Bændablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 32
Ár: 1983 Afkvæmarannsókn nr: 85 Stóðhestur: Máni 949 frá Ketilstöðum Vallahreppur. Suður-Múlasýslu. Brúnstjörnóttur f. 1975 Jóni Bergssyni. F Ófeigur 818 Hvanneyri M Fála 3897 Ketil- stöðum Mf Glói 582 Ketilsstöðum Mm Ljóska 3351 Ketilsstöðum (alsystkini) Kynbótadómur: L.M. á Vindheimamelum 1982 7,95-8,08-8,02 og 1.verðlaun. Eigandi: Jón Bergsson bóndi Ketilsstöð- um Tamningar: frá 14. mars til 12. maí þ.e. 8 vikur eða 56 daga á hross. Á Tamningastöð hmf. Freyfaxa við Iða- velli. Afkvæmi í tamningu: Kolfreyja, Venus, Heiður, Tígull, Flaumur, Hugmynd, Synd, Klakkur, Orka, Frami, öll fædd á Ketils- stöðum. (Tveir árgangar) fimm trippi eru rauð, þrjú brún og tvö jörp. Fóðrun og umgengni: fóðrun góð og járn- klæddur skúrinn dugar ágætlega. Tamningamenn: Bergur Jónsson og Bjarni Hagen. Úttekt: 12. maí 1983. Framlag B.Í. 21.600,- kr. Matsmenn: Þorkell Bjarnason, Ingimar Sveinsson, Þórhallur Hauksson. Umsögn: Afkvæmi Mána 949 eru ágæt- lega stór og traustleg, gerðarleg á höfuð, augað glatt sem þó ber festu og rósemi svipsins, hálsinn er langur, þunnur og allvel reistur við háar herðar. Frambygging er djúp en góð, lengd bols léttir og jafnar sam- ræmið. Bak er hart, einkum spjaldið og síð- ur eru full flatar, lendin brött, jöfn og sterk, áslaga, þó ekki löng. Fætur þurrir, sterkir og sinaskil prýðileg, þau flétta l.h. á fram- fótum og kjúkusnúin aftan. Hófar eru sterk- ir og fremur djúpir, hárafar slétt. Trippin tömdust vel. Þau voru þjál og góð við að fást en þrátt fyrir það mikil skaphross og varlegra að fara ekki fram úr þeim. Vilji þeirra glaðnaði fljótt. Trippin eru fjölhæf í gangi og brokka heldur vel. Þau eru takthrein á tölti og skeið sýnist femur efnilegt. Fótaburður þeirra eflist við meiri tamningu og fara bærilega í reið. Samantekið: Myndarleg, faxprúð, háar herðar, bak allstíft, sterkir fætur, viljug, gangur fjölhæfur, temjast vel. Mána 949 má telja með álitlegri kyn- bótahestum. Eftirmáli. Mána 949 ætti helst lýsa sem beggja handa járni í kynbótastarfi. Hann var ættblandaður, sterkur til beggja átta ís- lenskrar hrossaflóru , sem greinilega hefur þróast nokkuð sitt í hvora áttina á þeim rúmum 200 árum frá því hrossin voru fæst eftir Móðuharðindin. Faðir Mána var sá þekkti reiðhestafaðir Ófeigur 818 frá Hvanneyri, sem var hreinn Hornfirðingur í föðurætt, sonur Hrafns 583 frá Árnanesi. Móðir Ófeigs var gæðingurinn Skeifa 2799 fædd í Kirkjubæ. Þar í hópi voru m.a. fín- gerðar hryssur allt í ættir fram frá Svaða- stöðum. Skeifa var svo dóttir Ljúfs 353 frá Hjaltabakka. Skeifa varð stofnmóðir að gæðingaræktun hjónanna á Báreksstöðum, Sigurborgar og Ólafs og landsþekktur gæð- ingur, margverðlaunuð vekurðarhvellhetta. Hrafn 583 frá Árnanesi var að byggingu andstæða Kirkjubæjarhrossanna, heldur grófgerður en öflugur þjarkur, viljugur, töltgengur en skeiðlaus. Afkvæmi Hrafns reyndust líka á þennan veg. Hann endaði ævi sína hjá Þorleifi í Hólum í Hornafirði og var frjór og fílhraustur fram um þrítugt. En sonurinn Ófeigur 818 var alhliða gæð- ingur, hreingengur töltari, vekringur, harð- ur viljahestur. Hann þykir samt hafa gefið misjöfn reiðhross þó öll hafi verið gang- góð. Sveigja í lund og þjál viðkoma Kirkju- bæjarlínunnar settu lítið mark á afkvæmi Ófeigs og ekki skörtuðu þau svo mjög flugavekurð Skeifu gömlu hennar Sigur- borgar. Viljaharkan kom að austan með Hrafni. Í móðurætt var Máni sonur lipurrar góðhryssu, Fálu 3897 á Ketilsstöðum sem var fríð og afar faxprúð, sótrauð, glófext, töltgeng klárhryssa en ekki skörungur. Tamning Fálu og ætterni Langar mig að segja nánar frá fyrstu tamn- ingu hennar. Á fjórða vetri var tekið undan henni folald og það má gefa sér að Fála, fylsugan, miðað við þeirrar tíðar trippaupp- eldi í hrossafansi, mundi trauðla vera orðin mjög öflug. Þó byrjaði Fála glæsilega, var viljug og hágeng, minnti svo sannarlega á tvöfaldan afann, Voðmúlastaða-Lýsing. En er á kynbótasýningu kom þetta sumar hafði hún sparkað vígasveiflu fótaburðarins út í bláinn, hvernig sem á því stóð. Hún kom ekki til baka, svo um munaði. Um ættir Fálu má segja að hún hafi að litlu leyti ver- ið af gamla Ketilsstaðakyni, því hún var skyldleikaræktuð út af Lýsingi 409, for- eldrar voru alsystkini (Glói 587 og Ljóska 3351) og afkvæmi Ljónslappar 1817 á Ket- ilsstöðum. Móðir Ljónslappar var svo Fála 1286 (bleik), sem að öllum líkindum var frá Úlfsstöðum í Blönduhlíð en faðirinn Blesi á Ketilsstöðum, sem var fyrsti reiðhestur Jóns bónda Bergssonar. Blesi var undan Hafrafells-Brún sem var sonarsonur Sörla 71 frá Svaðastöðum. Var Ljónslöpp síðasta hrossið sem Hallgrímur Þórarinsson bóndi á Ketilsstöðum hafði tamið en sá heiðurs- maður var langafi Bergs á Ketilsstöðum. Á F.M. í Hornafirði ´84 var Máni afkvæmasýndur og hlaut 1. verðlaun. Trippin sex talsins voru úr tveimur árgöngum, þá fimm og sex vetra og öll fædd á Ketilsstöðum. Þau komu vel út þó ung væru, viljug og fjölhæf í gangi, happadrættir reiðhestum. Bergur á Ketilsstöðum telur að lýsing afkvæma Mána í dómsorðum á F.M það er „þægð og lundgæði og hve vel þau temj- ist“ hafi gjörbreytt viðhorfi manna til hans. Þá fóru menn að velta vöngum fyrir alvöru um verðmæti hestsins svo stjórn Hrs. Suðurlands keypti, en notaði aðeins í fáein ár. Máni var síðar leigður eitt sumar að Ketilsstöðum en endaði að lokum á heimavelli. Þar lifði hann síðan í 3-4 ár, sáralítið notaður vegna skyldleika og felldur í nóv. 1999. Máni átti ekki skap með sunnlenskum hryssum Eftir að Máni fór suður „vildi ég í fram- haldinu heldur vera í einhverju blíðara“, sagði Bergur við mig um daginn. Ekki er vafi á að Máni kom vel út í afkvæmasýn- ingu þar sem hrossin voru öll þetta ung og að auki öll frá sama bænum. Bergur hefur fundið rétta lagið við tamningar og gætt þess að hroka þeim ekki of stíft áfram. Annað hljóð kom í skrokkinn á Suður- landi er farið var að temja Mánatrippin. Þar ber á óþægð og hrekkjum þó önnur reyndust betur. Margir urðu sára óánægðir með þessa niðurstöðu og litu ekki frekar við klárnum. Svigurmæli um Mána komu illa við undirritaðan, sem átti á öðru von. Skýring Bergs á því hvernig Máni nýttist merakyni Sunnlendinga er sú að þar hafi skapbrestir og hrekkir búið undir og ekki þolað skaphörkuna í Mána. Nefnir hann Silfurtopp frá Reykjadal máli sínu til stuðnings. Viðurkennir samt fúslega um Mánabörnin: „mikið skap og það var höf- uðskilyrði í tamningunni að hafa trippin með sér, ef ekki, var fjandinn laus“. Ekki telur skrifari þetta sanngjarna skýringu á sunnlensku hrossunum, Silfurtoppur var langt því frá svo víða í hrossum á Suður- landi og útþynntist fljótt. Afkomendur Silfurtopps voru mörg skaphross og ekki aldæla en fá hrekkjótt. Þetta er eins og gengur, vítt um land, stóðhestur fellur ekki að hverri ættmóður, hentar ekki. Jón Vilmundarson f.v. formaður Hr. Suðurlands segir: „Já, Máni féll fljótt í ónáð hér, afkvæmin höfðu bein í nefinu, of mörg hrekkjótt en hörkuviljug og dugn- aður að sama skapi. Þeir sem hömdust urðu margir vinsælir langferðahestar, mjúkir, rúmir. Ég skil ekki aðdróttanir að hrekkjakynið hér syðra og hef aldrei heyrt að Hreppamenn hafi átt í vandræðum í fjallferðum á Silfurtopps-hrossunum“. Máni hefur reynst frábær er örlítið dró honum fjær, eins og sannast á Röðli frá Kálfholti, dóttursyni og fjölmörgum gæð- ingum undan Mánadótturinni, Glóð frá Möðruvöllum. Fyrir austan báru Muni og Hugmynd höfuð og herðar yfir önnur hross. Í nefndri hrossaætt er tíður gæðings- bragur og góð fótlyfta, sem minnir á tilþrif gamla Lýsings. Jóni heitnum á Vatnsleysu tókst með ágætum að virkja háan fótaburð í hrossastofn sinn, höfuðeinkenni Lýsings 409. Markviss var hans stefna, geigaði hvergi. Vatnsleysuhrossin í dag sanna þetta. Í W-Feng eru skráð 407 afkvæmi undan Mána og hafa 7 hlotið 1. verðlaun í kynbótadómi. Þ.B. 32 Þriðjudagur 28. febrúar 2006 Á Hvanneyri er félagsskapur sem hefur það að markmiði að efla og auka áhuga á íslenskri sauðfjár- rækt sem og að koma af stað um- ræðu um framtíðarsýn og mögu- leika greinarinnar. Árlega kaupir félagið hrút en núverandi hrútur félagsins, Hreðjar III., kemur frá tilraunabúinu á Hesti og er hrút- inn notaður til kynbóta á Syðstu- Fossum í Andakíl. Nýverið fór félagið í ferð um Húnavatns- og Dalasýslu. Fyrsti viðkomustaður var Urriðaá í Mið- firði. Þar er framúrskarandi ræktun en búið er þriðja hæst á landsvísu í mati fyrir gerð. Þá varið haldið að Þóroddsstöðum í Hrútafirði. Þar er einnig góð ræktun og tvisvar hefur farið fram afkvæmarannsókn vegna sæðingastöðvanna. Þriðji viðkomu- staðurinn var Hrútatunga, þar sagði Gunnar Sæmundsson okkur frá bú- skapnum. Einnig var rætt þó nokk- uð um næsta sauðfjársamning en Gunnar er einn þeirra sem sitja í samninganefndinni. Þá var haldið að Lambeyrum í Laxárdal en búið þar er leiðandi í tækniþróun varð- andi sauðfjárrækt á landinu. Að end- ingu var síðan áð í Ásgarði í Hvammssveit og litið í fjárhúsin þar. Sauðfjárræktarferð Hrútavinafélagsins Hreðjars! Gunnar og Matthildur á Þórodds- stöðum ræða málin við tvo ferða- félaga. F.v.: Steingrímur Þ. Einars- son, Matthildur Hjálmarsdóttir, Gunnar Þórarinsson og Daði Lange Friðriksson. Einn ferðalanganna prufaði klauf- snyrtibásinn á Lambeyrum. Að hans sögn var það ekkert sérstök tilfinning. Gunnar í Hrútatungu bendir fólki á hvar eldurinn náði að skemma og hvað slapp í eldsvoðanum sem varð í nóvember 2004 í Hrúta- tungu. Gengnir gæðingar Þorkell Bjarnason, fyrrv. hrossaræktarráðunautur Hæð á herðar Meðaltal einkunna Fjöldi Meðalaldur Bandmál Stangarmál Bygging Hæfileikar Aðaleinkunn 10 4,5 ár 142,8 134,4 7,61 7,34 7,48 Jón Bergsson á Ketilsstöðum ásamt Mána.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.