Bændablaðið - 24.02.2006, Síða 4
4 Þriðjudagur 28. febrúar 2006
Bjarni Jónsson hjá Norður-
landsdeild Veiðimálastofnunar
sagði í erindi sem hann flutti á
Fræðaþingi landbúnaðarins að
talsverðir ónýttir möguleikar
væru hér á landi í álaveiðum. En
tilfinnanlega skorti meiri rann-
sóknir og þekkingu á lífssögu
álsins, vexti, aldursdreifingu og
stofnstærð eftir svæðum svo að
skipuleggja megi sjálfbærar
veiðar á álum á Íslandi. Sérstak-
lega virðast veiðar á bjartálum
geta gefið góða raun.
Bjarni hefur manna mest rann-
sakað ál á Íslandi frá árinu 1999.
Þær rannsóknir hafa ekki síst
beinst að göngum glerála til lands-
ins, útbreiðslu, vistfræði og teg-
undasamsetningu ála. Þessar rann-
sóknir sýndu fram á að ál er að
finna í öllum landshlutum. Glerál-
ar hafa veiðst á 30 stöðum á land-
inu.
Tvær megintegundir ála eru til í
heiminum: Evrópuáll og Ameríku-
áll. Ísland er eina landið þar sem
bæði er að finna Evrópuál og kyn-
blending við Ameríkuál. Hér á
landi nýtir állinn sér fjölbreytt bú-
svæði í ám og vötnum og þá er
hann að finna í heitum lækjum,
köldum og dimmum hraunsprung-
um eða í fullsöltum sjó við strönd-
ina.
Áður var talið að glerállinn
væru þrjú ár úr Þanghafinu, þar
sem állinn gýtur, og til Íslands.
Rannsóknir á daghringjum í
kvörnum glerála sýna að hann er
ekki nema eitt ár á leiðinni. Hér á
landi er meirihluti ála hrygnur en
kynákvörðun ála er umhverfisháð
og fer kynjahlutfall ála almennt
annars staðar á útbreiðslusvæði
þeirra eftir búsvæðum. Hrygnan er
eftirsóttari til veiða en hængurinn
vegna þess að hún hefur meiri
vaxtarmöguleika og verður stærri
en hængurinn.
Vannýttir möguleikar
eru fyrir hendi í
álaveiðum á Íslandi
Hitastig hefur farið hækkandi á
jörðinni síðustu áratugi. Vís-
indamenn eru nú farnir að
tengja breytingar á lífríki við
hnattrænar breytingar veður-
fars.
Í íslenskum vatnakerfum hafa
langtímamælingar á ástandi laxa-
seiða sýnt fram á aukinn vaxtar-
hraða laxaseiða, aukningu í heild-
arlífþyngd seiða á flatareiningu og
lækkandi aldur gönguseiða. Á
sama tíma fækkar bleikju í vötnum
en urriði sækir víða í sig veðrið.
Veruleg breyting hefur orðið á
dvalartíma laxins í sjó þannig að
stórlaxi fækkar verulega en fjöldi
smálaxa stendur í stað eða fjölgar.
Ný tegund flatfisks hefur gert sig
heimakomna á ósasvæðum áa.
Leitt er að því líkum að allar þess-
ar breytingar séu hugsanlega
fyrstu vísbendingar um áhrif hnatt-
rænnar hlýnunar á lífríki fersk-
vatns hérlendis. Þetta kom m.a.
fram í erindi þeirra Þórólfs An-
tonssonar og Guðna Guðbergsson-
ar, starfsmanna á Veiðimálastofn-
un, á Fræðaþingi landbúnaðarins.
Hefur áhrif á
umhverfi og lífríki
Í útdrætti, sem gefinn var út fyrir
þingið, segir að nú sé almennt
viðurkennt að hitastig á jörðinni
fari hækkandi og því hefur verið
spáð að það komi til með að
hækka um 3°C fyrir lok þessara
aldar. Í erindi Þórólfs og Guðna
segir að þekkingu skorti á því á
hvern hátt hækkandi hitastig
muni koma fram á umhverfi og
lífríki. Líklegt sé að útbreiðslu-
mörk tegunda muni færast norðar
og jafnframt hærra yfir sjó þar
sem svo háttar til. Jafnframt að
syðri útbreiðslumörk tegunda
muni einnig færast norðar.
Í erindinu segir að á undan-
förnum árum hafi komið fram
breytingar á fiskstofnum fersk-
vatns á Íslandi. Sýnt hafi verið
fram á áhrif umhverfisþátta á
stofnstærð fiskistofna og sameig-
inlegar sveiflur á stórum haf-
svæðum.
Verulegar breytingar á
fiskistofnum ferskvatns
Fram kom að kerfisbundnar
mælingar á stærð og ástandi
fiskistofna ná ekki langt aftur í
tímann, en þrátt fyrir það eru
mælingar farnar að nema veru-
legar breytingar á fiskstofnum
ferskvatns og jafnvel tegunda-
samsetningu hin allra seinustu ár.
Sem dæmi má nefna að veru-
leg breyting hefur átt sér stað í
meðallengd laxaseiða í Selá og
Hofsá frá því mælingar hófust
árið 1979. Meðallengd eins árs
seiða í lok tímabilsins er orðin
meiri en meðallengd tveggja ára
seiða í upphafi tímabilsins og
meðallengd tveggja ára meiri en
þriggja ára. Marktækur munur er
á meðallengd fyrstu 10 áranna og
síðustu 10 áranna innan hvers ár-
gangs bæði í Selá og Hofsá.
Þessi lengdaraukning með tíma
gæti á hinn bóginn bent til lang-
tímabreytinga í umhverfisþátt-
um.
Áhrif loftslags-
breytinga á fiski-
stofna í ferskvatni
Spurt eftir byggingalóðum á Blönduósi
Í langan tíma hefur íbúðahúsnæði ekki verið byggt á Blönduósi en
að undanförnu hefur verið spurt um byggingalóðir. Þess vegna
tók bæjarráð málið fyrir á fundi sínum fyrir skömmu. Þar var
lagður fram listi um lausar lóðir en þær eru við Garðabyggð,
Brekkubyggð, Sunnubraut og Smárabraut. Einnig hefur svæðið
við Blöndubyggð, frá blokk við bakka Blöndu og niður til sjávar
verið deiliskipulagt og er þar gert ráð fyrir 10-12 lóðum. Síðan eru
til stakar lóðir í gömlu hverfunum.
Ágúst Þór Bragason, formaður bæjarráðs, sagði að þeir sem væru
að spyrja um lóðir væru bæði fólk sem hyggur á flutning til Blönduóss
og sömuleiðis heimamenn sem vilja byggja og breyta til.
Atvinnuástand á Blönduósi er gott um þessar mundir að sögn
Ágústar. Verið er að byggja upp iðnaðarhúsnæði sem brann í fyrra og
fyrirtækjum á Blönduósi hefur gengið þokkalega vel. Hann segir
menn sjá fram á eflingu í sláturhúsinu og kjötinu. Síðan fjölgar störf-
um á sýslumannsskrifstofunni þegar sektarinnheimtan fyrir landið
verður flutt til Blönduóss.
,,Við sjáum því fram á einhverja fólksfjölgun og viljum vera til-
búnir í lóðamálunum þegar þar að kemur,“ sagði Ágúst Þór Bragason.
Þessir heiðursmenn voru að hlaða vöruflutningabíl hjá MS á Selfossi
þegar Bændablaðið bar að. Frá vinstri, hleðslusérfræðingarnir Magnús
Eyjólfsson, og Þórarinn Daði Sverrisson og bílstjórinn Tómas Hassing.
„Aðalfundur Félags kúabænda á
Suðurlandi, haldinn 13. febrúar
2006 í Árhúsum, Hellu, beinir
því til Landssambands kúa-
bænda að fá kjarnfóðurskatt
niðurfelldan nú þegar.“ Þannig
hljóðar tillaga, sem var sam-
þykkt með öllum greiddum at-
kvæðum á fundi FK. Í greinar-
gerð með tillögunni segir:
„Kjarnfóður á Íslandi er um
50% dýrara en í nágrannalönd-
um okkar og stafar það af kjarn-
fóðurtollum til að vernda inn-
lendar fóðurverksmiðjur gegn
innflutningi tilbúins kjarnfóð-
urs. Er raunin sú að aðeins eru
tvær fóðurverksmiðjur eftir og
virðast þær vera búnar að skipta
markaðnum á milli sín. Engin
virk samkeppni virðist eiga sér
stað og verðmyndun kjarnfóð-
urs á Íslandi virðist vera úr sam-
bandi við heimsmarkaðsverð á
kornvörum og gengi krónunn-
ar.“
Fósturvísar verði fluttir inn
Aðalfundurinn samþykkti einnig -
með 23 atkvæðum gegn 10 - til-
lögu um innflutning á erfðaefni til
kynbóta á íslensku kúnni. Tillagan
hljóðar svo: „Aðalfundur Félags
kúabænda á Suðurlandi, haldinn
13. febrúar 2006 í Árhúsum,
Hellu, beinir því til Landssam-
bands kúabænda að sækja um
heimild til að flytja inn fósturvísa
úr erlendu kúakyni. Þeir verði
nýttir í tilraun með kynbætur á ís-
lenskum kúm.“
„Íslenskir kúabændur eru að
verða verulegir eftirbátar ná-
grannaþjóða okkar með kúakyn
þar sem íslensku kýrnar ná ekki að
mjólka nærri jafnmikið og stöllur
þeirra erlendis, einnig er júgurgerð
þeim langt að baki. Vegna lítils
ræktunarhóps á Íslandi verður
munurinn á okkar kúm og öðrum
stórum ræktunarkynjum sífellt
meiri. Þetta gerir það að verkum
að munurinn á framleiðslukostnaði
á Íslandi og nágrannalöndum okk-
ar verður sífellt meiri,“ segir í
greinargerð með tillögunni.
Sunnlenskir kúabændur
Vilja innflutning á fóstur-
vísum og niðurfellingu
kjarnfóðurskatts
Vel fram-
gengnar kind-
ur eftir vetur-
langa útiveru
Fé sem hafði verið úti í allan
vetur var tekið inn í hús í
Breiðuvík á laugardag en
þykir það óvenju seint.
„Þetta fé hefur verið við
fjöru í allan vetur og er það með
ólíkindum hvað kindurnar eru
vel framgengnar eftir veturinn.
Það má sjá á þessum kindum
hversu það er kindinni eðlilegt
að vera úti, fremur en að kúldr-
ast í húsum í allt að sjö mánuði
á ári“, segir í frétt á breida-
vik.net. Í Breiðuvík er vestasta
gistihús í Evrópu enda aðeins
12 km frá Látrabjargi sem er
vestasta horn álfunnar. Ferða-
þjónustuna reka hjónin Keran
Ólason og Birna Mjöll Atladótt-
ir ásamt sauðfjár-ræktinni og
halda um 700 fjár sem þau
segja fara ágætlega saman.
Styrkur til
uppbyggingar
á gamla hest-
húsinu í Bölta
Landbúnaðarráðuneytið hefur
úthlutað styrk til uppbyggingar
á gamla hesthúsinu í Bölta í
Skaftafellsþjóðgarði. Búið er
að hreinsa hesthústóftina,
hlaða veggi hennar og undir-
búa fyrir lokaáfanga verksins,
segir Ragnar Frank þjóðgarð-
svörður. Byrjað verður á verk-
inu 25.júní í sumar og til vinnu
við það fáum við nokkra sjálf-
boðaliða frá Englandi. Einnig
hefur Ari Jóhannsson, sérfræð-
ingur í hleðslu úr torfi og
grjóti, verið ráðinn til verksins
en hann hlóð upp veggina sem
komnir eru í tóftinni. Í maí
koma nokkrir evrópskir sjálf-
boðaliðar á vegum EFTA og er
það samkvæmt beiðni frá
bandalaginu og greiðir það
með þeim ferðir og fæði en við
munum sjá þeim fyrir gistingu,
segir Ragnar við samfélagsvef
Hornafjarðar.
Tilmæli frá frjótæknum
Aðalfundur Frjótæknafélags
Íslands, sem haldinn var á
dögunum, beinir þeim tilmælum
til bænda með lausagöngufjós að
þeir komi upp aðstöðu í fjósum
sínum til að frjótæknar þurfi ekki
að sæða á legubásunum.
Bændablaðið
kemur næst út:
þriðjudaginn
14. mars