Bændablaðið - 24.02.2006, Qupperneq 10
10 Þriðjudagur 28. febrúar 2006
Iðnaðurinn er að missa
traust neytenda
Matvælaeftirlitið kvartar yfir því að það ráði ekki
við að fylgjast með nema litlum hluta fyrirtækja.
Þekktur matvælafræðingur í Þýskalandi, Udo
Pollmer, hefur í sjónvarpsviðtali haldið því fram
að stjórnmálamenn séu allt annað en saklausir
vaðandi það hvernig þessum málum sé komið.
Þeir hafa, segir hann, alltof lengi trúað fögrum
fyrirheitum kjötfyrirtækjanna. Á hinn bóginn
líða heiðarleg fyrirtæki fyrir hið slæma orð sem
fer af kjötiðnaðinum. Traust neytenda á þessum
iðnaði hefur beðið alvarlega hnekki. Sérfræðingar
fullyrða að gamla kjötið sé ekki beinlínis heilsu-
spillandi, þó að það sé ekki neysluhæft. Þýskaland
hefur þó sent út viðvörun gegnum aðalstöðvar
ESB, en ljóst er að gallaðar kjötvörur hafa verið
fluttar út frá Þýskalandi til annarra landa sam-
bandsins.
Nýr landbúnaðarráðherra, Horst Seehofer,
hefur nýlega tekið við embætti í Þýskalandi. Eitt
fyrsta verk hans var að efna til ráðstefnu til að
ræða hvernig taka skuli á kjöthneykslinu.
Áðurnefndur Udo Pollmer hefur ekki trú á því
að stjórnmálamenn geti komist til botns í öllu því
svindli í þessum efnum, sem grafið hefur um sig
árum saman. Hið fyrsta sé þó að stórefla mat-
vælaeftirlitið.
Hækkun meðalhita í Evr-
ópu veldur áhyggjum
Það hlýnar í Evrópu. Meðalhitinn árið 2005 var sá
mesti sem mælst hefur í 150 ár að sögn Veðurstof-
unnar í Bretlandi. Sérfræðingar í umhverfismálum
vara við þurrkum og skógareldum á komandi ára-
tugum.
Árin 1998, 2002, 2003 og 2004 hafa verið heit-
ustu ár síðan mælingar hófust. Árið 2003 hurfu
10% af jöklum Alpafjalla. Með sama áframhaldi
verða þrír fjórðu hlutar af jöklum í Sviss horfnir
árið 2050. Í Evrópu hafa ekki orðið viðlíkar breyt-
ingar á hitastigi síðustu 5000 ár, segir í skýrslu frá
Umhverfisstofnun EES í Kaupmannahöfn.
kýrslan Umhverfi í Evrópu, ástand og horfur
2005 ( The European Environment State and
Outlook 2005), birtir mat á ástandi umhverfisins í
31 landi Evrópu sl. fimm ár. Auk breytinga á veð-
urfari fjallar skýrslan um líffræðilega fjölbreytni,
lífríki sjávar, stöðu ræktunarlands, aðgang að
vatni, mengun andrúmslofts og heilbrigðismál.
Hitinn vex hratt í Evrópu
Í skýrslunni er í fyrsta sinn borið saman ástand
umhverfismála og útlit þeirra í öllum löndum
Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Það eru 25
lönd ESB, ásamt Búlgaríu, Íslandi, Lichtenstein,
Noregi, Rúmeníu, Sviss og Tyrklandi.
Samkvæmt skýrslunni hækkaði meðalhiti í
Evrópu um 0,95%°C á tímabilinu 1900 - 2000.
Það er um 35% meiri hitaaukning en meðalhita-
aukning á jörðinni á sama tíma, sem var 0,7°C.
Búist er við að hitinn haldi áfram að stíga. ESB
hefur sett það markmið að hiti á jörðinni hækki
ekki meira en um 2°C miðað við ríkjandi hitafar
áður en iðnvæðingin hófst.
Verði ekkert að gert getur aukinn hiti leitt til
þess að ís á norðurheimsskautssvæðinu bráðni,
jafnframt því að eyðimerkur breiði úr sér norður
á bóginn. Afleiðing þess gæti orðið sú að íbúar
Evrópu byggju einkum um miðhluta álfunnar.
Í skýrslunni kemur fram að lagasetning í um-
hverfismálum í Evrópu hefur borið árangur. Vatn
og andrúmsloft hefur orðið hreinna, notkun á
ózoneyðandi efnum hefur aukist sem og endur-
vinnsla úrgangs.
Þá hefur lofthreinsibúnaður í bílum leitt til
þess að mengun frá útblæstri bíla hefur stór-
minnkað. Án búnaðarins væri mengunin tífalt
meiri en raun ber vitni.
Aukin þéttbýlismyndun
Aðgerðir í umhverfismálum í Evrópu eiga við það
vandamál að glíma að líf fólks lengist og æ fleira
fólk býr í einbýlishúsi, sem taka meira pláss en
fjölbýlishús. Á áratugnum 1990 - 2000 voru meira
en 800 þúsund hektarar af ræktunarlandi teknir
undir byggingar í Evrópu, sem samsvarar þre-
faldri stærð Lúxemborgar.
Ef sú þróun heldur áfram mun þéttbýli í Evr-
ópu tvöfaldast að stærð á rúmlega 100 árum. Í
skýrslunni er bent á að það sé afar mikilvægt að
stöðva stækkun þéttbýlisins til að vernda ræktun-
arlandið.
Losun flutningatækja á gróðurhúsalofttegund-
um vex hraðar en í nokkurri annarri grein. Fjöldi
flugfarþega er t.d. talinn munu tvöfaldast á ára-
bilinu 2000 - 20030.
Skoðanakönnun sýnir að meira en 70 að-
spurðra vilja að umhverfismál hafi jafn mikið
vægi í opinberri stjórn og efnahagsmál og félags-
og atvinnumál.
Í skýrslunni er lögð áhersla á það að tengja
umhverfismál við atvinnugreinar, svo sem flutn-
ingastarfsemi, landbúnað og orkumál. Þá er lagt
til að vettvangur skapist fyrir einstaklinga jafnt
og fyrirtæki að láta til sín taka í umhverfismálum.
ESB vinnur að aukinni
dýravernd
Embættismannaráð ESB hefur lagt fram fimm
ára verkefnaáætlun í því skyni að auka áherslu á
dýrvernd. Að því er stefnt að allir þjóðfélagshóp-
ar ESB verði sér betur meðvitaðir um málefni
dýraverndar.
Það er Evrópuþingið og stjórn landbúnaðar-
mála sem hefur staðið fyrir gerð verkefnaáætl-
unarinnar. Tilgangurinn er að skýra gildandi
reglur um dýravernd og koma með nýjar tillög-
ur þar sem núverandi reglur duga ekki.
Á sviðum eins og landbúnaði, umhverfisvernd
og rannsóknum og þróun á varnarefnum, skal
séð um að hagsmunir dýraverndar verði tryggð-
ir samkvæmt gildandi fyrirmælum ESB sáttmál-
ans um dýravernd og meðferð dýra.
Verkefnaáætlunin er unnin í samstarfi við
fjölda stjórnarskrifstofa, sem tengjast málefnum
dýraverndar, svo sem landbúnaðar, umhverfis,
efnahagsmála, fiskveiða, rannsókna, orku og
verslunar- og flutningastarfsemi.
Verkefnaáætlunin skiptist í nokkra megin-
þætti. Þar má nefna að auka og styrkja það lág-
mark um aðbúnað sem dýr skulu njóta, með því
að setja upp viðmið, sem fylgja ber, t.d. um rými
o.fl. Þessum upplýsingum verði komið á fram-
færi með skipulegum hætti.
Aukin framlög og hertar reglur
Þá hyggst ESB einnig styrkja rannsóknir sem
komið geta í staðinn fyrir tilraunir á dýrum.
Einnig á að auka framlög til alþjóðlegra dýra-
verndarsamtaka.
Ennfremur má nefna að reglur um dýravernd
skulu hertar með það að markmiði að staðlar
ESB verði hinir ströngustu í alþjóðlegu sam-
hengi.
Embættismannaráðið stefnir að því í framtíð-
inni að matvæli, svo sem kjöt, mjólkurafurðir og
egg, fái vottun um að við framleiðslu þeirra hafi
verið fylgt gildandi reglum um dýravernd.
Þá hyggst ESB vinna þessum málum brautar-
gengi innan alþjóðlegra stofnana, svo sem Al-
þjóða viðskiptastofnunarinnar, WTO.
Í starfi sínu að þessum málum vísar embættis-
mannaráðið til þess að íbúar sambandsins hafi í
Fréttir að utan
Hún Guðríður Baldvinsdóttir,
Lóni 2, Kelduhverfi, birti
meðfylgjandi mynd á
heimasíðunni sinni og velti fyrir
sér hvað fólk kallaði þetta
sérkennilega hárfar á
snoppunni. Féskúfur eða féröst?
Eða jafnvel fjárröst? „Það
virðist allavega vera
mismunandi eftir landshlutum
hvað það fyrirbæri á snoppunni
heitir sem örin bendir á. Vefari
hefur aldrei áður heyrt annað en
að þetta heiti féskúfur en hefur
fengið tvo pósta þar sem þetta
er kallað féröst/fjárröst. Annað
bréfið var að austan en hitt af
vesturlandinu. Nú væri gaman
að vita hvort þetta er
landshlutabundið og þá hvaða
nafn menn þekkja og jafnvel ef
skúfurinn gengur undir enn
fleiri nöfnum.
Féskúfur virðist vera þekkt í
Þingeyjarsýslum og féröst í
Borgarfirði. Féfjöður eða
fjárfjöður er þekkt í Dalasýslu.
Fjöður eða fjárskúfur á
Vestfjörðum og jafnvel féþúfa í
sumum sveitum þar fyrir
vestan,“ sagði Guðríður og
hvetur fólk til að senda línu á
guggaloni@simnet.is
Framkvæmdir standa nú yfir
við hús Heklusetursins á Leiru-
bakka í Landsveit á ný eftir
nokkuð hlé, en eigendaskipti
urðu að Leirubakka sl. vor er
hjónin Valgerður Kr. Brynjólfs-
dóttir og Anders Hansen keyptu
jörðina. Anders sagði í samtali
við Bændablaðið að um væri að
ræða tæplega 500 fermetra hús
sem í yrði auk Heklusafnsins
ráðstefnu- og veitingaaðstaða.
Hann sagðist hafa tekið eftir því
síðastliðið sumar hver þörfin
fyrir svona safn væri orðin brýn.
,,Við þurftum að snúa tugum ef
ekki hundruðum manna frá en
fólkið taldi víst að hér væri Heklu-
safn. Við vorum að reyna að gefa
fólki leiðbeiningar um fjallið því
það er ekki til svo mikið sem fjór-
blöðungur um fjallið til að gefa
ferðamönnum,“ sagði Anders.
Á Leirubakka er nú rekin fjöl-
breytt ferðaþjónusta. Þar er hótel,
veitingasala, tjaldstæði, bensínaf-
greiðsla, verslun, hestaleiga og
hrossabúskapur. Næsta sumar
stendur til að bjóða daglega upp á
Hekluferðir yfir háannatímann.
Stefnt er að því að opna hluta
Heklusafnhússins í vor, en í húsinu
mun verða sett upp fullkomin ráð-
stefnuaðstaða og sýning um eld-
fjallið Heklu, sögu fjallsins og
sambúð lands og þjóðar í ellefu
aldir. Hús Heklusetursins er nær
fullgert hið ytra, og standa nú yfir
framkvæmdir við innréttingar, en
það er fyrirtækið Viður ehf. í Þor-
lákshöfn sem er aðalverktaki. Hús-
ið er sérstaklega hannað og byggt
til að hýsa sýningu um Heklu.
Arkitektar eru EON-arkitektar.
Mikil áhersla verður lögð á
samstarf við vísindamenn um þátt-
töku í starfsemi Heklusetursins,
þar sem nýjungar og rannsókna-
niðurstöður verða kynntar, bæði í
formi sýninga og ráðstefna. Sér-
stakar ráðagerðir eru um fræðslu
fyrir skólanema hvaðanæva að af
landinu, sem og hópa frá útlönd-
um. Í Heklusetrinu er ætlunin að
hafa starfandi Ferðamannaupplýs-
ingastöð, sem leiðbeini ferðafólki
um allt nágrennið, Heklu þar með
talda og í athugun er að skipu-
leggja daglegar ferðir á fjallið frá
Hellu og Leirubakka fyrir ferða-
menn. Áætlað er að Heklusetrið og
tengd starfsemi á Leirubakka muni
veita 6 - 8 manns atvinnu allt árið
og að auki 6 - 10 á sumrin.
Heklusetrið hlaut styrk af fjár-
lögum Alþingis 2006 og unnið er
að samstarfi við fjölmarga sjóði,
sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir
og einstaklinga um uppbyggingu
og rekstur safnsins. Mikill fjöldi
fólks kemur að Leirubakka allt
árið, en þar er rekið hótel og veit-
ingasala, tjaldstæði, bensínaf-
greiðsla, lítil verslun, hestaleiga og
hrossaræktarbú. Leirubakki hefur
ekki síst verið vinsæll áfangastað-
ur þeirra sem leggja leið sína á
Heklu, í Landmannalaugar eða á
aðra staði á sunnanverðu hálend-
inu.
Heklusetrið á Leiru-
bakka opnað í vor
Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir og Anders Hansen fyrir utan Heklusetrið,
ásamt verktakanum Elíasi Hafsteinssyni hjá Viði ehf. í Þorlákshöfn.
/Bændablaðið BH
Hugmyndasamkeppni um þjóðgarðsafurðir
Í byrjun ársins var haldið mál-
þing á vegum NEST, sem stend-
ur fyrir þróun sjálfbærrar
ferðaþjónustu á norrænum
slóðum. Að málþinginu loknu
var hugmyndasamkeppni á veg-
um NEST um þjóðgarðsafurðir
hleypt af stokkunum. Slík hug-
myndasamkeppni fer fram sam-
tímis í öllum NEST-löndunum,
sem eru Ísland, Skotland, Sví-
þjóð og Finnland.
Stella Sigfúsdóttir var verk-
efnastjóri NEST þegar hug-
myndasamkeppnin hófst. Hún
sagði að samkeppnin gengi út á
hugmyndir um vörur eða þjón-
ustu, sem endurspegluðu það
svæði sem samkeppnin fer fram í.
Hér á landi er svæðið að þessu
sinni ríki Vatnajökuls. Finnar
munu gefa 1. verðlaun sem eru
2.500 evrur, fyrirtæki innan Sveit-
arfélagsins Hornafjarðar gefa 2.
verðlaun, 80.000 krónur, og
Skaftárhreppur gefur 3. verðlaun,
40.000 krónur.
Miklar vonir eru bundnar við
hugmyndasamkeppnina innan
NEST og segir Stella að það
verði gaman að fylgjast með því,
hver útkoman verður. Þarna skap-
ist auk þess gott tækifæri til þess
að kynna verkefnið og svæðið
sem þróað er, bæði hér og erlend-
is. Þá er þess vænst að samkeppn-
in muni skila hugmyndum að vör-
um og þjónustu, sem yrðu at-
vinnuskapandi á svæðinu og muni
auk þess hafa mikið minjagripa-
og auglýsingagildi fyrir ferða-
þjónustuna í ríki Vatnajökuls.
Féskúfur eða féröst?