Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 23
23Þriðjudagur 12. desember 2006 Árlegur jólaþemadagur var haldinn í Grunnskóla Mýrdals- hrepps nú fyrir skömmu og var margt um manninn og heilmikil jólastemning. Sú hefð hefur skap- ast í skólanum að starfsfólk hans undirbýr vinnu á fjölbreyttum verkstæðum og nemendur bjóða foreldrum og systkinum, öfum og ömmum með sér í skólann, en í raun eru allir velkomnir til að taka sameiginlega þátt í und- irbúningi jólanna. Öllum þykir notalegt að eiga góða samveru- stund skömmu fyrir jól, sitja saman í rólegheitum og vinna að ýmsum verkefnum sem tengjast jólunum. Fyrir skólanum vakir, að sögn Kolbrúnar Hjörleifsdótt- ur skólastjóra, að stuðla að nánu samstarfi við fjölskyldurnar og skapa vettvang til að fólk á öll- um aldri geti komið saman til að njóta uppbyggilegrar samveru. Skólanum var breytt í svonefnd- an Grýluhelli á meðan á þemadeg- inum stóð og honum var skipt upp í ýmsar stöðvar. Þannig var verið að grúska og bralla eitthvað skemmti- legt í hverju horni. Laufabrauðs- bakstur stóð yfir við hlóðirnar og þar höfðu þeir góðu sveinar, Potta- skefill og Þvörusleikir, verkstjórn með höndum og fórst vel úr hendi. Þá var boðið upp á að útbúa eigin jólakort og saumakonur Grýlu voru í óðaönn að föndra úr filti en Gilja- gaur bauð upp á leiðsögn í vinnu með trjábúta, hvernig hægt er að hagnýta þessa afurð skógarins til jólaskreytinga. Völustakkur og Bóla voru ekki langt undan, en þau buðu upp á ýmsar stærðir og gerð- ir af steintröllum sem skreytt voru á fjölbreyttan hátt. Þrautahringur var settur upp niðri við læk og þar voru það bræðurnir Hurðaskellir og Stekkjastaur sem sýndu hvað í þeim býr, en á dekurstofu Grýlu var norrænt þema, ívafið sænskt og færeyskt, og þar gátu þátttak- endur slakað á og hlýtt á upplestur eða tónlist. Tinna Elíasdóttir, Guðmundur Elíasson, Björk Smáradóttir og Vilborg Smáradóttir niðursokkin í vinnu sína. Það er Svanhvít Sveinsdóttir sem aðstoðar börnin við laufabrauðsgerðina. „Við vissum auðvitað ekkert hvernig viðtökurnar yrðu og vor- um því hálfhissa á því að við höfð- um bara ekki undan, ísinn rann út eins og heitar lummur,“ segir Guðrún Egilsdóttir í Holtsseli, en hún og eiginmaður hennar, Guð- mundur J. Guðmundsson, tóku í notkun ísgerðarvél heima á búi sínum á liðnu sumri. Þau hafa tekið þátt í verkefninu „Beint frá býli“ sem hrundið var af stað vor- ið 2005 en í því er lögð áhersla á að fullunnar afurðir verði á boð- stólum heima á búunum án allra milliliða. Í allt sumar og fram á haust var allt á fullu í ísgerðinni en auk þeirra hjóna starfaði dóttir þeirra, Anna Mjöll, við ísgerðina og líka frænka hennar. „Við áttum dálítinn lager í haust en hann er horfinn, þetta rýk- ur út,“ segir Guðrún. Þau hófu end- urbætur á húsnæðinu þegar liðið var á haustið en hefjast svo handa af krafti nú fyrir jólin. „Við ætlum að prófa að bjóða upp á jólabúðing auk íssins,“ segir Guðrún. Hægt er að velja milli 400 uppskrifta við ísgerðina og allar hugsanlegar bragðtegundir. Ein þeirra sem þau voru að prófa nú nýlega var epla- og kanilís með rúsínum. „Það er jólalegur ís og alveg ágætur.“ Ísinn er eingöngu búinn til úr mjólk og rjóma og í honum eru engin aukaefn. „Engin E-efni og svoleiðis drasl, svo hann er eins náttúrulegur og hægt er að hugsa sér,“ bætir hún við. Það virðist falla í kramið hjá landanum. „Það er allir brjálaðir í þetta,“ segir Guð- rún. Áður en þau hófust handa hafði þeim verið bent á að líklega þyrftu þau að verja um tíu milljón- um króna í auglýsingar, „en höfum ekki eytt einni einustu krónu,“ seg- ir hún. Varan selur sig sjálf og mik- ið var um það í sumar að fólk kom heim á bæ til að kaupa ísinn og auk þess er Holtsel orðið vinsæll við- komustaður íbúa á Akureyri; þang- að streymir fólk í óvissuferðum vinnustaða, félagasamtök leggja þangað leið sína og þannig mætti lengi telja. Þau hafa því tekið á móti fjölda fólks sem fengið hefur að smakka og svo vel líkar varan að Holtsselshnossið, eins og vöru- merkið þeirra nefnist, rennur út. Nóatún hefur pantað 500 lítra fyrir jólin og þeir verða seldir í sérstöku sælkerahorni í Smáralind, en Holtsselsísinn er markaðssettur sem gæðavara. „Við höfum í raun ekki undan, við erum auðvitað að reka hérna kúabú, erum með 60 mjólkandi kýr. Ég hugsa að þetta gæti orðið ágætt ef að þessu stæðu tvær fjölskyld- ur,“ segir Guðrún en nú í vetur eru tvær sænskar stúlkur á bænum til aðstoðar og hafa þær verið liðtækar í ísframleiðslunni milli mjalta. Þær sökktu sér ofan í vinnu sína, þær Guðlaug Lilja Sævarsdóttir og Krist- ín Erla Benediktsdóttir. Holtsselsísinn þykir mikið hnossgæti, hér setur Guðmundur ís í pakkn- ingu. Jólastemning í Grunnskóla Mýrdalshrepps Njóta uppbyggilegrar samveru Holtsselshnossið rennur út eins og heitar lummur! Það eru allir brjálaðir í þetta Tvær sænskar stúlkur vinna á Holtsseli í vetur, þær Sofie og Malin sem hér eru með þeim hjónum, Guðrúnu og Guðmundi. Hjónin í Holtsseli, Guðrún Egilsdóttir og Guðmundur J. Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.