Bændablaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200733 Nýliðið vor var óvanalega þurrt og hlýtt víða í Mið- og Austur- Evrópu. Þurrkarnir valda bæði bændum og kornfyrirtækjum áhyggjum og þau hafa nú þegar varað við samdrætti í kornfram- leiðslu og verðhækkunum. Kröftugt háþrýstisvæði hefur valdið því að hiti sl. vor var eins og um hásumar um nær alla Mið- Evrópu. Jafnvel um páskaleytið var hiti víða allt að 30°C. Verst kemur ástandið niður á ræktun maltbyggs, sem notað er til ölgerðar, og ölgerðir spá nú þegar verðhækkun á öli þegar líður á árið. Kornskortur á alþjóðlegum mörkuðum Alþjóðlegir kornmarkaðir hafa þegar látið í ljós áhyggjur yfir þurrk- unum í Evrópu en í Bandaríkjunum hafa vorfrost einnig skaðað korn- ræktina. Afleiðingin er sú að verð á hveiti og maís á mörkuðum hefur þegar hækkað verulega. Hveitibirgðir í heiminum eru nú þær minnstu í 25 ár. Með það í huga hafa fregnir um hugsanlegan sam- drátt í hveitiframleiðslu í Evrópu valdið áhyggjum. Láti úrkoman á sér standa getur það haft alvarleg- ar afleiðingar í för með sér, að áliti franska markaðsráðgjafarfyrirtæk- isins Aqvitel. Alþjóða kornráðið, International Grain Counsil (IGC), hefur einnig uppi varnaðarorð. Mark aðs fræð- ingar þess benda á að eftirspurn eftir korni sé vaxandi og að 100 milljóna tonna framleiðsluaukn- ing í ár nægi ekki til að fullnægja aukinni eftirspurn. IGC bendir einnig á að kornbirgðir hafi ekki verið minni síðan á 8. áratug síð- ustu aldar. Markaðsfræðingarnir hafa þegar dregið úr uppskeruspá í Bandaríkjunum um eina milljón tonna en þeir hafa enn ekki metið uppskeruhorfur í Evrópu. IGC áætlaði kornbirgðir í heim- inum um sl. áramót 115 milljónir tonna en þær voru 134 milljónir tonna um áramótin 2005/06. Varúðaráætlun á Ítalíu Á Ítalíu hyggst ríkisstjórnin leggja fram varúðaráætlun vegna hinna miklu þurrka sem þar hafa verið síðan í september í fyrra. Kornforðabúr landsins, Pódalurinn, hefur sérstaklega orðið illa úti. Vatnsstaðan í Pófljótinu er sex metrum lægri en eðlilegt má teljast og margar hliðaránna, en þær eru alls 141, eru vatnslausar. Þriðjungur af uppskeru nytja- gróðurs í Ítalíu fellur til í Pódalnum. Bregði ekki til úrkomu fljótlega hefur það alvarlegar afleiðingar. Árið 2003 voru þarna miklir þurrkar og samtök ítalskra bænda, Coldiretti, óttast að það endurtaki sig. Náttúruverndarsamtökin WWF gagnrýna ítalskan landbúnað fyrir að fara illa með vatnið með útiræktun á tegundum sem þurfa mikla vökvun, svo sem fljótvaxin jarðarber, sykurrófur og maís. Ítalir vökva 1,6 milljónir hektara. Þurrkurinn hefur einnig bitnað á mikilvægum kornræktarsvæðum í Austur-Evrópu. Í Ungverjalandi stigu upp mikil rykský við sáningu á maís og í Úkraínu, einkum sunn- an- og austanverðum hlutum lands- ins, hefur hiti og þurrkur valdið skaða. Landsbygdens Folk Þurrkar hafa áhrif á kornuppskeru í Evrópu í ár

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (12.06.2007)
https://timarit.is/issue/359129

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (12.06.2007)

Aðgerðir: