Bændablaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200725
í verknám á sveitabæi þar sem
aðstaða sé til þess.
Sverrir segir það auðvitað mis-
jafnt hvernig börnin séu innbyggð;
eitt sé meira á heimspekilegri nót-
unum á meðan annað sé meira í
verklegu. Það skipti ekki máli hvar
fólk sé fætt og uppalið, það sé öllu
heldur hvernig hver og einn sé inn-
byggður og hvort hann finni sér
þannig rétta braut í lífinu.
Hundarnir sjá að mestu um
smölun
Sverrir nýtir sér hundana sína mikið
við smölun. Hann segir það mesta
mun og vinnusparnað að hafa þá.
Nú eiga þau fimm Border Collie
hunda. Sjálfur temur hann hundana
og hefur farið á nokkur nám-
skeið hjá Gunnari á Daðastöðum í
Öxarfirði, sem er mikill hundarækt-
andi og Sverrir sækir hunda sína
hiklaust til. En þetta er ekki það
eina sem sparar vinnu; í fjárhúsinu
er einnig búið að setja upp gjafa-
kerfi þannig að það þarf ekki að
vera stanslaust að gefa á garðann,
heldur aðeins að setja rúllur undir
þar til gerða talíu sem færir heyið
fram í hús. Þar kemst um þriðjung-
ur af kindunum að í einu og hafa
þær því alltaf hey til átu. Sverrir
segir að það sé miklu meira rými í
húsinu eftir að hann breytti þessu,
sauðburðaraðstaða sé góð og mun
minni tími fari í gjafir og brynn-
ingu.
Hann segi að fósturtalning í
ánum sé einnig mikil bylting sem
auðveldi um margt sauðburðinn.
Það nýjasta er svo örmerking á
lömbin þar sem allar upplýsingar
eru settar inn í litla vasatölvu og
merkið á lambinu síðan skannað til
að sjá þær. „Þetta er það sem koma
skal og á eftir að verða mikil breyt-
ing. Allt svona lagað gefur bænd-
um færi á að hagræða í vinnu og
auka þá jafnvel við sig fé og bæta
framleiðsluna. Það verður að vera
framþróun, það dugir engin aft-
urhaldssemi ef bændur eiga að vera
samkeppnishæfir á markaðinum,“
segir hann.
Það er í nógu að snúast á stóru
heimili eins og á Ytra-Lóni. Þau
tína eitthvað af æðardúni úr hreiðr-
um og segja að varpið sé ágætt í
ár. Einnig nýta þau allan rekavið
en hver einasta spýta í farfugla-
heimilinu er úr rekaviði af nesinu.
Nú fer þó mestur viðurinn í girð-
ingarstaura sem þau nota sjálf en
einnig selja þau töluvert af staurum
á hverju ári. Nokkrar kanínur og
íslenskar hænur eru á bænum, sem
og 17 hross sem notuð er til gagns
og gamans.
Það er heilmikil uppbygging
sem þau hafa staðið fyrir á bænum
og mikil vinna lögð í að gera far-
fuglaheimilið sem notalegast. Þau
eru nokkuð bjartsýn á íslenskan
landbúnað og hafa trú á sinni sveit.
Heimasíða farfuglaheimilisins er
http://www.visitlanganes.com
Texti og myndir: GBJ