Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 39
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 200739 Nýr reiðstígur með fram Reykjafjalli í Ölfusi Nýr og glæsilegur reiðstígur hefur verið tekinn í notkun meðfram Reykjafjalli í Ölfusinu í landi Landbúnaðarháskóla Íslands. Það er reiðveganefnd Hestamannafélagsins Ljúfs í samtarfi við skólann og Vegagerðina sem unnu stíginn undir forystu Holgers Hansens hjá Landbúnaðarháskólanum. Guðni Tómasson, skrúðgarðyrkjumeist- ari í Hveragerði, og starfsmenn hans unnu stíginn. Samhliða reiðstígnum er göngustígur fyrir þá fjölmörgu sem fara í heilsubótargöngu með fram fjallinu. „Við erum afskaplega ánægð með þennan stíg enda gjörbreytir hann allri aðstöðu fyrir hestamenn sem þurfa að ríða úr hesthúsahverfinu í Hveragerði út úr bænum. Þá hefur framkvæmdin öll verið til fyrirmyndar enda er þetta einn af glæsilegustu reiðstígum landsins,“ sagði Helga Ragna Pálsdóttir, hestamaður í Kjarri í Ölfusi, sem á sæti í reiðveganefnd Ljúfs. Hún bætti því við að nefnd- in hefði að undanförnu unnið markvisst að úrbótum í reiðvegamálum á svæðinu en áhersla hefur verið lögð á að færa reiðleiðir frá akvegum þar sem því verður við komið. MHH Reiðstígurinn var vígður formlega þegar nokkrir hestamenn úr Ljúfi, ásamt forsvarsmönnum Landbúnaðarháskólans og Vegagerðarinnar riðu hann á hestum frá Eldhestum. Leiðin er hluti af heildstæðu reiðvegakerfi í Ölfusi og Hveragerði. Eins og sjá má á myndinni er riðið í gegnum skóglendi meðfram hlíðum Reykjafjalls. Holger Hansen, garðyrkjustjóri Landbúnaðarháskólans á Reykjum, opnaði stíginn formlega með því að klippa á borða líkt og ráðherrarnir gera. Holger var einn aðalmaðurinn við lagningu stígsins. Svanur G. Bjarnason, umdæmis- stjóri Suðursvæðis hjá Vegagerð- inni, fór m.a. á hestbak við vígslu nýja stígsins og reið hann fram og til baka með hópnum. Stígurinn er um 2 km að lengd og fjármagn- aður af Sveitarfélaginu Ölfusi, Hveragerðisbæ og reiðvegasjóði Landssambands hestamanna. Æðarbændur Tökum á móti æðardúni til hreinsunar og sölu. Hafið samband í síma 892-8080 Dúnhreinsunin ehf. Digranesvegi 70 - 200 Kópavogur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.