Bændablaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200734
Á markaði
Á síðastliðnu ári voru flutt til landsins ríflega 217
tonn af grasfræi. CIF verðmæti þess var um 33
milljónir króna eða 152 kr/kg. Að jafnaði þarf um
30 kg í hektarann, þannig að þetta fræmagn dugar í
ríflega 7.000 hektara lands. Upplýsingar eru fengn-
ar frá Hagstofu Íslands.
Í töflunni hér að neðan er að finna magn og verð
einstakra tegunda, eftir númerum í tollskrá. Á innflutt
fræ leggjast ýmiskonar gjöld, á fræ í pappírsumbúð-
um leggst 7 kr/kg úrvinnslugjald og 3 kr/kg ef það er í
plastumbúðum. Í báðum tilfellum á þetta við um hvert
kg umbúða. Þá skal greiða 3,1% eftirlitsgjald af sáð-
vöru og er gjaldstofninn tollverð vörunnar.
Fyrir þá sem ekki kannast við skammstafanirnar
FOB og CIF, þá merkir sú fyrrnefnda „free on board“,
það er verð vöru sem komin er í skip í útflutningshöfn.
Sú síðarnefnda merkir „cost, insurance, freight“, það er
verð vöru komið á hafnarbakkann í innflutningshöfn,
þar sem búið er að greiða fyrir vöruna sjálfa, flutning,
tryggingu og uppskipun hennar.
Frægerð og tollskrárnúmer Magn, tonn FOB verð
(þús. kr)
CIF verð
(þús. kr)
Flutnings-
kostnaður
kr/kg
Meðalverð
(CIF) kr/kg
fræs
Smárafræ í >=10 kg umbúðum
1209.2201
13,1 1.064 1.195 10 91,22
Annað smárafræ 1209.2209 0,02 102 114 600 5.700
Túnvingulsfræ í >=10 kg umbúðum
1209.2301
21,0 3.123 3.355 11 159,76
Annað túnvingulsfræ 1209.2309 8,7 1.030 1.107 8,90 127,24
Vallarsveifgrasfræ í >=10 kg umbúðum
1209.2401
5,5 1.208 1.415 37,60 257,27
Annað vallarsveifgrasfræ 1209.2409 44,5 5.206 5.566 8,10 125,08
Rýgresisfræ í >= 10 kg umbúðum
1209.2501
26,9 3.668 3.964 11 147,36
Annað rýgresisfræ 1209.2509 44,6 3.870 4.152 6,30 93,09
Vallarfoxgrasfræ í >= 10 kg umbúðum
1209.2601
57,8 5.490 5.971 8,30 103,30
Annað vallarfoxgrasfræ 1209.2609 47,9 7.985 8.751 16 182,69
Annað grasfræ í >=10 kg umbúðum
1209.2901
31,7 7.796 8.378 18,40 264,29
Annað grasfræ 1209.2909 20,8 3.254 3.551 14,30 170,72
Grasfræ á 7.000 hektara flutt inn 2006
Innflutningur á kartöflum, grænmeti ofl. frá áramótum
Apríl Frá áramótum
magn, kg fob, þús.
kr
cif, þús. kr magn, kg fob, þús.
kr
cif, þús. kr
Kartöflur 72.780 4.623 5.363 278.115 16.296 18.313
Tómatar 86.118 14.187 15.735 308.983 40.674 47.567
Nýtt blómkál og hnappað
spergilkál
35.923 5.648 6.633 156.198 23.618 28.313
Nýtt hvítkál 103.396 1.908 2.618 278.624 4.759 6.535
Nýtt spergilkál 22.494 3.013 3.809 88.215 10.375 13.879
Jöklasalat 91.516 12.516 16.552 394.644 44.528 60.805
Annað nýtt salat 32.220 12.561 18.767 116.651 46.669 69.803
Gulrætur og næpur 108.016 7.594 11.038 335.655 25.549 38.692
Nýjar gulrófur 15.690 631 711 45.249 1.692 1.899
Gúrkur 1.917 212 239 115.058 16.250 20.638
Ný paprika 133.127 32.366 35.751 462.511 95.039 109.843
Ný jarðarber 30.995 12.310 16.152 115.330 49.489 64.300
Nýir sveppir 13.021 4.269 2.703 48.007 13.943 19.774
Laun á bændabýlum
Nú fer í hönd sá árstími þegar sumarstarfsfólk streymir í sveit-
irna til að vinna við heyskap, mjaltir og önnur störf sem tilheyra
sumrinu. Í gildi er samningur milli Bændasamtaka Íslands og
Starfsgreinasambands Íslands um lágmarks kauptaxta á bænda-
býlum.
Samningarnir eru með innifaldri desember- og orlofsuppbót sam-
kvæmt kjarasamningi. Mánaðarlaun miðast við 40 stunda vinnuviku
eða 173,33 stundir á mánuði. Samningurinn tilgreinir einnig tíma-
kaup miðað við dagvinnu, yfirvinnu og stórhátíðir sem og eftir aldri
launþega. Við röðun í kauptaxta gildir afmælismánuður. Þá er að finna
umsaminn frádrátt frá launum vegna fæðis og húsnæðis. Samningurinn
er á heimasíðu Bændasamtakanna, www.bondi.is, þar sem einnig er
að finna upplýsingar um stéttarfélagsgjald, lífeyrissjóðsgjald, sjúkra-
sjóðsgjald o.s.frv.
Athygli launagreiðenda er einnig vakin á að fæði og húsnæði teljast
til skattskyldra launatekna.
Dagsetning
gildistöku
Sala á
greiðslumarki ltr.
Uppsafnað frá
upphafi verðlagsárs, ltr.
Meðalverð síðustu
500.000 ltr. kr/ltr*
1. september 2006 770.408 770.408 306
1. október 2006 255.807 1.026.215 302,26
1. nóvember 2006 237.742 1.263.957 287,76
1. desember 2006 413.565 1.677.522 270,61
1. janúar 2007 672.824 2.350.346 280,31
1. febrúar 2007 498.998 2.849.344 274,84
1. mars 2007 243.870 3.093.214 277,29
1.apríl 2007 312.313 3.405.527 287,38
1. maí 2007 198.489 3.604.016 285,76
1. júní 2007 265.078 3.869.094 277,14
Verð á greiðslumarki mjólkur
Fyrsti sjálfkeyrandi múgsax-
arinn, sem fluttur er inn til
landsins um árabil, var afhentur
verktakafyrirtækinu Túnfangi
á dögunum. Fyrirtækið er í eigu
þeirra Davíðs Ingvasonar og
Sigurðar Ágústssonar og tekur
að sér heyskap fyrir bændur.
Saxarinn er að gerðinni Claas
Jaguar 850 Speedstar með fjór-
hjóladrifi og knúinn áfram af 412
hestafla mótor. Vélin sem Túnfang
keypti er m.a. með sjálfvirkum
brýningarútbúnaði, stein- og stál-
vörn í tromlu, sjálfvirku smurkerfi
og laser- útbúnaði sem les stað-
setningu múgans og stýrir vélinni
eftir honum. Múgsaxarar sem þessi
voru algengir hérlendis á tímum
graskögglaverksmiðjanna en sölu-
menn Vélfangs telja í fréttatilkynn-
ingu að tækið eigi eftir að breyta
fóðuröflun á Íslandi til batnaðar og
gera hana fjölbreyttari.
Múgsaxarar snúa aftur
„Við sjáum ýmsan hag í þess-
um kaupum og einn af þeim
er að útfæra veisluþjónustuna
meira og tvinna alla þessa þætti
saman, það er kjöt, fisk, osta
og mjólkurvörur. Með kaup-
um á Ostabúðinni fáum við til
að mynda heilmikla þekkingu
og reynslu starfsfólks en þar er
mikil framleiðsla í veislurétt-
um. Við viljum selja gæðaosta í
sælkeraverslunum okkar, osta
sem fólk getur borðað með eða
eftir máltíð. Hugmyndin er einn-
ig að setja upp sælkeraverslun
á Selfossi innan tíðar þannig að
þetta er mjög spennandi verk-
efni,“ segir Haukur Víðisson,
framkvæmdastjóri Fiskisögu og
Gallerís Kjöts.
„Við sjáum ýmsan hag í þess-
um kaupum og einn af þeim er að
útfæra veisluþjónustuna meira og
tvinna alla þessa þætti saman, það
er kjöt, fisk, osta og mjólkurvörur.
Með kaupum á Ostabúðinni fáum
við til að mynda heilmikla þekk-
ingu og reynslu starfsfólks en þar
er mikil framleiðsla í veislurétt-
um. Við viljum selja gæðaosta í
sælkeraverslunum okkar, osta sem
fólk getur borðað með eða eftir
máltíð. Hugmyndin er einnig að
setja upp sælkeraverslun á Selfossi
innan tíðar þannig að þetta er mjög
spennandi verkefni,“ segir Haukur
Víðisson, framkvæmdastjóri
Fiskisögu og Gallerís Kjöts.
Fiskisaga, sem meðal annars á
og rekur samnefndar fiskbúðir og
kjötbúðirnar Gallerý kjöt, hefur
samið við og Osta- og smjörsöl-
una og Mjólkursamsöluna um
kaup á Ostabúðinni á Bitruhálsi og
Mjólkurbúðinni á Selfossi. Fram
kemur í tilkynningunni að eig-
endaskipti verði á morgun og verða
báðar verslanir starfrækar áfram
með svipuðu sniði.
Fiskisaga kaupir Ostabúðina
á Bitruhálsi og Mjólkurbúðina