Bændablaðið - 24.02.2006, Qupperneq 8
8 Þriðjudagur 28. febrúar 2006
Í síðasta Bændablaði er grein eftir
Einar E. Gíslason, bónda á Syðra-
Skörðugili, undir fyrirsögninni „
Afkoma sauðfjárbænda.“ Ekki
kemur á óvart að Einar hafi skoð-
anir á málefnum sauðfjárbænda og
setji þær fram með skeleggum
hætti. Hitt kemur á óvart að þar sé
að finna dylgjur í hálfkveðnum
vísum.
Einar segir orðrétt í grein sinni.
„Það verður að teljast skammar-
legt fyrir stjórnina að kröfur henn-
ar urðu lægri en sláturleyfishafar
buðu í kjötið, er nam að meðaltali
4 kr. pr. kg. Hafa einhverjir af
samningamönnum okkar hags-
muni beggja megin við borðið?
Vonandi ekki.“ Hefði nú ekki ver-
ið mannlegra að segja það bara
hreint út að þú teljir það orka tví-
mælis, hafi jafnvel skaðað sauð-
fjárbændur, að formaður L.S sé
jafnframt stjórnarformaður Fjalla-
lambs á Kópaskeri?
Fráleitur hugsunarháttur
Ég hef verið stjórnarformaður
Fjallalambs allt frá stofnun þess
árið 1990. Sú staða lá ljós fyrir
þegar ég tók að mér formennsku í
L.S. og jafnframt
þ a ð
að ég væri ekki tilbúinn til að af-
sala mér rétti til að gegna trúnað-
arstöðum fyrir sauðfjárbændur á
mínum heimaslóðum, samhliða
formennsku í L.S. Ég get hins
vegar fullyrt með góðri samvisku
eftir þessi tæplega þrjú ár að sú
tenging og aðkoma að málefnum
sláturleyfishafa, sem ég hef haft í
gegnum Fjallalamb, hefur reynst
mér notadrjúg við að vinna að
málefnum sauðfjárbænda á þeim
vettvangi. Það er svo aftur annað
mál hvort sú staða, að
hafa forsvars-
mann í kjarabar-
áttu sauðfjárbænda
fyrir stjórnarformann,
er ásættanleg fyrir
Fjallalamb. En ekki ætti
það að standa Einari fyr-
ir svefni. Svo mikið er þó
víst að þetta ágæta fyrir-
tæki hefur verið í fremstu
röð hvað varðar afurða-
verð til sauðfjárbænda. Ég
held að það sé einmitt af
hinu góða að sauðfjárbændur
hafi sem allra mest ítök í stjórn-
un á slátur- og afurðasölu-
fyrirtækjum sauðfjáraf-
urða og líti á þau sem mikilvægan
hlekk í því að koma framleiðslu-
vörum sínum á markað,
en tel það fráleitan hugsunarhátt
að líta sífellt á þau sem óvini og
andstæðinga.
Skammarleg lending?
Heils hugar get ég tekið undir það
með Einari að afurðaverð hefði
þurft að hækka meira en raun varð
á sl. haust. Allt frá árinu 2001 hefur
útgefið viðmiðunarverð L.S. ekki
verið virt af sláturleyfishöfum,
þangað til í haust. Það ár braut á
ákveðinni viðurkenningu milli
sauðfjárbænda og sláturleyfishafa
um útgáfu viðmiðunarverðs, sem
hefur tvímælalaust verið ein af
ástæðunum fyrir kjararýrnun sauð-
fjárbænda undanfarin ár. Haustið
2004 tók svo stjórn L.S. þá ákvörð-
un að gefa ekki út viðmiðunarverð
og taldi það betri kost en gefa út
verð sem fyrirsjáanlega yrði ekki
farið eftir. Í framhaldi af því urðu
svo allsnörp átök um afurðaverð,
sem enduðu með því að allir slátur-
leyfishafar hækkuðu áður útgefnar
verðskrár um 2%.
Held ég að báðir
aðilar hafi nokk-
uð lært af þessari
snerru.
Sl. haust tók svo
stjórn L.S. þá
ákvörðun að gefa út
v i ð m i ð u n a r v e r ð
sem hækkaði verð
til bænda um 11%
frá meðaltalsverði
sláturleyfishafa haust-
ið 2004. Á þeim tíma-
punkti var ljóst að sú
verðhækkun var meiri
en fólst í kortum slát-
urleyfishafa, en jafnframt líka að
hún yrði virt sem ákveðinn verð-
grunnur. Sú ánægjulega staða kom
svo upp að ákveðin samkeppni um
sláturfé myndaðist milli sláturleyf-
ishafa, sem kom fram í hærri verð-
tilboðum til bænda. Einar telur
þessa lendingu skammarlega fyrir
stjórn L.S. en lengra töldum við
okkur ekki komast. Hafi það verið
gerlegt er annað hvort um að kenna
dómgreindarleysi, eða þá að við
kunnum ekki að skammast okkar.
Vel leyst verkefni
Einar fjallar nokkuð um nýjan
sauðfjársamning í grein sinni og
telur það veganesti, sem síðasti að-
alfundur L.S. gaf væntanlegri
samninganefnd, fremur rýrt í roð-
inu. Sú stefnumörkun byggir á nið-
urstöðu starfshóps sem kosinn var
á aðalfundi 2004 og vann milli að-
alfunda 2004- 2005. Að mínu mati
leysti þessi starfshópur erfitt og
vandasamt verkefni mjög vel.
Hann leitaði eftir skoðunum allra
sauðfjárbændafélaga í landinu og
einnig bestu fáanlegu upplýsingum
um þær skorður sem væntanlegir
alþjóðasamningar munu setja.
Reyndi síðan að sætta ólík sjónar-
mið í niðurstöðu sinni með það að
markmiði að gera einfaldari og
skilvirkari samning.
Að öðru leyti kýs ég svo að
fjalla ekki nánar um margt annars
ágæta grein Einars. Mun hins vegar
ekki setja mig úr færi að taka hús á
karli við tækifæri og ræða málin.
Þarf þá væntanlega ekki að taka
með mér nesti, ef ég þekki rétt.
Afkoma sauðfjárbænda
-Fáeinar línur vegna orða Einars á Syðra-Skörðugili um skammarlega frammistöðu stjórnar L.S.
Jóhannes Sigfússon,
formaður Landssamtaka
sauðfjárbænda
Tvær tillögur um að kjarnfóð-
urtollar verði afnumdir liggja
fyrir Búnaðarþingi 2006 sem
hefst sunnudaginn 5. febrúar
næstkomandi. Önnur tillagan
er frá Svínaræktarfélagi Ís-
lands þar sem lagt er til að toll-
arnir verði lagðir niður. Hin til-
lagan er frá Landssambandi
kúabænda þar sem lagt er til að
málið verði skoðað.
Ingvi Stefáns-
son, formaður
Svínaræktarfé-
lags Íslands,
sagði að um
tvenns konar tolla
væri að ræða.
Annars vegar er
um að ræða 7,80
kr. toll á hvert
kíló af tilbúinni
kjarnfóðurblöndu
sem lagt er til að
felldur verði nið-
ur í áföngum.
Hins vegar er um
að ræða 80 aura á
kíló af hráefni
eins og bygg og
hveiti og fleira og
vilja menn leggja hann niður
strax.
Ingvi sagði að ef tollarnir yrðu
lagðir niður gætu svínaræktendur
flutt inn tilbúnar kjarnfóður-
blöndur og þar gæti orðið um
umtalsverðan sparnað að ræða.
Svínaræktendur hafa ekki reikna
það nákvæmlega út hvað menn
geta sparað margar krónur á kíló-
ið en það yrði eitthvað.
Í fyrra voru í gangi viðræður
fulltrúa frá svínabændum, kjúk-
linga- og eggjabændum og kúa-
bændum um tolla og verð á
kjarnfóðri og eftir hverju væri að
slægjast í þeim efnum.
Þórólfur Sveinsson, formaður
Landssambands kúabænda, sagði
að tillagan sem LK leggur fyrir
Búnaðarþing gengi ekki eins
langt og tillaga Svínaræktarfé-
lagsins um tollana á kjarnfóðri.
Hann sagði að þeir hafi verið að
reyna að átta sig
á hvað það
myndi þýða fyrir
kúabændur ef
kjarnfóðurtoll-
arnir yrðu lagðir
niður. Það sé
hins vegar ekki
einfalt mál að
reikna það út
þannig að hann
sagðist ekki geta
svarað því á
þessari stundu.
Það eru marg-
ar spurningar
sem þarf að
svara þegar þessi
mál eru skoðuð.
Í fyrsta lagi er
það spurning um gæði. Hvaða
fóður vilja menn nota, hvað
leggja menn uppúr því að nota
fóður með dýrapróteini, sem er
uppistaðan í íslensku blöndunum
en ekki í innfluttri fóðurblöndu.
Þá segir Þórólfur að því sé líka
ósvarað hver verðmunurinn yrði.
,,Þess vegna er engin leið að
fullyrða á þessari stundu neitt um
hvaða áhrif það hefði ef kjarn-
fóðurtollarnir yrðu felldir niður,“
sagði Þórólfur Sveinsson.
Tvær tillögur lagðar
fyrir búnaðarþing um að
fella niður kjarnfóðurtolla
Kemur þá aftur að markaðs-
skorti, því einstakur neytandi sér
hag í því að kaupa hina erlendu
vöru, enda er hún ódýrari og „ein
lítil jógúrtdós muni hafa hverf-
andi áhrif á landbúnaðinn í
heild“. Hann tekur hins vegar
ekki tillit til þess að hann er að
skerða hag allra neytenda vegna
þeirra sérstöku eiginleika al-
mannagæða að samkeppni í
neyslu þeirra er engin. Samdrátt-
urinn hefur því áhrif á alla neyt-
endur og vel getur verið að sam-
anlögð neikvæð áhrif á alla neyt-
endur séu meiri en verðmunurinn
á innlendu og erlendu vörunni,
þannig að dragi úr velferð.
Slík sníkjuhegðun veldur sam-
borgurum neytandans neikvæð-
um ytri áhrifum, sem hann tekur
ekki tillit til í einkaákvörðunum
sínum. Hvatinn til sníkjuhegðun-
ar veldur því að framleiðsla hins
innlenda landbúnaðar á almanna-
gæðum verður minni en þjóð-
hagslega hagkvæmt er.
Er fjölþættur
landbúnaður framtíðin?
Lítil umræða hefur farið fram hér
á landi um að hve miklu leyti ís-
lenskur landbúnaður er fjölþætt-
ur. Í því samhengi er mörgum
spurningum ósvarað: Hversu um-
fangsmikil er framleiðsla íslensks
landbúnaðar á almannagæðum?
Er mögulegt að hvetja til slíkrar
framleiðslu með beinum hætti?
Er skilningur og vilji meðal neyt-
enda fyrir slíkum breytingum á
landbúnaðarkerfinu? Er skilning-
ur og vilji fyrir slíkum breyting-
um meðal bænda?
Nauðsynlegt er að taka upp
umræðu um þessi efni því óhætt
er að fullyrða að aukinnar sam-
keppni er að vænta á komandi
árum frá erlendri búvörufram-
leiðslu. Ef ekki verða gerðar
breytingar á fyrirkomulagi
styrkja fyrir framleiðslu almanna-
gæða fyrir þann tíma er hætt við
að meiri samdráttur verði á þeirri
framleiðslu en raunverulegur vilji
er fyrir meðal neytenda og alls
óvíst hvort mögulegt verði að
byggja upp aftur það sem hugsan-
lega mun glatast.
Sveitarstjórn Skaftárhrepps hef-
ur sent erindi til samgönguráð-
herra þar sem farið er fram á
fund til að fjalla um framkomna
ósk sveitarstjórnar um að nýr
vegur inn að Lakagígum verði
skilgreindur sem þjóðgarðsveg-
ur og að Vegagerðinni verði sem
fyrst falið að gera útfærðar til-
lögur um vegstæði og kostnaðar-
meta valkosti. Jafnframt hefur
verið farið fram á að strax næsta
sumar verði hafist handa við
uppbyggingu vegarins þannig að
hann verði sem fyrst fær öllum
bílum að sumarlagi.
Gunnsteinn R. Ómarsson,
sveitarstjóri Skaftárhrepps, sagði í
samtali við Bændablaðið að þetta
mál þyrfti að skoða í stærra sam-
hengi. Á haustmánuðum 2004 var
þjóðgarðurinn í Skaftafelli stækk-
aður og hluti jökulhettunnar, sem
liggur innan svæðis Skaftárhrepps
og Lakagígasvæðið, tekið inn í
þjóðgarðinn.
Síðan hefur verið í farvatninu,
bæði á Kirkjubæjarklaustri og
austur á Hornafirði, að setja á
laggirnar svo kallaðar gestastofur.
Þjóðgarðar eru skilgreindir sem
verndarsvæði með greiðu aðgengi.
Þjóðgörðum fylgir jafnframt rann-
sókna- og fræðavinna. Í gestastof-
unum verði allar upplýsingar um
þjóðgarðinn veittar og þar fari líka
fram ákveðin rannsóknastarfsemi.
Þar sem gert er ráð fyrir að gesta-
stofa verði á Kirkjubæjarklaustri
verði að greiða aðganginn inn á
þjóðgarðssvæðið.
Gunnsteinn segir að núverandi
vegaslóði inn í Lakagíga sé aðeins
fær jeppum og stærri bílum yfir
sumarið. Í vatnavöxtum yrðu til
viðsjárverð vatnsföll sem fara þarf
yfir.
Eldvirknisafn á
Kirkjubæjarklaustri?
Í Skaftárhreppi eru uppi hugmynd-
ir um að koma upp eldvirknisafni á
Kirkjubæjarklaustri. Sveitarstjórn
leggur ríka áherslu á að umhverfis-
ráðuneytið og stofnanir þess tryggi
fjármagn til þeirrar uppbyggingar
sem snýr að hinu opinbera og
nauðsynleg er vegna tilkomu þjóð-
garðsins. Gunnsteinn segir að eld-
virknisafn muni geyma sögulega
muni sem tengjast eldvirkni í
Skaftárhreppi og síðan yrði það
jarðfræðitengt og reynt yrði að
setja það upp eins lifandi og
mögulegt er.
Hann segir að allt þetta tengist
atvinnumálum í sveitarfélaginu og
mögulegri uppbyggingu í ljósi
vaxtar í ferðaþjónustu og fyrr-
nefndri stækkun þjóðgarðsins.
Vilja nýjan veg inn að
Lakagígum og gestastofu
á Kirkjubæjarklaustri
Landslag er víða hrikalegt sunnan
jökla.