Bændablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 21
21Þriðjudagur 28. febrúar 2006
tekur kálgjöfin við og oft eigum við kál-
birgðir fram undir nýár. Heygjöf er ævinlega
hluti af þessu þó að hún sé auðvitað stórum
meiri yfir veturinn en í annan tíma.
Í beitarbúskapnum og fóðurgjöf verður
annars að aka seglum eftir vindi. Á hverjum
degi koma upp úrlausnarefni sem mæta
verður og finna bestu lausnina á og þannig
er starf bóndans raunar; að geta leyst sér-
hvern vanda sem upp kann að koma þó að
lausnin blasi ekki við í fyrstu.
Guðný Helga Björnsdóttir og Jóhann
Birgir Magnússon, Bessastöðum við
Hrútafjörð:
Kjarnfóðurgjöfinni er stjórnað eftir nyt
Við erum með lausagöngufjós með löng-
um fóðurgangi og kjarnfóðurbási. Við
viðrum kýrnar um leið og orðið er þurrt
um á vorin eða seinnipart vetrar. Þá eru
þær hafðar í tæplega hektara stóru hólfi
við fjósið. Fjósið er opnað alla daga eftir
hádegi, nema sé vitlaust slagveður. Þær
hafa auðvitað enga beit af viti á þessum
tíma en hafa gott af að viðra sig. Kýrnar
eru á fullri gjöf vel framan af og heygjöfin
er minnkuð eftir því sem kýrnar sjálfar
vilja. Framan af beitartímanum er þeim
gefið hey á morgnana og svo hleypt út um
klukkutíma seinna. Stundum koma þær inn
yfir daginn til að fá sér meira hey og/eða
kjarnfóður. Kjarnfóðurgjöfinni er stjórnað
eftir nyt kúnna. Þær, sem eru í 12-15 kg
nyt, fá lítið sem ekkert kjarnfóður, fer að-
eins eftir þroska kúnna. Kýrnar eru allt
sumarið hýstar á nóttunni og gefið þá eins
mikið hey og þær vilja éta.
Geldkýr eru ekki hafðar með mjólkur-
kúnum. Þær eru hafðar á ábornum úthaga
með kálfunum og svo á óábornum háar-
stykkjum þegar líður á sumarið. Þær, sem
og fyrsta kálfs kvígur, eru teknar inn í
mjólkurkúahópinn um mánuði fyrir tal.
Mjólkurkúnum er beitt á gömul tún við
fjósið framan af sumri. Það er á stefnu-
skránni að endurrækta þessi gömlu tún til
beitar, en stykki til heyskapar hafa haft
forgang hingað til, enda bera allar kýrnar
hjá okkur fyrri part vetrar og því engin í
rífandi nyt framan af sumri.
Þegar fer að gróa er borinn hálfur tún-
skammtur á gömul tún nálægt fjósinu og
farið að randbeita þau stykki viku seinna
eða svo. Með því að randbeita ónýtist ekki
beitilandið með traðki, kúadellum og legu-
blettum eftir kýrnar. Hluta af þessum
gömlu túnum fá kýrnar ekki til beitar fyrr
en búið er að slá þau fyrir eða um miðjan
júní. Slægjan er reyndar ekki mikil þá, en
orðið það loðið að fljótlega yrði það of-
sprottið til að nýtast vel til beitar.
Við stundum mikið endurræktun á tún-
um og látum ferlið taka þrjú ár. Sáningar-
tími ræðst mikið af vorinu, en við kapp-
kostum að vera búin að sá í öll stykki fyrir
lok maí. Hvaða stykkjum er lokað fyrst
ræðst meira af jarðvegi þeirra en þeirri
notkun sem þau fara í, það er við byrjum
að vinna melatún, sem eru fljótust að
þorna. Þannig notum við rekjuna sem er
enn í þeim eftir veturinn til að hjálpa okk-
ur að mylja torfurnar og nauðsynlegt er að
koma fræi í þau áður en þau verða of þurr.
Fyrsta árið er akurinn lítið unninn, en sáð í
hann í blokkir vetrarhöfrum, vetrarrýgresi
og vetrarrepju/nepju. Undanfarin tvö ár
höfum við haft nepju í stað repjunnar og
líkar okkur mjög vel við hana. Hafrarnir
eru yfirleitt fyrstir til og því er byrjað á að
beita þá, svo þegar fyrstu kýrnar eru born-
ar um miðjan ágúst er rýgresið og nepjan
orðin tilbúin til beitar. Annað árið í endur-
ræktun setjum við yfirleitt sumarrýgresi,
sem við sláum og beitum svo á endurvöxt-
inn, stundum árar svo að við sláum líka
endurvöxtinn og beitum þriðja vöxtinn.
Stundum berum við á rýgresið eftir fyrsta
slátt. Fer svolítið eftir árferði og hvort
okkur vantar mikið beitiland eða fóður.
Þriðja árið í endurræktun setjum við fullan
skammt af hreinu vallarfoxgrasi og 50-
75% sáðskammt af vetrarhöfrum. Fyrir
miðjan ágúst sláum við svo hafrana og
rúllum. Ef við værum með mikið af síð-
bærum eða vorbærum myndum við kapp-
kosta að endurrækta beitarstykkin þannig
að hægt væri að randbeita kúnum á vallar-
foxgras og sá eins snemma og við gætum
sumarrepju og sumarhöfrum til beitar. Við
myndum örugglega líka velta fyrir okkur
vetrarrúgi og fjölæru rýgresi.
Kýrnar fá fullan kvöldskammt af ný-
ræktarheyi þegar kemur fram í ágúst og
þær farnar að bera. Kjarnfóðrið stjórnast af
nyt þeirra, óháð því hvort þær eru á beit
eða ekki. Þegar annar gróður en grænfóðr-
ið er farinn að minnka að gæðum gefum
við kúnum hey áður en þær fara út á
morgnana. Þegar farið er að síga á seinni-
hluta septembermánaðar eru kýrnar jafnvel
komnar á fulla morgun- og kvöldgjöf. Þá
er oft ekki opnað fyrir kúnum fyrr en undir
hádegi og þær fá að vera úti eins og þær
vilja fram að kvöldmjöltum. Þá fara þær
iðulega beint í grænfóðrið og bíta þar eins
og þær lístir, fara svo aðeins og bíta í eldri
túnum, koma aftur í grænfóðrið, fara inn
til að bæta á sig heyi eða kjarnfóðri og fara
svo aftur í grænfóðrið. Við leyfum þeim að
fara út á daginn eins lengi og haustið leyfir
og stefnum að því að eiga grænfóðurbeit
fyrir þær frá byrjun ágúst til loka október.
Ef hins vegar haustið er leiðinlegt og kýrn-
ar ná ekki að nýta grænfóðrið notum við
geldpening til að ljúka við það.
Sverrir Magnússon, Efri-Ási í Hjaltadal:
Beitt á öklaháa repjuna
Ef tíðin er góð hleypi ég kúnum gjarnan út
snemma í maí til að þær fái hreyfingu og
helst þá át á heyi og kjarnfóðri betra þegar
beit byrjar. Gef kúnum alltaf hey með beit-
inni til að forðast of mikil umskipti í fóðri.
Eins fá kýrnar kjarnfóður allt árið í sam-
ræmi við nyt og ég nota alltaf fremur fiski-
mjölsríka blöndu yfir beitartímann. Allar
mínar kýr hafa aðgang að sama beitilandi,
óháð nyt.
Ég byrja beitina á eins hektara akri með
rýgresi og byggi, sem er sáð snemma í maí,
og get byrjað að beita hann um fjörutíu dög-
um eftir sáningu. Ég randbeiti með léttri raf-
magnsgirðingu sem þarf að færa tvisvar á
dag. Með því að taka mátulega rönd í hvert
skipti næst ágæt nýting og árangurinn af
þessu fyrirhafnarinnar virði.
Þegar akurinn er fullbeittur eru kýrnar
settar á annað beitiland. Þá sprettur rýgresið
fljótt aftur og ég randbeiti það þá stundum
aftur en oftast fá kýrnar að valsa um það
allt. Sumarrepju sái ég í maí en helst ekki
svo snemma að hætta sé á að hún frjósi.
Hana fer ég að beita fyrri hluta júlí, þá um
50-60 dögum eftir sáningu. Er repjan þá
ökklahá, um 15 cm. Sumarrepjuakurinn er
0,7 ha og passar hann fyrir 50 kýr í um 20
daga.
Eftir að sumarrepjan klárast tekur við
beit á vetrarrepju og fóðurnæpu sem ég sái
saman.
Einnig sái ég fóðrurnæpu einni og sér og
fer að beita hana líka í ágústlok. Mér finnst
samfelld grænfóðurbeit frá því eins snemma
að vorinu og hægt er, áfram með túnbeitinni
allt sumarið og svo haustbeit eins lengi og
hægt er að setja kýrnar út, skila bestum af-
urðum af beitinni. Mín reynsla er einnig sú
að nauðsynlegt sé að bera á tún sem beita á
eftir fyrri slátt, annars verður beitin næring-
arsnauð og ólystug.
ndur um beitina?
Kúabeitin - fyrsti hluti
Söluaukning á mjólk og mjólkurvörum á innalandsmarkaði kallar á aukna
framleiðslu. Innvigtunartölur síðustu vikurnar lofa góðu um að framleiðslan nái
að fylgja söluaukningunni eftir og undirritaður leyfir sér að fullyrða að
ráðgjafarátak búnaðarsambandanna og BÍ eigi þar nokkurn hlut að máli.
Mikilvægt tímabil í mjólkurframleiðslunni er framundan, - sumarbeitin og nýting
hennar til hagkvæmrar framleiðslu. Í þessu eintaki Bbl hefjum við umfjöllun um
kúabeit, beitarskipulag, ræktun grænfóðurs og ýmsa fleiri þætti sem máli skipta. Í
næstu blöðum verða birt viðtöl við kúabændur sem náð hafa góðum árangri í
nýtingu beitar. Einnig verða birtar greinar og pistlar um málefnið.
Ráðunautanámskeið, sem fjallar eingöngu um beit verður haldið í byrjun mars.
Markmiðið er að verkja sem kostur er athygli á nýtingu beitar til
mjólkurframleiðslu.