Bændablaðið - 24.02.2006, Qupperneq 20
20 Þriðjudagur 28. febrúar 2006
Ásthildur Skjaldardóttir,
Bakka á Kjalarnesi:
Kýrnar glaðari í nýjum haga
Við byrjum á því að beita kúnum snemma á
tún sem í hafði verið sáð háliðagrasi en
okkur tókst aldrei að slá það nógu snemma
til að kýrnar vildu éta af því heyið. En sem
beit í maí nýttist það mjög vel. Auðvitað
ræður tíðarfarið mestu hvenær við getum
byrjað, en hér á Bakka vorar snemma og
undanfarin ár hefur beitin hafist í kringum
miðjan maí.
Við erum með nýrækt með vallarfoxgras-
blöndu og þar er borið snemma á. Eftir að
við tókum lausagöngufjós í notkun höfum
við ræktað gömlu heimatúnin í kringum
fjósið upp og nýtum aðallega til beitar.
Kýrnar hafa alltaf aðgang að fjósinu og nýta
sér það orðið óspart ef tíðin er leiðinleg, en
annars velja þær frekar að vera úti.
Kýrnar hafa allt sumarið frjálsan aðgang
að heyi og kjarnfóðurgjöfin fer eftir því á
hvaða tíma mjaltaskeiðsins kýrnar eru. Við
höfum ekki flokkað þær eftir nyt á beitiland
en ætlum næsta sumar að taka geldkýr sér.
Kúnum er beitt á nýleg tún og beitarspildur
sem ræktaðar hafa verið í úthaganum. Við
erum með sér tún fyrir þær á nóttunni og á
daginn er beitarstykki þeirra samsett af af
beitarspildum, úthaga og vetrarrepju. Okkur
finnst þær vera glaðari að vera ekki alltaf á
sama stað þó að beitin sé góð.
Í nokkur ár höfum við ræktað vetrarrepju
til beitar. Fyrst aðeins fyrir haustbeitina en
síðustu ár höfum við sáð eins snemma og
við getum, oftast í apríl hluta af vetrarrepj-
unni til sumarbeitar og hefur það gefist
mjög vel. Við reynum að byrja á þeirri beit
kringum mánaðamótin júní og júlí og för-
um hægt af stað. Reynslan sýnir að kýrnar
nýta úthagann og aðra beit miklu betur en
áður samhliða grænfóðurbeitinni. Seinni
sáningin er síðan í byrjun júní og reiknum
við með að sú spilda dugi fram í október.
Ekki þó mikið lengur en viku til tíu daga af
október. Við randbeitum vetrarrepjuna og
hluta af túnunum og þó að slíkt sé auka-
vinna skilar hún sér margfalt.
Við erum að endurrækta gömul tún og
sáum bæði byggi til þroska og erum einnig
með hafra og rýgresi sem við sláum og gef-
um síðan þegar kýrnar eru lokaðar inni. Það
kom okkur dálítið á óvart hvað þær eru dug-
legar við heyát, þó að þær hafi aðgang að
góðu beitilandi. Heyátið fer að vísu aðalega
fram á mjaltatíma og ef veður er leiðinlegt.
Jóhann Nikulásson, í Stóru - Hildisey II í
Landeyjum:
Rýgresi og brynningarker
Við höfum fyrir reglu hér á bæ að setja
kýrnar ekki út fyrr en kominn er góður hagi
fyrir þær, vallarfoxgras orðið um það bil
þverhandarhátt sem er yfirleitt um 20. maí.
Kýrnar höfum við inni á nóttinni fram undir
mánaðamót júlí og ágúst. Að hýsa kýrnar
svo lengi fram eftir sumri og fóðra þær skil-
ar meðal annars því að slæmir rigningardag-
ar hafa engin áhrif á framleiðsluna þar sem
kýrnar eru vanar að vera fóðraðar inni og
kippa sér ekkert upp við það að þurfa að
vera inni dag og dag. Með þessu móti fáum
við þær líka til að eta mun meira af heima-
ræktuðu byggi, en nærri lætur að það sé um
30% af fóðurþörf kúnna yfir árið. Kýrnar
eru fóðraðar inni með heilfóðurblöndu sem í
er vothey heimaræktað bygg og kurluð
kjarnfóðurblanda með háu póteinhlutfalli
ásamt steinefnum. Þetta gerist á meðan þær
eru hýstar á nóttinni. Þá er þeim kúm, sem
mjólka allra mest, gefið lítilsháttar af kjarn-
fóðri
Úti eru allar mjólkandi kýr hafðar í ein-
um hóp og beitt á sama beitilandið sem eru
nýlegar spildur, yngri en þriggja til fjögurra
ára, vaxnar hreinu vallarfoxgrasi. Hér á bæ
er notuð blanda af hólfa- og skiptibeit og
beitt bæði á tún og grænfóður. Beitarhólfin
eru hálfur einn hektari hvert um sig og við
erum með þrjú til fimm hólf í notkun í senn
handa 30 til 35 kúm. Grasvexti er haldið
niðri með sérstakri beitarsláttuvél ætlaðri til
að loðslá gras í hluta beitarhólfanna í upp-
hafi beitartímabils. Þá er vélin líka notuð
við að toppa beitarhólfin Það er grundvallar-
atriði í beitarstjórnun að hólfið, sem á að
fara að beita, sé hæfilega loðið, ekki of
snöggt því að þá eru kýrnar of lengi að bíta
og ef grasið er of hátt þá troða þær það nið-
ur. Ef vel er að þessu staðið þá er hægt að
beita sama beitarhólfið margsinnis yfir sum-
arið
Við sáum alltaf í einn ha af sumarrýgresi
og tvo ha af vetrarrýgresi sem eingöngu er
ætlað til beitar. Því er sáð eins snemma og
hægt er, oftast í kringum 20. apríl. Það er
áramunur hvenær hægt er að byrja að beita
sumarrýgresið en oftast er það í byrjun júlí,
vetrarrýgresið er fullsprottið nokkrum dög-
um síðar. Eftir að sprettan á rýgresinu er
komin vel af stað þá er kúnum eingöngu
beitt á það. Fóðurkáli til beitar höfum við
ekki sáð í nokkur ár, finnst rýgresi henta
mun betur við okkar aðstæður.
Hér bindum við kýrnar inni um miðjan
september því að þá eru mjólkandi kýr
orðnar mjög fáar en margar kýr hjá okkur
bera í byrjun október. Því þarf að venja þær
við það fóður sem þær eiga að fá og okkur
finnst alls ekki borga sig að halda nýborn-
um kúm að beit í þeirri rysjóttu tíð sem svo
oft vill vera á haustin
Það er eitt atriði í viðbót, sem við teljum
mjög mikilvægt, en það er aðgengi að góðu
vatni. Brynningarker með nægjanlegu
vatnsmagni, þannig að nokkrar kýr geti
drukkið í einu, þarf að vera við öll beitar-
hólf. Þá skiptir staðsetning beitarhólfanna
líka máli það er ekki gott ef kýrnar þurfa að
ganga langar leiðir til að komast á beit.
Eggert Pálsson, á Kirkjulæk I í Fljótshlíð:
Gef hey með beitinni allt sumarið
Hér á Kirkjulæk hleypum kúnum út í kring-
um 20. maí og þá miða ég við tíðarfarið eins
og hefur verið undanfarin ár. Þetta ræðast
annars af ástandi gróðurs og ég hef líka sem
reglu að daginn sem ég hleypi kúnum fyrst
út sé hvorki rigning né sterk sól. Ég gef
kúnum hey með beitinni allt sumarið. Hef
því kýrnar á húsi yfir nóttina fyrstu vikurnar
eftir að hleypt er út og á básunum fá þær
hey. Því verða áhrif fóðurbreytinga mildari
en ella.
Yfir vetrartímann gef ég nythæstu kúnum
kjarnfóður þrisvar á dag. Þegar kemur svo
fram á sumarið og útbeitina gef ég kjarn-
fóðrið aðeins tvisvar yfir daginn, það er við
morgun- og kvölmjaltir. Við beit fá allar
kýrnar aðgang að sama haga, ég skipti þeim
ekki upp í hópa með tilliti til nytar til dæm-
is. Beitinni stýri ég þannig að kýrnar eru á
sitthvoru svæðinu á daginn og nóttunni.
Næturhaginn er tíu hektara tún sem við end-
urvinnum á fimm ára fresti, tvo hektara á
ári. Yfir daginn fara kýrar á nýlegar sléttur,
en hafa jafnframt aðgang að úthaga. Þau
stykki, sem við sláum svo fyrst, eru síðan
nýtt til beitar, ég hleypi kúnnum á þau um
leið og há er sprottin. Í dagbeit skipti ég
kúnum á milli hólfa en á grænfóðurökrum
viðhef ég randbeit; tek ofurlitla sneið einu
sinni til tvisvar á dag. Ég rækta ekki græn-
fóður til vorbeitar, en rýgresi og kál nota ég
til síðsumarsbeitar. Grænfóðri sái ég fyrstu
dagana í júní og rýgresi skömmu síðar.
Hluta af káli grænfóðursins set ég svo í
rúllubagga og gef kúnum eftir að þær eru
teknar á hús á haustin, oft um október. Þá
Hvað segja bæn
B
æ
nd
ab
la
ði
ð/
Jó
n
Ei
rík
ss
on
.