Bændablaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 13
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200713 Sumarið er tími bænda- og sveitamarkaða í mörgum löndum en hérlendis hefur þessi skemmti- legi möguleiki framleiðenda til að koma vörum beint til neytenda ekki verið mikið notaður fram til þessa. Þeir markaðir sem verið hafa í gangi á síðustu misserum virðast samt stöðugt vera að eflast og festa sig æ meir í sessi. Bændablaðið ræddi við talsmenn nokkurra þeirra markaða sem verða munu starfræktir á kom- andi sumri. Fyrst má nefna að starfsemi Kolaportsins verður í gangi um helgar sem verið hefur en Kolaportið er lang stærsti markaður landsins. Í Dalseli í Mosfellsbæ hefur verið starfræktur vinsæll bænda- markaður til fjölda ára og þangað kemur fjöldi íbúa af höfuðborg- arsvæðinu að ná sér nýtt grænmeti, blóm o.fl. Markaðurinn verður í gangi á komandi sumri og er stefnt að opnun um miðjan júlímánuð en markaðurinn verður opinn á sunnudögum milli 12:00-17:00 alla sunnudaga fram í byrjun septemb- er. Í Eyjafirði var starfræktur skemmti legur sveitamarkaður við gróður húsið gengt Jólahúsinu á síð asta sumri. Markaðurinn naut fádæma vinsælda og var mikið sóttur af heimamönnum og ferða- fólki. Að sögn aðstandenda mark- aðarins á að endurtaka leikinn á komandi sumri. Stefnt er að því að markaðurinn fari að stað um miðj- an júlí og verði fram til ca. 20 ágúst en markaðurinn verður væntanlega opinn 11:00-17:00 á sunnudögum. Konurnar í lifandi landbún- aði á Snæfellsnesi hyggjast standa fyrir markaði fyrsta laugardaginn í júlímánuði og er ætlunin að hafa hátíðarumgjörð um uppákom- una. Markaðutrinn verður haldinn í samkomuhúsinu í Breiðabliki og stefnt að fjölbreyttu vörufram- boði og skemmtan (heimabakstur, kaffi, tónlist, kompuhorn o.m.fl.). Þetta verkefni er að sögn sprottið út úr verkefninu Byggjum-brýr sem margar konur á Snæfellsnesi voru þátttakendur í. Á síðasta ári stóðu Búnaðarsam- band Vesturlands fyrir bændamörk- uðum á Hvanneyri sem þótti heppn- ast vel og vera góð viðbót við aðra möguleika fyrir ferðafólk á Hvanneyri. Þessa dagana er verið að safna liði á ný og ætlunin að standa fyrir mörkuðum allt eftir áhuga framleiðenda. Á Laxá í Leiraársveit var einn fjölsóttasti sveitamarkaður landsins á liðnu ári og verður leikurinn end- urtekinn á komandi sumri og mark- aðurinn opinn alla sunnudaga frá kl 13:00-16:00. Árni Jósteinsson hjá Bændasam- tökunum sagði blaðamanni að hann hefði haft fregnir af markvissum þreifingum um stofnun bændamark- aða á vestfjörðum og á austurlandi en slíkt biði frekari kynningar síðar meir. Árni minnti ennfremur á að aðilarnir á bak við verkefnið beint frá býli væru tilbúnir að veita frum- kvöðlum aðstoð við að koma fleiri mörkuðum á laggirnar og gæti fólk haft samband gegnum netfangið aj@bondi.is. Sumarið er tími markaða Beint frá býli – sala heimavinnsluafurða

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.