Bændablaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200732 Um þessar mundir er þess minnst að 20 ár eru liðin síðan nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna um umhverfis- og þróunarmál lagði fram tillögur sína. Formaður nefnd arinnar var Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsæt- isráðherra Noregs, og boðskapur nefndarinnar var: Sjálfbær þróun. Hverju hafa tillögurnar svo feng- ið áorkað nú 20 árum eftir að þær voru lagðar fram sem tímamóta stefnumörkun? Svarið er: Engu. Fyrir nokkru flutti Gro Harlem Brundtland ræðu á þingi norska verkamannaflokksins. Þar gagn- rýndi hún þá sem vildu gera aðgerð- ir í veðurfarsmálum að spurningu um meinlætalíf og sjálfsaga. Brundtland-nefndin boðaði hvor- ugt. Nei, við hagvexti ríkra landa mátti alls ekki hrófla til að gefa fátækum löndum svigrúm til að jafna aðstöðu sína gagnvart efnuðum löndum. Boðskapur nefndarinnar var samstiga boðskap Bush forseta eldri til umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio de Janeiro árið 1992: „Breyting á bandarískum lífsstíl er ekki á dagskrá hér.“ Alls lagði Brundtland-nefndin til fimm- til tíföldun á iðnaðarfram- leiðslu ríkja heims næstu 40 árin. Þessari aukningu er þegar náð, 20 árum síðar, ekki síst með hjálp olíu og kola sem unnin eru úr jörðu. En fljótlega eftir að tillögurnar komu fram fóru að heyrast varn- aðarorð. Tryggve Haavelmo, norsk- ur nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, sagði í viðtali þegar árið 1990: „Aukinn hagvöxtur í ríkum lönd- um er skelfileg tilhugsun. Hann stenst ekki gagnvart umhverfinu. Fríverslun ógnar einnig umhverf- inu með því að auka neysluna. Án þeirra hliðaráhrifa væru skipti á vörum og þjónustu af hinu góða. Ég vara hins vegar við því að andrúms- loftið verði mengað með útblæstri frá bílum og skipum í því skyni.“ Hvað hefði Haavelmo, sem nú er látinn, sagt um það að flytja fisk frá Barentshafinu til Kína til flökunar og síðan aftur til Evrópu í fiskborð verslana? Nationen Utan úr heimi Orkuráð Sameinuðu þjóðanna leggur áherslu á þá möguleika sem fylgja framleiðslu á líforku en einnig á hættur því fylgjandi ef ekki er hugað vel að mikilvægi matvælaframleiðslu, áhrifum á veðurfar og líffræðilegan fjöl- breytileika. Skýrslan, sem birt var snemma í maí, leggur áherslu á að huga verði jafnt að efnahagslegum, umhverf- islegum og félagslegum afleiðing- um af framleiðslu líforku áður en teknar verða ákvarðanir um þróun og val á tækni við framleiðsluna. „Hún á bæði að tryggja framboð á orku og að staðbundið jafnt sem hnattvænt umhverfi njóti vernd- ar,“ segir Mats Karlsson, formaður orkuráðs SÞ. Samkvæmt skýrslunni getur aukin áhersla á ræktun líforku dregið úr fátækt, aukið framboð á orku og styrkt búsetu í dreifbýli. Jafnframt fjallar hún um hvaða áhrif framleiðsla líforku getur haft á matvælaöryggi, breytingar á veð- urfari og líffræðilegan fjölbreyti- leika, náttúruauðlindir, sem og atvinnutækifæri og viðskipti. Reglur um vottun Að áliti orkuráðs SÞ gæti sá skaði, sem yrði á mannlegu samfélagi og umhverfi, vegið upp kostina við aukna notkun á líforku, ef ekki væru jafnframt gerðar framkvæmdaáætl- anir til að verja viðkvæm svæði og beina þróuninni í sjálfbæra átt. Þar má nefna að framleiðsla líf- orku hefði neikvæð áhrif ef gam- all skógur yrði ruddur til að rækta þar gróður til orkuframleiðslu. Það gæti leitt til mikillar losunar kol- tvísýrings, bæði frá trjábolunum og því kolefni sem safnast hefur fyrir í jarðvegi þar sem skógurinn vex. Af þeim ástæðum þarf að koma á fót alþjóðlegu vottunarkerfi sem fylgist með losun gróðurhúsaloft- tegunda til þess að tryggja að fram- leiðsla líforku uppfylli umhverf- isstaðla í ferlinum frá ræktunar- staðnum til eldsneytistanksins. Með þessum fyrirvörum er það niðurstaða skýrslunnar að mark- aður fyrir líforku opni nýja mögu- leika fyrir bændur. Nationen Útlit og horfur fyrir sölu búvara á heimsmarkaði eru mjög bjartar um þessar mundir. Sérfræðingar Efnahags- og framfarastofn- unarinnar, OECD, og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna, FAO, eru á einu máli um að eftirspurn eftir búvörum haldi áfram að aukast, og það hækkar það verð sem bændur fá fyrir þær. Staðan á heimsmarkaði fyrir búvörur var rædd á fundi Alþjóða- sam taka bænda, IFAP, í Vínarborg í lok apríl sl. þar sem sérfræðingar upp lýstu að eftirspurnin væri veru- lega meiri en framboðið. Ástæða þessa er aukinn hagvöxt- ur í heiminum, einkum í austanverðri Asíu þar sem kjöt og mjólk ur vörur eru eftirsóttastar. Nýtil komin fram- leiðsla á líforku þrýstir einnig verði á búvörum enn frekar upp. Menn sáu hins vegar ekki neina árekstra í uppsiglingu milli fram- leiðslu á búvörum og líforku; frek- ar að þessar greinar bættu hvor aðra upp. Eftirspurn á heimsmarkaði eftir mjólk og mjólkurvörum vex hraðar en mjólkurframleiðslan, upplýsti talsmaður Alþjóðasamtaka mjólk- uriðnaðarins. Spáð er að eftirspurn eftir mjólk muni aukast um 125 milljónir tonna fram til 2015 en framboðið aðeins um helming þess. Áætlað er að í Kína vaxi eftirspurn- in um 12-15 milljónir tonna á ári, sem mæta verði með innflutningi. Udo Folgart, formaður samtaka mjólkurframleiðenda í Þýskalandi, upplýsti að þróunin á þýska mjólk- urmarkaðnum hefði orðið allt önnur en spáð var fyrir fáum árum. Offramleiðslan hefði horfið og salan slegið öll fyrri met. Það hefði auðveldað mjólkurbúum að hækka verðið, einnig á heimamarkaði. Landsbygdens Folk Uppgangur á alþjóðlegum mörkuðum fyrir búvörur Sá sjúkdómur sem hér um ræðir nefnist svartryð (svartrost) og honum veldur sveppur (Puccinia graminis). Hin ýmsu afbrigði hans leggjast á allar korntegund- ir og fjölda villtra grastegunda. Nafnið kemur af svörtum vetr- argróum. Gróin þurfa annan hýsil til að lifa, sem er berberisrunninn (Berberis vulgaris). Þau dreifast með vindi og skordýrum og lifa veturinn af í villtu grasi. Hér er ekki á ferð nýr sjúkdómur, Rómverjar til forna óttuðust hann og tilbáðu meira að segja “ryðguð” sér til halds og trausts. Svartryð getur á skömmum tíma eyðilagt þroskaðan kornakur og valdið gífurlegu tjóni. Það er því ekki óvænt að á tímum kalda stríðsins áttu bæði Sovétríkin og Bandaríkin birgðir af svar- tryðsgróum, sem hugsanlega mátti nota sem lífrænt vopn. Nær öll kornræktarlönd hafa orðið fyrir svartryðsfaraldri. Síðasti faraldurinn í Bandaríkjunum varð árið 1954 þegar sveppurinn eyði- lagði um 40% af hveitiuppsker- unni. Þegar “Græna byltingin”, kom til sögunnar fundust þolnir hveitistofnar gegn honum sem hafa haldið sjúkdómnum í skefjum. Nú hefur það hins vegar gerst að mjög kröftugt afbrigði af svartryði, nefnt Ug99, er farið að dreifa sér. Það kom upp í Uganda í Afríku árið 1999 og hefur síðan hægt og bít- andi dreift sér um Austur-Afríku. Í janúar á þessu ári barst það yfir til Jemen og norður á bóginn til Súdan. Sérfræðingar telja að áður en langt um líður berist svepp- urinn til Egyptalands, Tyrklands og Miðausturlanda og þaðan til Indlands. Eftir það er það aðeins spurning um tíma hvenær hann berst til annarra heimsálfa. Sá langi tími, sem nú hefur liðið frá síðasta faraldri, hefur skapað falskt öryggi meðal þeirra sem bera ábyrgð á þessum málaflokki. Faðir „Grænu byltingarinnar“, Nóbels- verð launahafinn Norman Bor laug, varaði alþjóðasamfélagið við þegar árið 2002, þegar sveppurinn hafði skotið rótum í Kenya, en ekki var tekið mark á þeim viðvörunum. Síðasta aldarfjórðung hefur lítil áhersla verið lögð á að rækta með kynbótum þolna hveitistofna gegn svartryði. Alþjóðlega mið- stöðin fyrir þróun nýrra hveiti- og maísstofna, CIMMYT, hefur fyrst nýverið beint kröftum sínum að því og reynir nú að afla aukins fjár- magns til verkefnisins. Hinn hávirki stofn af svartryði, Ug99, er miklu skæðari en þeir sem fyrir voru. Af 50 genum hveit- isins sem veita vörn gegn svartryði eru einungis 10 sem í nokkrum mæli gefa mótstöðuafl gegn Ug99. Stofnar með þessi gen hafa nú verið víxlfrjóvgaðir með uppskeru- miklum hveitistofnum frá Kenya og Eþíópíu. Í Afganistan, Indlandi, Nepal og Pakistan fara nú einnig fram tilraunir með að rækta nýja hveitistofna. Verkefnið er þannig komið af stað en áætlað er að það taki 5-8 ár að rækta þolið útsæði. Sérfræðingar halda því fram að til þess að þetta takist þurfi að leggja 3-5% af hveitiökrum undir ræktun á svar- tryðsþolnu útsæði. Það veldur svo enn frekari áhyggjum að virkni Ug99 svar- tryðsins fer enn vaxandi, auk þess sem dreifingarmöguleikar svepps- ins aukast jafnt og þétt. Hveitiakrar nú á tímum eru þéttir, þeir fá mik- inn áburð og jafnvel vökvun. Við þessi skilyrði nýtur sveppurinn sín sérlega vel og dreifist hratt. Við þær miklu samgöngur sem eiga sér stað nú á tímum þá berst sveppurinn auðveldlega milli landa og heimsálfa. Að sögn tímaritsins New Scientist hefur öryggismála- ráðuneyti Bandaríkjanna þegar fjallað um þá áhættu að hryðju- verkamenn beri með sér gró af ryð- sveppi milli landa. Unnt er að verjast ryðsveppnum með því að sprauta akrana. Í fátæk- um löndum, þar sem hættan er mest, hafa bændur yfirleitt ekki ráð á að kaupa úðunarefni, þó að góð efni séu á boðstólum. En jafnvel ríkt land eins og Bandaríkin á ekki nóg af varnarefnum ef jafnframt þarf að berjast gegn sojabaunaryði sem er vandamál í sojabaunarækt þar. Ef svartryðið nær fótfestu í mörg- um löndum samtímis má vænta þess að fátækustu löndin mæti afgangi í baráttunni við sjúkdóminn. Að sögn Norman Borlaug verður að treysta á úðun í fyrstunni en stefna síðan á þolna stofna, sem henta ræktunar- skilyrðum á hverjum stað, þegar frá líður. Hann telur einnig að gagnleg mótstöðugen finnist í grasi í nátt- úrunni og öðrum gróðri. Hann bend- ir jafnframt á að sveppurinn ráðist ekki á hrísgrjónajurtina og spyr sig hvað því valdi. Landsbygdens Folk Sjúkdómur herjar á hveitirækt Varnaðarorð frá orkuráði SÞ um líforku Varast ber að grilla pylsur við opinn eld Komið hefur í ljós að vara- samt er að grilla pylsur við logandi eld. Lengi hefur verið vitað að grillun og steiking getur myndað skaðleg efna- sambönd í mat. Matvælaeftirlitið í Noregi fól norskri vísindanefnd um matvælaöryggi að meta hvort samband væri á milli mikillar neyslu á grillmat og krabba- meins. Niðurstaða nefndarinnar var sú að þarna væri samhengi á milli við yfirdrifna neyslu á grillmat, þ.e. 30 sinnum eða oftar á sumri. Grillun yfir opnum eldi getur valdið því að efnið PAH (Polysykliske aromatiske hydrokarbonater) og HA (heterosykliske aromatiske aminer) myndist en þessi efni geta valdið krabbameini. Helle Knutsen, sem á sæti í vísindanefndinni um matvæla- öryggi, staðfesti að hæstu gildi þessara efna væru í pylsum grilluðum við logandi eld. Hún mælir með því að grilla á glóð- unum. Mette Habberstad, talsmað- ur Norska ferðafélagsins (Den Norske Turistforening), bendir á að orð hafi lengi legið á því að brenndar pylsur væru ekki holl- ur matur en bendir jafnframt á að það sé svo margt matarkyns sem megi grilla. Einnig má grilla mat í álpappír til að auka hollustu hans. Helle Knutsen staðfestir að þannig megi forð- ast hin varasömu efnasambönd. Nationen Tillögur Brundtland-nefndar SÞ í umhverfismálum frá 1987 hafa ekki reynst haldbærar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.