Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 200720 Meistaravörn Þórunnar Péturs- dóttur fór fram í Ásgarði á Hvann- eyri fyrr í mánuðinum. Verkefni Þórunnar er á sviði landgræðslu- fræða og nefnist „Vistfræðilegt og sjónrænt mat á skammtíma- árangri landgræðslu“. Meist- aranámsnefndin er skipuð Ásu Lovísu Aradóttur, prófessor við LbhÍ, sem er aðalleiðbeinandi og Karli Benediktssyni, dósent við HÍ, sem er meðleiðbeinandi. Prófdómari var dr. Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri Landgræðslu ríkisins. Á síðustu árum hafa æ fleiri land- græðsluverkefni verið skipulögð út frá fjölþættum markmiðum sem ákvörðuð eru út frá samfélagsleg- um þörfum og náttúrulegum gild- um. Hingað til hefur mat á árangri einkum verið gert á vistfræðilegum forsendum en fjölþættari markmið kalla á fleiri leiðir til að meta þau ólíku gildi sem skipta máli hverju sinni. Því eru samfélagslegar, fag- urfræðilegar, siðferðilegar og hag- rænar forsendur taldar ekki síður mikilvægar en vistfræðilegar, ef landgræðsla á að skila árangri til framtíðar. Til að meta þessi gildi eru margar leiðir en ein er sú að meta fagurfræðileg áhrif ólíkra landgræðsluaðferða. Hægt er að kanna hvaða áhrif aðferðirnar hafa á sjónræna upplifun fólks af end- urheimtu landi og leggja niður- stöðurnar saman við hefðbundið vistfræðilegt árangursmat. Í þess- ari rannsókn voru skammtíma- áhrif ólíkra landgræðsluaðferða rannsökuð á vistfræðilegum og sjónrænum forsendum og reynt að meta hvaða ávinningur hlytist af samsettu árangursmati umfram vistfræðilegt mat eingöngu. Annars vegar voru metin áhrif mismunandi grassáningar, lúpínusáningar og ómeðhöndlaðra svæða á framvindu gróðurs og jarðvegs á ríflega fimm ára gömlu landgræðslusvæði. Hins vegar var viðhorfskönnun lögð fyrir íbúa Borgarfjarðar og nágrennis þar sem ásýnd hverrar meðferðar var metin eftir ljósmyndum með fimm mismunandi spurningum. Vistfræðirannsóknir fóru fram bæði á beittu og friðuðu landi en mynd- irnar voru teknar á sambærilegum svæðum innan beitta landsins. Landgræðsluaðferðinar höfðu aukið þekju gróðurs umtalsvert. Gróðurþekja uppgræddra svæða var marktækt meiri (36-92%) en þekja viðmiðunarsvæða (6%). Gróður- þekja grassáninga var marktækt meiri á beittu landi (um 90%) en á friðuðu (um 60-70%). Líklegt er að meiri áburðargjöf á beitta land- inu skýri þennan mun. Sáðtegundir og grös mynduðu stærstan hluta af þekju meðhöndlaðra svæða en hefðbundinn bersvæðagróður óx á viðmiðunarsvæðum. Meira jafn- ræði virtist ríkja milli tegundahópa í meðferðum þar sem minna hafði verið borið á. Ekki var marktækur munur á fjölda tegunda milli með- höndlaðra svæða og viðmiðunar- svæða. Tegundasamsetning hafði samt að einhverju leyti breyst því með sáðtegundum innan grassáninga fannst meira af áburðarkærum plöntum en bersvæðagróðri. Þekja lúpínusáninga var um 40%, svo til eingöngu mynduð af lúpínu. Aðrar tegundir innan hennar voru teg- undir sem eru einkennandi fyrir bersvæðagróður. Jarðvegsskán og mosar náðu vart mælanlegri þekju og í flestum tilfellum var mjög lítill munur á magni niturs, kolefnis og sýrustigs jarðvegs milli uppgræddra svæða og viðmiðunarsvæða. Stutt er síðan landgræðsluaðgerðirnar hófust og skýrir það líkast til að einhverju leyti hvers vegna mun- urinn var ekki meiri á milli með- höndlaðara og ómeðhöndlaðra svæða. Langtímaáhrif aðgerðanna gætu orðið talsvert önnur. Þátttakendur í viðhorfskönn- uninni mátu ásýnd áborinna land- græðslusvæða í öllum tilvikum hærra en ásýnd viðmiðunarsvæðis. Ásýnd lúpínusáningar var á hinn bóginn metin mjög lágt í öllum til- vikum og stundum jafnvel metin lakar en ásýnd viðmiðunarsvæða. Þær myndir sem þátttakendum fannst sýna hvað náttúrulegast gróðurfar röðuðust oftast sem besti kostur fyrir allar spurningarnar. Vistheimt gengur út á að örva gróðurframvindu og bæta vist- fræðilega virkni og byggingu rask- aðra vistkerfa og því þarf að velja landgræðsluaðgerðir í samræmi við vistgetu þess lands sem á að end- urheimta. Vistfræðilegar forsendur munu því alltaf verða grunnur að endurheimt vistkerfa. Hins vegar þurfa verkefnin að njóta samfélags- legs stuðnings og viðurkenningar og vitneskja um viðhorf fólks til mis- munandi aðferða getur stuðlað að því að ný vistheimtarverkefni séu unnin í sátt við samfélagsleg gildi. Meistaravörn Andreu Rugge- berg fór fram í Ásgarði á Hvann- eyri í síðustu viku. Verkefni Andreu er á sviði búvísinda og nefnist „Effect of stocking density at the feeding rack and social rank on the behaviour of Icelandic heifers“ eða Áhrif fjölda átplássa á át, atferli og virðingarröð íslenskra kvígna. Meistaranámsnefndin var skipuð dr. Torfa Jóhannessyni, ráðunaut hjá Búnaðarsamtökum Vestur- lands sem er aðalleiðbeinandi og Christoph Winckler prófessor við University of Natural Resources and Applied Life Sciences (BOKU) í Vín, Austurríki sem er meðleiðbeinandi. Prófdómari var Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við LbhÍ. Fram kemur í meistaravörninni að síðasta áratug hefur það færst í vöxt að kvígur á Íslandi séu hýst- ar í stíum þar sem átpláss við fóð- urgang eru færri en gripirnir. Þetta leiðir óhjákvæmilega til samkeppni um átpláss, en fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum þessa á kvígur. Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna hvaða áhrif fjöldi gripa á hvert átpláss hefur á samskipti kvígnanna og annað atferli þeirra. Auk þess átti að skoða hvort staða gripsins í virðingarröð- inni skipti máli fyrir hvernig þeim reiðir af í samkeppni um átpláss. Tveir hópar með níu íslensk- um kvígum hvor voru notaðir í cross-over-tilraun þar sem fjögur (samkeppni) eða níu (viðmiðun) átpláss voru fyrir níu kvígur. Til að skrá atferli kvígnanna voru þær myndaðar tvisvar sinnum í þrjá sólarhringa. Af myndbandsupptök- unum var skráð atferli s.s. hvíld, át og hvar þær stóðu. Samskipti kvígn- anna var skráð beint og virðingarröð innan hópsins reiknuð. Einnig var átatferli eins og að hnusa, finna lykt og éta skráð með beinni athugun þrisvar sinnum á dag. Varðandi samskipti kvígnanna við fóðurganginn kom í ljós að kvígur voru u.þ.b. fimm sinnum oftar reknar frá sínu átplássi við samkeppnisaðstæður heldur en hjá viðmiðunarhópnum. Það var til- hneiging til þess við samkeppn- isaðstæður að bæði háttsettar og lágsettar kvígur ætu í u.þ.b. hálf- tíma skemur en við eitt átpláss á grip (3,8 klst. á móti 4,2 klst. p = 0,061). Þegar atferli háttsettra og lág- settra kvígna var borið saman kom í ljós að lágsettar kvígur lágu lengur en háttsettar, bæði við samkeppn- isaðstæður og viðmiðunaraðstæður (13,2 klst. hjá lágsettum kvígum á móti 10,8 klst hjá háttsettum kvíg- um fyrir viðmið og 13,5 klst. hjá lágsettum kvígum á móti 11,0 klst. hjá háttsettum kvígum við sam- keppni, p = 0,002). Enginn munur fannst í áthegðun kvígnanna, hvorki milli háttsettra og lágsettra kvígna né milli samkeppni og viðmiðunar. Niðurstöðurnar sýna að atferli kvígnanna breytist ekki verulega yfir daginn, en ógnanir og slags- mál sáust í verulega auknum mæli meðan á samkeppnisaðstæðum stóð. Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að samkeppni um átpláss hjá kvígum geti haft nei- kvæð áhrif á velferð gripanna. Háskólinn á Hólum fékk hæsta styrk úr Fornleifasjóði Tólf verkefni fengu styrk úr Fornleifasjóði í ár en alls bárust sjóðnum 57 styrkumsóknir. Heildarupphæð styrkja nam 25 millj- ónum króna en úthlutað er einu sinni á ári. Hæsta styrkinn, að upphæð sjö milljónir króna, fékk Háskólinn á Hólum – Hólaskóli fyrir Hólarannsóknir. Aðrir sem hlutu styrk: Fornleifastofnun Íslands fyrir verkefni í tengslum við víkingaaldar- byggð á Hofsstöðum, alls 800 þúsund krónur. Fornleifastofnun Íslands vegna verkefnis í tengslum við Sveigakot í Mývatnssveit. Úrvinnsla og greining, alls 2,4 milljónir króna. Fornleifastofnun Íslands vegna verkefnis í tengslum við járnöld í Dölum, alls 1,5 milljón króna. Fornleifastofnun Íslands vegna verkefnis í tengslum við öskuhauga á Möðruvöllum í Hörgárdal, alls 1,8 milljón króna. Ferðamálafélag Vestur-Húnavatnssýslu vegna verkefnis í tengslum við merkingu hleðslna í Borgarvirki, alls 100 þúsund krónur. Byggðasafn Skagfirðinga vegna verkefnis í tengslum við kirkjur í Skagafirði, alls 1 milljón króna. Skriðuklaustursrannsóknir vegna verkefnis í tengslum við uppgröft á rústum Skriðuklausturs í Fljótsdal, alls 2,4 milljónir króna. Náttúrustofa Vestfjarða og Strandagaldur fyrir verkefni í tengslum við hvalveiðar útlendinga við Íslandsstrendur, alls 3 milljónir króna. Fornleifastofan vegna verkefnis í tengslum við rannsóknir á landnáms- minjum í Hólmi í Nesjum, alls 1,8 milljón króna. Fornleifafræðistofan vegna verkefnis í tengslum við rannsóknir á rúst- um 17. aldar býlisins Búðárbakka, alls 1,8 milljón króna. Meistaravörn við umhverfisdeild LbhÍ Mat á árangri í landgræðslu Þórunn Pétursdóttir ver ritgerð sína í Ásgarði á Hvanneyri. Meistaravörn við auðlindadeild LbhÍ Át, atferli og virðingarröð íslenskra kvígna Andrea Ruggeberg við meistaraprófsvörnina.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.