Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 200737 Uppstoppaðir hanar í Fljótshlíðinni Á bænum Eystri-Torfastöðum II í Fljótshlíðinni stunda Bjarni E. Sigurðsson öfluga ræktun á íslenskum hönum. Hann ræktar þá í tugatali af ýmsum stærð og gerðum sér til yndisauka. Það sem meira er, hann lætur stoppa hanana upp eftir að þeir hafa náð 12-14 mánaða aldri og selur þá, bæði hér heima og erlendis. „Uppstoppuðu hanarnir mínir hafa víða slegið í gegn. Þeir eru mjög vinsælir í tækifærisgjafir eins og í afmælisgjafir, brúðkaupagjafir og fleira og fleira,“ sagði Bjarni. Hann bætti því við að þetta væri nýsköpunarverkefni hjá sér, sem staðið hafi í tvö ár og tekist vonum framar. Hanarnir hjá honum ganga bæði úti og inni allt árið um kring og er einstaklega spakir og skemmtilegir. Þeir sem vilja skoða hanana hjá Bjarna geta haft sam- band við hann í síma 899-4600. MHH Uppstoppuðu hanarnir hjá Bjarna í Fljótshlíðinni eru mikið gefnir í tækifærisgjafir eins og í afmælis- og brúðkaupagjafir. Flagheflar Vinnslubreidd 2,5 m Verð kr. 268.000 m. vsk. H. Hauksson ehf Suðurlandsbraut 48 108 Reykjavík Sími 588 1130 Eins og undanfarin ár mun ég veita þjónustu sem felst í að losa fólk við flugur í húsum og kóngulær sem oft setjast að í þakskeggi, við glugga, hurðir og valda fólki ama. Aðgerðin er hreinleg og farið eftir ýtrustu kröfum um meðferð eiturefna. Endingartími aðgerðar er undantekningarlítið 1 ár. Vinsamlegast látið vita af ykkur sem fyrst svo hægt sé að skipuleggja ferðir og veita sem besta þjónustu. Byrjað verður á Austurlandi en síðan mun ég verða að Minna-Núpi í Gnúpverjahreppi eins og venjulega. Jón Svansson meindýraeyðir (Austfirðingurinn) Orðsending til bænda Flugnaeyðing og eyðing kóngulóar er orðin hluti af vor- og sumarverkum til sveita Símar: 893-5709 - 862-1422

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.