Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 200729
Alorka • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080
Heilsársdekk
31" kr. 12.900
(31x10.50R15)
33" kr. 15.900
(33x12.50R15)
Úrval annarra stærða upp í 38".
Felgustærð 15", 16" 17" og 18".
Sendum frítt um land allt!
Við mælum með míkróskurði
P
IPA
R
• S
ÍA
• 70
622
Nánar á jeppadekk.is
Eftir tveggja ára undirbúnings-
vinnu lagði Framkvæmdastjórn
ESB nýlega fram tillögur um
lágmarksaðbúnað sláturkjúk-
linga sem landbúnaðarráðherrar
sambandsins hafa nú samþykkt.
Fram að þessu hafa ekki verið til
sérstakar reglur í þessum efnum.
Upphaflegu tillögurnar hafa
tekið stórfelldum breytingum á
þessum tveimur árum, m.a. á þá
leið að hverjum kjúkling er nú
ætlað minna gólfpláss en þó með
þeim skilyrðum að ákveðnum
öðrum stöðlum um velferð þeirra
sé fullnægt.
Dýravernd
Um kjúklingabú með meira en
500 fugla gildir sú almenna regla
að þéttleiki á gólfi megi vera 33
kg/m2 með möguleika á að auka
hann upp í 42 kg/m2, en þá þarf að
sýna fram á að allur aðbúnaður sé í
kjörástandi og dánartíðni fugla sé í
lágmarki.
Það voru einkum lönd sem vildu
bæta velferð fuglanna, sem töfðu
afgreiðslu málsins. Nýja reglugerð-
in tekur gildi árið 2010.
Yfirmaður heilbrigðismála í
framkvæmdastjórninni, Markos
Kyprianou, var þrátt fyrir allt mjög
ánægður með að pólitísk sátt náðist
að lokum í málinu og telur að nýja
reglugerðin muni bæta aðbúnað
milljarða kjúklinga í allri Evrópu.
Merking matvæla út frá
aðbúnaði dýra
Landbúnaðarráðherrarnir ræddu
jafnframt niðurstöður ráðstefnu
sem Þjóðverjar efndu til meðan
þeir gegndu formennsku í ESB, um
að merkja matvæli út frá því hversu
aðbúnaði dýra væri vel sinnt. Slík
merking gæti auðveldað neyt-
endum að velja meðvitað afurðir
þar sem góðra framleiðsluaðferða
hefði verið gætt. Á hinn bóginn
þarf að gera miklar kröfur til slíkra
merkinga. Það verður t.d. að vera
auðvelt að skilja þær og þekkja þær
frá öðrum óháðum merkingakerf-
um fyrir matvæli.
Góðir framleiðsluhættir bú-
vara, þar sem dýraverndar verði
gætti, njóta vaxandi athygli innan
framkvæmdastjórnar ESB. Það
gefur jafnframt til kynna að nokkrar
áhyggjur eru um stöðu þessara mála
innan sambandsins.
Internationella Perspektiv
ESB setur reglur um
aðbúnað kjúklinga