Bændablaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 20072
Fréttir
Allir tollar voru afnumdir af
garð plöntum þann 1. mars sl.
við harðorð mótmæli garðyrkju-
bænda sem sögðu um mismun-
un að ræða. Viðurkennt var
af yfirvöldum að þarna hefði
minni hagsmunum verið fórn-
að fyrir meiri í samningum við
Evrópusambandið. Því má búast
við umtalsverðum innflutningi
á garðplöntum á þessu sumri.
Vegna þeirrar samkeppni ætla
íslenskir garðplöntuframleið-
endur að taka upp merking-
ar á íslenskri framleiðslu með
íslensku fánaröndinni. Eins og
allir vita hefur íslenskt grænmeti
verið í sérmerktum pakkningum
um árabil og tilbúna vendi úr
afskornum blómum var byrjað
að sérmerkja í fyrra. En nú er
komið að garðplöntunum.
Íslenskir garðplöntuframleið-
endur leggja metnað sinn í að bjóða
garðplöntur sem henta íslensku
veðurfari og hafa sannað sig við
íslenskar aðstæður og verið aðlag-
aðar þeim.
Sameiginlegur gagnagrunnur
Helga Hauksdóttir, framkvæmda-
stjóri Sambands garðyrkjubænda,
sagði í samtali við Bændablaðið að
í byrjun þessa árs hafi garðyrkju-
bændur komið sér upp sameig-
inlegum gagnagrunni. Þar er komið
fyrir öllum þeim upplýsingum sem
liggja fyrir hjá garðplöntubænd-
um. Þeir hafa að sjálfsögðu mikla
reynslu af mismunandi tegundum
og yrkjum sem engir aðrir hafa.
Síðan ætla þeir að koma með sam-
eiginlegar merkingar á sína vöru.
Helga segir að nú fari að koma
í ljós fyrstu áhrif þess að tollar
voru afnumdir af garðplöntum 1.
mars sl. Þegar eru komnir til lands-
ins nokkrir gámar fullir af sum-
arblómum sem koma á markaðinn
nú þegar sumarblómatíminn hefst
af fullum krafti. Helga telur að á
næstu árum verði áhrifin af þessu
afnámi tolla enn meiri. Þess vegna
sé nauðsynlegt fyrir íslenska garð-
plöntuframleiðendur að merkja sína
vöru því þeir séu með plöntur sem
aðlagaðar hafa verið íslensku veð-
urfari. Íslenskir garðplöntufram-
leiðendur hafa í gegnum árin verið
að þróa sínar trjáplöntur og fjölær
blóm þannig að þau þola fullkom-
lega íslenskt veðurfar.
Að herða blóm
Varðandi einæru blómin er ekki um
mikla þróun að ræða en hinsvegar
hafa garðplöntubændur valið úr harð-
gerðustu tegundirnar. Síðan kemur
það sem kallað er að herða ein-
ærblóm eins og til að mynda stjúpur.
Þá eru þær ræktaðar inni framan af
en seinni hluta ræktunartímabilsins
eru þær settar út og þar með aðlagast
þær hinum lága hita sem er hér á
landi. Þar sem þetta er ekki gert þola
sumarblómin ekki kuldakast eins og
koma svo oft hér á landi, þau láta
þegar í stað á sjá á meðan ekkert sér á
hertu blómunum.
Vegna þessa er nauðsynlegt
að sérmerkja íslensku framleiðsl-
una því hún hefur verið aðlöguð
íslensku veðurfari og hitastigi þolir
hvoru tveggja betur en suðræn
blóm. S.dór
Íslenskar garðplöntur
merktar með fánaröndinni
Ragna Helgadóttir, heimasætan á Kjarri í Ölfusi, með nýju merkimiðana fyrir
íslensku garðplöntuframleiðendurna. Á spjaldinu eru góðar upplýsingar um
plöntuna og íslenska fánaröndin er neðst á því eins og sjá má. Ljósm. MHH
Dómkórinn syngur
í Grundar-
fjarðarkirkju
Dómkórinn í Reykjavík hef-
ur haft þann sið um árabil
að ljúka vetrarstarfi sínu
með ferðalagi og tónleik-
um á landsbyggðinni. Hefur
hann sungið víðsvegar um
landið á þessum ferðum. Að
þessu sinni er ferðinni heit-
ið á Snæfellsnes og verða
tónleikar haldnir í Grundar-
fjarðar kirkju laugardaginn
16. júní kl. 14.
Þar syngur kórinn íslensk
þjóð lög og sálmalög, erlenda
madrigala, sönglagaflokk eftir
Johannes Brahms og fleira.
Aðgangur er ókeypis og öllum
frjáls meðan húsrúm leyfir.
Kórinn skipa rúmlega 50 söngv-
arar en stjórnandi er Marteinn
H. Friðriksson dómorganisti.
Gamlir Landróverar gætu orðið
ný útflutningsgrein hjá bænd-
um ef marka má reynslu Torfa
Þórarinssonar bónda á Skógum
í Hörgárdal. Hann auglýsti einn
slíkan í Bændablaðinu ekki alls
fyrir löngu og fékk mun meiri
viðbrögð en hann átti von á. Nú
er bíllinn seldur – til Danmerkur!
Og Danir vilja fá fleiri.
Forsaga málsins er sú að Torfi
auglýsti í Bændablaðinu í vetur eftir
Landróver af lengri gerðinni. Ekki
bar það árangur en hann keypti
hins vegar jeppa af styttri gerðinni
austan af landi. Svo frétti hann af
öðrum af lengri gerðinni og keypti
hann. Þá hafði hann ekkert við þann
stutta að gera lengur og auglýsti
hann til sölu í Bændablaðinu.
„Viðbrögðin voru langt umfram
það sem ég átti von á. Ég fékk
fjölda símtala og þar á meðal frá
útlöndum. Og nú er jeppinn sem ég
keypti í vetur á leið til Danmerkur.
Sá sem kaupir er íslenskur húsa-
smiður sem býr í Hróarskeldu og
er að læra gamla byggingarlist.
Hann er félagi í Landróverklúbbi
Danmerkur og þegar hann sagði frá
auglýsingunni varð uppi fótur og fit
í klúbbnum. Hann hafði samband
við mig og spurði hvað ég gæti
útvegað marga bíla. Ástand bílanna
skipti engu máli, hann gæti selt allt
sem ég gæti útvegað,“ sagði Torfi.
Félagarnir í Landróverklúbbnum
gera bílana upp sjálfir og þeim
fannst þeir hafa himin höndum
tekið þegar þeir fréttu að bak við
annan hvern hól á Íslandi lægi gam-
all Landróver. „Þeir ryðga svo illa
niður þarna úti að þeir hverfa bók-
staflega svo það er ekkert framboð
af notuðum jeppum. Kaupandinn
sagði mér að það væri hægt að fá
alla varahluti í Landróver og að
þeir kostuðu ekki mikið, hurðin
með öllu tilheyrandi fæst til dæmis
á 7.000 íslenskar krónur og gal-
vaníseruð grind á 110.000,“ segir
Torfi.
Fáum sögum fer af því til hvers
þeir dönsku nota bílana eftir að þeir
hafa gert þá upp en Torfi segir að
þar sem Landróver sé ekki með afl-
mestu bílum henti hann áreiðanlega
vel í danskar fjallaferðir!
Þeir sem hafa áhuga á að gera sér
mat úr gamla jeppahræinu sínu ættu
að hafa samband við Torfa en hann
svarar í símann 897 7178. ÞH
Ný útflutningsgrein: gamlir Landróverar
Danskir áhugamenn um Landróver væru eflaust til að í að greiða morðfjár
fyrir þennan, verst þó að hann skuli líta svona vel út því aðalsportið hjá
þeim er að gera þá upp.
Banni við silungs-
veiðum í net í
Eyjafirði aflétt
Fyrir þremur árum setti veiði-
málastjóri reglugerð sem bann-
aði allar silungsveiðar í net
í Eyjafirði en bændur höfðu
margir lagt net út frá sínu landi
og veitt sér í soðið. Bannið náði
til allra bæja í austanverðum
Eyjafirði, það er í Svalbarðs- og
Grýtubakkahreppum, en vest-
anmegin fjarðarins hafði silungs-
veiði í net verið bönnuð í mörg ár
á undan. Þá náði reglugerð veiði-
málastjóra um bann við silungs-
veiðum í net í sjó alveg austur í
Þistilfjörð.
Ástæða sjóveiðibannsins var
sögð sú að koma í veg fyrir að
lax veiddist í netin. Hins vegar er
enginn lax í Eyjafjarðará þannig
að þetta bann gat ekki átt þar við.
Bændur sem urðu fyrir veiðibann-
inu undu því ekki og lögðu fram
stjórnsýslukæru en henni var hafn-
að. Þá sendu þeir málið til umboðs-
manns Alþingis sem úrskurðaði
bændum í hag í fyrra. Samt var
það ekki fyrr en nú í vor sem bréf
var sent út frá Landbúnaðarstofnun
um að netaveiðibanninu í Eyjafirði
austanverðum væri aflétt.
Bréfið sem bændur við Eyjafjörð
austanverðan fengu er eftirfarandi:
Reglur
um afnám reglna nr. 373, 29.
apríl 2004, um bann við netaveiði
göngusilungs við Eyjafjörð.
1. gr.
Með hliðsjón af ítarlegri ákvæðum
nýrra laga nr. 61/2006 um lax- og
silungsveiði varðandi netaveiðar
á göngusilungi í sjó eru felldar úr
gildi reglur nr. 373, 29. apríl 2004,
um bann við netaveiði göngusil-
ungs við Eyjafjörð.
2. gr.
Reglur þessar, sem settar eru sam-
kvæmt 15. gr. laga nr. 61/2006, um
lax- og silungsveiði, öðlast gildi
við birtingu.
3. gr.
Reglur þessar fella ekki úr gildi aug-
lýsingu nr. 197/1943 um bann við
veiði göngusilungs við Fnjóskárósa.
Undir bréfið ritar Jón Gíslason,
forstjóri Landbúnaðarstofnunar.
Varðandi svæðið austur um til
Þórshafnar sagði Viktor Stefán
Pálsson að hjá Landbúnaðarstofnun
væri verið að skoða aðstæður á því
svæði. Þar eru nokkrar laxveiðiár
sem gæti þurft að verja fyrir neta-
veiðum í sjó. S.dór
Vilja afnema
nýju vatna-
lögin
Þingflokkur Vinstri grænna
hefur lagt fram á Alþingi
frumvarp til laga um að lög nr.
20/2006, vatnalög, falli brott
og að lög nr. 15/1923, vatnalög
með síðari breytingum, haldi
gildi sínu. Í greinargerð með
frumvarpinu segir:
,,Setning nýrra vatnalaga,
heildarlaga í stað þeirra sem
gilt höfðu allt frá 1923, var
eitt umdeildasta mál 132. lög-
gjafarþings. Þáverandi stjórn-
arandstaða sameinaðist í and-
stöðu við málið og lagði til að
því yrði vísað frá, samanber
nefndarálit á þingskjali 864
frá því þingi. Meginrök stjórn-
arandstöðunnar voru að með
frumvarpinu væri hróflað með
óábyrgum og óvarlegum hætti
við farsælli niðurstöðu Alþingis
um nýtingarrétt á vatni frá 1923
og einkaeignarétti gert of hátt
undir höfði.
Við lokameðferð málsins
náðist sú málamiðlun að fresta
gildistöku hinna nýju vatnalaga
fram yfir kosningar á þessu vori
og þar til nýtt þing hefði komið
saman og gæti tekið afstöðu til
málsins...“
Samtökin Landsbyggðin lifi
héldu byggðaþing á Hvanneyri
sl. laugardag í samvinnu við
Land búnaðarháskóla Íslands.
Voru þar flutt fimm erindi um
mál sem varða landsbyggðina
miklu og að þeim loknum voru
pall borðsumræður. Verða þing-
inu gerð nánari skil hér í Bænda-
blað inu á næstunni.
Á sunnudaginn var svo haldinn
aðalfundur samtakanna og fór þar
allt fram með hefðbundnum hætti. Í
frétt frá samtökunum segir að mikil
eindrægni hafi ríkt um kjör nýrrar
stjórnar. Stjórnarfundur sem hald-
inn var strax í kjölfar aðalfundarins
skipti verkum milli stjórnarmanna.
Í stjórn sitja nú: Formaður er
Ragnar Stefánsson, Laugasteini,
Svarf aðardal, varaformaður Sveinn
Jóns son kenndur við Kálfskinn,
ritari er Þórarinn Lárusson, Egils-
stöðum og Stefán Á Jónsson, Kag-
aðarhóli Austur-Húnavatnssýslu
er gjaldkeri. Meðstjórnendur eru
Elísabet Gísla dóttir, Reykjavík,
Sigríður Svavarsdóttir, Akureyri
og Guðjón D. Gunnarsson, Reyk-
hólum.
Varamenn í stjórn eru: Stefánía
V. Gísladóttir, Kópaskeri, Þórunn
Egils dóttir, Vopnafirði, Þormóður
Ásvaldsson, Þingeyjarsveit, Silja
Sig urðardóttir, Seyðisfirði og Pétur
Tryggvi Hjálmarsson, Ísafirði.
Byggðaþing haldið á
Hvanneyri um helgina
Starf nautgriparækt-
arráðunauts auglýst
Bændasamtök Íslands auglýsa
á bls. 20 eftir landsráðunaut í
nautgriparækt. Starfinu hefur
Jón Viðar Jónmundsson sinnt
af stakri prýði um langt árabil
jafnframt starfi landsráðunaut-
ar í sauðfjárrækt.
Landsráðunautsstörfum fyrir
báðar stóru búgreinarnar í land-
inu hefur vissulega fylgt mikið
vinnuálag og ábyrgð sem ekki er
á allra færi að rísa undir. Það er
sameiginlegur vilji stjórnenda BÍ
og Jóns Viðars að samtökin leiti
nú eftir starfsmanni sem uppfyllir
hæfniskröfur til að sinna nautgrip-
aráðunautsstarfinu. Það myndi létta
vinnuálagi af Jóni og gæfi honum
aukið svigrúm til að sinna spenn-
andi verkefnum í sauðfjárræktinni.