Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 200736 Á sólríkum sumardögum er sér- lega skemmtilegt að leggja aðeins aukreitis í matseldina og sleppa sér örlítið, jafnvel á virkum dögum. Þá eru heitir og kaldir og jafnframt einfaldir eftirréttir með rjóma eða ís tilvaldir fyrir heimilisfólkið. Sætir riddarar Fyrir 4 6 sneiðar franskbrauð 2 dl mjólk 4 dl heslihnetur, hakkaðar 2 msk. sykur 1 tsk. kanill 3 msk. smjör, til steikingar Aðferð: Setjið mjólkina í skál og veltið brauðsneiðunum upp úr. Veltið þeim nokkrum sinnum en pass- ið að brauðið verði ekki gegnsósa í mjólk. Blandið saman hnetum, sykri og kanil og veltið brauðsneið- unum upp úr blöndunni. Steikið í smjöri á pönnu í um mínútu á hvorri hlið. Berið fram með sultu og sýrðum rjóma. Ávaxtasalat 1 epli 1 banani 20 hindber 12 jarðarber 6 msk. möndluspænir 4 msk. síróp (low carb) 60 g rjómi, þeyttur Aðferð: Skerið epli og banana í bita og sker- ið jarðarberin til helminga. Blandið saman í fallega skál. Dreifið mönd- luspæni yfir ásamt þeyttum rjóma og loks sírópinu yfir. Skemmtilegt er að skreyta með kókosflögum og súkkulaðispæni. Einfaldara getur það ekki verið! Bananapönnukökur með súkkulaðibitum 2 bollar hveiti 1 tsk. lyftiduft ½ bolli Canderel-strásæta 2 léttþeyttar eggjahvítur 50 g Létt og laggott, brætt 300 ml léttmjólk 1 tsk. vanilludropar 2 fullþroskaðir bananar, stappaðir ¼ bolli súkkulaðispænir smjör, til steikingar kanill Aðferð: Setjið hveitið í skál og gerið holu í miðjuna. Hrærið saman strásætu, lyftidufti, eggjahvítum, Létt og laggott, mjólk og vanilludropum. Hellið blöndunni í holuna í hveit- inu og þeytið þar til blandan verður mjúk og jöfn. Hrærið bönunum og súkkulaðispænum saman við. Setjið lítið af smjöri og deigi á pönnuna og steikið við meðalhita þar til loft- bólur byrja að myndast. Snúið þá pönnukökunni við og steikið þar til hún verður gyllt og súkkulaðispæn- irinn farinn að mýkjast. Dreifið kanil yfir hverja pönnuköku. Berið fram stafla af heitum pönnu- kökum með ferskum skornum bön- unum, jarðarberjum og ís. ehg MATUR Fljótlegir og funheitir eftirréttir 2 4 3 1 7 8 6 7 5 2 5 3 4 4 8 6 7 8 9 1 2 4 8 6 4 2 7 3 5 1 2 5 9 6 7 1 1 3 7 9 1 9 3 9 1 7 1 6 3 8 2 5 1 2 9 6 8 6 2 8 3 9 5 5 2 7 6 7 4 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Sætir og einfaldir riddarar. Íslensku hráefni er víða gert hátt undir höfði og nú hefur veitinga- staðurinn Einar Ben í Reykjavík bæst í hóp þeirra sem velja íslenskt. Í júní verður kynntur þar nýr matseðill sem inniheldur eingöngu íslenskt hráefni. „Þessi hugmynd fór í gang um áramótin og fer nú senn að líta dagsins ljós. Á nýja matseðlinum verður eingöngu íslenskt hráefni í öllum sínum fjölbreytileika. Matseðilinn verður mismunandi frá degi til dags,“ segir Steinar Þór Þorfinnsson, yfirkokkur á veitinga- staðnum, og bætir jafnframt við: „Við ætlum að reyna að vera með uppruna hráefnisins á mat- seðlinum, eins og til dæmis frá hvaða bónda nautakjötið kemur en ekki er víst að okkur takist það. Viðskiptavinirnir hafa gaman af að vita upprunann. Það hefur alltaf tíðkast erlendis og er að verða hér í meiri mæli.“ ehg Steinar Þór Þorfinnsson yfirkokkur á tröppum veitingahússins Einars Ben við Ingólfstorg í Reykjavík. Eingöngu íslenskt hráefni á matseðlinum Silvía Rún Rúnarsdóttir frá Neðra-Vatnshorni í Vestur-Húnavatnssýslu kom í starfskynningu til Bændasamtakanna á dögunum. Hún var hálfan dag í Bændahöllinni og nýtti tímann vel til þess að kynna sér þá starfsemi sem fram fer í húsinu. Einnig tók hún að sér nokkur verk fyrir samtök- in, vann í myndasafninu og skrifaði fréttir fyrir nýja Bændablaðsvefinn. Daginn áður var Silvía í starfskynningu hjá Ferðaþjónustu bænda en bær- inn hennar, Neðra-Vatnshorn, starfar einmitt innan þeirra vébanda. Aðstandendum fornleifarannsóknarinnar á hval- stöðinni í Hveravík við Steingrímsfjörð bárust gleði- leg tíðindi þegar það kom í ljós að Fornleifasjóður hefði ákveðið að leggja til þriggja milljóna króna framlag til verkefnisins á þessu ári. Að sögn Ragnars Edvardssonar fornleifafræðings gerir það verkefninu kleift að ná fram markmiðum sínum og vinna við rannsóknina hefst aftur strax í næsta mánuði. Undanfarin tvö haust hefur verið unnin undirbúningsrannsókn í Hveravík og meðal annars komið í ljós bræðsluofn frá 17. öld. Í sumar mun Ragnar ásamt Magnúsi Rafnssyni sagnfræð- ingi vinna að rannsókninni. Einnig taka þátt í henni danskur fornleifafræðingur og fornleifafræðinemar frá Bandaríkjunum sem lagt hafa stund á beinarann- sóknir. Það er Strandagaldur ásamt Náttúrustofu Vestfjarða sem standa að verkefninu. Frá þessu er skýrt á vefnum Strandir.is Veglegur styrkur til fornleifarannsókna

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.