Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 200714 Að klippa klaufir er ekki auð- veldasta verk bóndans, og þá sér- staklega ef kindurnar láta ófrið- lega. Fyrir nokkru birtist hér í Bændablaðinu viðtal við ungan bónda sem hefur hannað og smíð- að klaufsnyrtisbás fyrir kindur. Það er Einar Atli Helgason frá Snartarstöðum II í Öxarfirði en hann vinnur við ýmis sveitastörf ásamt því að vera í búskapnum með föður sínum. Ljósmyndari Bændablaðsins renndi í hlað á Snartarstöðum og fékk nánari útlistun á þessu tæki. Einar Atli hefur smíðað ýmis tæki sem nota má í sauðfjárrækt og hefur gaman af að prófa sig áfram. Klaufsnyrtibásinn virkar þannig að kindurnar eru reknar inn í þar til gerða rennu sem Einar smíðaði líka og hægt er að festa við básinn. Fimm til sex kindur komast inn í rennuna í einu. Kindin fer inn í bás- inn og þegar hún gengur á og yfir band inni í básnum, lokast hann. Bandið liggur undir kvið kind- arinnar og þegar tekið er í sveif til hliðar við básinn lyftist hún upp. Járnið sem lokar básnum aftan við kindina virkar þannig einnig sem eins konar sæti sem styður undir kindina. Einar segir að þessi aðferð virki mun betur heldur en að leggja kindina alveg aftur eins og hægt er í annars konar klaufsnyrtibásum. Lítið mál sé að klippa kindurnar, þær eru nokkuð rólegar í básnum. Helgi faðir hans segist hafa klippt 200 kindur einn daginn og það hafi verið lítið mál. Básinn er nokkuð sjálfvirkur, í raun þarf bóndinn bara að lyfta sveifinni og hleypa kind- inni síðan út úr básnum að snyrt- ingu lokinni. Einar hefur smíðað tíu slíka bása og selt þá en segist að öllum líkindum ekki smíða fleiri þar sem engin aðstaða sé til þess á bænum, ekki nema hann myndi sækja í Nýsköpunarsjóð og gera eitthvað meira úr þessu. Þetta er aldeil- is ekki það síðasta sem kemur frá þessum unga hugsuði en hann vildi ekkert gefa upp um hvað hann væri með fleira í smíðum. Klaufsnyrt er kindin ánægð – Ungur uppfinningamaður í Öxarfirði smíðar klaufsnyrtibás Á myndinni til vinstri sést rennan sem kindurnar bíða í og básinn en að ofan er kominn viðskiptavinur í stólinn hjá Einari. Hér sést inn í básinn sem lokast sjálfkrafa þegar kindin ýtir á bandið. Daníel gengur frá göml- um krana til flutnings áleiðis til Pakistan. Á myndinni til hægri er verið að festa traktors- gröfu og hjólaskóflu á vagn til flutnings um borð í Wilson Muga. Athafnamaðurinn Daníel Ingimundarson á Hólmavík stendur þessa dagana í ströngu við að flytja gamlar vinnuvélar af Vestfjörðum og Austfjörðum sem fara eiga um borð í Wilson Muga. „Ég er búin að keyra um fimm þúsund kílómetra og nú er ég að falla á tíma því ég er með vagn í láni til að flytja þetta,“ sagði Daníel þegar fréttaritari náði tali af honum milli ferða. Aðspurður segir Daníel þetta vera gamlar og úrsérgengnar vélar, jarðýtur, krana og hjólaskóflur. „Vélarnar voru meðal annars í eigu Ágústs Guðjónssonar á Hólmavík og einhverjar þeirra komu úr hinu kunna véla- og bílasafni á Garðsstöðum við Ísafjarðardjúp. Þær verða síðan fluttar með skipinu alla leið til Pakistan og hefur sami kaupandi og keypti skipið fjárfest í þeim fyrir milligöngu Árna Kópssonar og Ágústs Fylkissonar hjá fyrirtækinu Til og frá. Það hefði eflaust verið hægt að selja fleiri ef það hefði verið meiri tími,“ segir Daníel. Til og frá er samstarfsaðili Daníels en hann rekur Dekkja og kranaþjónustu Danna á Hólmavík. kse Gamlar vinnuvélar fluttar um borð í Wilson Muga Margir bændur hafa stundað heysölu undanfarin ár og þá fyrst og fremst til hestamanna en þeim hefur fjölgað gríð- arlega síðustu misserin. Nú er svo komið að margir heysalar eru að draga saman seglin eða hætta alveg heysölunni. Ástæðan er einföld; allur tilkostnaður, svo sem áburður, plast, vélar og flutningskostnaður, hefur hækkað gríðarlega undanfarið en verð á heyi hefur að mestu staðið í stað sl. tíu ár. Auk þess eiga margir bændur fyrningar sem þeir vilja gjarnan losna við, jafnvel fyrir ekki neitt. Bændur á þeim bæjum þar sem riða hefur komið upp í sauðfé sitja uppi með mikið af heyi sem þeir þurfa að losna við og falbjóða fyrir lítið sem ekkert verð. Ólafur Davíðsson á Hvítárvöllum í Borgarfirði hefur verið stórtækur í heysölu undanfarin ár. Hann sagð- ist í samtali við Bændablaðið vera að draga saman seglin. Hann sagðist ef til vill ekki hætta heysölu alveg í ár en hún yrði ekki svipur hjá sjón miðað við það sem verið hefði und- anfarin ár. Ólafur sagði að heysalar hefðu reynt að hækka verðið örlítið í fyrra en það hefði ekki gengið upp. Kaupendur hefðu getað fengið nóg af heyi annars staðar fyrir lægra verð því bændur sem væru með afgang- srúllur létu þær fyrir sama sem ekki neitt bara til að losna við þær. Dýr vélakostur Þá bendir Ólafur á að vélakostur til stórbaggaframleiðslu sé orð- inn óskaplega dýr, mun dýrari en til rúllubaggaframleiðslunnar. Áburður og annar tilkostnaður hafi hækkað mikið og því sé það vita vonlaust að rækta tún og ætla að selja heyið. Það dæmi gangi ekki upp. Annar bóndi sem stundað hefur heysölu undanfarin ár segist vera hættur. Allur tilkostnaður hafi hækkað svo mikið að heysalan beri sig ekki enda hafi verðið á heyinu nánast staðið í stað í tíu ár. Hann segist hafa verið með mikla þjón- ustu í sambandi við þessa heysölu sína. Hestamenn hafi bara hringt og beðið um hey og þá hafi hann flutt það á staðinn. Hjá föstum við- skiptavinum segist hann hafa vitað hversu marga bagga þeir þyrftu á viku eða mánuði og séð um óbeð- inn að alltaf væri nóg hey til staðar. Fyrir þessa þjónustu eru menn ekki tilbúnir að borga það sem þarf, að sögn heysalans. Þrengist um á markaðnum Hann sagðist vita um marga heysala sem væru að draga úr umsvifum eða hætta alveg og end- urnýjun í greininni væri nánast engin. Umsvifin væru mikil, menn hringdu á öllum tíma sólarhrings- ins og bæðu um hey, þeir hefðu því miður gleymt að hringja í gær hvort ekki væri hægt að fá hey strax í fyrramálið o.s.frv. Nánast engir hestaeigendur í þéttbýlinu sem ættu jarðir stæðu í því að heyja fyrir sig enda væri kostnaðurinn við að koma sér upp vélakosti svo mikill og menn bundnir við að vera til taks við heyskap þegar rétti tíminn væri til þess að sumrin. Þess vegna keyptu þeir heldur hey. Nú gæti þrengst um á þessum heymarkaði í haust. S.dór Heysala að detta niður vegna aukins tilkostnaðar og lágs verðs Landbúnaðarsafn Íslands Unnið að gerð stefnuskrár fyrir safnið Þann 14. febrúar sl. var Land- búnaðarsafn Íslands formlega stofnað og því skipuð stjórn. Ágúst Sigurðsson, rektor Land- búnaðarháskóla Íslands, er formaður stjórnar. Bjarni Guðmundsson, prófessor við LbhÍ, er framkvæmdastjóri eða ,,verkamaður stjórnarinnar“, eins og hann orðar það sjálfur, en hann hefur séð um Búvélasafnið á Hvanneyri frá upphafi. Bjarni sagði að stjórnin hefði komið saman til síns fyrsta fundar 16. maí sl. þar sem saman komu bæði aðalmenn og varamenn. Á þessum fundi var gengið form- lega frá stofnun Landbúnaðarsafns Íslands og fram fór ítarleg umræða um hlutverk þess og hvernig menn munu bera sig að til að byrja með. Margar góðar hugmyndir á lofti Margar góðar hugmyndir komu þarna fram og var Bjarna og Ágústi falið að vinna nánar úr þeim með það fyrir augum að búa til stefnuskrá fyrir safnið. Hún yrði svo tekin til umræðu á næsta stjórnarfundi sem verður haldinn í byrjun júlí. Bjarni sagði að nokkuð hefði verið rætt um húsnæði fyrir safn- ið og hefðu menn þá beint sjón- um að gamla Halldórs-fjósinu á Hvanneyri sem staðið hefur autt um tíma. Þar er um mjög stórt og gott húsnæði að ræða. Árið 2010 nefnt sem viðmiðunarár ,,Síðan hefur verið töluvert rætt um þann hluta safnsins sem yrði utanhúss og snýr að menning- arminjum, menningarlandslagi og að nýta annað umhverfi í þágu safnsins. Þá var rætt um mál sem varðar Bændasamtökin og er ein aðalástæða aðildar þeirra að safn- inu. Það er að um verði að ræða lifandi safn sem dragi fram stöðu landbúnaðarins eins og hún er núna. Umhverfið hér á Hvanneyri er hentugt til þeirra hluta,“ sagði Bjarni. Ekki hefur verið ákveðið hve- nær safnið verður opnað en Bjarni sagði að árið 2010 hefði verið nefnt sem viðmiðunarár. Hugsunin væri sú að þetta þróaðist hægt og síg- andi á grundvelli Búvélasafnsins á Hvanneyri sem á mjög ríkulegan safnkost sem þarf að hirða og ann- ast um. S.dór

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.