Bændablaðið - 24.02.2006, Page 25
25Þriðjudagur 28. febrúar 2006
FRAMLEIÐNISJÓÐUR
LANDBÚNAÐARINS
AUGLÝSIR:
Framleiðnisjóður landbúnaðarins styður með styrkjum og lánum
verkefni til nýsköpunar og framleiðniaukningar í landbúnaði og við aðra
eflingu atvinnu í dreifbýli, sbr. lög nr. 89/1966.
Framleiðnisjóður leggur áherslu á að fjármagn sjóðsins verði til
viðbótar framlögum frá ábyrgðaraðilum verkefnanna, bæði eigin fjár og því
sem þeir kunna að afla frá öðrum.
Framleiðnisjóður leggur áherslu á að verkefni feli í sér nýsköpun í
landbúnaði, auki fjölbreytni hans og séu líkleg til þess að skila arði.
Með hliðsjón af þessu býður Framleiðnisjóður á árinu 2006 fram stuðning
við vel undirbúin verkefni innan efrirtalinna flokka:
a. hagnýt rannsókna- og þróunarverkefni á vegum stofnana,
búgreina og einstaklinga.
b. nýsköpun atvinnu á bújörðum, hópverkefni bænda og
fyrirtæki í dreifbýli
c. endurmenntun og þekkingarauka í landbúnaði
d.markaðsöflun fyrir afurðir landbúnaðar
Framleiðnisjóður hefur tekið við því hlutverki sem Smáverkefnasjóður
sinnti áður. Framleiðnisjóður hvetur jafnt konur sem karla til að senda
umsóknir um fýsileg verkefni til sjóðsins. Framleiðnisjóður vill stuðla að
virku samstarfi við aðrar stofnanir sem styðja þróun og nýsköpun í sveitum
landsins.
Almennar ábendingar varðandi frágang umsókna:
Mikilvægt er að í umsókn sé
• markmið verkefnis sett fram með skýrum og mælanlegum hætti,
• sýnt fram á faglega og fjárhagslega möguleika umsækjanda til þess að leysa
verkefnið af hendi,
• glögg grein gerð fyrir kostnaði við verkefnið og hvernig það skuli fjármagnað;
einkum er mikilvægt að gera grein fyrir eigin framlagi umsækjanda til
verkefnisins.
• sýnt fram á fýsileika verkefnis og áætlaðan ábata af því á fyrirsjáanlegum tíma.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins áskilur sér rétt til þess
• að meta með sjálfstæðum hætti getu umsækjenda til þess að standa undir
fyrirætlunum sínum og taka tillit til hennar við úthlutun styrkja, einkum hvað
snertir faglega kunnáttu/færni á sviðinu og fjárhagslega burði/möguleika/stöðu,
auk forgangsröðunar að teknu tillliti til ráðstöfunarfjármuna sjóðsins á hverjum
tíma;
• að meta framvindu og árangur verkefnis, sem styrkur hefur verið veittur til og
haga greiðslu hans samkvæmt niðurstöðu slíks mats. Í því sambandi er
styrkþegum skylt að veita sjóðnum þær upplýsingar sem hann telur sér
nauðsynlegar í allt að fimm ár frá lokaúthlutun.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri, 311 Borgarnes.
Sími 430-4300 / myndsími 430-4309 / netfang fl@fl.is
Mikill áhugi er fyrir byggingu
reiðhallar í Grundarfirði. Ólaf-
ur Tryggvason, formaður Hest-
eigendafélags Grundafjarðar,
sagði að Hestamannafélagið
Snæfellingur væri félag sem
tæki til alls Snæfellsness en
Hesteigendafélögin væru eins
konar hverfafélög. Þau hafi ekki
rétt til að sækja um styrk til
byggingar reiðhallar en það hef-
ur Snæfellingur. Þess vegna hef-
ur Hesteigendafélag Grundar-
fjarðar boðið Snæfellingi að
byggja reiðhöll í Grundarfirði
fyrir félagið.
Málið var tekið fyrir í bæjar-
stjórn Grundarfjarðar og lýsti bæj-
arstjórnin yfir stuðningi við bygg-
ingu reiðhallar. Ólafur bendir á að
Grundarfjörður sé miðsvæðis á
Snæfellsnesi og þar séu nú þegar
tveir menntaðir reiðkennarar. Ann-
ar er Ísólfur Þórisson, sem fékk
hæstu einkunn í reiðkennaraprófi á
Hólum í fyrra. Hann býr í Grund-
arfirði og hefur haldið þar reið-
námskeið. Hinn heitir Illugi Páls-
son.
Ólafur segir að Hesteigendafé-
lagið hafi þegar sótt til umhverfis-
nefndar Grundarfjarðar um lóð
undir reiðskemmuna. Skýrsla var
unnin í landbúnaðarráðuneytinu
um reiðskemmu á Snæfellsnesi og
í henni er bent á Grundarfjörð sem
besta kostinn. En það verður Snæ-
fellingur sem tekur endanlega
ákvörðun um staðsetningu reið-
hallarinnar.
Mikill áhugi fyrir
byggingu reiðhallar
í Grundarfirði
Til á lager á hagstæðu verði.
Joskin haugsuga 8400 L galv………………………………
Reck mykjuhræra TRY 500-T55…………………………
Reck mykjuhræra TRE-Z 5-T55………………………….
Álrampar fyrir minivélar………………………………………
Maschio tætari 235-260-285-300 cm…………………
Nardi fjórskera plógur 140-160 cm…………………….
Nardi MRAP70 einskorinn brotplógur 52x55………
GS 300 flaghefill lyftutengdur. 3 m...................
Lyftu tengdir dráttarkrókar………………………………….
Vökva yfirtengi margar gerðir………………………………
12/24V dieselolíu dælur 45/60 l/min……………………
LACOTEC kornmylla PTO 540 ca. 10 t/klst………….
Ávinnsluherfi (slóðar) 4 mt…………………………………..
Gaspardo sáðvél með áburðarskamtara 3mt……..
Tonutti hjólrakstrarvélar 2,8mt – 6mt…………………
Otma M/551 einskorinn brotplógur 58x63…………..
Michelin traktors dekk 540/65 x 30…………………….
Europower traktotrsrafstöðvar 38 kvA………………
Europower ferðarafstöðvar 1-1,7 kvA………………..
Kanadískir snjóblásarar 2,29mt…………………………..
Haugsugudælur 6150-7000-8100-10490 l/min….
Niemeyer sláttuvélar, heytætlur, rakstrarvélar……
Skotbómulyftari með þrítengibeyzli og aflúttaki…
Same traktor 135 hö. með ámoksturstækjum…..
Crosmec 2,2mt. safnkassasláttuvél…………………….
Trjáplöntustafir, bakkabelti og bakkahaldarar………
Lambhelt girðinganet og gaddavír…………………………
O
R
K
U
T
Æ
K
N
I
e
h
f.
S
ím
i:
5
8
7
6
0
6
5
.
Endurmenntunarnámskeið
Skipulag beitar fyrir mjólkurkýr og geldneyti
Ætlað ráðunautum
Umsjón: Þóroddur Sveinsson tilraunastjóri
Landbúnaðarháskóla Íslands á Möðruvöllum.
Tími: Mán. 6. mars, kl. 10:00-18:00 á Hvanneyri.
Verð: 16.600 kr.
Málmsuða – grunnnámskeið
Ætlað þeim sem hafa litla reynslu af málmsuðu.
Kennari: Jóhannes Ellertsson vélvirki og kennari
við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Tími: Þri. 7. mars, kl. 10:00-18:00 og
mið. 8. mars, kl. 9:00-17:00 á Hvanneyri.
Verð: 29.900 kr án efniskostnaðar (19.400 kr til bænda).
SÉRSTAKUR UMSÓKNARFRESTUR TIL
RANNSÓKNA- OG ÞRÓUNARVERKEFNA:
Með vísan til a-liðar stefnumörkunarinnar hér að ofan hefur stjórn
Framleiðnisjóðs ákveðið að auglýsa frest til 20. apríl 2006 til að leggja inn
styrkumsóknir til rannsókna- og þróunarverkefna. Stefnt verður að því
að ljúka afgreiðslu umsóknanna innan sex vikna frá þeim degi.
Umsóknum skal skilað til skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins,
Hvanneyri - 311 Borgarnes, á umsóknareyðublöðum sem þar fást.
Umsóknareyðublöð fást einnig á skrifstofum búnaðarsambandanna og á
heimasíðu sjóðsins, veffang: www.fl.is