Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 200733 Víst er vorið komið þear lambféð er farið að dreifa sér um túnn. Það er að sjálfsögðu þægilegt að nota tún sem beitar- og vörsluhólf fyrir lambær og það hefur einnig sýnt sig að þrif lamba eru best ef ærnar ganga á túnum. En böggull fylgir skammrifi, vorbeitin hefur áhrif á sprettu og gróðurfar túnsins. Þessi áhrif hafa verið mæld öðru hvoru allt frá því fyrir fyrra stríð og í flestu hefur niðurstöðum borið saman. 1. Uppskera í slætti verður talsvert minni, algengt er að munurinn sé um 700 kg af þurrefni á hekt- ara. Það eru um þrjú ærfóður. Í fóðureiningum talið er munurinn um 450-500 FEm. 2. Við slátt á sama tíma er melt- anleiki uppskeru rúmlega 1% hærri af beittu túni en friðuðu. 3. Við slátt á sama tíma er pró- teinprósenta 1% hærri af beittu túni en friðuðu. 4. Frá sláttarbyrjun er spretta og meltanleikafall beittra og frið- aðra túna nánast hið sama. 5. Vorbeitin mæðir mikið á vall- arfoxgrasi og hlutfall þess í upp- skeru er minna ef beitt er. Þeim mun meira verður af óvinsælli tegundum og meira ber á varpa- sveifgrasi og arfa. 6. Vorbeitin hefur ekki áhrif á end- urvöxt eftir slátt á sama tíma. RB Vorbeit sauðfjár á tún CanDigFrá Kanada léttar og stöðugar. Tvær stærðir, nokkrar útfærslur. CD11 = Þyngd 385kg 5.5Hp togkraftur ca. 1300 kg. Dýpi 137cm CD21 = Þyngd 544kg 9HP togkraftur ca.1500 kg. Dýpi 183cm / 6fet Eigum til eina CD21 til sýnis og sölu. Aukahlutir: Staurabor, ripper, þumall/ Nánari upplýsingar: www.candig.is sala@candig.is og í síma: 697-4900 Umboðsaðili á Íslandi : Svansson ehf

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.