Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 1
12 Er fjárkláðinn úr sögunni? 16 Viðtal við Ólaf M. Magnússon í Mjólku 10. tölublað 2007 Þriðjudagur 29. maí Blað nr. 261 Upplag 16.300 8 Skógrækt þyrfti að þrefalda að mati Arnórs Snorrasonar Sauðburðurinn er nú langt kominn og hefur sóst misvel vegna ótíðar. Það hefur verið kalt, ekki síst norðanlands. En lömbunum hefur að vanda verið tekið með miklum fögnuði og hlýju þegar þau koma í heiminn. Hér er það Anna María Kristjánsdóttir bóndi á Helluvaði í Rángárþingi sem mynnist við lamb sem að fróðra manna sögn mun vera svartbotnubaugótt á lit. Á Helluvaði eru um 90 ær en stolt búsins er þó án alls vafa stólpakýrin Blúnda sem er nythæst íslenskra kúa og mjólkaði rúm 13 tonn í fyrra. Mynd: MHH Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum á Íslandi og hún boðar breytingar á ýmsum sviðum. Fyrsta breytingin var sú að sami maður gegnir nú stöðu landbún- aðar- og sjávarútvegsráðherra og hefur verið boðað að þessi ráðu- neyti verði sameinuð áður en langt um líður. Jafnframt hafa verið boðaðar tilfærslur verk- efna, einkum frá landbúnaðar- ráðuneyti til annarra ráðuneyta. Sá hluti stefnuyfirlýsingar nýju stjórnarinnar sem fjallar um land- búnað er ekki langur: Ríkisstjórnin leggur áherslu á mikilvægi öflugs landbúnaðar og hágæðaframleiðslu á matvælum í landinu. Unnið verði að endurskoðun landbúnaðarkerf- isins með það fyrir augum að auka frelsi, bæta stöðu bænda og lækka verð til neytenda. Eins og margt annað í yfirlýsing- unni er þessi kafli almennt orðaður og ekki auðvelt að lesa úr honum hvaða aðgerða má vænta af hálfu stjórnarinnar. Af ummælum Einars K. Guðfinnssonar, nýskipaðs ráð- herra landbúnaðar og sjávarútvegs, má þó ráða hvað ætlunin er að gera við stofnanir landbúnaðarins. Veigamesta breytingin sem boðuð hefur verið er sú að land- búnaðarskólarnir verði færðir undir menntamálaráðuneytið. Það ekki að öllu leyti á óvart í ljósi þess að þeir eru einu skólar ríkisins sem heyra ekki undir menntamálaráðu- neytið. Hitt er hins vegar óljóst hvað verður um rannsóknarþáttinn í starf- semi Landbúnaðarháskóla Íslands. Eins og kunnugt er var starfsemi Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins sameinuð skólanum fyrir nokkr- um árum. Það er hins vegar afar mikilvægt fyrir landbúnaðinn sem atvinnugrein að hafa greiðan aðgang að rannsóknastarfseminni, líkt og tíðkast í sjávarútvegi. Þá hefur verið rætt um að færa starfsemi Landgræðslu og Skógræktar til umhverfisráðuneyt- isins. Ráðherra tók þó fram í við- tali á Stöð 2 að þar þyrfti að huga að því að sum verkefni sem undir þessar stofnanir heyra eru verkefni bænda og snúast um nýtingu á auð- lindum landsins. Þar má nefna sem dæmi landshlutabundnu skógrækt- arverkefnin og verkefnið Bændur græða land. Einnig má nefna að Landgræðslan sinnir eftirliti með þeim þætti gæðastýringar í sauð- fjárrækt sem snýr að landnýtingu og beit. Loks nefndi ráðherra að hug- myndir væru uppi um að sameina allt eftirlit með matvælaframleiðslu í landinu á einum stað Tíminn leiðir í ljós hvernig þær hugmyndir verða útfærðar en augljóslega eru hags- munir bændastéttarinnar töluverðir hvað slíkt eftirlit varðar og ekki sama hvernig eða hvar því er sinnt. –ÞH Sjá bls. 6 og 7. Ný ríkisstjórn tekin við völdum Boðar ýmsar breytingar í landbúnaði Alhvítt og hráslagalegt Veðrið hér á landi getur svo sannarlega komið landsmönn- um á óvart og gerði það svo um munaði fyrir hvítasunnuhelginae ekki hvað síst hjá bændum á norðan-, austan- og vestanverðu landinu þegar mikill kuldi og jafnvel slydda og snjókoma reið yfir. Þetta hafði þau áhrif víða að bændur gátu ekki sett lambfé út úr húsum og því var þröngt á þingi í mörgum fjárhúsum. „Það hefur ekki verið mikill snjór hér en það er búið að vera alhvítt þrisvar í þessum mánuði og það er búið að vera hráslagalegt. Það breytti nú til í lok hvítasunnu með hlýindum þannig að þetta horfir til betri vegar. Það er mjög þröngt víða í fjárhúsum bænda vegna veðurfarsins en ekki hafa orðið bein vanöld sem ég hef heyrt um. Þessu fylgir meiri fóðurgjöf og kostnaður,“ segir Örn Þórarinsson, bóndi að Ökrum í Fljótum. Á Ströndum gátu bændur ekki sett út fé sitt fyrr en um hvítasunnu sem er óvenjuseint. En þegar þetta er skrifað á þriðjudegi er veður orðið hið besta um allt land og veðurfræðingar spá hlýindum. ehg Söngvakeppni evrópskra froska Sænskir froskar syngja best. Nú er það komið á hreint því Söngvakeppni evrópskra froska var haldin í fyrsta sinn í byrjun maí. Danskir froskar urðu í öðru sæti, þýskir í því þriðja og lettneskir froskar ráku lestina. Keppnin fór fram tvö kvöld en seinna kvöldið var veður svo slæmt í þremur landanna að froskarnir drógu sig í hlé og steinþögðu. Keppnin fór þannig fram að áheyrendur söfnuðust saman í nágrenni staða þar sem froskarnir halda sig og hlýddu á þá. Þeir gátu einnig fylgst með froskum hinna landanna með aðstoð Netsins. Svo voru greidd atkvæði og unnu sænsku froskarnir með talsverðum yfir- burðum. Þessi keppni, þótt kúnstug sé, er haldin í fullri alvöru og er meira að segja liður í sérstöku átaksverkefni, LIFE Nature, sem nýtur styrkja frá Evrópu- sambandinu. Tilgangur þess er að styrkja og viðhalda stofni evrópskra söngfroska en hann hefur látið á sjá vegna ágangs á votlendi í álfunni. Söngfroskur- inn er smávaxið dýr, einungis fimm sentimetrar að hæð, og nýtur mikilla vinsælda meðal almennings. LandbrugsAvisen Vilja flytja inn nýsjálenskt lambakjöt Eitt af síðustu verkum Guðna Ágústssonar í embætti land- búnaðarráðherra var að hafna beiðni Haga og Dreifingar um að fá að flytja inn 100 kíló af nýsjá- lensku lambakjöti til reynslu. Yfirdýralæknir hafði lagt til að leyfið yrði veitt en ráðherra hafnaði. Rökstuðningur ráðherra þegar hann hafnaði fyrirtækjunum var á þá leið að hér á landi væri nóg af lambakjöti en á Nýja-Sjálandi væru búfjársjúkdómar sem ekki fyrirfyndust hér á landi, auk þess sem notuð væru lyf við framleiðsl- una sem ekki tíðkast hér á landi. Guðni sagði einnig að gæta verði fyllsta öryggis í því að opna dyr fyrir innflutning á erlendu kjöti. Það vissu Nýsjálendingar sjálfir því þeir halda uppi mjög ströngu innflutningsbanni á lambakjöti til Nýja-Sjálands. Fól hann Landbúnaðarstofnun að vinna ítarlegt mat á þeirri hættu sem fylgt gæti þessum innflutn- ingi og taka út framleiðsluna á Nýja-Sjálandi. Fyrirtækið Hagar hafa lýst því yfir að það muni endurnýja umsóknina þar sem nýr ráðherra sé tekinn við völdum. Einar K. Guðfinnsson hefur enn ekki tekið afstöðu til umsókn- arinnar en gefið út yfirlýsingar í þá veru að hann hafi ekki þá stefnu að auka innflutning á erlendum landbúnaðarvörum. –ÞH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.