Bændablaðið - 24.02.2006, Qupperneq 35
35Þriðjudagur 28. febrúar 2006
Umhverfisráðuneytið hefur
ákveðið að leggja fram, í ár og
næstu tvö árin, aukið fjármagn
til eyðingar minks á þremur sér-
staklega völdum svæðum. Ráðu-
neytið skilyrðir fjárveitinguna
því að mynduð verði stór veiði-
svæði sem hafi samvinnu um
verkefnið.
Jón Jónsson, formaður atvinnu-
málanefndar Eyjafjarðar, sagði í
samtali við Bændablaðið að verið
sé að vinna að því að sveitarfélög-
in á svæðinu frá Tröllaskaga að
Jökulsá á Fjöllum taki upp sam-
vinnu um veiðihætti og fleira varð-
andi þetta verkefni. Þannig væri
hægt að fá aukafjárveitingu til
verksins.
Mjög mikið er af mink í Eyja-
fjarðarsveit og þá einkum með-
fram Eyjafjarðará. Jón sagði að
minkurinn fari illa með fuglalífið á
svæðinu og bleikjuna í ánni. Tugir
minka eru veiddir árlega í Eyja-
fjarðarsveit, bæði í gildrur og eins
eru notaðir minkahundar.
Bjarni Kristinsson, bóndi á Rif-
kelsstöðum, hefur séð um minka-
veiðina í Eyjafjarðarsveit. Hann
segist hafa náð um 60 minkum á
síðasta ári en nokkuð erfitt sé að
fást við veiðarnar vegna þess að
mýrarnar eru illfærar. Meðfram
ánni sé hins vegar betra að athafna
sig og þar er töluvert um mink.
Gildrur og hundar
Hann segist nota bæði gildrur og
hunda við veiðarnar. Á vorin segist
hann fara í sérstaka leit með hund-
ana og leggja gildrur. Svo segist
hann fara aftur á haustin, þegar
hvolparnir eru komnir á stjá.
Hann segir að það þurfi að
leggja mun fleiri gildrur en hann er
með en þar sem hann hefur bara
ákveðna upphæð til að spila úr get-
ur hann ekki fjölgað gildrunum.
„Það er mjög erfitt að nota gildrur
á haustin því þær virka ekki þegar
komið er frost og snjór. Sömuleið-
is er hætta á að tapa þeim sem
lagðar eru við ána því vatnsborð
hennar er svo misjafnt. Þess vegna
nota ég mikið hunda við veiðarn-
ar,“ segir Bjarni.
Aukið fjármagn til
eyðingar á mink
Hér má sjá veiðimenn við Eyjafjarðará - og annar þeirra er búinn að setja í
fisk sem spriklar í ánni. Bjarni á Rifkelsstöðum segir talsvert af mink
meðfram Eyjafjarðará.
Kaupfélag Króksfjarðar
óskar eftir tilboðum í
fjárflutninga fyrir
haustið 2006
Fjárbíllinn þarf að geta flutt a.m.k. 250 fjár og hann
þarf að standast reglugerðir landbúnaðarstofnunar.
Til greina kemur leigja bíla án bílstjóra.
Tilboð sendist til:
Kaupfélags Króksfjarðar
380 Króksfjarðarnes
Eða hafið samband við Magnús í síma 434-7702/899-2938