Bændablaðið - 24.02.2006, Síða 29
29Þriðjudagur 28. febrúar 2006
Á fundi Sauðfjárræktarfélags
Álftaneshrepps í Borgarbyggð
var samþykkt ályktun þar sem
lýst er áhyggjum yfir að ekki
skuli nást að hreinsmala á eðli-
legum tíma á vissum svæðum í
sveitarfélaginu.
Guðrún Sigurðardóttir á Leiru-
læk er formaður Sauðfjárræktarfé-
lagsins. Hún sagði að bændur væru
orðnir of fáir og höfuðborgarbúar,
sem keypt hafa jarðir til að mynda
í Norðurárdal og Stafholtstungum,
smali ekki jarðir sínar. Einnig er
erfitt að smala fjöllin og menn of
fáir við smölun. Fyrir bragðið eru
kindur að tínast til byggða fram
eftir öllu hausti. Hún segir að hún
hitti varla mann án þess að farið sé
að tala um að svo og svo margar
kindur hafi fundist á dögunum og
hve margra sé saknað.
Sauðfjárræktarfélagið sendi
þessa ályktun sína til bæjarráðs
Borgarbyggðar sem fjallaði um
hana nýlega. Páll S. Brynjarsson
bæjarstjóri sagði að í erindinu hafi
einnig verið óskað eftir því að
gerður yrði samningur milli Borg-
arbyggðar og Dalabyggðar um
samstarf við smölun. Bæjarráð vís-
aði málinu til fjallskilanefndar
Mýrasýslu og verður þetta eitt af
síðustu málum sem hún fær til um-
fjöllunar áður en stóra sameiningin
á Vesturlandi tekur gildi í vor.
Borgarbyggð
Ekki næst að hreinsmala á
eðlilegum tíma á vissum svæðum
Aðalfundir
búnaðar-
sambanda
Búnaðarsamband
Suðurlands
Aðalfundur Búnaðarsam-
bands Suðurlands verður hald-
inn í Félagsheimilinu á Flúðum
föstudaginn 21. apríl næstkom-
andi og hefst kl. 11.00
Aðalfundur
Búnaðarsambands
Eyjafjarðar
Aðalfundur Búnaðarsam-
bands Eyjafjarðar verður hald-
inn þriðjudaginn 11. apríl næst-
komandi. Tillögur sem leggja á
fyrir aðalfund skal skilað til
stjórnar í síðasta lagi 31. mars.
Í fréttabréfi BSE er auglýst
er eftir tilnefningum til Hvatn-
ingarverðlauna BSE árið 2005,
en BSE veitir árlega viðurkenn-
ingu fyrir sérstakt framtak í
landbúnaði og/eða úrvinnslu
landbúnaðarafurða. Viðurkenn-
ingin getur verið fyrir vel unnin
störf, athyglisverða nýjung eða
einstakan árangur. Viðurkenn-
inguna geta einstaklingar, félög
og stofnanir hlotið. Tilnefning-
um skal komið til fram-
kvæmdastjóra.
Aðalfundur BSSÞ
Aðalfundur BSSÞ verður
haldinn að Stöng í Mývatns-
sveit laugardaginn 22. apríl og
hefst kl. 10.00.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðal-
fundarstörf. 2. Breyting á lög-
um búnaðarsambandsins. Til-
laga að breytingu verður send
aðildarfélögunum. 3. Sam-
kvæmt ákvörðun stjórnar BSSÞ
á fundi hinn 19. janúar sl. fer
fram á aðalfundinum kjör
tveggja aðalmanna og tveggja
varamanna til setu á Búnaðar-
þingi næstu þrjú ár, nema að
fram komi krafa um almenna
kosningu frá að lágmarki 10%
atkvæðabærra félagsmanna
ekki síðar en 6 vikum fyrir að-
alfund.
Búnaðarsamband
Austurlands
Aðalfundur Búnaðarsam-
bands Austurlands verður hald-
inn laugardaginn 22. apríl.
Fundarstaður hefur ekki verið
ákveðinn en gert ráð fyrir að
Reyðarfjörður verði fyrir val-
inu. Dagskrá verður auglýst
síðar.
Búnaðarsamband
Skagafjarðar
Aðalfundur Búnaðarsam-
bands Skagafjarðar verður
haldinn mánudaginn 24. apríl.
Fundarstaður hefur ekki verið
ákveðin en hann og dagskrá
fundarins verður auglýst þegar
nær dregur.