Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 20072 Fréttir Landgræðslufélag Biskupstungna fékk hæsta styrk sem úthlutað var úr Pokasjóði verslunarinnar í ár, 7,5 milljónir króna. Að sjóðnum standa um 160 verslanir um land allt en árleg upphæð úthlutunar úr Pokasjóði er um 100 milljónir króna. Landgræðslufélag Biskups- tungna var stofnað 1994 af áhugamönnum um landgræðslu í Biskupstungum. Unnið hefur verið að ýmsum landbótaverkefn- um á starfssvæði þess frá stofnun félagsins. Eitt af meginverkefnum fé- lagsins hefur verið að stöðva upp- blástur úr rofabörðum á Biskups- tungnaafrétti, með því að blása heyi í þau með rúllutætara og hefur náðst verulegur árangur af þeim aðgerðum. Þau svæði, sem mest hefur verið unnið á, eru fyrir innan Hvítárvatn á Kili, nánar til- tekið við Svartá og á Tjarnheiði við Hvítárnes. Búið er að blása heyi í rofabörð á um 8 km belti á þessu svæði. Í ár verður farið í ný verkefni á Haukadalsheiði auk þeirra verkefna sem unnið hefur verið að á undanförnum árum. Mikil kunnátta og verkþjálfun hefur byggst upp hjá heimamönn- um á undanförnum árum við land- bætur sem mun án efa nýtast vel við verkefni framtíðarinnar. Pokasjóður styrkir land- græðslustarf í Biskupstungum Landgræðslufélag Biskupstungna hefur unnið ötullega að því að stöðva uppblástur úr rofabörðum með því að blása heyi í þau með rúllutætara. Ljósm. Jón Ragnar Björnsson Áhugi hefur vaknað aftur á plógræsagerð eftir að nýlega var grafið niður á 40 ára gömul plógræsi á Hvanneyri sem reynd- ust í fullkomnu lagi. Í riti Árna Snæbjörnssonar, ráðunautar hjá BÍ, sem ritað var árið 1987, segir um plógræsi að þau henti ein- göngu í seigum mýrarjarðvegi. Þar segir orðrétt um plógræsi: ,,Þau eru þannig gerð að í stað þess að þrýsta jarðveginum til hlið- ar eins og kílplógurinn gerir, þá er plægður strengur neðanjarðar sem lagður er til hliðar og eftir stendur fer- strend rás, sem heldur vel lögun sinni í seigum jarðvegi. Ræsi þessi þurrka mjög vel ef þau falla ekki saman og endast jafnvel í áratugi ef vel tekst til. Eftir plógræslu verður yfirborð landsins ójafnt, svo að endurvinnsla er nauðsynleg ef um tún er að ræða. Þar sem ræsin koma út í skurði eða annað affall, þarf að setja plaströr (ógatað) í enda þeirra. Nokkrar gerð- ir af plógum til plógræslu hafa verið í notkun hér á landi. Upphafið Upphaf plógræslu hérlendis er, að árið 1962 hafði Vélasjóður rík- isins forgöngu um að inn var fluttur finnskur lokræsaplógur sem varð fyrirmynd flestra gerða sem síðar komu fram. Finnski plógurinn var mikið notaður á árunum eftir 1962 og fram undir 1970. Hann ristir jarð- veginn með eggjárni sem hefur tvo plóga á endanum. Stærri plógurinn lyftir jarðveginum upp, en minni plógurinn sker streng og leggur til hliðar undir þann stærri …“ Helstu plógarnir Síðan eru nefndir helstu plógarn- ir eins og Ólsens-plógur sem sker streng (20-30 cm) og lyftir, en undir er minni plógur sem plæg- ir streng og leggur til hliðar undir strenginn sem lyft er. Eggerts-plógur. Sá plógur var allmikið notaður á árunum 1960- 1970 en aðrar gerðir hafa leyst hann af hólmi. Sleitustaðaplógurinn kom fram 1957 en hann var smíðaður á Sleitustöðum í Skagafirði. Hann var fasttengdur við jarðýtu en lyfta mátti honum með vökvaafli. Hann var notaður til ársins 1974. Plógur Pálma Jónssonar hefur verið talsvert notaður á seinni árum. Allir plógarnir sem nefndir hafa verið eru dregnir af jarðýtu. Finnski plógurinn, plógur Pálma Jónssonar og Ólsens-plógurinn eru laustengdir. Einn plóg enn má nefna en hann er kenndur við Ræktunarsamband Mýramanna og var notaður á níunda áratugnum. Hann er ekki ósvipaður þeim plógum sem fyrr eru nefndir. S.dór Hjónin Anna Dóra Hermanns- dóttir jógakennari og Örn Arn- grímsson, höfuðbeina- og spjald- hryggsjafnari, á Klængshóli í Skíðadal, hafa fengið vottun Vott- unarstofunnar Túns til söfnunar á villtum íslenskum plöntum samkvæmt alþjóðlegum reglum um lífrænar aðferðir. Vottunin nær til ræktaðs og óræktaðs landsvæðis á Klængshóli sem nýtt verður í framtíðinni til söfnunar og ræktunar á ýmsum plöntum. Þær verða síðan hráefni til framleiðslu á lífrænum græði- og lækningajurtum, te- og krydd- jurtum og öðrum heilsuvörum. „Þetta hefur heilmikla þýðingu fyrir okkur. Við höfum verið að byggja upp og erum að reka heilsu- tengda ferðaþjónustu en það er ekki mikil fyrirmynd að því hérlendis. Við höfum frá upphafi stílað inn á lífræna vöru og þær jurtir sem ég hef tínt uppi í fjallinu hef ég nýtt í matargerð sem krydd, í te og brauð svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Anna Dóra. Hugleiðsla og lífrænt hráefni Vottunin er vísbending um aukinn áhuga á því að hagnýta hina villtu, hreinu og ómenguðu jurtaflóru Íslands í samræmi við ströng- ustu staðla um lífrænar aðferð- ir og sjálfbæra þróun. Hún er einnig vitnisburður um að lífræn þróun er að skjóta rótum á nýjum svæðum landsins en Klængshóll er fyrsta framleiðslueiningin í Dalvíkurbyggð sem tekur upp líf- ræna framleiðslu og fær til þess vottun Túns. „Við erum að fara æ lengra inn á þau mið að fá fólk í meira en eina nótt til okkar til þess að það geti náð sér niður og slakað á. Við bjóð- um upp á jóga og hugleiðslu, höf- uðbeina- og spjaldhryggsmeðferð og lífrænt ræktað hráefni í mat- argerð. Einnig fáum við inn fleiri aðila með aðra sérþekkingu til að hafa þetta fræðilegt og sem fjöl- breyttast,“ útskýrir Anna Dóra. ehg Tvíburafolöld Tvíburafolöld komu í heim- inn á bænum Berjanesi undir Eyjafjöllunum í byrjun maí. Um er að ræða tvær merar úr ræktun Vigfúsar Einarssonar, hrossabónda í Berjanesi. Folöldunum heils- ast mjög vel, eru spræk og hress út í haga með móður sinni. Mjög sjaldgæft er að tvíburafolöld fæð- ist hér á landi og hvað þá að þau lifi bæði. Vigfús segir að folöldin hafi vakið mikla athygli hjá sveit- ungum sínum, ásamt öðru áhuga- fólki um hrossarækt. Hann ætlar að sjálfsögðu að leyfa folöldunum að lifa en hefur ekki enn gefið þeim nöfn. MHH Tvíburafolöldin í Berjanesi, ásamt móður sinni, sem heitir Vinda enda vindótt. Ljósmynd: Magnús Hlynur Hreiðarsson Umhverfisstyrkur fyrir nýstárlegan útsýnispall Lilja Rafney Magnúsdóttir hlaut umhverfisstyrk Klofn- ings ehf. á Suðureyri fyrir hug- mynd að gerð útsýnispalls við höfnina á Suðureyri. Pallurinn verður í laginu eins og stafn á skipi, með áföstum bekk. Á miðjum pallinum verður fótur með hringlaga borði og sex áfastir stólar á fæti. Í kring- um pallinn verður rekki, en fremst á honum er hugsað að verði skúlptúr af sjómanns- konu sem horfir til hafs. Í greinargerð um hugmynd- ina segir m.a. að sjávarþorpið Suðureyri eigi að nýta þá mögu- leika sem umhverfið býður upp á með staðsetningu útsýnispalls við höfnina þar sem íbúar og ferðafólk geti notið útsýnisins yfir hafnarsvæðið og innsigl- inguna inn fjörðinn. Klofningur veitti einnar milljónar króna styrk til verksins. Stjórn Klofnings ákvað í upphafi árs að veita styrk til umhverf- isverkefnis á Suðureyri, í til- efni 10 ára afmælis félagsins. Skilyrði fyrir styrkveitingu var að umsækjendur væru búsettir á Suðureyri og að styrkurinn færi til verkefnis til hagsbóta fyrir íbúa Suðureyrar og kom- andi kynslóðir. Áhugi hefur vaknað aftur á plógræsagerð Klængshóll í Skíðadal fær vottun Túns: Lífræn þróun í Dalvíkurbyggð Forsvarsmenn Raggagarðs í Súðavík hafa samið við trygg- ingafélagið VÍS um að tryggja öll leiktæki í Raggagarði. Tryggingin nær yfir foktjón, skemmdarverk og fleira en ekki er vitað til að önnur leiksvæði hafi tryggt sig með þessum hætti. Á heimasíðu Raggagarðs kemur fram að innra eftirlit með garðinum sé mjög gott, en forsvarsmenn hans hafa sent heilbrigðisfulltrúa erindi þar sem skýrt er frá vikulegu eftir- liti með leiktækjum, bekkjum og borðum í garðinum. Eftirlitsmaður mun fara um garðinn vikulega í sumar og skoða hvert tæki og skrá niður athugasemdir. Með þessu verður hægt að fylgjast vel með því að allt sé í lagi og hversu oft þarf að laga hvert tæki. Nýtt menningarráð Suðurlands Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur skipað menningarráð. Því er ætlað að útdeila þeim peningum sem koma inn á svæðið með nýgerðum menningarsamn- ingi fyrir Suðurland. Um er að ræða um 100 milljónir króna á næstu þremur árum. Ráðið skipa: Jóna Sigurbjarts- dóttir, Skaftárhreppi formað- ur, Ísólfur Gylfi Pálmason Hrunamannahreppi, Gísli Páll Pálsson Hveragerði, Inga Lára Baldvinsdóttir Sveitarfélaginu Árborg og Íris Róbertsdóttir Vestmannaeyjabæ. Hlutverk ráðsins er m.a að standa fyrir öflugu menning- arstarfi og þróun þess, efla sam- starf og samvinnu milli sveit- arfélaga og menningarstofnana og úthluta fjármagni til menn- ingarverkefna. MHH Tryggja leiktæki í Súðavík

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.