Bændablaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200724
Sverrir Möller og Mirjam
Blekkenhorst búa á Ytra-Lóni á
Langanesi ásamt fjórum börn-
um sínum. Þau eru með um 400
kinda fjárbú og einnig reka þau
ferðaþjónustu. Búskap sinn byrj-
uðu þau á Hólsseli á Hólsfjöllum
en neyddust til að flytja þaðan
þegar lausaganga búfjár var
bönnuð á svæðinu. Blaðamaður
Bændablaðsins hitti þau fyrir í
lok maí þegar sauðburður stóð
sem hæst og ferðamannavertíðin
senn að skríða af stað.
Það er óhætt að segja að Ytra-
Lón sé í ríki í íslenskrar náttúru því
það eru fjölmargir fuglar sem taka
á móti gestum sem þangað koma,
brimið lætur í sér heyra og fjöllin
eru skammt undan. Bæjarstæðið
kann að þykja frekar afskekkt en
það er einnig það sem gerir þetta
umhverfi aðlaðandi fyrir ferða-
menn. Nýr og bættur vegur liggur
nú alla leið út á Font á Langanesi
og segja þau hjónin að umferð hafi
aukist út á nesið og þar með ferða-
mannastraumurinn eftir að hægt
var að fara á öllum bílum þangað.
Farfuglaheimilið hefur verið opið
síðan 1999. Það var í upphafi með
átta rúmpláss en nú eru þar rúm
fyrir 16 gesti.
Bæði innlendir og erlendir
ferðamenn
Mirjam er hollensk að uppruna
og hefur því tækifæri til að kynna
ferðaþjónustuna fyrir samlöndum
sínum. Það eru margar bókanir
fyrir sumarið frá Hollandi en það
er einnig til komið vegna viðtals
og umfjöllunar sem birtist um
ferðaþjónustuna í þarlendu blaði.
Hollensk blaðakona sem kom til
þeirra í desember skrifaði um Ytra-
Lón í blað sitt, sem síðan var birt
í fleiri blöðum og reyndist vera
afar góð auglýsing. Sverrir segir að
íslenskir ferðamenn komi bæði til
að ganga um nesið og til fuglaskoð-
unar. Það eru fallegar gönguleiðir á
nesinu og því margir sem nota sér
það til útvistar og náttúruskoðunar í
ferðalögum sumarsins.
Mirjam segir að það sé ekki full-
bókað fyrir sumarið en það líti þó
vel út. Straumur ferðamanna virð-
ist ekki fara eftir veðri og vindum
og einhverjar sveiflur eru í fjölda
þeirra. Árið 2003 var gott á meðan
árið á eftir var frekar slakt án þess
að hægt sé að nefna einhverja sér-
staka ástæðu fyrir því. Hún segir að
erlendu ferðamennirnir séu flestir
búnir að bóka fyrir fram þannig að
koma þeirra fari ekki eftir veðri.
Íslenskir ferðamenn fari meira eftir
veðri en þar komi einnig inn í að
ef illa viðrar komi oft einhverjir í
gistingu sem flýja inn úr tjöldum
og tjaldhýsum. Þannig geti veðrið
virkað í báðar áttir fyrir farfugla-
heimilið.
Nokkuð er um að það komi
hópar sem fara í skipulagðar
gönguferðir á Langanesi. Sjálf
bjóða þau ekki upp á slíkar ferðir
eða leiðsögn en hafa hjálpað til ef
með þarf, skutlað hópum eða náð
í þá eftir gönguferðir. Sverrir segir
að stöðugt fleiri fuglaskoðarar upp-
götvi þetta landshorn; fuglalífið sé
fjölskrúðugt og þar sem lítil umferð
sé um nesið að öllu jöfnu gefist
gott færi til fuglaskoðunar. Þau
hjónin eru þátttakendur í strand-
menningarverkefni, NORCE, sem
nær frá Húsavík að Langanesi, en
fleiri lönd taka þátt í verkefninu.
Það er verið að búa til skilti fyrir
fuglaskoðara, vinna með vitana við
ströndina og í sumar kemur út mat-
reiðslubók með hefðbundnum upp-
skriftum af svæðunum.
Ferðamennirnir dvelja mislengi
en sumir koma til gistingar eftir að
hafa dvalið á nesinu. Þau nefna þar
sérstaklega eitt par sem kom að vori
til og hafði þá dvalið í tvær vikur á
Langanesinu og eingöngu lifað af
því sem náttúran gaf af sér; veitt
fisk, borðað egg o.fl. sem þykir
frekar frumstætt nú.
Erum okkar eigin hirðar
Sverrir er fæddur og uppalinn í
Reykjavík en fór tíu ára í sveit í
Hólssel á Hólsfjöllum. Hann var
þar í fjögur sumur og má segja að
það hafi ráðið úrslitum um hans
ævistarf. Tæpra 16 ára fór hann
í Bændaskólann á Hvanneyri og
þurfti undanþágu fyrir inngöngu
þar sem hann byrjaði í janúar en
varð ekki 16 ára fyrr en seinna á
því ári. Leiðin lá fjótlega í búskap-
inn eftir það en hann hóf búskap á
Hólsseli árið 1984, aðeins tvítugur
að aldri.
Þegar Mirjam kom fyrst til
Íslands árið 1988 var hún í leit að
smá tilbreytingu, hafði tekið sér
frí frá námi en hún er klæðskeri að
mennt. Hún réð sig sem ráðskonu
hjá Sverri og hefur verið hér á landi
síðan. Þau fara oft til Hollands að
hitta fjölskyldu hennar sem kemur
líka í heimsókn til Íslands. Börnin
eru öll flugfær í hollensku þar sem
hún hefur alltaf talað við þau á
móðurmáli sínu. „Það er svo mik-
ilvægt að þau geti talað við fólkið
okkar úti, kynnst því þannig betur
og átt við það eðlileg samskipti,“
segir hún.
Búsetan á Hólsfjöllunum fékk
frekar dapurlegan endi því þau
neyddust til að flytja þaðan þegar
lög voru sett um að banna lausa-
göngu búfjár á svæðinu. Þeir bænd-
ur sem þar bjuggu urðu því að selja
sinn kvóta og jarðir til ríkisins.
„Við sömdum beint við landbún-
aðarráðuneytið um makaskipti á
jörðum og fengum þessa ágætu jörð
til ábúðar sem við gátum flutt með
okkar bústofn á. Þetta voru í raun
bara nauðarflutningar sem engin
þörf var fyrir að okkar mati. Það
hlýtur að vera einsdæmi á Íslandi
að það sé hægt að reka fólk svona
í burtu af jörðum sínum,“ segir
Sverrir og er greinilega ekki sáttur
við málalok.
Þau fluttu í Ytra-Lón sumarið
1991 og voru svo alkomin þegar
búið var að smala á Fjöllunum um
haustið. Þó nokkur hlunnindi fylgja
jörðinni, svo sem rekaviður, veiði
og æðarvarp. Sverrir segir að það
sé auðvitað líka kostur að þarna séu
fleiri nágrannar, miklu félagslegra
heldur en það var á Fjöllunum.
„Okkur hefur liðið mjög vel hérna.
Það tók smá tíma að átta sig á þessu
öllu vegna þess að maður flutti
nauðugur en það er gott að vera
hérna,“ segir Mirjam.
Hreinn blekkingaleikur
Síðan lausaganga búfjár var bönn-
uð á Hólsfjöllum hefur miklum
peningum verið varið í ræktun
lands og uppgræðslu mela. Sverrir
segist hafa skoðað þetta þó nokk-
uð og sjái ekki betur en þetta fari
mest í eintóma sýndarmennsku
þar sem áhersla sé lögð á að rækta
upp örfoka mela með fram þjóð-
veginum þar sem til sjáist. ,,... sem
engin þörf er á að græða þar sem
búfé er ekki til staðar til að nýta
gróðurinn, en minna gert til þess
að stöðva uppblástur í rofabörð-
um þar sem mest þörfin er á, það
þykir víst of dýrt.” Hann segir að til
að byrja með hafi verið grætt upp
með fram gamla veginum í gegn-
um Grímsstaði en þegar hann var
færður var byrjað að græða upp
í kringum nýja veginn. „Ef það
hefðu verið fleiri bændur og meiri
samstaða þá hefði ekki verið hægt
að gera þetta,“ segir Mirjam og
talar um hvað það sé leiðinlegt að
keyra þarna og sjá hvergi líf, ekki
eina einustu sauðkind á beit.
Sverrir telur að landþekkingin á
Hólsfjöllunum týnist smám saman
þegar engin byggð sé þarna. „Ég
var fenginn fyrir nokkrum árum til
að setja örnefni í Hólsselslandinu
inn á GPS-tæki en ég þekki sjálf-
ur ekki nema hluta af þeim.“ Hann
segir að gróðrinum sé langbest
haldið við á svona svæðum með
hæfilegri beit, tilbúinn áburður sé
oft svo yfirborðskenndur að gróð-
urinn sé alveg rótlaus.
Skólinn þarf að tvinna saman
bóklegt og verklegt
Mirjam og Sverrir eiga fjögur börn.
Hugbjört, sú yngsta, er tveggja
ára, Alvin er sex ára og byrjar í
skóla í haust, Janneke er 12 ára og
Karlotta, sú elsta, er 14 ára. Þar sem
engin önnur börn búa svo utarlega á
Langanesinu núna keyra þau börnin
sjálf í skólann, sem tekur vissulega
mikinn tíma. Þau eru sammála um
að það vanti miklu meiri verkleg-
an þátt inn í grunnskólann. Sverrir
segir að börnin séu alltof hlaðin
heimavinnu eftir langa daga í skól-
anum, þau eyði allri sinni orku í
þetta. „Þau þurfa að byrja á því að
læra landafræðina og náttúrfræðina
heima fyrir og vaxa út frá því.“
Börnin sækja skóla á Þórshöfn
en Mirjam segist horfa til skólans
sem er í sveitinni í Þistilfirði. „Það
er einstakt að hafa svona skóla í
sveitinni. Það er líka svo gott fyrir
samfélagið. Sveitin er góð fyrir
krakkana að alast upp í, það er fjöl-
skylduvænt og mér finnst gott að
börnin alist sem mest upp heima ef
það er hægt.“ Börnin hafa lítið farið
á leikskóla en Alvin er þó í leikskól-
anum núna tvo daga í viku. Honum
finnst gaman að leika við krakk-
ana og þarf líka að kynnast þeim
þar sem hann byrjar í skólanum í
haust. Þau segja það mikilvægast af
öllu að hlúa vel að börnunum. Þeim
finnst að það vanti meiri framtíð-
arsýn í skólana og eins nýbreytni,
að það mætti t.d. setja unglinga
Í ríki náttúrunar
Þessi fallegi hrútur hefur afar sér-
stakan lit, hann er með mórauðan
haus og svarflekkótt bak. Hann er
einnig ferhyrndur eins og nokkrar
ær á bænum
Fjölskyldan á Ytra-Lóni nýtur
aðstoðar Corien Schrama í
sveitastörfunum en Alvin var fjarri
góðu gamni þegar myndin var
tekin.
Alvin og Hugbjört heilsa upp á lömbin í fjárhúsinu.
Rætt við hjónin Sverri Möller og Mirjam Blekkenhorst
sem búa með fé og ferðamenn í Ytra-Lóni á Langanesi
Lömbin leika sér frjáls við hlið mæðra sinna í fjöruborðinu á Langa nesinu