Bændablaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200714 Við bryggjuna bátur vaggar hljótt 70 ár frá því bræðsla hófst á Hjalteyri Það hefur að öllum líkindum ver- ið aðeins líflegra á sjómannadag- inn á Hjalteyri við Eyjafjörð fyrir 70 árum. Þá var þar líflegt lítið sjávarþorp með um 130 íbúa. Núna standa byggingarnar auðar og líflausar líkt og minn- isvarði um liðna tíma. Nú er þar starfrækt lúðueldi. Síldarbræðslan var reist á fjórða áratug síðustu aldar og var þá ein stærsta verksmiðja sinnar tegundar í Evrópu. Nú í júní eru liðin 70 ár síðan bræðsla hófst á eyrinni. Á vef um Hjalteyri er að finna þessa lýs- ingu: Í hörkufrosti í febrúarmánuði árið 1937 mátti sjá menn að verki neðan við langa skúrinn með haka og skóflur að grafa rásir fyrir und- irstöður stærstu síldarbræðslu er þá hafði verið reist í Evrópu. Byrjað var að steypa upp norðurhlut- ann þar sem aðalvélasamstæðan, skilvindurnar og þurrkhúsið voru staðsett. Vegna frosta tóku menn til þess ráðs að hita sjó í steypuna en með því móti var hægt að auka byggingarhraðann til muna. Þegar verið var að slá upp fyrir og steypa þrærnar og mjölloftið var geng- ið frá uppsetningu í þeim húsum er þá var búið steypa. Loks kom strompurinn, en hann er 36 metrar á hæð, og svo lýsistankarnir. Fyrsta löndun var 16. júní sama ár. Seinna reisti Kveldúlfur hf. stórar mjöl- skemmur og annan stromp, þann er stendur enn. Þess má til gamans geta að maður einn veðjaði þegar slegið hafði verið frá strompinum að hann þyrði upp á hann. Lagði hann af stað upp og sáu menn fljótlega í iljarnar á honum upp við brúnina. Ekki lét hann það duga heldur fór hann upp á strompinn og rölti þar einn hring áður en hann lagði af stað niður aftur. Maður þessi hét Helgi Eyjólfsson og var byggingarmeistari verksmiðjunnar. Byggingarhraðinn var ótrúlegur og er oft talað um heimsmet í því sambandi. Byggingarleyfið er dag- sett 24. mars 1937. Fyrsta skóflu- stungan tekin í febrúar, en byrjað að bræða í júní. Hjalteyri hefur yfir sér ákveðinn draugalegan blæ en fiskihjallarnir eru þó fullhlaðnir af fiski. Þróun sjávarútvegs undanfarin ár hefur leitt til lokunar fleiri síldar- og loðnubræðsluverksmiðja og því má hafa það í huga hvort þetta sé það sem koma skal í framtíðinni, tómar, yfirgefnar verksmiðjur sem stara út á hafið og hlusta eftir ómi af sjó- mannavalsi liðinna tíma. GBJ Lífræn ræktun á ávöxtum, græn- meti, mjólkurafurðum, villtum íslenskum plöntum og fleiru hefur farið vaxandi undanfarin misseri þótt sumum þyki of hægt ganga. Til að fá lífræna rækt- un viðurkennda þarf að koma til vottun frá Vottunarstofunni Tún ehf. Gunnar Gunnarsson veitir þeirri stofnun forstöðu og bað Bændablaðið hann að segja frá tilurð vottunarstofunnar og starfi hennar. Hann segir að Tún sé sjálf- stætt hugsjónafélag eins og títt er um þá hópa sem eru að skipta sér af umhverfismálum og því um líku þótt það sé vottunarfyr- irtæki. Það voru margir sem komu að stofnun Túns ehf sem varð til vegna áhuga ýmissa á Suðurlandi á lífrænni ræktun. Að stofnuninni komu bændur, sveitarfélög, sam- tök neytenda og verslunar sem og ýmis fyrirtæki í úrvinnslu og markaðssetningu á landbúnaðar- afurðum. Það voru því fjölmargir aðilar sem komu að stofnun vott- unarstofunnar og eiga hana. Að sögn Gunnars hefur Tún alltaf verið rekið eins og hvert annað hugsjónarfélag. Vottun samkvæmt alþjóðlegum stöðlum ,,Margir hafa talið nauðsynlegt að hvetja til þess að teknar séu upp lífrænar aðferðir landbúnaði og annarri matvælaframleiðslu. Í öðru lagi að framleiðsla lífrænna afurða sé vottuð samkvæmt alþjóðlegum stöðlum,“ sagði Gunnar. Vottunarstofan Tún ehf hefur nýlega vottað söfnun á íslenskum plöntum á jörðinni Klængshóli í Skíðdal. Nær vottunin til ræktaðs og óræktaðs landsvæðis sem notað verður til söfnunar og ræktunar á ýmsum plöntum sem verða síðan hráefni í græða- og lækningajurturt- ir. Og þetta hefur verið gert víðar. Gunnar segir að í tilfellum sem þessum sé jörðin skoðuð og vott- unin byggist á því að Tún þróaði alþjóðlegt vottunarkerfi í samræmi við íslenskar aðstæður og löggjöf. Hluti af þessari starfsemi er reglu- bundið eftirlit með þeim sem hafa áhuga á að markaðssetja vörur sem lífrænar. Ítarleg úttekt ,,Sá sem gerir það verður áskrif- andi að þjónustu Túns ehf. sem felur í sér í upphafi ítarlega úttekt á allri framleiðslueiningunni, hvort sem um er að ræða hefðbundið landbúnaðarbýli eða garðyrkjubýli eða vinnslufyrirtæki sem tekur við hráefnum. Það er sérstaða vott- aðrar lífrænnar framleiðslu að öll keðjan er vottuð undir eftirliti. Hver eining er skoðuð minnst einu sinni á ári til þess að ganga úr skugga um að alþjóðlegum reglum um lífræna ræktun eða framleiðslu er fylgt. Það er útilokað að nokk- ur geti komið fram með vörur hér á landi og sagt þær lífrænt rækt- aðar án vottunar frá okkur,“ sagði Gunnar. Hann segir að lífræn ræktun hafi vaxið afskaplega hægt hér á landi og staðan í þeim málum lakari hér á landi en í öðrum Evrópulöndum. Samt sem áður er dálítill vöxtur í þessu nú og þá sérstaklega á þessu ári. Lítill stuðningur Gunnar segir að það sé að jafnaði meiri vinna við lífræna ræktun í landbúnaði en hefðbundna. Verðið fyrir lífrænt ræktaðar afurðir á að vera nokkuð hærra en fyrir hinar en það fer nokkuð eftir aðstæð- um á hverjum stað. Hér á landi fá bændur, að sögn Gunnars, lítinn sem engan stuðning til þess að taka upp þessa lífrænu aðlögunun eins og hún er kölluð. Fyrstu árin sem menn eru að breyta yfir í líf- ræna ræktun geta verið nokkuð dýr fyrir menn. Uppskera getur dottið eitthvað niður til að byrja með og þessu getur fylgt óvissa. ,,Menn vænta þess að lífrænt ræktaðar afurðir séu hollari en hinar og rannsóknir eru að koma fram sem benda til þess að svo sé en vottun felur þó ekkert slíkt í sér,“ sagði Gunnar. Hann er eini fastráðni starfs- maður vottunarstofunnar en á land- inu eru 10 eftirlitsmenn sem vinna fyrir Tún ehf. Það er fólk í öðrum störfum sem tekur að sér í hluta- starfi að hafa eftirlit fyrir Tún ehf. hér á landi og í Færeyjum þar sem Tún ehf. vinnur einnig að vottun. Vottunarstofn Tún ehf. var stofnað árið 1994 og hóf vottun tveimur árum síðar. S.dór Fjallagrasabúskapur gegn stóriðju Ómengaðar villtar íslenskar plöntur eru gríðarleg auðlind ,,Það hefur stundum verið hæðst að því í umræðunni um stóriðju að stilla henni upp gegn fjallagrasabúskap. En sannleikurinn er sá að meðan villtar íslenskar plöntur fá að vera ómengaðar fyrir verksmiðjureyk og öðru slíku, þá eru þær gríðarleg auðlind. Hér á landi eru stór flæmi með margvíslegum tegundum af jurtum sem eru nýtanlegar til fæðubótar, lækninga og úrvinnslu í marg- víslegan heilsu- og snyrtivöruiðnað,“ sagði Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns ehf. í samtali við Bændablaðið. Hann segir að fólk hér á landi sé að gera sér grein fyrir því hvílík auðlind náttúruafurðirnar hér á landi eru og að mögulegt sé að nýta þær með ýmsu móti. Hann nefnir sem dæmi að meginparturinn af Tálknafirði, nokkur hundruð hektarar af eyðijörðum, hafi verið vott- aðir lífrænt og þar er fyrirtækið Villimey að hasla sér völl með efni unnið úr vottuðum íslenskum villijurtum. Gunnar fullyrðir að möguleikar Íslendinga á því sviði að nýta ómengaðar villijurtir til ýmissa nota séu nær ótakmarkaðir. Vottunarstofan Tún Sjálfstætt hugsjónafélag í eigu fjölmargra aðila Gunnar Gunnarsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.