Bændablaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 20074 Magnús Á. Ágústsson garðyrkju- ráðunautur Bændasamtakanna hefur nú starfað í Tungunum í nærfellt ár. Magnús flutti með skrifstofu sína frá Reykjum og er með skrifstofu á Bjarkarbraut 13 í Reykholti. Símanúmerin eru 483 4579 og 892 4003 en hann verður í fríi án síma frá 25. júní til 6. júlí. Svo skemmtilega vildi til að þegar hann tilkynnti flutning sinn í Reykholt, flutti Pósturinn Bændasamtökin líka í Reykholt en að vísu í annað hús! Þetta sýnir hve auðvelt og sársaukalítið það getur verið að flytja stofnanir út á land. Magnús er ánægður með flutn- inginn, segir að Reykholt sé mið- svæðis ef litið er til garðyrkju og væntanleg brú að Flúðum hjá Bræðratungu muni leiða til þess að um 80% framleiðenda í garð- yrkju verði í 15 mínútna fjarlægð frá Reykholti. Ekki er nokkur vafi á að brúin yfir Hvítá mun efla upp- sveitirnar mikið, að hans mati. „Það telst til gleðilegra tíðinda í sveitinni að nú er verið að byggja nýtt gróðurhús á Espiflöt þar sem framleiða á blóm til afskurðar. Mikill samdráttur hefur orðið í ræktunarflatarmáli í blómum en framleiðsla hefur ekki minnkað að sama skapi þar sem framleiðsla á m2 hefur aukist með aukinni lýs- ingu. Feðgarnir í Gufuhlíð, Helgi og Jakob, eru einnig að byggja nýtt gróðurhús en þeir rækta gúrkur. Hinum megin Hvítár er búið að planta miklu af káli þrátt fyrir að tíðin hafi verið stirð, tíðar frost- nætur í maí og þurrkar og vind- ar. Nú eru gerðar athuganir með tvöfalda dúka yfir fyrstu útplant- anir og lofar það góðu. Settur er plastdúkur með 500 götum á m2 yfir akrýldúk. Það er með ólík- indum hvað plastdúkurinn liggur rólega á í vindi á meðan hefðbund- inn akrýldúkur lemur á plöntunum. Nauðsynlegt er að tryggja með slíkum aðferðum að uppskera náist að hausti en á síðasta ári björguðu hlýindin í ágúst og september því að uppskera náðist,“ segir Magnús Á. Ágústsson garðyrkjuráðunaut- ur og hyggur gott til dvalar í Reykholti. Garðyrkjuráðunauturinn fluttur í Reykholt Að ofan sjást framkvæmdir við byggingu nýs gróðurhúss í Gufuhlíð í Bláskógabyggð. Á neðri myndinni má sjá tvöfalda dúkinn sem garð- yrkjubændur nota til að hlífa plöntunum við vindbarningi. Magnús Á. Ágústsson ráðunautur. Þann 1 maí sl. voru sextíu ár liðin frá því Byggingafyrirtækið Stígandi hf. á Blönduósi var stofn- að. Það er nú með elstu starfandi fyrirtækjum í þessari grein á landinu. Stofnendur Stíganda voru Kristján Gunnarsson bygginga- meist ari, Kaupfélag Austur Hún- vetn inga, Búnaðarsamband A-Hún- vetn inga og Blönduósbær. Í dag er Hilmar Kristjánsson framkvæmda- stjóri stærsti eigandinn, en auk hans eru sex starfsmenn eigendur að fyrirtækinu. Stígandi hefur allt frá upphafi verið til húsa að Húnabraut 29 á Blönduósi. Þar byrjaði það í húsnæði sem var um 250 m2 að stærð en árið 1977 var byggt við og húsið stækkað í um 930 m2. Fyrirtækið hefur í dag á að skipa ágætum vélakosti til starfseminnar. Jón Sverrisson verkstjóri hjá Stíganda sagði að næg verkefni væru framundan. Þannig væru í dag bókuð verk talsvert fram á næsta ár. Fyrirtækið er bæði í nýbygg- ingum og innréttingasmíði. Það hefur selt mikið af innréttingum á Reykjavíkursvæðið undanfarin ár og þær hafa líkað vel. Til marks um það sagði Jón að í nokkrum tilfell- um hefði Stígandi verið með hæsta tilboð í verk og fengið það samt. Þeir væru að smíða dýrar innrétt- ingar en leggðu líka mikið uppúr að hafa þær vandaðar og það hefði skilað sér. Verkkaupar eru bæði fyr- irtæki, stofnanir og einstaklingar. Starfsmenn um þessar mundir eru um 25 talsins og nokkrir búnir að vinna lengi hjá fyrirtækinu. „Þetta eru magnaðir karlar sem vita hvað þeir eru að gera og hvað við- skiptavinurinn leggur uppúr að fá,“ sagði Jón Sverrisson þegar tíðinda- maður blaðsins leit inn hjá honum á dögunum. ÖÞ Trésmiðjan Stígandi á Blönduósi sextíu ára Hressir starfsmenn Stíganda, frá vinstri: Guðmundur Sigurðsson, Hlynur Tryggvason, Gunnar Sigurðsson og Jón Sverrisson. Ljósm. ÖÞ Suðurlandsskógar á Selfossi fögn- uðu 10 ára starfsafmæli sínu þriðjudaginn 5. júní með af mælis- samkomu hjá Jóni Hólm Stefáns- syni og Rósu Finnsdóttur, skóg- arbændum í Gljúfri í Ölfusi. Farið var yfir sögu verkefnis- ins og það sem framundan er, auk þess sem boðið var upp á klein- ur og ketilkaffi að hætti skógar- manna. Í dag eru um 270 bændur í Suðurlandsskógum og í ár er ætlað að gróðursettar verði 1,3 milljónir plantna á vegum verkefnisins. Lög um Suðurlandsskóga voru sett á Alþingi 1997, en ný lög um landshlutaverkefnin, sem Suður- lands skógar heyra undir, voru sam- þykkt 2. júní 2006. Fyrst var gróð- ursett undir merkjum Suður lands- skóga vorið 1998. Suðurlandsskógar er átaksverk- efni í skógrækt á Suðurlandi til 40 ára. Takmarkið er að rækta upp skóg í 5% af láglendi svæðis ins á tímabilinu. Starfssvæði verkefn- isins nær yfir Reykjanes, Ár nes- sýslu, Rangárvallasýslu og Skafta- fells sýslur báðar. MHH Þrír skógarbændur, hjónin í Gljúfri, Rósa og Jón Hólm, ásamt Sigurði Hermannssyni í Gerðarkoti í Ölfusi. Brunavarnir í sveitum Helstu fréttir af brunavarnarverk- efninu eru þær að nú er lokið yfir- ferð um sveitabæi í Grundarfirði. Næst verða teknar fyrir bruna- varnir í Borgarbyggð en sveitarfé- lagið mun þar vinna með okkur að verkefninu. Tryggingafélögin hafa sýnt verkefninu áhuga og eru áhugsöm um samstarf og hafa einnig tekið á sig hluta kostnaðar. Þegar er búið að selja nokk- ur sérhæfð brunavarnarkerfi fyrir búfjárhús en eitt slíkt kerfi er til sölu hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands. Frá þessu er greint í Fréttabréfi Búnaðarsamtaka Vesturlands. Húsbyggingar á Hólmavík Vefurinn strandir.is segir frá því að framundan séu húsbyggingar á Hólmavík, en skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði í þorpinu und- anfarið. Nýlega ráðstafaði sveit- arstjórn Strandabyggðar síðustu skipulögðu einbýlishúsalóðinni við Lækjartún og einnig er fyrirhugað að stofnað verði félag sem hefur á stefnuskránni að reisa einingarhús á Hólmavík. Að því félagi standa Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Hólma drangur ehf., Sparisjóður Stranda manna og Trésmiðjan Höfði ehf. 10 ára afmæli Suðurlandsskóga fagnað Allir stjórnarmenn hjá Suðurlandsskógum mættu að sjálfsögðu í 10 ára afmælið. Hér eru þau, talið frá vinstri; Björn B. Jónsson, framkvæmdastjóri verkefnisins, Hreinn Óskarsson, Garðar Hannesson, stjórnarformaður og Agnes Geirdal. Sláttur hófst í Eyjafjarðarsveit sl. föstudag, en þá hófu þrír bændur slátt að því er best er vitað. Einn þeirra, Benjamín Baldursson á Ytri-Tjörnum notaði blíðskaparveðrið og sló um 3-4 ha í námunda við bæinn. „Þetta er nú frekar með fyrra fallinu,“ segir hann. Lítið hefur rignt norðan heiða að undanförnu og segir Benjamín tún frekar þurr, „það mætti nú alveg rigna töluvert, það yrði ágætt fyrir sprettuna,“ segir hann. Útlit hvað heyskap varðar segir hann þó gott og tún hafi komið vel undan vetri, hvergi kalbletti að sjá. „Veturinn var frekar mildur, bæði mars og apríl voru hlýir og það skiptir miklu máli,“ segir hann. Sláttur hafinn í Eyjafirði

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.