi: brjálæðislegt, óseðjandi hungur annars vegar og vonleysi hins vegar. Mér varð hugsað til allra óöruggu stelpnanna, og strákanna, sem gætu auðveldlega villst inn á svona síður og haldið að þau hafi heiminn höndum tekið. Samkvæmt Önu-aðdáendum virðist anorexía nefnilega vera svarið við öllu. Það eru engin takmörk fyrir því sem þú getur gert þegar þú hefur stjórn á sjálfri þér. Hvers vegna rembumst við svona við að fá að sitja 1 bílstjórasætinu? Að stýra? Hvað varð um heimspekina að lífið sé flæði sem kristallast í þeim frægu orðum; go with the flow? Að vera grannur er ekki það eina eftirsóknarverða f heiminum í dag. Það að hafa hrikalega mikið að gera og ná að halda grilljón boltum á lofti í einu telst líka gríðarlega flott. Ég finn að minnsta kosti að ég lít upp til fólks sem sefur ekki nema 5 tíma á nóttu til að ná að koma öllu í verk, sem hefur úthald, gefst ekki upp. Til þess þarf sjálfsaga; að pína sig stöðugt áfram í næsta verkefni og þarnæsta þó að Ifkaminn sé orðinn örmagna. En eftir þessa innsýn mína í líf Önu-stelpna hef ég tekið tvær ákvarðanir. Ég ætla að gleyma þessum sjálfsaga sem ég ásældist. Hann líkist meira heraga - sem á óskaplega illa við mig. Ég vil ekki vera ( hlutverki frussandi höfuðmanns, öskrandi skipanir til sjálfrar mfn. Ég hef þess vegna líka ákveðið að breyta áramótaheitinu (sem ég strengdi ekki) í að gefa sjálfri mér meiri tíma til að njóta lífsins. Hvort sem það er í faðmi fjölskyldu eða við að lesa skemmtilega skólabók (jú, þær eru til) eða bara að naglalakka mig og horfa á sjónvarpið. Sem dyggur stuðningsmaður 101-rotta-án-bílprófs ætla ég að halda áfram að láta lífið keyra. Ég þarf ekki að ná stjórn, og ekki einu sinni tökum, á því ennþá. Lengi lifi stjórnleysi! Og matur. Sunna Dís Másdóttir Mér varð hugsað til allra óöruggu stelpnanna, og strákanna, sem gætu auðveldlega villst inn á svona síður og haldið að þau hafi heiminn höndum tekið. Samkvæmt Önu-aðdáendum virðist anorexía nefnilega vera svarið við öllu.

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.