Bændablaðið - 12.12.2006, Qupperneq 23

Bændablaðið - 12.12.2006, Qupperneq 23
23Þriðjudagur 12. desember 2006 Árlegur jólaþemadagur var haldinn í Grunnskóla Mýrdals- hrepps nú fyrir skömmu og var margt um manninn og heilmikil jólastemning. Sú hefð hefur skap- ast í skólanum að starfsfólk hans undirbýr vinnu á fjölbreyttum verkstæðum og nemendur bjóða foreldrum og systkinum, öfum og ömmum með sér í skólann, en í raun eru allir velkomnir til að taka sameiginlega þátt í und- irbúningi jólanna. Öllum þykir notalegt að eiga góða samveru- stund skömmu fyrir jól, sitja saman í rólegheitum og vinna að ýmsum verkefnum sem tengjast jólunum. Fyrir skólanum vakir, að sögn Kolbrúnar Hjörleifsdótt- ur skólastjóra, að stuðla að nánu samstarfi við fjölskyldurnar og skapa vettvang til að fólk á öll- um aldri geti komið saman til að njóta uppbyggilegrar samveru. Skólanum var breytt í svonefnd- an Grýluhelli á meðan á þemadeg- inum stóð og honum var skipt upp í ýmsar stöðvar. Þannig var verið að grúska og bralla eitthvað skemmti- legt í hverju horni. Laufabrauðs- bakstur stóð yfir við hlóðirnar og þar höfðu þeir góðu sveinar, Potta- skefill og Þvörusleikir, verkstjórn með höndum og fórst vel úr hendi. Þá var boðið upp á að útbúa eigin jólakort og saumakonur Grýlu voru í óðaönn að föndra úr filti en Gilja- gaur bauð upp á leiðsögn í vinnu með trjábúta, hvernig hægt er að hagnýta þessa afurð skógarins til jólaskreytinga. Völustakkur og Bóla voru ekki langt undan, en þau buðu upp á ýmsar stærðir og gerð- ir af steintröllum sem skreytt voru á fjölbreyttan hátt. Þrautahringur var settur upp niðri við læk og þar voru það bræðurnir Hurðaskellir og Stekkjastaur sem sýndu hvað í þeim býr, en á dekurstofu Grýlu var norrænt þema, ívafið sænskt og færeyskt, og þar gátu þátttak- endur slakað á og hlýtt á upplestur eða tónlist. Tinna Elíasdóttir, Guðmundur Elíasson, Björk Smáradóttir og Vilborg Smáradóttir niðursokkin í vinnu sína. Það er Svanhvít Sveinsdóttir sem aðstoðar börnin við laufabrauðsgerðina. „Við vissum auðvitað ekkert hvernig viðtökurnar yrðu og vor- um því hálfhissa á því að við höfð- um bara ekki undan, ísinn rann út eins og heitar lummur,“ segir Guðrún Egilsdóttir í Holtsseli, en hún og eiginmaður hennar, Guð- mundur J. Guðmundsson, tóku í notkun ísgerðarvél heima á búi sínum á liðnu sumri. Þau hafa tekið þátt í verkefninu „Beint frá býli“ sem hrundið var af stað vor- ið 2005 en í því er lögð áhersla á að fullunnar afurðir verði á boð- stólum heima á búunum án allra milliliða. Í allt sumar og fram á haust var allt á fullu í ísgerðinni en auk þeirra hjóna starfaði dóttir þeirra, Anna Mjöll, við ísgerðina og líka frænka hennar. „Við áttum dálítinn lager í haust en hann er horfinn, þetta rýk- ur út,“ segir Guðrún. Þau hófu end- urbætur á húsnæðinu þegar liðið var á haustið en hefjast svo handa af krafti nú fyrir jólin. „Við ætlum að prófa að bjóða upp á jólabúðing auk íssins,“ segir Guðrún. Hægt er að velja milli 400 uppskrifta við ísgerðina og allar hugsanlegar bragðtegundir. Ein þeirra sem þau voru að prófa nú nýlega var epla- og kanilís með rúsínum. „Það er jólalegur ís og alveg ágætur.“ Ísinn er eingöngu búinn til úr mjólk og rjóma og í honum eru engin aukaefn. „Engin E-efni og svoleiðis drasl, svo hann er eins náttúrulegur og hægt er að hugsa sér,“ bætir hún við. Það virðist falla í kramið hjá landanum. „Það er allir brjálaðir í þetta,“ segir Guð- rún. Áður en þau hófust handa hafði þeim verið bent á að líklega þyrftu þau að verja um tíu milljón- um króna í auglýsingar, „en höfum ekki eytt einni einustu krónu,“ seg- ir hún. Varan selur sig sjálf og mik- ið var um það í sumar að fólk kom heim á bæ til að kaupa ísinn og auk þess er Holtsel orðið vinsæll við- komustaður íbúa á Akureyri; þang- að streymir fólk í óvissuferðum vinnustaða, félagasamtök leggja þangað leið sína og þannig mætti lengi telja. Þau hafa því tekið á móti fjölda fólks sem fengið hefur að smakka og svo vel líkar varan að Holtsselshnossið, eins og vöru- merkið þeirra nefnist, rennur út. Nóatún hefur pantað 500 lítra fyrir jólin og þeir verða seldir í sérstöku sælkerahorni í Smáralind, en Holtsselsísinn er markaðssettur sem gæðavara. „Við höfum í raun ekki undan, við erum auðvitað að reka hérna kúabú, erum með 60 mjólkandi kýr. Ég hugsa að þetta gæti orðið ágætt ef að þessu stæðu tvær fjölskyld- ur,“ segir Guðrún en nú í vetur eru tvær sænskar stúlkur á bænum til aðstoðar og hafa þær verið liðtækar í ísframleiðslunni milli mjalta. Þær sökktu sér ofan í vinnu sína, þær Guðlaug Lilja Sævarsdóttir og Krist- ín Erla Benediktsdóttir. Holtsselsísinn þykir mikið hnossgæti, hér setur Guðmundur ís í pakkn- ingu. Jólastemning í Grunnskóla Mýrdalshrepps Njóta uppbyggilegrar samveru Holtsselshnossið rennur út eins og heitar lummur! Það eru allir brjálaðir í þetta Tvær sænskar stúlkur vinna á Holtsseli í vetur, þær Sofie og Malin sem hér eru með þeim hjónum, Guðrúnu og Guðmundi. Hjónin í Holtsseli, Guðrún Egilsdóttir og Guðmundur J. Guðmundsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.