Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 20074 Vegfarendur um Flóaveginn í Flóahreppi hafa eflaust tekið eftir hrafnshreiðri sem búið er að koma upp í háspennumastri við veginn rétt við bæinn Langstaði. Þetta er á sama stað og fuglinn kom upp hreiðri eða laupi í fyrra en þá hætti hann við að verpa. Nú hefur hann hins vegar verpt í laupinn. En hvað kemur til að fuglinn verpir á þessum stað? „Hrafnar hafa lært það á flatneskjunni á Suðurlandi að nota mannvirki undir hreiður. Þar sem engir eru klettar, en ágætar aðstæður fyrir hrafna að koma upp ungum að öðru leyti, hafa þeir komist uppá lag með að nota hús og þá oft- ast gömul útihús, kirkjur, brúarstöpla, vita, raflínumöstur o.þ.h. undir hreið- ur sín. Sunnlendingar hafa meira að segja byggt undir hrafninn, t.d. utaná súrheysturnum og í lágum klettum, þar sem engar voru syllur,“ sagði Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands í samtali við blaðið. MHH Laupurinn í mastrinu við Suðurlandveginn, þar sem hrafninn hefur verpt nokkrum eggjum. Mastrið er rétt við Flóaveginn þar sem hundruð bíla fara um á hverjum degi. Svona líta egg hrafnsins út. Hann verpir einu eggi á dag en þau klekjast síðan út öll sama daginn. Hér er fuglinn við hreiðurgerðina í mastrinu í vor. Myndina tók Jóhann Óli Hilmarsson. Hrafnshreiður í háspennu- mastri við Flóaveginn Marteinn Njálsson bóndi á Suður-Bár í Grundarfirði segir að þegar sauðburður hófst hjá honum hafi komið í ljós að hætt er að framleiða sermi (blóð- vökva) sem notað er til bólusetn- inga gegn lambablóðsótt. Hann segir að fyrsta verkið hans eftir að sauðburður hófst hafi verið að hringja í héraðsdýralækninn og biðja hann að senda nokkur glös af sermi. „Við höfum þá venju að bólu- setja lömbin nýfædd en ekki ærnar á miðjum vetri sem líka er mögu- leiki. Það kom okkur því að óvart þegar dýralæknirinn tjáði okkur að ekkert sermi væri að hafa því það hafi verið tilkynnt í apríl að það væri ekki lengur framleitt og því ekki hægt að bólusetja lömb fram- vegis. Ég varð hissa á þessu því engar tilkynningar höfðu borist til mín um þetta, og að sjálfsögðu orðið of seint að bólusetja ærnar því það þarf að gera í síðasta lagi tveimur vikum fyrir sauðburð,“ sagði Marteinn Njálsson. Sigurður Sigurðarson dýralæknir staðfesti að hætt væri að framleiða þetta lyf. Frá því hafi sennilega ekki verið sagt hér á landi, hvorki nógu snemma né nógu greinilega til að vara menn við. Hann segir að bólusetja eigi ærnar þar sem hætt sé að framleiða sermi. Bólusetning ánna eigi alveg að duga en hana verður að framkvæma í síðasta lagi tveimur vikum fyrir burð. Sigurður segir að það sem hægt sé að gera, þegar svona fer, sé að setja upp í lömbin 10 millilítra af AB-mjólk um leið og þau fæð- ast. Það minnki til muna hættuna á lambablóðsótt en hann segist ekki vilja ábyrgjast að AB-mjólkin komi alveg í veg fyrir hana. Hann hvetur bændur sem ekki bólusettu ærnar sínar til að leita ráða hjá Eggerti Gunnarssyni á Keldum. Jón Þórarins- son bóndi frá Hæringsstöðum í Svarfaðardal staðfesti notagildi AB-mjólkur í þessu sambandi. „Það ættu allir bændur að hafa fernu af AB-mjólk og litla sprautu í fjárhúsinu hjá sér á vorin. Ef lömb- in byrja að stirðna eða sýna önnur einkenni gef ég þeim tvívegis 20 ml af AB-mjólk með hálftíma millibili og eftir svona einn eða einn og hálfan tíma eru þau farin að bragg- ast,“ segir hann. Hann bætir því við að þetta hafi dugað á lömb sem hafi verið orðin verulega langt leidd, farin að slefa. „AB-mjólkin hefur verk- að á lömb sem vart var hugað líf. Ég hef notað þetta í sex eða sjö ár með góðum árangri. Þetta er algert kraftaverkalyf og það langódýrasta á markaðnum,“ segir Jón og varpar í lokin fram þeirri spurningu hvor þetta geti gagnast við lækningar á kálfum sem fá skitu eða aðrar magapestir. S.dór/–ÞH Ný heitavatnshola bjargar Hitaveitu Dalabyggðar Hitaveitu Dalabyggðar er borgið eftir að ný heitavatns- hola kom í veg fyrir yfirvof- andi vatnsskort. Í síðasta mánuði lauk borun á nýrri vinnsluholu í Reykjadal og kostaði holan 110 miljónir króna. Nú er ljóst að allt að 12 sekúndulítrar af heitu vatni renna úr holunni og hún tvöfaldar þannig vatns- magn Hitaveitu Dalabyggðar. Gunnólfur Lárusson, sveit- arstjóri í Dalabyggð, sagði í samtali við Bændablaðið að þessi nýja borhola skipti miklu máli fyrir íbúa í Dalabyggð. Skortur á heitu vatni hafi verið farinn að segja til sín í kuldaköstum á vetrum. Holan sem fyrir var gaf af sér um 11 sekúndulítra af heitu vatni en notendur þurfi 19 sekúndulítra þegar álagið er mest. Nýja holan gefur 12 sekúndulítra þannig að alls hefur hitaveitan yfir að ráða 23 sjálfrennandi sekúndulítrum. Með því að dæla upp úr holunni er hægt að auka vatns- magnið upp í 40 til 50 sekúndu- lítra af heitu vatni. S.dór Hætt að framleiða sermi gegn lambablóðsótt AB-mólk getur gert sama gagn hjá nýfæddum lömbum og er miklu ódýrari Kaupþing styrkir Flug- björgunar- sveitina á Hellu Útibú Kaupþings banka á Hellu og Flugbjörgunarsveitin á staðn- um hafa undirritað styrktarsamn- ing þess efnis að bankinn styrkir sveitina fjárhagslega um 900.000 krónur á næstu þremur árum. Í staðinn mun Flugbjörgunarsveitin aðstoða bankann við tilfallandi verkefni, klæðast fatnaði með merki bankans og hvetja félags- menn sína sem eru ekki í viðskipt- um við bankann að taka þau upp. Þetta er fyrsti formlegi samning- urinn sem bankinn gerir við sveit- ina en hann hefur stutt hana dyggi- lega síðustu ár við ýmis verkefni. Í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu eru um 120 félagsmenn, þar af um 50 virkir. Sveitin er með öflugustu björgunarsveitum landsins og fær að meðaltali um 50 útköll á ári. „Við erum afskaplega ánægð með þennan styrktarsamning og kunnum Kauþingi banka bestu þakkir fyrir. Þetta framlag á eftir að koma sér vel,“ sagði Svanur Sævar Lárusson, formaður Flugbjörgunarsveitarinna r, í samtali við blaðið. MHH Björn Sigurðsson, útibússtjóri Kaupþings banka á Hellu, og Svanur Sævar Lárusson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar, handsöluðu samninginn fyrir framan bankann. Með þeim á myndinni eru Árni Kristjánsson vara- formaður, Árni Arason meðstjórnandi, Snæbjört Ýrr Einarsdóttir ritari og Hákon Bjarnason gjaldkeri. 175 milljónir til Landgræðsluskóga Nýlega var undirritaður samn- ingur um Landgræðsluskóga milli Skógræktarfélags Íslands og landbúnaðar- og fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Samstarfssamningurinn lýtur að framlögum ríkisins til Land- græðsluskógaverkefnisins og felur í sér plöntukaup, umhirðu, grisjun og bætt aðgengi að svæð- um Landgræðsluskóga. Samn- ingurinn hljóðar upp á framlag ríkisins sem nemur 35 milljónum króna árlega til ársins 2013 eða alls 175 milljónir króna á þessum fimm árum. MHH Kartöflurækt Bættar geymsluaðferðir Eins og skýrt var frá í síðasta Bændablaði var hollenskur ráðunautur, Ludo Wentholt, staddur hér á landi á dögunum til skrafs og ráðagerða við íslenska kartöfluframleiðendur. Bergvin Jóhannsson, formaður Landssambands kartöflubænda, sagði að mikið gagn væri að heimsóknum sérfræðinga á borð við Ludo Wentholt. Bergvin sagði að Ludo hefði lagt mikla áherslu á nýjar aðferðir við jarðvinnslu ásamt betra útsæði og nefndi hann sérstaklega finnskt kartöfluafbrigði sem hefði gefið góða raun á norðurslóðum. Þá hefði hann rætt um nauðsyn þess að bæta geymsluaðferðir kartaflna hér á landi. Í stað þess að geyma kartöflur í pokum undan sykri ætti að nota trékassa, þvo og þurrka þyrfti kartöflurnar fyrr en gert væri hér á landi og nauðsynlegt að stækka kartöflugeymslurnar. Bergvin sagði að margir kart- öflubændur væru að bæta úr hjá sér, nota kassa í stað poka og stækka geymslurými sín. Allt kost- aði þetta peninga og því væri þetta ekki gert í einni sjónhendingu. Varðandi kartöfluafbrigði sagði hann að menn hefðu skoðað ýmis afbrigði sem þættu misgóð. Þetta sérstaka finnska afbrigði sem Ludo nefndi hefði hann ekki prófað en kvaðst hafa áhuga á því. S.dór

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.